Fréttablaðið - 18.03.2008, Blaðsíða 30

Fréttablaðið - 18.03.2008, Blaðsíða 30
● fréttablaðið ● íslensku tónlistarverðlaunin 18. MARS 2008 ÞRIÐJUDAGUR8 Ágúst Ólafsson Kom víða við á árinu 2007. Frammistaða Ágústs í fjölbreytt- um verkefnum hefur verið frábær og sýnir að hann býr yfir mikilli listrænni vídd og aga. Tæknilegt vald hans er afburða gott; túlkun hans hófstillt en innlifuð og mjög sannfærandi. Elfa Rún Kristinsdóttir Kom fram á nokkrum afar eftir- minnilegum tónleikum á árinu og sýndi þar mikla dýpt og inn- lifaða túlkun jafnframt því að hafa einstakt vald á hljóðfærinu sínu. Elfa Rún hefur mikla breidd, henni lætur vel að túlka tónlist ólíkra tónlistarskeiða allt frá barrokki til 21. aldarinnar. Kammersveitin Ísafold Hefur frá upphafi sýnt dirfsku og mikinn listrænan metnað, sinnt íslenskri nýsköpun jafnframt því að flytja fjölmörg lykilverk erlendra tónskálda frá 20. öld. Sveitin er skipuð frábærum hljóðfæraleikurum og tónleikar hennar eru ávallt sérlega vandaðir og heilsteyptir. Jón Leifs – Edda I Gunnar Guðbjörnsson, Bjarni Thor Kristinsson, Schola Cantorum, Sinfóníuhljómsveit Íslands, Hermann Bäumer. Ómet- anleg heimild um höfundar- verk Jóns Leifs. Hér er um að ræða frumhljóð- ritun á fyrsta hluta Eddu-órat- oríunnar, stærsta og metnað- arfyllsta verki þessa einstaka tónskálds. Verkið gerir miklar kröfur til flytjenda, sem standa sig frábær- lega. Er þar vert að minnast sérstaklega á framúr- skarandi frammistöðu kórsins Schola Cantorum. Með plötunni fylgja ítarlegar upplýsingar um tónsmíðina og tónskáldið. Margra ára vinna liggur að baki þessari útgáfu sem er mikið þrekvirki. Melódía – Kammerkórinn Carmina Stjórnandi: Árni Heimir Ingólfsson. Sönghandritið Melódía er merk heimild um tónlistariðkun Íslendinga fyrr á öldum og á þessari plötu hljómar úrval laga sem fæst hafa verið hljóðrituð áður. Kammerkórinn Carmina hefur á undanförnum árum bætt fjöður í hatt íslensks tónlistarlífs en kórinn sérhæfir sig í flutningi endurreisnartónlistar og hefur vakið eftirtekt fyrir framúrskarandi flutning og spenn- andi efnisskrár. Túlkun söngvara og barrokkhljóðfæra- leikara á þessum diski tekur mið af flutningsstíl fyrri alda og er innlifaður og fágaður. Nýjar útsetningar á gömlum lögum eru heillandi, tengja íslenska tónlistar- sögu við tónlistarhefðir meginlandsins sem gefur plöt- unni spennandi vídd. Lagasamsetning er sannfærandi og heildstæð. Bæklingur hefur að geyma ítarlegar og gagnlegar upplýsingar um handritið. Hljómgæði eru fyrsta flokks og útlit plötunnar og innihald allt sýnir sterka heildarhugsun og listræna dýpt. Roto con moto – Njúton Tónverk eftir Hlyn Aðils Vilmarsson, Önnu Sigríði Þor- valdsdóttur, Guðmund Stein Gunnarsson, Inga Garðar Erlendsson, Kolbein Einars- son, Steingrím Rohloff og Huga Guð- mundsson. Njúton hefur sýnt sig og sannað á undanförnum árum sem mikilvægt afl í íslensku tónlistar lífi. Hópurinn hefur sýnt listrænan metnað og áræði, verið dýrmætur vettvangur fyrir nýsköpun og tilraunamennsku. Á plötunni er að finna tónsmíðar sem allar eru samdar sérstaklega fyrir hópinn og er flutningur mjög góður, kraftmikill og blæbrigðaríkur. Hljóðupptaka og hljóðvinnsla plötunnar er afbragðs góð og slær þar við nýjan tón í plötuútgáfu innan „sígildrar“ samtímatón- listar. Hönnun plötunnar sýnir einnig sterka heildarhugsun að baki útgáfunni og eykur á listræn áhrif. Hlynur Aðils Vilmarsson – Akihabara Fyrir sinfóníuhljómsveit. Frumlegt og sterkt verk. Rætur tónskáldsins í ólíkum tónlistargeirum styrkja tónmálið þannig að úr verður afar sannfærandi og grípandi tónsmíð með miklum andstæðum og ríkulegum blæbrigðum. Hlynur Aðils er spennandi tónskáld, með persónulega rödd. Hugi Guðmundsson – Apocrypha Fyrir barokkhljóðfæri, slagverk, mezzósópran og gagnvirk rafhljóð. Hljóðfærasamsetn- ingin er frumleg og tekst Huga einkar vel að spinna úr þessum hljóðheimi afar sterkt og áhrifamikið tónverk. Samspil hins gamla og nýja er seiðandi og persónulegt tónmál og tónhugsun Huga nýtur sín til fullnustu. Sveinn Lúðvík Björnsson – Og í augunum blik minninga Fyrir strengjakvartett: Afar fínlegt og spenn- andi tónverk eins og Sveins Lúðvíks er von og vísa. Tónhugsun Sveins Lúðvíks og tónmál er persónulegt og hefur verið afar áhugavert að fylgjast með þróun hans sem tónskáld á undanförnum árum. Það verður að segjast alveg eins og er að þegar komið er fram í mars árið 2008 þarf kona aðeins að klóra sér í höfðinu til að rifja upp hvað gerðist mark- vert í íslenskri músíksenu árið 2007. Bíðum samt hæg. Var þetta ekki árið hans Ben Frost og hans frábæru plötu, Theory of Mach- ines, sem fékk glimrandi gagn- rýni úti um allan heim? Árið sem hljómsveitin múm gaf út eina sína bestu plötu hingað til, fulla af dill- andi orku og nostri? Gleymum ekki ótrúlegu samstarfsverkefni dúettsins Ghostigital og Finnboga Péturs sonar myndlistarmanns sem endur ómar á plötunni Radíum. Og rámar ekki einhvern í að stelpurnar í Amiinu hafi gefið út og fylgt eftir fyrstu breiðskífu sinni á þessu herrans ári? Kurr heitir hún og ber nafn með rentu. Þetta eru sem sagt nokkrir af þeim stórfínu músíköntum sem ekki eru tilnefndir til Íslensku tónlistar- verðlaunanna þetta árið. Engin ástæða til að býsnast yfir því svo sem. Sjálf sat ég í dómnefnd fyrir sígilda og samtímatónlist og veit af þeim stóra hópi sem ekki er í hópi tilnefndra þar á bæ – þrátt fyrir ótrúleg afrek og óeigingjarnt starf í þágu tónlistarinnar undanfarna mánuði og ár. Árið 2007 var glæsi- legt tónlistarár innan þess geira sem nefnist sígild og samtímatón- list – óvanalega glæsilegt má sjálf- sagt fullyrða. Að minnsta kosti átti fyrrnefnd dómnefnd í stökustu vandræðum við niðurskurðinn, að útnefna bara þrjár plötur, þrjú tón- verk, þrjá flytjendur. Samt held ég að það sé ástæða til að nema aðeins staðar við fyrr- nefnda músíkanta, þessa sem ekki eru tilnefndir og þá alveg burtséð frá íslenskum tónlistarverðlaunum. Listinn (sem mótast auðvitað að einhverju leyti af persónulegum smekk undirritaðrar en þó ekki alveg) gæti svo sannarlega verið lengri en látum það liggja á milli hluta. Mig langar nefnilega rétt sem snöggvast til að setja mig í spor ónefndrar útlenskrar tón- listaráhugakonu sem hefur fylgst grannt með íslenskri tónlistar- senu um nokkurt skeið. Hún gæti búið í erlendri stórborg þessi kona, New York, London, Tókýó, Berlín. Hún sækir reglulega tónleika með nokkrum af sínum eftirlætis ís- lensku tónlistarmönnum, kaupir plöturnar þeirra sem stillt er upp á áberandi stað í bestu plötubúðun- um í bænum, les um listræna sigra þeirra í erlendum netmiðlum og virtum tónlistartímaritum. Ímyndum okkur svo að þessi sama stúlka legði leið sína til Ís- lands til að fá íslensku senuna beint í æð. Þessa djörfu og róttæku til- raunasenu sem svo mjög er mærð og við kynnum með stolti þegar við höldum listahátíðir í útlöndum. Ætli hún yrði ekki svolítið hissa konan þegar hún áttaði sig á tóm- lætinu sem við Íslendingar sýnum hinni gargandi snilld. Útrásartalið er ekki í tísku um þessar mundir, ég geri mér grein fyrir því. Í kreppubyrjun hugum við að túnfætinum heima og hirðum lítt um hvað útlendingarnir hafa um okkur að segja. Hvað vita þeir svo sem? Það er samt óneitanlega skemmtilegt og skrýtið hvað upp- hefðin að utan kemur okkur merki- lega lítið við þegar íslensk tónlist er annars vegar. Þar er sjálf Björk Guðmundsdóttur ekki undanskilin, að minnsta kosti ekki ef marka má spilunarlista frá íslenskum út- varpsstöðvum. Af þeim að dæma er það nánast viðburður þegar tónlistin hennar ómar á öldum ís- lenskra ljósvaka (að hinni lífseigu Gling gló undanskilinni). Í nýlegu viðtali á netmiðlinum The Milk Factory eru tveir liðsmenn múm spurðir að því af hverju sveitin syngi ekki á íslensku og vitnað er til plötunnar Loksins erum við engin sem kom út hvort tveggja á ensku og íslensku árið 2002. Múm- liðarnir Gunnar og Örvar segja þá útgáfu hafa misst marks – kaup- endur íslensku plötunnar hafi fyrst og fremst verið erlendir tónlistar- grúskarar sem vildu eiga plötuna í báðum útgáfum. Í hérlendum plötu- búðum hafi gripurinn lítið sem ekk- ert hreyfst. Að þessu sögðu er kannski rétt að beina sjónum að senunni sem nefnd er sígild og samtímatónlist og árétta það sem að framan var sagt um ágæti tónlistarársins 2007. Naumur tilnefningarlisti tónlistarverðlauna dugir þar skammt til að draga upp mynd af því blómlega ári. Þar gefst ekki tóm til að þakka fyrir hérlend- an frumflutning Sifjar Tulinius og Sinfóníuhljómsveitarinnar á fiðlu- konserti Sofiu Gubaidulinu né held- ur fyrir tónleika Caput-hópsins þar sem verk hinnar sömu stórmerki- legu konu voru í brennidepli. Viröld fláa hans Hafliða Hallgrímssonar sem ómaði í fyrsta sinn á Íslandi var og ógleymanleg, geggjuð túlk- un Hamrahlíðarkórsins á Sálma- sinfóníu Stravinskys, sellókons- ert Jóns Nordal í frábærum flutn- ingi Bryndísar Höllu Gylfadóttur, Morton Feldman maraþon Adapter- tónlistarhópsins á Kjarvalsstöðum, glæsileg frammistaða Hönnu Dóru Sturludóttur í Ariadne eftir Richard Strauss, Sálumessa hins spænska Tomas Luis da Victoria í túlk- un hins flotta kammerkórs Carm- inu sem hljómaði í fyrsta sinn á Ís- landi og nýr barrokktónlistarhóp- ur, Camerata Drammatica kvaddi sér hljóðs og færði okkur ögn nær þeirri grósku sem á sér stað í flutn- ingi barrokktónlistar víða um heim um þessar mundir. Og áfram væri hægt að halda og verður haldið, að minnsta kosti ef marka má fyrsta þriðjung ársins 2008. Núna fögnum við uppskerunni og þökkum þeim sérstaklega sem þoka okkur fram á veginn, sprengja ramma, stunda tilraunir og færa okkur inn í alþjóð- lega hringiðu tónlistarinnar fyrir afrek sín og gjafmildi, heima og að heiman. Elísabet Indra Ragnarsdóttir Nokkrir sem ekki eru tilnefndir … Elísabet Indra Ragnarsdóttir SÍGILD OG SAMTÍMATÓNLIST – TÓNVERK SÍGILD OG SAMTÍMATÓNLIST HLJÓMPLÖTUR SÍGILD OG SAMTÍMATÓNLIST – FLYTJENDUR HUGLEIÐINGAR UM TÓNLISTARÁRIÐ 2007
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.