Fréttablaðið - 18.03.2008, Blaðsíða 11

Fréttablaðið - 18.03.2008, Blaðsíða 11
ÞRIÐJUDAGUR 18. mars 2008 Engin biðskylda. Það er góð regla að lesa vel tryggingaskilmálana, þeir eru sá grundvöllur sem samskipti þín og TM byggjast á. Hringdu í síma 515 2000 eða farðu á www.tm.is og fáðu skýr svör. ÍS L E N S K A /S IA .I S /T M I 40 60 6 01 /0 8 Fyrirtækjatrygging TM Skjót viðbrögð skipta máli Það er lykilþáttur í þjónustu TM að bregðast hratt og örugglega við tjónstilkynningum. Þú hringir, við mætum strax á staðinn, metum aðstæður og leiðum þig í gegnum næstu skref – engin biðskylda. Við leggjum áherslu á að sérhver viðskiptavinur á fyrirtækjasviði TM hafi sinn eigin ráðgjafa sem metur vátryggingaþörf fyrirtækisins. Fyrirtækjatrygging TM Grunnvernd // Brunatrygging lausafjár. // Rekstrarstöðvunartrygging. // Ábyrgðartrygging fyrir atvinnurekstur. // Slysatrygging launþega. Viðbótarvernd // Brunatrygging húseigna. // Húseigendatrygging. // Skyldutrygging bifreiða. // Kaskótrygging bifreiða. // Sjúkra- og slysatryggingar. // Starfsábyrgðartryggingar. // Víðtækar lausafjártryggingar. // Farmtryggingar. // Skipatryggingar. // Verktakatrygging. // Flugvélatryggingar. TRYGGINGAMIÐSTÖÐIN / Sími 515 2000 / tm@tm.is Dæmi um tryggingar sem standa til boða: MENNTUN Það sem rætt hefur verið um og kallað heimagreiðslur heit- ir það alls ekki; hér er um að ræða þjónustutryggingar, að sögn Þor- bjargar Helgu Vigfúsdóttur, formanns leikskólaráðs. Hún vill þó ekki segja hvort þær verði greiðslur til foreldra, eins og borgarstjóri hefur haldið fram, eða til þriðja aðila, eins og hún hélt sjálf fram í Morgunblaðinu. Ólafur F. Magnússon borgar- stjóri kynnti þriggja ára áætlun borgarinnar 3. mars síðastliðinn. Sagði hann standa til að taka upp greiðslur til þeirra foreldra sem bíða eftir leikskólaplássi fyrir börn sín. Greiðslan myndi nema tugum þúsunda og með henni yrði sagt skilið við „biðlistastefnuna“. Síðan hefur minnihlutinn gagn- rýnt þessa hugmynd og kallað hana „kvennagildru“ sem vinni gegn atvinnuþátttöku kvenna og viðhaldi launamun kynjanna. Þorbjörg Helga sagði svo í Morgunblaðinu 7. mars að þetta yrðu ekki greiðslur til foreldra, heldur þriðja aðila; au pair eða ömmu, líkt og verið hefur. Á fundi leikskólaráðs í síðustu viku bókaði minnihlutinn að hann vildi vita hvort þetta þýddi að Þor- björg formaður væri að draga heimagreiðslur Ólafs til baka. Sigrún Elsa Smáradóttir Sam- fylkingu segir að skýrt svar hafi ekki fengist við þessu, sem sé dæmigert fyrir meirihlutann. „Ólafur fer af stað með mál sem er óreifað í leikskólaráði og greini- lega engin samstaða um innan meirihlutans. Svo kemur Tobba [Þorbjörg Helga] heim frá útlönd- um og þarf að bera þetta allt til baka,“ segir Sigrún. Hún voni í það minnsta að Þorbjörg beri greiðslurnar til baka. Þorbjörg Helga vildi ekki tjá sig nánar um málið þegar blaðamaður náði af henni tali. „Þær [í minnihlutanum] geta bókað eins og þær vilja,“ sagði hún. Ekki væri rétt að fjalla mikið um tillögurnar fyrr en þær hefðu hlotið viðunandi kynningu hjá borginni. „Úrræðin verða kynnt fyrir for- eldrum og fjölmiðlum í apríl,“ segir Þorbjörg; „þær eru bara að reyna að búa til eitthvert pólitískt ryk.“ klemens@frettabladid.is Leikskólaráð deilir um heimagreiðslur Á fundi leikskólaráðs fékkst ekki botn í hvort komið yrði á svokölluðum heimagreiðslum eður ei. Fulltrúi Samfylkingar segir enga samstöðu innan meirihlut- ans. „Pólitískt ryk,“ segir formaður leikskólaráðs. LEIKSKÓLABÖRN Á ROFABORG Ekki eru öll börn svo lánsöm að komast á leikskóla og tillögur borgarstjóra miða að því að létta undir með foreldrum þeirra sem heima sitja. Heimagreiðslur hafa þó verið harðlega gagnrýndar af minnihlutanum, sem heldur því fram að greiðslurnar vinni gegn atvinnuþátttöku kvenna. Myndin tengist fréttinni annars ekki beint. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM SIGRÚN ELSA SMÁRADÓTTIR ÞORBJÖRG HELGA VIGFÚSDÓTTIR DÓMSTÓLAR Tryggingastofnun var heimilt að segja upp samningi við sjálfstætt starfandi svæfinga- lækni, samkvæmt dómi Hæsta- réttar. Héraðsdómur Reykjavíkur hafði áður með dómi sínum ógilt þessa ákvörðun TR um uppsögn samningsins. Ástæðu uppsagnarinnar sagði TR vera þá að svæfingalæknirinn hefði gerst sekur um stórkostlegt misferli í starfi, en hann var talinn hafa skráð rangar upplýsingar á reikninga og þannig krafið Trygg- ingastofnun um greiðslur fyrir mun lengri svæfingatíma en kæmi fram í svæfingaskýrslum. Af framlögðum gögnum í málinu þótti ljóst að svæfingalæknirinn hefði framvísað reikningum fyrir læknisverk langt umfram það sem ráðgert væri í gjaldskrá svæf- ingalækna. Samkvæmt mati Tryggingastofnunar hafði svæf- ingalæknirinn brotið af sér af ásetningi og misferli hans verið stórkostlegt, en hann hefði ekki borið nokkuð fram í málinu er dregið gat réttmæti þessa mats TR í efa. Þá hafnaði Hæstiréttur þeirri málsástæðu svæfingalækn- isins að ekki hefði verið gætt umsaminna og lögbundinna máls- meðferðarreglna áður en ákvörðun um uppsögnina var tekin. - jss Hæstirétttur sneri við dómi héraðsdóms: Mátti segja lækni upp
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.