Fréttablaðið - 18.03.2008, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 18.03.2008, Blaðsíða 18
UMRÆÐAN Skólamál Fyrir tólf árum stóð undirrituð í þeim sporum að taka við stjórnun á litlum leikskóla í Kópavogi, sem heitir Skólatröð og er staðsettur fyrir austan Hamraborgina þar í bæ. Mér fannst þetta vera tækifæri til að láta drauminn rætast. Koma með nýja íslenska uppeldisstefnu í leikskóla. Fyrst datt mér í hug íþróttaskóli, enda alltaf haft mikinn áhuga á íþróttum, en taldi að það gæti fælt einhverja frá og það væri of einhæf stefna. Þá kom hugmyndin að heilsustefnunni. Með henni væri hægt að hafa starfsemina fjölþættari og við flestra hæfi. Hugsunin var sú að ef einstaklingur fengi hollt fæði, mikla hreyfingu, þá sprytti fram þörf til að skapa. Markmið Kennararnir sem réðust til starfa í Skólatröðina voru mjög áhugasamir um þessa áherslu og við sömdum markmið skólans saman á fyrstu vikum starfseminnar. Markmið skólans var að auka gleði og vellíðan barn- anna með áherslu á næringu, hreyfingu og listsköpun í leik. Undirmarkmiðin eru að borða hollan og næringar- ríkan mat, fjalla um mikilvægi fæðuhringsins, börnin verði meðvituð um mikilvægi hollustu og hvaða matar- æði ber að varast og að matarhefðir verði í hávegum hafðar. Í hreyfingu er lögð áhersla á að auka vitneskju um líkamann, styrkja sjálfsmynd, stuðla að betri hreyfi- færni, auðvelda samskipti og læra hugtök. Í listsköpun er lögð áhersla á að örva sköpunargleði, auka hugmyndaflug, skynja fegurð í umhverfinu og kynnast mismunandi efnivið og handfjatla hann. Heilsubók barnsins Til þess að geta mælt það hvernig börnunum gengur að ná markmiðum heilsustefnunnar, sömdum við kennar- ar skólans heilsubók barnsins, sem er einfalt en yfir- gripsmikið skráningarform sem gefur heildarmynd af stöðu barns í þeim þáttum sem markmiðin leggja áherslu á/ fjalla um. Mæld er hæð, þyngd, heilsufar, fjarvera vegna veikinda, næring og svefn, leikur, lífs- leikni, gróf- og fínhreyfingar og þróun myndsköpunar. Vor og haust eru börnin metin og árangurinn skráð- ur í Heilsubók barnsins og í framhaldi af því fá for- eldrar viðtal við kennara, sem skýrir þeim frá stöðu barnsins. Skólinn stækkaði Eftir tveggja ára starfsemi Skólatraðar með rúmlega 30 börn var búið að semja markmiðin, Heilsubók barns- ins og vígja skólann sem fyrsta heilsuleikskólann á Íslandi, en það gerði þáverandi heilbrigðisráðherra Ingibjörg Pálmadóttir. Árið 1997 stækkaði skólinn um eitt gamalt hús sem tók 19 börn og er það staðsett að Kópavogsbraut 19, sem heitir Stubbasel. Það var rekið sem deild í Skóatröð. Árið 2000 byggði Kópavogsbær nýtt glæsilegt 100 barna leikskólahús, Urðarhól, á lóð Stubbasels og frá þeim tíma var skólinn rekinn sem ein stofnun í þremur húsum og var það nýjung í leikskóla- rekstri á Íslandi. Fleiri Heilsuleikskólar Fljótlega fór boltinn að rúlla á heilsubrautinni. Leik- skólinn Krókur í Grindavík var vígður sem heilsuleiks- kóli árið 2003, næst kom Garðasel á Akranesi, þá Heið- arsel í Reykjanesbæ, Suðurvellir í Vogum, Árbær í Árborg var vígður sl. vor og einnig Krógaból á Akur- eyri. Nokkrir skólar eru nú að undirbúa sig fyrir það að verða heilsuleikskólar s.s. Kór í Kópavogi, Krakkakot á Hornafirði og Laufás á þingeyri. Sjö fyrstu skólarnir stóðu að stofnun Samtaka heilsu- leikskóla þann 4. nóvember árið 2005 og var fyrsta verk þeirra að vinna að útgáfu viðmiða fyrir heilsu- leikskóla. Í haust er stefnt að ráðstefnu fyrir alla kenn- ara í heilsuleikskólum, þar sem þemað verður heilsa kennara í heilsuleikskólum. Einnig er verið er að skoða Heilsubók fyrir kennara. Höfundur er formaður Samtaka heilsuleikskóla. UMRÆÐAN Heilbrigðismál Nú stendur yfir tveggja vikna átak Krabbameins- félags Íslands undir yfirskrift- inni Karlmenn og krabbamein. Hvernig tengist Ráðgjafarþjónusta Krabba- meinsfélagsins karlmönnum og krabbameini? Sjúkdómurinn krabbamein breytir lífi flestra sem komast í kynni við hann og óttinn getur búið um sig hjá viðkomandi einstaklingum. Krabbamein er fjölskyldusjúkdómur sem þýðir að grunur um krabbamein og greining þess hefur ekki bara áhrif á viðkomandi einstakling heldur einnig á fjölskyldu og vini. Þeir eru því, ekki síður en sá sem greinist, fórnarlamb sjúkdómsins. Nánasti aðstand- andi getur jafnvel verið að ganga í gegnum meiri þjáningu en sá sem er að takast á við sjúkdóminn. Einstaklingar eru misjafn- lega í stakk búnir til að takast á við áfall eins og það að greinast með krabbamein. Það ræðst meðal annars af skapgerð, aldri, hlutskipti og fyrri reynslu af áföllum og sjúkdómum. Áfall gerir þá kröfu að viðkomandi dragi fram alla sína reynslu, þroska og þekkingu og nýti hana. Á sama tíma er álagið mikið, og áfallið getur gert viðkomandi viðkvæman og dof- inn eða ófæran til framkvæmda þegar mest á reynir. Hvað er þá mikilvægast? Samskipti með eða án orða og nærvera er eitt af því mikil- vægasta þegar kemur að úrræð- um. Uppbyggjandi samskipti eru hins vegar ekki alltaf sjálf- sagður hlutur innan fjölskyld- unnar eða þar sem á reynir. Börn taka því mjög misjafnlega þegar foreldrar þeirra veikjast og oft þarf að styrkja foreldra til þess að mæta börnunum og þörfum þeirra á einlægan hátt í slíkum aðstæðum. Varðandi karlmenn sem greinast, hafa rannsóknir leitt í ljós að þeim karlmanni sem hefur greinst með blöðruhálskirtilskrabba- mein og hefur einhvern til að deila tilfinningum sínum með, líður betur, upplifir sig sterk- ari, er í meira jafnvægi, hefur meiri orku og er hamingjusam- ari en sá karlmaður sem er til- finningalega einangraður. Ráðgjafarþjónusta Krabba- meinsfélagsins er fyrir þá sem vilja leita sér upplýsinga, ráð- færa sig við fagfólk, ræða stöðu sína, skoða áunnin rétt- indi, óska eftir stuðningi, hvatningu eða vilja deila reynslu sinni. Ráðgjafar- þjónustan er viðbót við þá þjón- ustu sem veitt er af meðferðar- aðilum og er ætlað að styrkja þá þjónustu en kemur ekki í staðinn fyrir hana. Í Ráðgjafar- þjónustunni er auk þess boðið upp á fyrirlestra, námskeið, slökun og að hitta aðra sem hafa gengið í gegnum svipaða reynslu. Stuðningshópar Krabbameinsfélagsins hafa aðsetur í húsnæði þjónustunnar og eru sterkur bakhjarl starf- seminnar. Hvað með karlmenn og krabbamein? Er karlmaðurinn hin hljóða hetja eða strútur í mannsmynd? Karlmenn grein- ast með krabbamein og karl- menn eru aðstandendur þeirra sem greinast með krabbamein. Það hefur hins vegar verið minni áhersla á karlmenn og krabbamein samanborið við konur og krabbamein. Flestir vita að október hefur á sér bleikt yfirbragð og tengist brjóstakrabbameini. Nú er komið að því að leggja áherslu á karlana og að setja blátt yfir- bragð á marsmánuð og tengja hann körlum og þeim krabba- meinum sem þeir geta greinst með. Konur eru vanari að hugsa um fyrirbyggjandi aðgerðir varðandi heilsu sína og annarra, karlmenn hafa hins vegar meiri tilhneigingu til að bregðast við einkennum. Rannsóknir sýna að karlmenn sækja sér síður stuðn- ing en konur, þeir leita seinna til læknis vegna einkenna og þeir ræða minna um sína líðan. Rannsóknir sýna einnig að það að lenda í áfalli getur haft nei- kvæða fylgikvilla í för með sér. Því ætti hver sá sem verður fyrir áfalli að spyrja sig; hvaða ráðgjöf eða þjónusta er til stað- ar og þarf ég á því að halda að nýta mér þá þjónustu? Ráðgjafarþjónusta Krabba- meinsfélagsins er fyrir þá sem hafa nýlega greinst með krabba- mein eða greindust fyrir löngu. Hún er einnig fyrir aðstand- endur og hún er líka fyrir þá sem hafa orðið fyrir missi og eru að syrgja. Sorg er ferli sem tekur tíma að vinna sig í gegn- um. Sorginni getur fylgt mikill einmanaleiki, hún getur valdið doða, sársauka, reiði og fleiri tilfinningum. Hún getur valdið svefnerfiðleikum og jafnvel tímabundnu þunglyndi. Þá er gott að geta talað opinskátt um sorgina og að geta deilt reynslu sinni með öðrum. Ráðgjafarþjónusta Krabba- meinsfélagsins vinnur að heilsueflingu þeirra sem eru í návígi við sjúkdóminn krabba- mein. Hún vinnur að þeirri heilsueflingu með forvörnum, fræðslu, miðlun upplýsinga, stuðningi til ábyrgðar og sjálf- stjórnar og með hvatningu, einn dag í einu. Höfundur er hjúkrunarfræðingur. Karlmenn og krabbamein 18 18. mars 2008 ÞRIÐJUDAGUR UMRÆÐAN Fiskveiðar Mikil umræða hefur átt sér stað um fiskveiðistjórnunarkerfið á undanförnum árum og sýnist sitt hverjum í þeim efnum. Ekki er um það deilt að viðleitni manna til að byggja upp þorskstofninn hefur gjörsamlega mistekist. Gæti verið að skýringanna væri að leita í stór- aukinni sókn með togveiðarfærum í ýmsa nytjastofna allt í kringum landið? Áhrif þess að fiskseiði og smærri og stærri fiskar lenda í því að smjúga um möskva togveiðarfæra eru örugglega meiri en menn átta sig á. Margir telja að fiskur þoli ekki að smjúga í gegn- um möskva vegna sýkingar sem kemur í sár á roð- inu. Þessi fiskur drepst í stórum stíl og kemur aldrei fram í veiði eða stofnstærðar- mati. Hve stór væri þorskkvótinn nú ef ekki hefði verið trollað eftir þorski, rækju, síld, loðnu, kolmunna og hinum og þessum öðrum tegundum í stór- auknum stíl á undanförnum árum og áratugum? Hve stórir væru aðrir kvótar ef ungviðið hefði feng- ið að njóta vafans? Þeir sem stund- uðu rækjuveiðar á sínum tíma sáu vel hve mikið var af fiskseiðum og smáfiski á veiðislóðinni vegna þess að þessi fiskur skilaði sér svo til allur í hin fínriðnu rækjutroll. Menn reyndu að ráða bót á þessu með því að nota skiljur á trollunum en skilar það árangri? Fiskurinn berst um í trollinu og nuddast við aðra fiska, möskva og loks skiljurn- ar áður en hann kemst út. Það virð- ist stundum gleymast að fiskurinn, sem veiðist í troll, hafnar í trollinu eftir að hafa gefist upp á því að synda í trollopinu og innar í trollinu áður en hann gefst upp og hafnar í pokanum. Það hefur verið reynt að benda á Halamið sem dæmi um það að tog- veiðar hafi ekki slæm áhrif. Þar sé alltaf nóg af þorski þótt stöðugar togveiðar séu stundaðar á svæð- inu. Í þessu sambandi gleymist að hafa í huga að þarna er ekki verið að veiða fisk sem hefur smogið mörgum sinnum í gegnum troll- möskva. Sá fiskur er dauður. Fiskurinn veiðist á Halanum vegna þess að hann velur sér kjörsvæði með tilliti til ætis. Það finnur hann í hitaskilunum á milli kalda og hlýja sjávarins á þessari veiðislóð. Hvernig halda menn að laxveið- in í Elliðaánum væri ef öll laxa- seiðin í ánum þyrftu að koma marg- sinnis í snertingu við netmöskva á leið sinni til sjávar? Ástæðan fyrir því að ég nefni þetta er m.a. sú að þorskkvótinn er orðinn það lítill að það er full ástæða hvort ekki sé hægt að veiða þetta litla magn með öðrum veiðarfærum sem fara betur með lífríkið og fiskinn en togveiðarfærin. Það er t.d. umhugs- unarefni að á meðan þorskstofninn er á niðurleið þá er ýsustofninn í uppsveiflu. Gæti það verið vegna þess að ýsuseiðin og smáýsan halda sig á miklu grynnra vatni en þorskseiði og smáþorskur og sleppa þ.a.l. við að þurfa að smjúga trollmöskvana á togslóðinni? Höfundur er fyrrverandi skipstjóri. Hve stór væri kvótinn ef togveiðarfæri væru bönnuð? ÓSKAR HRAFN ÓLAFSSON UNNUR STEFÁNS- DÓTTIR Heilsustefnan RAGNHEIÐUR ALFREÐSDÓTTIR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.