Fréttablaðið - 18.03.2008, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 18.03.2008, Blaðsíða 6
6 18. mars 2008 ÞRIÐJUDAGUR SJÁVARÚTVEGUR „Þetta hefur náttúrlega þau áhrif að aflaverðmætið hækkar svo allir munu hafa meira milli handanna í Vestmannaeyjum,“ segir Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson, framkvæmdastjóri Vinnslu- stöðvarinnar, spurður um áhrif gengisfellingarinn- ar í gær. „Laun sjómanna hækka, tekjur bæjar- félagsins hækka og þegar fram líða stundir getur þetta orðið til þess að staða sjávarútvegsins og þar með sjávarbyggða batni. En svo má ekki gleyma því að þetta verður til þess að skuldir okkar hækka einnig. Svo óttast ég nokkuð heildaráhrifin því ef þetta er vísirinn að langvarandi heimskreppu getur hún leitt til neyslusamdráttar og það gæti svo leitt til verðlækkunar á fiski, sem er verulegt áhyggju- efni.“ Eggert Benedikt Guðmundsson, forstjóri HB Granda, tekur í sama streng. „Veikt gengi er náttúrlega okkur í hag en svo fara skuldirnar náttúrlega upp úr öllu valdi þegar svona sveifla á sér stað,“ segir hann. „Hins vegar er svona svaka- leg gengisfelling engum holl. Sígandi lukka er best í þessu eins og öðru.“ Þar var Sigurgeir Brynjar einnig sammála. „Það er eins og japanskir viðskiptavinir mínir og félagar segja að peningar sem aflað er með svita og tárum eru meira virði en þeir sem falla af himnum ofan.“ - jse Áhrif gengislækkunar á útgerðarfyrirtækin: Gleðjast en óttast heildaráhrifin HROGNIN SKOÐUÐ Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson skoðar loðnuhrogn með Japananum Kawamorita Mitsutoma. FRÉTTABLAÐIÐ/ÓSKAR VIÐSKIPTI Fjármálamarkaðir um allan heim tóku snarpa dýfu í gær, féllu um tvö til rúmlega þrjú prósent, eftir að tilkynnt var um kaup banda- ríska bankans JP Morgan á fjárfestingarbank- anum Bear Stearns. Stjórnendur Bear Stearns tilkynntu um fjárhagsvanda í skugga afskrifta og taps fyrir helgi. Í fyrrakvöld var svo samþykkt að JP Morgan keypti Bear Stearns með manni og mús fyrir tvo dali á hlut, samtals 236 milljónir Bandaríkjadala. Það jafngildir tæpum 18 milljörðum íslenskra króna, sem þykir útsölu- verð. Gengi bréfa í bankanum fór hæst í 172,6 dali á hlut á síðasta ári og hefur hann talist til fimm stærstu fjárfestingarbanka Bandaríkj- anna. Gengið hrundi um tæp 90 prósent í gær. Á sama tíma kom bandaríski seðlabankinn til móts við fjármálamarkaði með 25 punkta lækkun millibankavaxta. Stýrivaxtadagur er vestanhafs í dag og reikna margir með að bankinn lækki stýrivexti í ofanálag um allt að eitt prósent vegna aðstæðna á mörkuðum. Fjárfestar hafa fram til þessa talið vaxta- lækkun góðar fréttir. Því var ekki að skipta í gær enda óttast menn nú að ástandið versni frekar á fjármálamörkuðum. Geti svo farið að fleiri bankar verði fyrir barðinu á lausafjár- þurrð. Bandaríski bankinn Lehman Brothers hefur verið nefndur í þessu sambandi en hann þykir svipa til Bear Stearns. Richard Fuld, forstjóri bankans, hefur hins vegar vísað orðrómi um slíkt á bug, að sögn Bloomberg- fréttaveitunnar. - jab VIÐ HÖFUÐSTÖÐVAR BEAR STEARNS Hlutabréfavísitölur víða um heim tóku fréttum um kaup á Bear Stearns afar illa í gær. MARKAÐURINN/AP Snörp dýfa á fjármálamörkuðum í gær eftir að tilkynnt var um sölu á fjárfestingarbankanum Bear Stearns: Óttast að enn eigi eftir að harðna í ári EFNAHAGSMÁL Afborgun af bílaláni upp á eina og hálf milljón króna í japönsku jeni og svissneskum franka frá því í ársbyrjun, hefur hækkað úr 33 þúsund krónum á mánuði í janúarbyrjun í um 43 þúsund krónur á mánuði í gær, gróflega áætlað. Undanfarin ár hefur færst í vöxt að íslenskir neytendur taki lán í erlendri mynt. Þetta er algengast í bílalánum en einnig er talsvert um að húsnæðislán séu tekin í erlendri mynt. Með erlendum myntkörfulánum hafa neytendur komist hjá verð- tryggingunni sem yfirleitt fylgir lánum sem tekin eru í íslenskum krónum. „Við beinum því til útibússtjóra okkar að vera varkárir í útlánum. Lánsfé er dýrt um þessar mundir og við verðum að hafa hagsmuni viðskiptavinarins í fyrirrúmi. Það er útlánaaðhald, hvort sem um er ræða lán í íslenskri eða erlendri mynt,“ segir Már Másson, upplýs- ingafulltrúi hjá Glitni. Sævar Bjarnason, fram- kvæmdastjóri hjá Lýsingu, segir að áhersla sé lögð á að gengis- áhætta sé áhætta. Höfuðstóllinn hafi hækkað við gengisfall krón- unnar og mánaðargreiðsla af lánum hækki í beinu framhaldi. Bílasamningar séu oft gerðir til sjö ára. Þó að greitt hafi verið inn á höfuðstólinn geti hann hækkað. „Allt sem fer upp kemur niður. Þó að sveiflurnar séu mjög miklar bendum við okkar viðskiptavinum á að bíða og sjá hvernig þetta þró- ast. Það eru hækkanir nú um miðj- an mánuð. Við keyrum út greiðslu- seðla í lok mánaðarins og hvað gerist þá? Það getur vel verið að krónan styrkist þó að ég sjái það ekki gerast í fljótu bragði,“ segir hann. Lýsing ráðleggur viðskiptavin- um að halda kostnaðinum í lág- marki, vera með lága greiðslu- byrði og gera sér grein fyrir að gengisáhættan sé til staðar. Lýsing hefur einnig reynt að fá viðskiptavini til að taka íslensku krónuna inn í myntkörfuna á móti japönsku jeni og svissneskum franka til að draga úr gengis- áhættunni. „Við erum að stíga á bremsuna. Við stígum varlega til jarðar,“ segir Sævar. Á vef Starfsgreinasambandsins tekur Skúli Thoroddsen fram- kvæmdastjóri dæmi um fimm milljóna króna gjaldeyrislán sem tekið var í fyrra. Þá voru afborg- anir 45 þúsund krónur á mánuði en eru nú tæplega 90 þúsund krón- ur. Einnig segir á vef Starfsgreina- sambandsins að fjölskylda sem tók 20 milljóna króna lán til íbúða- kaupa í fyrra hafi aukið skuldir sínar um milljón í gærmorgun eftir gengisfall íslensku krónunn- ar. Ekki er tilgreint til hve langs tíma lánin í dæmunum tveimur eru veitt. ghs@frettabladid.is Bankar takmarka lán í erlendri mynt Frjálsi fjárfestingarbankinn er hættur að veita íbúðalán í erlendri mynt og út- lánaaðhald er hjá Glitni. Afborganir íbúðalána og bílalána í erlendri mynt hafa hækkað mikið. Bílalánin koma verr út vegna þess að þau eru til skamms tíma. BÍLAR Á BÍLASÖLU Afborganir af bílalánum í erlendri mynt hafa hækkað mikið undanfarið vegna falls krónunnar. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR Þó að sveiflurnar séu mjög miklar bendum við okkar viðskiptavinum á að bíða og sjá hvernig þetta þróast. SÆVAR BJARNASON FORSTÖÐUMAÐUR HJÁ LÝSINGU Ætti Landvernd að kæra bygg- ingarleyfi Norðuráls? Já 49% Nei 51% SPURNING DAGSINS Í DAG: Skaðar dómurinn yfir Hannesi Hólmsteini Gissurarsyni trú- verðugleika Háskóla Íslands? Segðu skoðun þína á visir.is UMHVERFISMÁL Kærufrestur rennur út í dag vegna ákvörðunar Skipulagsstofnunar um að láta ekki fara fram heildstætt umhverfismat vegna álvers á Bakka við Húsavík. Stofnunin ákvað í febrúar að álverið og Þeistareykjavirkjun, stækkun Kröfluvirkjunar og lagning háspennulínu frá Kröflu og Þeistareykjum til Húsavíkur þyrfti ekki að meta saman. Var það meðal annars rökstutt með því að sveitarfélögin létu gera svæðis- skipulag með hliðsjón af lögum um umhverfisáhrif áætlana, ólíkt sveitarfélögum á Suðurnesjum vegna Helguvíkur. - kóþ Fyrirhugað álver á Bakka: Kærufresturinn rennur út í dag ÍRAN, AP Stjórnvöld í Íran blása á alla gagnrýni á þingkosningar sem fram fóru í landinu á föstudaginn. Í kosningunum unnu íhalds- menn mikinn meirihluta eftir að umbótasinnar voru að miklu leyti útilokaðir frá þátttöku. Haft er eftir Mahmoud Ahmedinejad, forseta Írans, að kosningarnar séu sigur í ljósi aukinnar kosn- ingaþátttöku, sem sé stuðningur við íslamskt ríki í Íran. Umbótasinnar gagnrýna að kjörstjórn skipuð klerkum hafi útilokað marga frambjóðendur umbótasinna frá framboði þar sem þeir hafi ekki þótt styðja íslamskt stjórnkerfi og írönsku byltinguna frá 1979 nægilega. - ovd Þingkosningar í Íran: Stjórnvöld blása á gagnrýni FRAKKLAND, AP Franskir kjósendur sýndu Nicolas Sarkozy forseta gult spjald með því að kjósa flokks- menn hans í stórum stíl út úr ráðhúsum landsins um helgina. Úrslit sveitarstjórnarkosninganna urðu ríkisstjórninni í gær tilefni til að endurnýja fögur fyrirheit um að hrinda umbótaáformum í framkvæmd. Sarkozy og ríkisstjórnin „munu taka til greina þau skilaboð sem Frakkar sendu“, sagði talsmaður ríkisstjórnarinnar í gær, og tók fram að vissar „aðlaganir“ yrðu gerðar á ríkisstjórninni fljótlega. Sú uppstokkun yrði þó takmörkuð að umfangi. - aa Kosningar í Frakklandi: Stjórninni sýnt gult spjald FENGU SKELL Nicolas Sarkozy forseti og Francois Fillon forsætisráðherra. FRÉTTABLAÐIÐ/AP BRUSSEL, AP Útlit er fyrir að Króatar ljúki aðildarviðræðum sínum tímanlega til að geta gengið í Evrópusam- bandið árið 2010. Þetta sagði José Manuel Barroso, forseti framkvæmda- stjórnar ESB, eftir fund með króatíska forsætisráðherr- anum Ivo Sanader í Brussel fyrir helgi. Stjórnvöld í Króatíu eiga enn verk fyrir höndum í að koma á endurbótum í dóms- og stjórnkerf- inu til að uppfylla aðildarskilyrðin. En þau hafa þegar yfirstigið stórar hindranir, bæði að því er varðar samstarf við stríðsglæpadómstól SÞ í Haag og deilu við Slóveníu og Ítalíu um fiskveiðilögsögu í Adríahafi. - aa Króatía og Evrópusambandið: Útlit fyrir inn- göngu árið 2010 IVO SANADER KJÖRKASSINN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.