Fréttablaðið - 18.03.2008, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 18.03.2008, Blaðsíða 2
2 18. mars 2008 ÞRIÐJUDAGUR noatun.is LÉTTIR ÞÉR LÍFIÐ Ferskir í fiski Þú sparar 300 kr. 1.298kr.kg. Rauðspretta með dönskum hætti UMHVERFISMÁL Al Gore, handhafi friðarverðlauna Nóbels og fyrrverandi varaforseti Banda- ríkjanna, kemur í heimsókn til Íslands 7.-8. apríl næstkomandi. Er heimsóknin í boði forseta Íslands, Ólafs Ragnars Gríms- sonar. Segir í tilkynningu frá forsetaembættinu að meðal dagskrárliða heimsóknarinnar verði kynningarfundir með íslenskum vísindamönnum og sérfræðingum, einkum á sviði orkunýtingar og jöklarannsókna. Þá mun Gore flytja fyrirlestur um loftslagsbreytingar og baráttuna gegn þeim og svara fyrirspurnum á opnum fundi sem haldinn verður í samstarfi við Glitni. - ovd Þáði boð forseta Íslands: Al Gore kemur til Íslands AL GORE OG FORSETI ÍSLANDS Frá fundi Ólafs Ragnars Grímssonar og Als Gore á orku- og umhverfisþingi í Dyflinni á Írlandi. Gísli, er vandratað um um- hverfi neytenda? „Já, en nú geta neytendur neytt réttar síns á neytandi.is.“ Nýtt leiðakerfi fyrir neytendur var opnað um helgina, en því er ætlað að hjálpa neytendum að finna upplýsingar og ná fram rétti sínum. Gísli Tryggvason er talsmaður neytenda. DÓMSMÁL Mannréttindadómstóll Evrópu hefur fallist á að taka upp kæru Jónínu Benediktsdóttur á hendur íslenska ríkinu. Hún telur að ríkið hafi brotið á sér mannrétt- indi þegar dómstólar höfnuðu kröfu hennar um að lögbann yrði sett á opinbera birtingu tölvupósta hennar, sem tengdust Baugsmál- inu. Sjálf kveðst Jónína vera hæst- ánægð með að dómstóllinn hafi tekið málið hennar fyrir. Að öðru leyti vildi hún sem minnst tjá sig um málið. Tölvupóstar sem farið höfðu á milli Jónínu og ýmissa nafn- greindra aðila voru birtir í Frétta- blaðinu í september árið 2005. Á meðal viðtakenda bréfanna voru Styrmir Gunnarsson, ritstjóri Morgunblaðsins, og Jón Gerald Sullen berger, sem kom Baugsmál- inu af stað með kæru á hendur Jóni Ásgeiri Jóhannessyni, forstjóra Baugs, í ágúst sama ár. Í bréfunum komu fram ýmsar upplýsingar um Baugsmálið og aðdraganda þess. Birting tölvupóstanna var í óþökk þeirra sem þá skrifuðu, og reyndi Jónína að koma í veg fyrir frekari birtingu þeirra. Sýslumaðurinn í Reykjavík setti lögbann þess efnis á Fréttablaðið, en því var hnekkt í Héraðsdómi Reykjavíkur og síðar Hæstarétti. Í kjölfarið leitaði Jón- ína til Mannréttindadómstólsins. Í kæru sinni, sem var lögð fram 14. september 2006, heldur Jónína því fram að íslenska ríkið hafi brotið áttundu grein mannréttinda- sáttmálans með því að hafna lög- bannskröfu hennar á birtingu tölvu- póstanna. Áttunda greinin kveður á um friðhelgi einkalífs og fjöl- skyldu. Kæran hefur nú verið tekin upp hjá dómstólnum, en aðeins lítið brot af þeim málum sem berast honum komast svo langt. Lögfróðir menn sem Fréttablaðið ræddi við segja að nú séu stærstu þröskuldarnir að baki. Nær öruggt sé að dómstóllinn komist að efnislegri niðurstöðu í málinu. Fyrsta skrefið í upptöku málsins er spurningalisti sem dómstóllinn hefur sent íslenska ríkinu. Þar er meðal annars spurt hvort birting tölvupóstanna hafi haft áhrif á rétt kæranda til friðhelgis einkalífs og bréfaskipta og hvort höfnun íslenskra dómstóla hafi verið í sam- ræmi við lög. Ríkið hefur frest til 26. júní til að svara spurningunum eða ljúka mál- inu með sátt. salvar@frettabladid.is Tölvupóstar Jónínu fyrir Evrópudómstól Mannréttindadómstóll Evrópu ætlar að taka upp mál Jónínu Benediktsdóttur gegn íslenska ríkinu. Hún kveður mannréttindi sín hafa verið brotin þegar dómstólar höfnuðu lögbannskröfu vegna birtingar tölvupósta í Baugsmálinu. Í áttundu grein mannréttindasátt- mála Evrópu segir: ■ 1. Sérhver maður á rétt til friðhelgi einkalífs síns, fjölskyldu, heimilis og bréfaskipta. ■ 2. Opinber stjórnvöld skulu eigi ganga á rétt þennan nema sam- kvæmt því sem lög mæla fyrir um og nauðsyn ber til í lýðræðislegu þjóðfélagi vegna þjóðaröryggis, almannaheilla eða efnalegrar far- sældar þjóðarinnar, til þess að firra glundroða eða glæpum til verndar heilsu manna eða siðgæði eða réttindum og frelsi annarra. FRIÐHELGI EINKALÍFS OG FJÖLSKYLDU LÖGBANN Fulltrúar sýslumanns gera gögn um tölvupóstsamskipti Jónínu Bene- diktsdóttur upptæk á skrifstofu fréttaritstjóra Fréttablaðsins í september 2005. MENNTUN „Siðanefndin hefur ekki frumkvæði að því að taka upp mál og í öðru lagi segir í reglum henn- ar að hún fjalli ekki um mál sem hafa farið fyrir dómstóla,“ segir Þórður Harðarson, for maður siða- nefndar Háskóla Íslands. Sem kunnugt er var prófessor við háskólann, Hannes Hólm- steinn Gissurarson, dæmdur nýlega fyrir að nota verk rithöf- undar án heimildar. Samkvæmt siðareglum Háskólans samræm- ist þetta ekki starfsvenjum kenn- ara. Helga Kress prófessor heldur því að auki fram að Hannes hafi einnig tekið verk fræðimanna eins og Peters Hallberg, heiðurs- doktors við skólann, og gert að sínum eigin. Á það að hafa verið gert í sama verki og Hannes var dæmdur fyrir. Spurður hvort nefndin myndi skoða þann anga málsins, kæmi kæra utan úr bæ, segist Þórður ekki telja það, fyrst hluti þess hafi farið fyrir dómstóla. Þórður ítrekar að nefndin taki ekki mál upp að fyrra bragði, spurður hvort máli skipti að um sé að ræða verk heiðursdoktors við skólann. „En ég tel að sú hlið málsins væri í verkahring yfirmanns stjórnsýslu skólans [Kristínar Ingólfsdóttur rektors].“ Á skrifstofu rektors fengust þær upplýsingar að málið væri í skoðun. Rektor hefur sagst taka dóminn alvarlega. - kóþ Siðanefnd Háskólans tekur ekki upp mál Hannesar að eigin frumkvæði: Málið er í verkahring rektors HREINSUN Bílakirkjugarðurinn á Garðsstöðum í Ísafjarðardjúpi verður orðinn lítill um sig í haust ef áætlanir Súðavíkurhrepps ganga eftir. Að sögn Ómars Más Jónssonar sveitarstjóra er verið að finna mann til að taka að sér hreinsunina, sem á að ljúka í nóvember á þessu ári. Eftir hana verða einungis um 40 til 60 bílhræ á Garðsstöðum en nú eru þau 518 og er talið að þau vegi um 150 tonn. Það eru því í það minnsta 478 bílhræ sem þarf að fjarlægja. - jse Bílakirkjugarður við Djúp: Mörg hundruð bílhræ á brott FRÁ GARÐSSTÖÐUM Í haust er stefnt að því að einungis 40 til 60 bílhræ verði við bæinn Garðsstaði. FRÉTTABLAÐIÐ/RÓBERT KOSOVO, AP Liðsmenn friðargæslusveita Sameinuðu þjóðanna urðu í gær fyrir árásum reiðra mótmæl- enda úr röðum Kosovo-Serba, er gerð var tilraun til að koma dómhúsi í bænum Mitrovica nyrst í Kosovo aftur undir stjórn SÞ-bráðabirgðastjórn- sýslunnar þar. Serbneskir íbúar bæjarins höfðu í síðustu viku hertekið bygginguna og hindrað kosovo-albanska dómara í því að komast þangað til starfa. Átökin í gær milli grjótkastandi og að hluta til vopnaðra mótmælenda og vopnaðra SÞ-friðar- gæsluliða stóð yfir í nokkrar klukkustundir og endaði með því að minnst 45 gæsluliðar og 70 mótmælendur særðust og lemstruðust. Þetta er versta ofbeldið sem brotist hefur út í Kosovo eftir að kjörin stjórnvöld Kosovo-Albana lýstu yfir sjálfstæði Kosovo fyrir mánuði. Yfirstjórn gæsluliðs NATO og SÞ-bráðabirgða- stjórnsýslunnar í Pristina birtu sameiginlega yfirlýsingu þar sem „banvænt ofbeldi, þar á meðal byssuskot frá æstum múg“ í hinum serbneska hluta Kosovska Mitrovica er fordæmt. Um 100 manna lið SÞ-lögreglumanna og NATO- friðargæsluhermanna handtóku 53 Serba sem höfðu hersetið dómhúsið síðan á föstudag. Fjöldi heimamanna safnaðist saman á hverjum degi við bygginguna síðan þá. - aa Til átaka kom við dómhús í serbneska hluta Norður-Kosovo í gær: Heimamenn og gæsluliðar slást FRÁ VETTVANGI Heiftarlega var tekist á við dómhúsið. Á annað hundrað manns særðist. FRÉTTABLAÐIÐ/AP SJÁVARÚTVEGUR Loðnuskipið Sighvatur Bjarnason VE fékk um 400 tonn af loðnu í tveimur köstum norður af Öndverðarnesi á Snæfellsnesi í gær og er hugsanlegt að torfan hafi verið úr vestangöngu sem margir hafa verið að vonast eftir. Helgi Valdimarsson skipstjóri segir að þessi loðna eigi enn nokkuð eftir áður en hún hrygni en sú sem kom austan að er þegar farin að hrygna. „Það er nokkuð af loðnu hérna en annars er líka eitthvað um síld svo það er erfitt að greina eitt frá öðru og segja til um hversu mikið er af loðnunni,“ segir Helgi. - jse Loðnuveiði við Snæfellsnes: Hugsanleg vestanganga HANNES HÓLMSTEINN GISSURARSON WASHINGTON, AP Írakar eru vonbetri varðandi framtíð sína en þakka það ekki aðgerðum Bandaríkjamanna í landinu, samkvæmt niðurstöðum skoðana- könnunar sem gerð var í Írak í tilefni af því að fimm ár eru liðin frá innrásinni í landið. Þess í stað vilja Írakar þakka íröskum stjórnvöldum, lögreglu og eigin her fyrir batnandi ástand. Þá telja 53 prósent Íraka að fjölgun bandarískra hermanna í Anbar-héraði og í Bagdad hafi í raun gert ástandið verra. Eru það snöggtum betri niðurstöður en í sambærilegri könnun frá ágúst í fyrra þegar 70 prósent Íraka töldu aukningu á herafla Banda- ríkjanna vera til hins verra. - ovd Viðhorfskönnun í Írak: Írakar vonbetri um framtíðina FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V A LL I Málið rannsakað í sex ár Ákveðið verður á næstu vikum hvort ákæra verður gefin út á hendur Jóni Ólafssyni athafnamanni vegna meintra skattsvika. Skattamál hans hafa verið í rannsókn hjá Ríkisskatt- stjóra í tæp sex ár. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi. SKATTAMÁL SPURNING DAGSINS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.