Fréttablaðið - 18.03.2008, Blaðsíða 14
14 18. mars 2008 ÞRIÐJUDAGUR
Umsjón: nánar á visir.is
KAUPHÖLL ÍSLANDS [Hlutabréf]
OMX ÍSLAND 15 Fjöldi viðskipta: 823
4.652 -3,45% Velta: 6.330 milljónir
HLUTABRÉF Í ÚRVALSVÍSITÖLU: Atorka 7,20 -1,37% ... Bakkavör 38,15
-2,18% ... Eimskipafélagið 26,60 -6,17% ... Exista 10,43 -10,32% ... FL
Group 7,23 -13,21% ... Glitnir 16,15 -4,15% ... Icelandair 24,25 -2,61%
... Kaupþing 707,00 -1,40% ... Landsbankinn 27,05 -4,25% ... Marel
86,30 -2,27% ... SPRON 4,74 -5,39% ... Straumur-Burðarás 10,80
-3,31% ... Teymi 4,58 -7,10% ... Össur 87,00 -1,70%
MESTA HÆKKUN MESTA LÆKKUN
FL GROUP -13,21%
EXISTA -10,32%
365 -7,97%
„Aukin umsvif, framkvæmdir og
fólksfjölgun á suðvesturhorninu
skipta miklu máli í þessu sam-
bandi,“ segir Gunnlaugur Júlíus-
son, sviðsstjóri hag- og upplýs-
ingasviðs Sambands íslenskra
sveitar félaga.
Samkvæmt Hagtíðindum Hag-
stofunnar hefur afkoma sveitar-
félaganna í heild farið mjög batn-
andi undanfarin þrjú ár, eftir
langt tímabil neikvæðrar afkomu.
Tekjuafgangur sveitarfélaganna í
heild í fyrra nam tæpum sex millj-
örðum króna, eða hálfu prósenti
af landsframleiðslu. Þetta er
hærra hlutfall landsframleiðsl-
unnar en árið á undan. Gunnlaugur
Júlíusson bendir þó á að ástandið
sé misjafnt hjá sveitar félögunum.
Á stöðum þar sem fimmtungur
þjóðarinnar býr, hafi lítið verið að
gerast undanfarin ár.
Í heild námu tekjur hins opin-
bera 617,5 milljörðum króna í
fyrra, sem er 57 milljörðum meira
en í hittiðfyrra. Sem hlutfall af
landsframleiðslu hefur hlutur
hins opinbera aldrei verið meiri,
48,3 prósent. Afkoma hins opin-
bera í heild var jákvæð um tæpa
67 milljarða króna í fyrra.
Skuldir hins opinbera umfram
eignir nema hins vegar hátt í 93
milljörðum króna. - ikh
Sveitarfélögin í plús
GUNNLAUGUR JÚLÍUSSON Mismunandi
staða hjá sveitarfélögunum en mestur
uppgangur á suðvesturhorninu.
FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
J.P. Morgan keypti Bear Stearns
á verði sem blaðið Wall Street
Journal kallar brunaútsölu.
Verðið sem J.P. Morgan greiddi
voru 2 dollarar á hlut og sam-
kvæmt því var Bear Stearns
metið á 236 milljónir dollara eða
16 milljarða króna en í síðasta
mánuði var markaðsverð Bear
Stearns um 3,5 milljarðar dollara.
Til samanburðar eru höfuðstöðv-
ar Bear Stearns metnar á 1,2
milljarða dollara. bankinn hækk-
að um 8,5% í gær.
Bear Stearns er síðasta fórnar-
lamb undirmálslánanna á fast-
eignamarkaðinum vestan hafs og
þurfti neyðaraðstoð í síðustu viku
til að komast hjá gjaldþroti.
Bear Stearns á
brunaútsölu
Til stendur að taka FL Group af
markaði, samkvæmt heimildum
Markaðarins. Það hefur þó ekki
verið rætt í stjórn félagsins að
því er fram kom í tilkynningu
frá stjórn FL Group til Kaup-
hallar Íslands í gær.
FL Group lækkaði um 13,2 pró-
sent í viðskiptum gærdagsins.
Lokagengi félagsins var 7,23 sam-
kvæmt Markaðsvaktinni. Til við-
miðunar var gengi FL Group
þegar hlutafé félagsins var aukið
í nóvember á síðasta ári 14,7. Frá
áramótum hefur gengi félagsins
lækkað um rúm fimmtíu prósent.
Í lok febrúar 2008 var Baugur
stærsti einstaki eigandinn í FL
Group með tæplega 35 prósenta
hlut. Oddaflug, sem Hannes
Smárason hefur verið skráður
fyrir, á um 11 prósenta hlut. Í
Landsbankanum í Lúxemborg
eru geymd 6,3 prósent og Materia
Invest, sem Þorsteinn Jónsson,
Magnús Ármann og Kevin Stan-
ford hafa farið fyrir, á önnur 6,3
prósent. Pálmi Haraldsson,
meirihlutaeigandi Fons, fer með
4,7 prósent. - bg
Vilji til að taka FL
Group úr Kauphöll
Lækkun á hlutabréfamark-
aði er orðin meiri en þegar
netbólan brast. Áhættufælni
fjárfesta á alþjóðavísu og
dræmt aðgengi bankanna að
erlendri mynt grefur undan
gengi krónunnar. Hún hefur
ekki fallið jafnskarpt áður
á einum degi. Skyndilausn
til styrktar krónunni er
ekki í augsýn. Meiri gjald-
eyrisforði myndi hjálpa
Seðlabankanum að liðka til
á peningamarkaði.
Gengi krónunnar lækkaði um
nálægt því sjö prósent í gær og
hefur ekki fallið jafnmikið á
einum degi frá því gengi hennar
var gefið frjálst á markaði. Þá
lækkuðu hlutabréf skarpt í gær
og er lækkun frá hæsta gengi í
sumar orðin meiri en lækkunin
sem varð á markaði þegar net-
bólan sprakk árið 2000.
Gengisfall hávaxtamynta um
heim allan í gær er rakið til
áhættufælni fjárfesta í kjölfar
fregna af óförum bandaríska
bankans Bear Stearns, en hann
var seldur á „brunaútsöluverði“
eftir að hafa tapað miklu á undir-
málslánum þar í landi. Þá eykur á
vandann dræmt aðgengi íslenskra
fjármálastofnana að erlendu
lausafé. Þó svo að mikill vaxta-
munur kunni að ýta undir við-
skipti með krónubréf eru bankar
ófúsir að láta erlenda mynt í stað-
inn fyrir krónur nema gegn
afslætti. Því er minni hvati fyrir
fjárfesta að standa í slíkum við-
skiptum, sem að öðrum kosti
hefðu stutt við gengi krónunnar.
„Maður vonar auðvitað að þessu
mikla umróti á alþjóðamörkuðum
fari að linna,“ segir Edda Rós
Karlsdóttir, forstöðumaður grein-
ingardeildar Landsbankans. Hún
segir þó erfitt að spá þar um.
„Megi menn eiga von á fréttum á
borð við þessar af Bear Stearns
verður þetta erfitt áfram.“ Mestu
máli hvað varðar framvindu hér
heima segir hún hins vegar skipta
hvaða skilaboð Seðlabanki Íslands
sendi frá sér. „Stýrivextir eru
bara ein hliðin á þessu. Það sem
seðlabankar heims gera nú er að
reyna að tryggja aðgang að lausa-
fé, ekki bara í heimamynt heldur
líka í erlendum myntum. Það var
út af þessu sem seðlabankar G-10
landanna gerðu sín á milli gjald-
eyrisskiptasamninga til að bankar
í Ameríku hefðu aðgang að evrum
og öfugt.“
Samninga sem þessa segir
Edda Rós vera trúverðugustu
leiðina til að tryggja aðgang
banka að lausu fé í mynt annarra
landa og kveður einsýnt að hér
þurfi því að styrkja gjaldeyris-
forða Seðlabankans. „Þarna
myndi maður vilja sjá Seðlabank-
ann virkari. Í þessu svakalega
erfiða árferði á lánamörkuðum
þarf okkar banki að vera mjög
virkur og reyna að tryggja
aðgang bankanna að, ekki bara
innlendu fé, heldur erlendu líka,“
segir Edda Rós.
Í viðtali við Útvarpið í gær
sagði Davíð Oddsson seðlabanka-
stjóri nauðsynlegt að fara var-
lega í því efnahagsárferði sem nú
ríkti og kvað ljóst að horfur á
vaxtalækkun hefðu versnað.
Greiningardeild Glitnis sendi í
gær frá sér spá þar sem gert er
ráð fyrir óbreyttum stýrivöxtum
í 13,75 þar til í júlí, en þá myndi
Seðlabankinn hefja vaxtalækk-
unarferli. Greining Glitnis gerir
ráð fyrir veikri krónu fram á
sumar, en að hún taki að styrkj-
ast í haust með bættum efnahags-
horfum þjóðarbúsins.
olikr@frettabladid.is
Mesta lækkun sem hér
hefur orðið á markaði
Bæklingur frekar en bók
Árið 2001 gaf Pálmi Jónasson blaðamaður út
bókina Íslenskir milljarðamæringar. Var það
framhald á bók sem kom út nokkrum árum
áður. Þá hét hún hins vegar Íslenskir milljóna-
mæringar. Það var auðvitað í takt við þróun
mála á Íslandi að það tók því ekki
lengur að telja upp alla millj-
ónamæringana og því valdi
Pálmi að einskorða umfjöllun-
ina við þá sem hagnast höfðu
um milljarða. Og þeir voru ansi
margir. Fyllti umfjöllunin heilar
332 blaðsíður. Þeir sem hins
vegar hyggjast uppfæra þessa bók, enda margt
breyst frá árinu 2001, þurfa ekki að örvænta.
Eins og útlit var fyrir á síðasta ári þarf ekki að
skrifa mörg hundruð blaðsíðna bók um íslenska
milljarðamæringa. Niðursveiflan síðustu mánuði
hefur orðið til þess að bókin hefur frekar rýrnað
í blaðsíðum talið. Jafnvel orðin að bæklingi.
Saving Iceland
Margir erlendir gestir flykktust til landsins síðasta
sumar til að berjast gegn „eyðingu landsins“. Bar
nokkuð mikið á þessu fólki sem hékk í krönum
og hengdi upp borða með mikilvægum skila-
boðum. Nú væri hægt að nota kraft þessa unga
fólks til að bjarga Íslandi – bara í öðrum skiln-
ingi. Á fréttaveitunni Bloomberg í gærkvöldi
birtist frétt sem nánast lýsti örvæntingarfull-
um aðstæðum í fjármálakerfi landsins. Sumir
halda því fram að fundir og áróður stjórn-
málamanna á erlendri grund, þar sem ástand-
inu hér er lýst sem traustu, fái ekki nógu góða
umfjöllun. Því væri ráð að taka hópinn Saving
Iceland í þjónustu sína og svo hægt sé í raun og
veru að bjarga Íslandi frá örvæntingu. Það væri
til dæmis hægt að fá nokkra til að hanga utan á
höfuðstöðvum viðskiptablaðsins Financial Times
í London með áríðandi skilaboðum: „The Ice-
landic banks are not in distress.“ „CDS doesn‘t
say it all.“ Bara sem dæmi.
Peningaskápurinn ...
RÝNT Í STÖÐUNA Á MARKAÐI Miðlarar Kaupþings sjást hér fyrir nokkru fylgjast með
þróun markaða. Í gær voru met slegin, bæði hvað varðar mestu lækkun á markaði
og mestu veikingu krónunnar á einum degi. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR