Fréttablaðið - 18.03.2008, Blaðsíða 17
ÞRIÐJUDAGUR 18. mars 2008 17
SEND IÐ OKK UR LÍNU
Við hvetj um les end ur til að senda
okk ur línu og leggja orð í belg um
mál efni líð andi stund ar. Grein ar og
bréf skulu vera stutt og gagn orð. Ein-
göngu er tek ið á móti efni sem sent
er frá Skoð ana síð unni á vis ir.is. Þar
eru nán ari leið bein ing ar. Rit stjórn
ákveð ur hvort efni birt ist í Frétta blað-
inu eða Vísi eða í báð um miðl un um
að hluta eða í heild. Áskil inn er rétt ur
til leið rétt inga og til að stytta efni.
UMRÆÐAN
Álver í Helguvík
Áfram Árni, þú hefur minn
stuðning. Þrátt
fyrir að vera í
hjarta mínu á
móti álverum í
byggð, get ég ekki
annað en staðið
við bakið á bæjar-
stjóranum mínum þegar hann
tekur svona af skarið. Að taka
fyrstu skóflustunguna án pólitísks
stuðnings þarf kjark. Loksins
höfum við mann með kjark.
Ég er orðin þreytt á því að fá
aldrei stuðning þingsins þegar á
reynir. Kvótaúthlutun hefur verið
fremur dræm til Suðurnesja, sér í
lagi til Reykjanesbæjar. Rökin hafa
verið þau að „þið hafið Kanann“,
eða „þið eruð ekki landsbyggð í
raun, því þið eruð svo nálægt höfuð-
borgarsvæðinu“. Enn og aftur á að
nota sömu rökin. Landsbyggðin
(sem er ekki þið) þarf meira á
álveri að halda, þið getið fundið
eitthvað annað að starfa við.
Er einhver firra í gangi á hinu
háa Alþingi? Átta þeir sig ekki á
því að fólkið er hér og er að flytja
hingað í stórum stíl, hvort heldur
Íslendingar eða útlendingar?
Reyndin er sú að þrátt fyrir álver á
Austfjörðum vantar fólk til að
vinna þar, því margt fólk einfald-
lega vill ekki búa þarna. Fólksfjölg-
un hefur hvergi verið meiri en í
Reykjanesbæ og á Suðurnesjum
almennt. Í þeim tölum teljast ekki
farandverkamenn. Álver Norður-
áls í Helguvík skapar örugga vinnu
fyrir nokkur hundruð manns þegar
fram í sækir. Sú vinna verður ekki
bara eftirsótt af Suðurnesjabúum,
heldur mun fólk af höfuðborgar-
svæðinu einnig sækja þangað
vinnu, þrátt fyrir að þurfa að keyra
á milli, sem verður tiltölulega lítið
mál þegar Vegagerðin hefur lokið
verki sínu. Ég skora á þingmenn
okkar, sérstaklega Árnana tvo, þá
Árna M. Mathiesen og Árna John-
sen, að standa einnig við bakið á
bæjarstjóra Reykjanesbæjar.
Sýnið stuðning ykkar í verki og
berjist fyrir því að álverið fái þær
losunarheimildir sem það þarf,
starfsleyfi og leyfi fyrir lagningu
rafmagnslína. Einnig að Hitaveita
Suðurnesja og Orkuveita Reykja-
víkur fái að framleiða þá orku sem
álverið kemur til með að þarfnast í
framtíðinni.
Áfram Árni Sigfússon bæjar-
stjóri Reykjanesbæjar, þú hefur
minn stuðning.
Höfundur er deildarstjóri í
Njarðvíkurskóla.
Áfram Árni
GUÐRÚN GUÐ-
MUNDSDÓTTIR
UMRÆÐAN
Mýrarhúsaskólamál
Viðbrögðin við dómi í svokölluðu Mýrar-
húsaskólamáli hafa
með sanni verið nokkuð
tilfinningaþrungin og
mörgum finnst orðið til
mikils ætlast að 11 ára
barn geti verið skaða-
bótaskylt og „eigi að
vera ljóst“ hvaða
afleiðingar ákveðnar gjörðir þess
hafi. Það er auðvelt að setja sig í
spor foreldris sem er stefnt fyrir
hönd barns síns og á sama tíma
auðvelt að setja sig í spor kennara
sem verður fyrir alvarlegu heilsu-
tjóni við dagleg störf.
Stjórn Heimilis og
skóla – landssamtaka
foreldra, tjáir sig alla
jafna ekki efnislega um
einstök mál og mun
halda sig við þá vinnu-
reglu í þessu máli. Í
yfirlýsingu sem stjórn-
in sendi fjölmiðlum í
gær kemur fram þessi
skoðun stjórnar og það
álit að umræða í fjöl-
miðlum og þjóðfélag-
inu hafi á síðustu dögum að ein-
hverju leyti verið á villigötum, s.s.
hvað varðar meinta ábyrgð for-
eldris en barnið var dæmt skaða-
bótaskylt, fjárhæð skaðabóta og
mat á bótahæfi stúlkunnar. Fyrir-
sögn Fréttablaðsins sl. laugardag,
„Kærði fatlað barn vegna hurðar-
skells“ er þannig ekki í samræmi
við málsatvik en kennarinn kærði
ekki neinn heldur höfðaði mál á
hendur tjónvaldi til að fá greitt
tjón sem hún varð fyrir. Móðir
stúlkunnar var þar fyrir utan ekki
dæmd til greiðslu bóta, heldur var
henni aðeins stefnt f.h. stúlkunn-
ar. Bæturnar voru að lokum í sam-
ræmi við nákvæmar reglur skaða-
bótalaga um bætur fyrir
líkamstjón og taka eingöngu mið
af tjóninu en ekki verknaðinum
sem slíkum.
Stjórn Heimilis og skóla telur
aftur á móti að öll umræða sé af
hinu góða. Í yfirlýsingu stjórnar
segir m.a.: „Útgangspunkturinn í
Mýrarhúsaskóladóminum er sú
staðreynd að börn geta verið
skaðabótaskyld á grundvelli sakar
vegna tjóns sem þau valda öðrum
og foreldrar verða að vera meðvit-
aðir um það. Dómurinn ætti því að
vekja foreldra til umhugsunar um
hvernig tryggingamálum fjöl-
skyldunnar sé hagað. Á sama tíma
vekur dómurinn upp áleitnari
spurningar. Má þar nefna spurn-
inguna um hvort það sé eðlilegt að
börn séu ábyrgðartryggð í skóla-
starfi á kostnað opinberra aðila
vegna líkamstjóns sem þau valda
samnemendum eða kennurum
sínum. Slíkt gæti hvoru tveggja
verið til hagsbóta fyrir tjónþola,
sem ætti þá auðveldara með að fá
bætur greiddar, sem og börnin
sjálf.“
Sömuleiðis væri vert að skoða
hvaða tryggingar sveitarfélög
hafa í dag verði nemendur fyrir
tjóni af völdum slyss á meðan þau
eru í umsjá skólans, hvort sem það
er í skólabyggingu, á skólalóð eða
í íþróttamannvirkjum.
Höfundur er formaður
Heimilis og skóla.
Umhugsunarefni fyrir foreldra
MARÍA KRISTÍN
GYLFADÓTTIR
Dómurinn ætti því að vekja
foreldra til umhugsunar um
hvernig tryggingamálum fjöl-
skyldunnar sé hagað.