Fréttablaðið - 18.03.2008, Blaðsíða 39
ÞRIÐJUDAGUR 18. mars 2008
SEND IÐ OKK UR LÍNU
Við hvetj um les end ur til að
senda okk ur línu og leggja orð
í belg um mál efni líð andi stund-
ar. Grein ar og bréf skulu vera
stutt og gagn orð. Ein göngu er
tek ið á móti efni sem sent er
frá Skoð ana síð unni á vis ir.is.
Þar eru nán ari leið bein ing ar.
Rit stjórn ákveð ur hvort efni birt-
ist í Frétta blað inu eða Vísi eða í
báð um miðl un um að hluta eða
í heild. Áskil inn er rétt ur til leið-
rétt inga og til að stytta efni.
BRÉF TIL BLAÐSINS
Tækifæri í Landeyjum
Stefán Helgi Valsson leiðsögumaður
skrifar um ferðaþjónustu:
Tilkoma Landeyjahafnar við Bakka árið
2010 skapar nýtt og langþráð tækifæri
í ferðaþjónustu á svæðinu. Í fyrsta sinn
verður hægt að bjóða ferðamönnum
í stutta en áhugaverða útsýnissiglingu
um Vestmannaeyjar frá fastalandinu
með lítilli fyrirhöfn.
Í skoðunarferð frá Landeyjahöfn um
Vestmannaeyjar sjást Elliðaey, Bjarnar-
ey, suðurhluti Heimaeyjar, Suðurey,
Hellisey, Súlnasker og kóróna meist-
araverksins sem er Surtsey. Þaðan er
hægt að sigla aftur til Landeyja eða
skjótast til Þrídranga með viðkomu á
Heimaey þar sem gestum gæfist m.a.
tækifæri til þess að litast um í væntan-
legri gestastofu Surtseyjar.
Lundi er í öllum eyjunum á sumrin
og í Súlnaskeri er næststærsta súlu-
byggð landsins. Líklega tæki ferð eins
og hér er lýst um 3-4 klukkustundir
sem er einkar heppileg tímalengd sé
tillit tekið til þarfa fólks í skipulögðum
hópferðum á leið umhverfis landið.
Nú fór illa hjá okkur Gunnsa
Ægir Magnússon sérkennari skrifar
um borgarmál:
Það var einu sinni smiður sem hafði
sér til aðstoðar handlaginn mann sem
Gunnsi hét. Þegar vel tókst til við verk
þeirra félaga var smiðurinn ánægður
og hrósaði sjálfum sér í hástert. Ef
ekki tókst nógu vel til og verk var illa
unnið, sagði hann jafnan: „Ja, nú fór
illa fyrir okkur Gunnsa.“ Þessa saga
minnir mig á núverandi meirihluta
borgarstjórnar. Ef mál er til umræðu
sem meirihlutanum þykir gott, jákvætt
og líklegt til vinsælda, er sagt að verkin
tali, þetta sýni hvað nýi meirihlutinn
sé nú flottur. Fari eitthvað miður, þá
kveður við annan tón. Jú, auðvitað eru
allir í borgarstjórn ábyrgir, minnihlutinn
ekki síður. Klúðrið er sum sé öllum
að kenna, en vel unnin verk eru á
ábyrgð hins nýja meirihluta. Fleiri ættu
kannski að taka þetta upp. Allt gott
er mér/okkur að þakka, en á klúðrinu
berum við sameiginlega ábyrgð!
Ef þú veist ekki
svarið getur þú
opnað hringt í
eða farið á
er svariðjá
118 ja.is Símaskráin
ÍS
L
E
N
S
K
A S
IA
.I
S
J
A
A
4
14
62
0
3/
08