Fréttablaðið - 18.03.2008, Blaðsíða 32

Fréttablaðið - 18.03.2008, Blaðsíða 32
● fréttablaðið ● íslensku tónlistarverðlaunin 18. MARS 2008 ÞRIÐJUDAGUR10 Rúnar Júlíusson hlýtur heiðurs- verðlaun íslensku tónlistar- verðlaunanna árið 2007. Ef einhverjum dytti í hug að varpa fram hugtakinu Íslandsbítill er að- eins einn einstaklingur sem kemur til greina til að hengja nafnbótina á: Guðmundur Rúnar Júlíusson frá Keflavík, betur þekktur sem Rúnni Júl. Keflavík stendur í skjóli úfins sjávar eða logntærs eftir atvikum. Þessi gamalgróna verstöð varð laust upp úr 1960, að því er virt- ist upp úr þurru, iðandi hrútakró nýrrar og full æsilegrar tónlistar að mörgum hinna ráðsettari þótti. Um þetta leyti var farið að tala í fullri alvöru um gömlu dansana. Þessi menningarbylting var þó ekki alveg úr lausu lofti gripin. Á Miðnesheiði ofan við Kefla- vík og Njarðvíkurnar tvær var fjölmennur bandarískur dáta- kaupstaður, með útvarps- og sjón- varpsstöð sem enginn tónelskur unglingur varð ósnortinn af. Sam- gangur var tölverður á milli sold- áta og Suðurnesjafólks og í blá- móðu tímans má hugsa sér að bandaríski herinn hafi skilið öllu meira eftir sig í andlegum efnum en hann tók með sér heim. Það hefur heldur aldrei verið sterk- asta hlið amrískra að tileinka sér góða siði annarra þjóða. Þeim þykir heimaslátrað best. Rúnar Júlíusson óx úr grasi í Keflavík, í norðanverðri hringiðu kalda stríðsins. Hann var réttur maður á réttum tíma þegar saman laust tveimur menningarspreng- ingum; rokkinu úr vestri og svo nýrri framsetningu þessarar takt- föstu tónlistar, úr andstæðri átt. Arfur afkomenda afrískra þræla hljómaði nýstárlega í meðförum drengja sem fæddust í sprengju- regni seinni heimsstyrjaldarinnar á Stóra-Bretlandi og nú var ekki aftur snúið. Sagan hermir að Rúnar Júlíus- son hafi byrjað á raunverulegum byrjunarreit sem tónlistarmaður. Hann kunni ekki að spila á neitt hljóðfæri en þótti reyndar lagviss og söngvinn, svo eldra skyldfólki þótti unun á að hlýða. Önnur saga segir að hann hafi valist í flokkinn sem síðar varð Hljómar af því að hann var tiltölulega bassaleikara- legastur drengja á svæðinu. Hljómar voru og eru fyrstu poppstjörnur Íslands. Þar fór Rúnar, þessi annars hægláti kurt- eisispiltur, hamförum. Hann hékk í veikburða ljósakrónum og stóð nakinn í beltisstað á gjögtandi há- talarasúlum frá Marshall-verk- smiðjunum, með það eitt að leiðar- ljósi að hefja kraft stuðsins á ör- lítið hærra plan. Sem honum tókst. Gunnar Þórðarson stóð skrefinu aftar á sviðinu og sá til þess að hljóðfæraslátturinn var fumlaus þótt bassabotninn vantaði í hljóm- inn. Helstu jökulár íslenska popps- ins runnu í sama farveg þegar hallaði að nýjum áratug, þeim átt- unda eins og seventís heita á ís- lensku. A-landsliðið stofnaði Trú- brot og til varð spánný kynslóð hljómsveita á landinu bláa. Rúnar var í A-landsliðinu og lék á bass- ann sem aldrei fyrr, í nánu hryn- sambandi við frumkvöðla tvöfalda bítsins, Gunnar Jökul Hákonarson og Karl Sighvatsson. Öld hippanna barst með seinni skipunum til Ís- landsstranda og Trúbrjótar voru hvað fremstir jafningja í þeim efnum. Eins og skrattinn úr sauðar- leggnum birtust svo Lónlí blú boys með blandaðan landa og diggíliggileyjuðu til Búðardals og heim aftur. Í lífi Rúnars Júlíus- sonar var að hefjast nýr kafli, kenndur við Geimstein. Sá kafli stendur enn og sér ekki fyrir end- ann á honum, þótt Íslandsbítillinn sé hrokkinn á sjötugsaldurinn og kominn með spánnýjar hjartalok- ur úr gáfaðasta spendýri jarðar að sumra sögn. Á Upptökuheimil- inu að Skólavegi 12 í gömlu Kefla- vík hafa fjölmargir tónlistarmenn fengið tækifæri til að láta ljós sitt skína og skína margir enn. Þannig hefur Rúnar haft áhrif á íslenskt tónlistarlíf langt út fyrir sinn eigin túngarð. Rúnar Júlíusson er vel kominn að þeirri viðurkenningu sem félag- ar hans í tónlistarheiminum veita honum nú. Hann hefur staðið langa vakt og stendur hana enn, ofurlítið knattspyrnulegur til fótanna með Fender-bassann í síðri ól. Söngv- arinn, bassaleikarinn, lagasmiður- inn, útgefandinn og séntilmaður- inn veit sjálfur að tónlistarbrans- inn tæki ofan, væri hann með hatt á höfðinu, fyrir eilífa æskumann- inum Rúnari Júlíussyni. Valgeir Guðjónsson Eilífur æskumaður og Íslandsbítill 2006 Ólafur Gaukur 2005 Guðmundur Jónsson 2004 Helga Ingólfsdóttir 2003 Jórunn Viðar 2002 Ingibjörg Þorbergs 2001 Jónas Ingimundarson 1999 Bubbi Morthens 1998 Magnús Eiríksson 1997 Jón Múli Árnason 1996 Gunnar Þórðarson 1995 Guðmundur Steingrímsson 1994 Ragnar Bjarnason 1993 Björgvin Halldórsson Rúnar Júlíusson hlýtur heiðursverðlaun Íslensku tónlistarverðlaunanna árið 2007. MYND/TEITUR Á afmælistónleikum Bubba Morthens í Laugardalshöll árið 2006. Rúnar ungur að árum en hann óx úr grasi í Keflavík og býr þar enn í dag. Rúnar ásamt eiginkonu sinni Maríu Baldursdóttur. Rúnar Júlíusson kynnir útgáfur Geimsteins árið 1976. ÍSLENSKU HEIÐURSVERÐLAUNAHAFAR TÓNLISTARVERÐLAUNANNA Til SAMTÓNS var efnt 2. maí 2002 til verndunar og eflingar íslenskri tónlist og rétthöfum hennar. Sam- tökin eru helsti bakhjarl Íslensku tónlistarverðlaunanna, Útflutn- ingsskrifstofu tónlistarinnar, Dags íslenskrar tónlistar og fleiri samstarfsverkefna. Stofnaðilar skipa stjórn en þeir eru STEF og SFH, nánar tiltekið; Samtök tón- skálda og eigenda flutningsrétt- ar (STEF) ásamt aðildarfélögum þess, Tónskáldafélagi Íslands (TÍ) og Félagi tónskálda og textahöf- unda (FTT) annars vegar og hins vegar Samtökum flytjenda og hljómplötuframleiðenda (SFH)og aðildarfélögum þess: Félag ís- lenskra hljómlistarmanna (FÍH), Félag hljómplötuframleiðenda (FHF), Félag íslenskra tónlistar- manna (FÍT),Félag íslenskra leik- ara (FÍL), Samband lúðrasveita, Samtök karlakóra og Samtök blandaðra kóra. Formaður SAM- TÓNS er Jakob Frímann Magnús- son (FTT/STEF), Björn Árnason varaformaður (SFH/FÍH), Kjartan Ólafsson (TÍ/STEF), Eiríkur Tóm- asson (STEF), Ásmundur Jónsson (FHF) og Gunnar Guðmundsson (SFH) en hann er jafnframt fram- kvæmdastjóri SAMTÓNS. Samtónn helsti bakhjarlinn Jakob Frímann Magnússon, formaður Samtóns.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.