Fréttablaðið

Dagsetning
  • fyrri mánuðurmars 2008næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    2425262728291
    2345678
    9101112131415
    16171819202122
    23242526272829
    303112345

Fréttablaðið - 18.03.2008, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 18.03.2008, Blaðsíða 8
 18. mars 2008 ÞRIÐJUDAGUR A T A R N A Nóatúni 4 · Sími 520 3000 www.sminor.is AFGANISTAN „Tilgangurinn er fyrst og fremst sá að kynnast þeim verkefnum sem okkar fólk er að vinna hér á vegum íslensku friðargæslunnar,“ sagði Ingibjörg Sólrún Gísladóttir utanríkisráðherra við komuna til Kabúl í gær. Hún lenti á Kabúlflugvelli síðdegis þar sem starfsfólk íslensku friðargæslunn- ar tók á móti henni. Ingibjörg segist vilja „heyra frá þeim sjálfum hvað þeim finnst um þessi verkefni. Mér finnst að við skuldum þessu fólki, sem er búið að starfa margt hvert hérna árum saman, að hlusta á sjónarmið þess.“ „Það er bara mjög skemmtilegt fyrir okkur að ráð- herrann sé að koma. Það er verið að viðurkenna okkar starf,“ segir Heiða B. Ingadóttir, einn af íslensku friðargæsluliðunum í Kabúl. „Hún kom líka með páskaegg að gjöf handa okkur og við erum mjög ánægð með það.“ Á flugvellinum í Kabúl tóku einnig á móti Ingibjörgu fimm íslenskir sérsveitarmenn, alvopn- aðir, sem hafa það hlutverk að gæta öryggis hennar í heimsókninni. Þetta er í fyrsta sinn sem íslenska lögreglan sinnir öryggisgæslu af þessu tagi utan landsteinanna. Í gærkvöld snæddi Ingibjörg Sólrún með fulltrú- um ýmissa alþjóðastofnana og mannúðarsamtaka hér. Í ferðinni ætlar hún einnig að hitta nokkra af ráðamönnum landsins, meðal annars Karzai forseta og kvennamálaráðherra. Enn fremur flýgur hún til Meymanah, lítils þorps í fjallahéraði norðvestan til í landinu, þar sem íslenskir friðargæsluliðar eru að hefja starfsemi á ný eftir nokkurt hlé. „Ég hefði verið tilbúin að fara fyrr ef ég hefði haft tök á því en þetta er í raun og veru fyrsta mögulega tækifærið vegna veðráttu á svæðinu að koma hingað,“ segir Ingibjörg. Ingibjörg Sólrún komin til Afganistan Ingibjörg Sólrún Gísladóttir utanríkisráðherra kom til Kabúl, höfuðborgar Afganistans, í gær. Hún ætlar að hitta Karzai forseta og fleiri ráðamenn auk þess að kynna sér starfsemi íslensku friðargæslunnar. UTANRÍKISRÁÐHERRA Í KABÚL Ingibjörg Sólrún Gísladóttir ræðir við friðargæsluliða skömmu eftir að hún lenti í Kabúl um hádegisbilið í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/GUÐSTEINN GUÐSTEINN BJARNASON SKRIFAR FRÁ AFGANISTAN gudsteinn@frettabladid.is DÓMSMÁL Hrottalegt heimilis- ofbeldismál bíður nú dóms fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur. Karl- maður á fimmtugsaldri er ákærð- ur fyrir fjórar líkamsárásir á hendur fyrrverandi eiginkonu sinni. Í tveimur af þessum tilvik- um er hann jafnframt ákærður fyrir húsbrot með því að hafa ruðst í heimildarleysi inn í íbúð hennar og ráðist þar á hana. Manninum er gefið að sök að hafa ráðist á konuna í janúar 2005 og margsinnis slegið hana hnefa- höggum í andlit, bak, axlir, hnakka og maga, rifið í hár henn- ar og sparkað í fætur hennar svo stórsá á henni. Jafnframt að hafa í apríl sama ár ráðist á konuna í svefnherbergi íbúðarinnar og dregið hana á hárinu úr rúmi sem hún sat í og ítrekað slegið hana með krepptum hnefa þar sem hún lá í gólfinu, með þeim afleiðing- um að hún hlaut margvísleg meiðsl. Í febrúar 2006 er manninum gefið að sök að hafa ruðst í heim- ildarleysi inn á heimili konunnar, gripið í hár hennar og haldið henni fastri á meðan hann sló hana hnefahöggum í andlit og í bak, og svo sparkað í fætur henn- ar, með þeim afleiðingum að hún hlaut umtalsverða áverka og eymsl. Loks er manninum gefið að sök að hafa í mars 2006 enn ráðist inn til konunnar í heimildarleysi, misþyrmt henni á ýmsan hátt og og skaðað hana. - jss Aðalmeðferð í heimilisofbeldismáli lauk fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur í gær: Hrottalegt heimilisofbeldismál HÉRAÐSDÓMUR Aðalmeðferð málsins lauk í gær.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Gerð af titli:
Flokkur:
Gegnir:
ISSN:
1670-3871
Tungumál:
Árgangar:
23
Fjöldi tölublaða/hefta:
7021
Gefið út:
2001-2023
Myndað til:
31.03.2023
Útgáfustaðir:
Efnisorð:
Lýsing:
Dagblað
Styrktaraðili:

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað: 77. tölublað (18.03.2008)
https://timarit.is/issue/278083

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

77. tölublað (18.03.2008)

Aðgerðir: