Fréttablaðið - 18.03.2008, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 18.03.2008, Blaðsíða 4
4 18. mars 2008 ÞRIÐJUDAGUR flugfelag.is Ferðalag er góð fermingargjöf Pantaðu gjafabréf í síma 570 3030 REYKJAVÍK AKUREYRI EGILSSTAÐIR VESTMANNAEYJAR ÍSAFJÖRÐUR VOPNAFJÖRÐUR ÞÓRSHÖFN GRÍMSEY VEÐURSPÁ Kaupmannahöfn Billund Ósló Stokkhólmur Gautaborg London París Frankfurt Friedrichshafen Berlín Alicante Mallorca Basel Eindhoven Las Palmas New York Orlando San Francisco HEIMURINN Vindhraði er í m/s. Hitastig eru í °C. Gildistími korta er um hádegi. 5° 4° 6° 2° 3° 9° 8° 8° 0° 5° 22° 16° 6° 8° 22° 7° 28° 16° Á MORGUN Suðvestan strekkingur en allhvasst á fjöllum. FIMMTUDAGUR Allhvöss NV-átt og stormur á hálendinu. 4 3 5 3 4 6 6 6 5 4 0 5 5 3 5 5 3 3 5 5 6 5 5 5 67 -1 0 1 01 BAKSLAG Í VORKOMUNNI Það hefur verið vor í lofti nú síðustu daga og er dag- urinn í dag engin undantekning. Á hinn bóginn vitum við að þegar vorið er að fæðast kostar það fæðingarhríðir. Á fi mmtudag eru horfur á allhvassri norðanátt með snjókomu nyrðra. Á föstudag hlýnar á ný, síst þó NA-til. Sigurður Þ. Ragnarsson Veður- fræðingur EFNAHAGSMÁL „Það besta sem við getum gert núna er að taka vel á móti þeim sem fjárfesta og vilja koma með peninga inn í landið, eins og til dæmis vegna álvers í Helguvík. Það myndi passa vel ef þær framkvæmdir kæmust á skrið,“ segir fjármálaráðherra, Árni Mathiesen. Íslensk stjórnvöld fari ekki út í neinar sértækar aðgerðir vegna falls krónunnar að svo stöddu, enda séu „allt aðrir og meiri kraftar að verki en við höfum yfir að ráða“. Fall krónunnar stafi fyrst og fremst af vandræðum á markaði í Bandaríkjunum og af falli hluta- bréfamarkaða um allan heim. „Við verðum því að vona að aðgerðir bandaríska seðlabankans skili árangri. En það er voða lítið sem við getum gert sjálf. Vandamálið er annars staðar en hjá okkur,“ segir hann. Krónan sé nýtt í viðskiptum sem fólk fari óðum út úr. Nú sé fólk að draga úr áhættu og skipta yfir í gjaldmiðla sem það þekki best. Árni telur ekki ástæðu til að ótt- ast þetta ástand, til lengri tíma séð. Vissulega sé krónan nú vel undir eðlilegu jafnvægi sínu. „En ég á ekki von á því að hún verði þarna til eilífðar.“ Hann segir erfitt að meta hversu lengi ástandið vari. - kóþ Fjármálaráðherra segir vandamálið fyrst og fremst vera bandarískt: Best væri að fá álver í Helguvík ÁRNI MATHIESEN Fjármálaráðherra segir ráðuneytið sífellt skoða stöðu mála en enn sé ekki talin ástæða til að grípa til sértækra aðgerða. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA NEYTENDUR Verslunarmenn sjá fram á miklar verðhækkanir á næstunni, rétti krónan ekki úr kútnum eftir mikla gengislækk- un. Hækkunar verður vart í nær öllum innflutningsgreinum. Gengi krónunnar lækkaði um tæp sjö prósent í gær, og endaði gengisvísitalan í 153,55 stigum. Í gærmorgun var hún 143,6 stig. Gengisvísitalan mælir verðgildi erlendra gjaldmiðla gagnvart krónunni og hækkar þegar verð þeirra í krónum hækkar. Hækk- un vísitölunnar jafngildir því lækkun á gengi krónunnar. Þegar gjaldeyrisviðskiptum lauk í gær stóð gengi evrunnar í rúmum 118 krónum, en hún var tæpar 109 krónur í byrjun dags. „Það er gefið mál að það sem er keypt inn fyrir erlendan gjald- eyri mun hækka í verði, ég held að verslunarmenn geti ekki selt krónuna neitt ódýrar en bankarnir,“ segir Jón Helgi Guð- mundsson, forstjóri Kaupáss, móðurfyrirtækis Nóatúns, Krón- unnar, 11-11 og fleiri verslana. Hann segir verð ekki hafa hækkað mikið hingað til en verði ekki viðsnúningur á gengislækk- un krónunnar þurfi að gera eitt- hvað. Finnur Árnason, forstjóri Haga, tekur í sama streng. „Það er ljóst að það eru verulegar verðhækkanir fram undan ef krónan ætlar að haldast svona í einhvern tíma,“ segir hann. „Horfurnar eru ekki góðar.“ Gengisáhrifa gætir einna fyrst hjá innflutningsfyrirtækjum sem endurnýja lager sinn hratt, eins og til dæmis tölvuverslunum. Einn starfsmaður slíkrar versl- unar, sem Fréttablaðið ræddi við í gær, hafði á orði að varla tæki því að prenta út nýjan verðlista, svo ört þyrfti að breyta honum. „Við erum að skoða núna hversu mikið var komið inn til okkar á eldra gengi, og ákveðum í kjölfarið hvað við gerum,“ segir Gunnar Freyr Jónsson, fram- kvæmdastjóri Tölvulistans. „Við forðumst í lengstu lög að hækka, enda búnir að auglýsa og mynda stefnu í kringum fermingartil- boð, en við höldum þetta ekki út endalaust ef krónan heldur svona áfram.“ salvar@frettabladid.is Fall krónunnar ýtir undir hækkun á innfluttri vöru Hækkanir á innfluttri vöru eru í aðsigi vegna lækkunar gengis krónunnar. Horfurnar eru ekki góðar, segir forstjóri Haga. Tölvuverslanir hækka verð svo ört að því tekur varla að prenta út nýjan verðlista. „Þetta staðfestir það skipbrot sem peningastefna Seðlabankans hefur beðið,“ segir Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnu- lífsins, um gengisfall krónunnar. Hún féll hratt í gær, og endaði gengisvísi- talan í 153,55 stigum. Vilhjálmur telur þó að gengi krón- unnar eigi eftir að hækka á ný til lengri tíma litið. „Það gerist af sjálfu sér, eftir því sem hún fellur meira verður hún fljótari að hækka aftur.“ Skúli Thoroddsen, framkvæmda- stjóri Starfsgreinasambands Íslands, telur það sem um var samið í kjara- samningum 17. febrúar vera horfið og gott betur. „Það segir sig sjálft ef þú semur um kauphækkanir og þær hverfa strax í verðbólgu,“ segir hann. „Ef við værum með evru væri þetta ekkert að gerast, þá værum við með stöðugleika í efnahagsmálum.“ „Auðvitað er þessi þróun mikið áhyggjuefni,“ segir Grétar Þor- steinsson, forseti Alþýðusambands Íslands. „Ef fram fer sem horfir hefur þetta vafalaust áhrif á verðbólguna í þá veru að hún verði snöggtum meiri en við áttum von á.“ - sþs STAÐFESTIR SKIPBROT SEÐLABANKA MATVÖRUBÚÐ Innflutningsvörur eru ekki þær einu sem munu hækka í verði á næstunni vegna gengis krónunnar. Stór hluti vara sem framleiddar eru hérlendis er háður erlendu hráefni, sem er keypt í erlendum gjaldmiðli. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA VIÐSKIPTI „Við reynum eins lengi og við getum að halda veðrinu niðri,“ segir Matthías Imsland, framkvæmdastjóri Iceland Express, spurður hvort verð á flugfargjöldum muni hækka í kjölfar gengisfellingar. „Hins vegar erum við að horfa upp á 10 prósenta gengisfellingu á einum degi og frá áramótum eru þetta orðin um 25 til 30 prósent. Það er því komin þörf fyrir hækkun. Við förum hrein- lega fram á stöðugleika. Það er ekki búandi við þetta.“ Erna Hauksdóttir, fram- kvæmdastjóri Samtaka ferða- þjónustunnar, var sammála og sagði gengisfellinguna koma harðast niður á þeim sem þegar hefðu selt þjónustu sína. - jse Ferðaþjónusta: Ólíðandi ástand MATTHÍAS IMSLAND Framkvæmdastjóri Iceland Express segir ekki búandi við núverandi óstöðugleika. GENGIÐ 17.3.2008 GJALDMIÐLAR KAUP SALA HEIMILD: Seðlabanki Íslands 152,279 GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR 74,88 75,24 150,47 151,21 118,02 118,68 15,82 15,912 14,654 14,74 12,457 12,529 0,7748 0,7794 123,51 124,25 Bandaríkjadalur Sterlingspund Evra Dönsk króna Norsk króna Sænsk króna Japanskt jen SDR Í Fréttablaðinu í gær var missagt að alþjóðadagur neytenda hefði verið á sunnudaginn. Hið rétta er að alþjóða- dagur neytenda var á föstudaginn, 14. mars síðastliðinn. LEIÐRÉTTING Laus hross á vegunum Lögreglan á Hvolsvelli hefur fengið tilkynningar vegna lausagöngu hrossa við þjóðveginn. Hefur vetur verið bændum afar erfiður þar sem mikill snjór hefur víða fært girðingar og ristar hlið á kaf. Hvetur lögregla bændur og aðra sem hafa eftirlit með útigangi að fylgjast vel með girð- ingum hjá sér til að koma í veg fyrir óhöpp. LÖGREGLUFRÉTTIR AFGANISTAN, AP Tveir danskir og einn tékkneskur liðsmaður fjölþjóðaherliðs NATO í Afganist- an létu lífið í sjálfsmorðs- bílsprengjuárás á útimarkaði í Suður-Afganistan í gær. Þetta eru fyrstu Danirnir sem týna lífi með þessum hætti í Afganistan. Auk hermannanna féllu í árásinni afganskur túlkur þeirra og þrír vegfarendur. Sjö særðust, að því er lögreglustjórinn á svæðinu, Mohammad Hussein Andiwal, greindi frá. Hermenn- irnir voru að skoða byggingar- svæðið þar sem þeir voru að hjálpa til við byggingu skóla þegar árásin var gerð. - aa Átök í Afganistan: Danir og Tékki drepnir í árás
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.