Fréttablaðið - 18.03.2008, Blaðsíða 51
ÞRIÐJUDAGUR 18. mars 2008
KÖRFUBOLTI Keflavík er einum sigri
frá lokaúrslitum Iceland Express-
deildar kvenna eftir 11 stiga sigur
á Haukum, 85-96, á Ásvöllum í
gær.
Keflavíkurkonur hittu úr 14 af
27 þriggja stiga skotum sínum í
leiknum og þær TaKesha Watson
og Birna Valgarðsdóttir áttu báðar
frábæran leik.
TaKesha Watson tók upp þráð-
inn frá því í lok síðasta leik og átti
frábæran dag en hún endaði leik-
inn með 34 stig, 10 stoðsendingar,
6 fráköst og 5 stolna bolta. Birna
Valgarðsdóttir gaf líka tóninn,
spilaði grimma vörn og keyrði
hvað eftir annað á körfuna sem
gerði Haukum mjög erfitt fyrir.
Birna skoraði 23 stig á sinni 31
mínútu og gaf auk þess 5 stoðsend-
ingar.
„Þetta er ekki komið en ég var
mjög ánægð með liðið í kvöld. Allt
liðið átti mjög góðan leik og ég er
mjög sátt með leikinn hjá öllum í
liðinu,“ sagði Birna, sem er greini-
lega komin í gott form á réttum
tíma. „Það er ekki hægt annað en
að vera komin í form þegar úrslita-
keppnin byrjar. Ég þekki þessa
stöðu líka mjög vel og veit hvað
þarf til í þessum leikjum,“ sagði
Birna. „Það verður erfitt að eiga
við okkur ef að við höldum áfram
að spila svona,“ bætti hún við og
það er óhætt að taka undir orð
hennar enda var mikil ógnun í
Keflavíkursókninni þegar hún,
TaKesha og Susanne Biemer voru
allar sjóðheitar en saman skoruðu
þær 75 stig og hittu úr 11 af 17
þriggja stiga skotum sínum í leikn-
um.
Victoria Crawford fór mikinn í
fyrri hálfleik en 24 stig hennar
fyrir hlé áttu mikinn þátt í því að
Haukar voru 50-48 yfir í hálfleik.
Keflavíkurliðinu tókst hins vegar
að loka á hana í seinni hálfleik því
Crawford skoraði ekki aftur fyrr
en eftir 14 mínútna leik í seinni
hálfleik þegar staðan var orðin 71-
79, Keflavík í vil. Keflavík náði
fyrir vikið frumkvæðinu í seinni
hálfleik en gerði líklega út um
leikinn með því að skora átta stig í
röð á síðustu mínútu þriðja leik-
hluta og ná 12 stiga forustu, 63-75,
fyrir lokaleikhlutann.
Haukaliðið er nú komið upp að
vegg, eftir góðan dag í Keflavík
þar sem liðið var mjög nálægt því
að taka fyrsta leikinn vantaði
nokkuð upp á að liðið ætti mögu-
leika í Keflavík í gær. Erfiður leik-
ur bíður því meistaranna í Kefla-
vík á miðvikudaginn. -óój
Úrslitakeppni Iceland Express-deildar kvenna:
Keflavík skaut
Haukastúlkur í kaf
FRÁBÆR TaKesha Watson átti góðan leik í gær og skoraði 34 stig fyrir Keflavík.
FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL
Haukar-Keflavík 85-96 (50-48)
Stig Hauka: Victoria Crawford 31 (8
stoðs.), Kristrún Sigurjónsdóttir 13 (5
stoðs.), Telma Björk Fjalarsdóttir 12
(12 frák.), Ragna Margrét Brynjars-
dóttir 10, Unnur Tara Jónsdóttir 8
(8 frák.), Guðbjörg Sverrisdóttir 6,
Hanna Hálfdanardóttir 5.
Stig Keflavíkur: TaKesha Watson
34(10 stoðs.), Birna Valgarðsdóttir 23
(5 stoðs.), Susanne Biemer 18 (hitti
úr 7 af 10 skotum), Pálína Gunnlaugs
dóttir 8, Margrét Kara Sturludóttir 6 (7
frák.), Ingibjörg Elva Vilbergsdóttir 5,
Lóa Dís Másdóttir 2.
FÓTBOLTI Birmingham og New-
castle skildu jöfn 1-1 í botnbar-
áttuslag á St. Andrews-leikvang-
inum í Birmingham í gærkvöld.
Heimamenn voru mun frískari
framan af leik og leikmenn New-
castle virkuðu óöruggir á
boltanum og gerðu lítið
annað en að negla honum
hátt og langt fram á völl-
inn og vona það besta. Lið
Birmingham lék hins
vegar ágætan fótbolta og
sér í lagi skapaðist hætta
þegar James McFadd-
en fékk boltann en
hann kom heima-
mönnum einmitt yfir
eftir rúman hálftíma
leik.
Newcastle kom beittara eftir
leikhlé og Michael Owen náði að
jafna leikinn þegar rúmar tíu
mínútur voru liðnar af síðari
hálfleik og hafði þá skömmu
áður farið illa með dauðafæri.
Newcastle færðist allt í auk-
anna við markið og leikmenn
liðsins fengu sjálfstraustið
sem hafði skort fram að því.
Gríðarleg batamerki voru
á leik Newcastle í seinni
hálfleik en hvorugu lið-
inu tókst að skora og
lokatölur urðu 1-1. - óþ
Birmingham og Newcastle skildu jöfn í gærkvöld:
Kevin Keegan enn
ekki unnið leik
VONBRIGÐI Kevin Keegan
hefur ekki enn náð sigri
síðan hann tók við New-
castle 16. janúar.
NORDIC PHOTOS/AFP