Fréttablaðið

Dagsetning
  • fyrri mánuðurmars 2008næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    2425262728291
    2345678
    9101112131415
    16171819202122
    23242526272829
    303112345

Fréttablaðið - 18.03.2008, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 18.03.2008, Blaðsíða 12
 18. mars 2008 ÞRIÐJUDAGUR or.is ÍS L E N S K A S IA .I S O R K 41 57 9 03 .2 00 8 Þinn styrkur – okkar framlag Við auglýsum eftir umsóknum um styrki á sviði menningarmála, íþrótta- og æskulýðsmála, umhverfis- og útivistar- mála og mannúðarmála. Alls leggjum við fram 50 milljónir króna og skiptast þær þannig að 15 milljónum verður ráðstafað til menning- armála, 15 milljónum króna verður varið til umhverfis- og útivistarmála, til íþrótta- og æskulýðsmála, þ.m.t. styrkir til afreksfólks, verður varið 15 milljónum króna og 5 milljónir króna renna til líknarmála. Sækja skal um styrki fyrir 14. apríl næstkomandi. Eingöngu er hægt að sækja um á vef Orkuveitu Reykjavíkur: www.or.is • Nýir tímar, nýjar hugmyndir KÍNA, AP Héraðsstjóri Tíbet, sem sjálfur er Tíbeti en er fulltrúi stjórnvalda í Peking, fordæmdi í gær þá sem hafa tekið þátt í mót- mælum gegn kínverskum yfirráð- um í tíbetsku höfuðborginni Lhasa undanfarna daga. Hét hann því að lögum yrði komið yfir mótmæl- endurna, en á miðnætti í gærkvöld að staðartíma rann út frestur sem yfirvöld gáfu þeim til að gefa sig fram. Til frekari árekstra mót- mælenda og lögreglu kom í gær, bæði í Tíbet og fleiri héruðum Kína. Héraðsstjórinn, Champa Phuntsok, sagði fjölda þeirra sem látið hefðu lífið í óeirðum síðustu daga vera kominn í sextán manns og tugir hefðu særst. Talsmenn útlagastjórnar Tíbets sem hefur aðsetur á Norður-Indlandi segjast hins vegar hafa áreiðanlegar heimildir fyrir því að minnst átta- tíu manns hafi fallið. Þetta eru mestu andófsaðgerðir gegn kínverskum yfirráðum í Tíbet í nærri tvo áratugi. Þær hafa nú breiðst til fleiri héraða, þar sem Tíbet-ættað fólk hefur efnt til samúðarmótmæla. Þessi atburða- rás kemur stjórnvöldum í Peking mjög illa nú er þau eru að undir- búa Ólympíuleikana sem eiga að fara fram þar í borg í sumar, en með því að halda leikana vildi kommúnistastjórnin bæta ímynd landsins út á við. „Gefi þetta fólk sig fram verður tekið á því af mildi,“ sagði Phuntsok. Að öðrum kosti „munum við taka á því af hörku“. Talsmenn alþjóðlegra samtaka sem berjast fyrir sjálfstæði Tíbets og hafa höfuðstöðvar í Washing- ton D.C. (International Campaign for Tibet), sögðu að íbúar Tíbets óttuðust að eftir að miðnætur- frestur gærdagsins rann út myndi herinn gera allsherjarrassíu í til- raun til að uppræta hreyfingu mótmælenda. Að því er fram kom í breska blaðinu The Times gengu hermenn þegar í gær hús úr húsi og hand- tóku hvern þann sem ekki gat framvísað gildum skilríkjum og heimild til dvalar í Lhasa. Condoleezza Rice, utanríkisráð- herra Bandaríkjanna, skoraði á ný á kínverska ráðamenn í gær að taka á málum í Tíbet af hófstill- ingu og til að finna leið til að stofna til samskipta við útlagastjórn Dalai Lama. Kínversk yfirvöld hafa sakað útlagastjórnina um að standa á bak við uppþotin. audunn@frettabladid.is Mótmælend- um í Tíbet hótað hörðu Héraðsstjóri Tíbets segir færri hafa látið lífið í óeirðunum en útlagastjórnin segist hafa heimildir fyrir. Í gær rann út frestur sem yfirvöld gáfu mót- mælendum til að gefa sig fram eða sæta hörðu ella. SÍMAMYND AF VETTVANGI Mynd sem íbúi í Linxia í Vestur-Kína fékk í gær senda frá ættingja í Lhasa í farsíma sinn og sýnir vettvang í miðjum óeirðunum. FRÉTTABLAÐIÐ/AP ALBANÍA, AP Varnarmálaráðherra Albaníu, Fatmir Mediu, sagði af sér í gær í kjölfar þess að ellefu manns létust og nærri þrjú hundruð særðust í sprengingum í vopnageymslu nærri höfuðborg- inni Tirana. Björgunarmenn fundu í gær lík barns sem fórst í sprengingunum en tólf er enn saknað. Sprenging- arnar hófust á laugardag og stóðu í fjórtán klukkustundir, fram á sunnudagsmorgun. Hafin er rann- sókn á tildrögum slyssins og hefur albanskur undirverktaki verið yfirheyrður en hann sá meðal ann- ars um eyðingu gamalla skotfæra á svæðinu. - ovd Sprengingar í vopnageymslu í Albaníu: Ráðherra segir af sér EYÐILEGGING Loftmynd af verksmiðju í þorpinu Gerdec, en hún var meðal bygginga sem eyðilögðust í skotfæra- geymslusprengingunum um helgina. FRÉTTABLAÐIÐ/AP
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað: 77. tölublað (18.03.2008)
https://timarit.is/issue/278083

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

77. tölublað (18.03.2008)

Aðgerðir: