Fréttablaðið - 18.03.2008, Blaðsíða 50

Fréttablaðið - 18.03.2008, Blaðsíða 50
30 18. mars 2008 ÞRIÐJUDAGUR sport@frettabladid.is Viktor Kristmannsson, fimleikamaður úr Gerplu, varð Íslandsmeistari í fjölþraut í sjötta árið í röð þegar Íslandsmótið í áhaldafimleikum fór fram síðastliðinn laugardag. Viktor, sem er 23 ára gamall, fékk samtals 78,95 stig úr greinunum sex en þetta var í sjöunda sinn alls sem hann varð Íslandsmeistari í fjölþraut og jafnaði hann þar með met Guðjóns Guðmundssonar, fimleikamanns úr Ármanni, sem vann einnig sjö sinnum á sínum tíma. „Ég var mjög sáttur með fjölþrautina á laugardeginum og það gekk einhvern veginn bara allt upp. Það er hægt að vita svona nokkurn veginn hvað maður getur fengið fyrir hvert áhald fyrir sig en stefnan er auðvitað alltaf sett á að bæta sig í hverri grein og reyna að gera aðeins betur. En mat dómara hverju sinni spilar líka mikið inn í og stundum hefur maður á tilfinningunni að maður sé að bæta sig en dómararnir meta það þá ef til vill öðruvísi,“ sagði Viktor sem vann enn fremur til fyrstu verðlauna í fimm af sex greinum fjölþrautarinnar þegar keppt var til úrslita í stökum greinum á sunnudeginum. Hann sigraði í keppni á gólfi, bogahesti, hringjum, tvíslá og svifrá en varð að sætta sig við annað sætið í stökki. „Ég klúðraði stökkinu þannig, að ég misreiknaði mig illilega í hlaupinu að hestinum og náði þar af leiðandi ekki rétta kraftinum í stökkið og allt fór einhvern veginn til fjandans. Ég náði samt öðru sætinu og það munaði í raun rosalega litlu á fyrsta og öðru sætinu þannig að ég get alveg verið sáttur með það,“ sagði Viktor, sem vinnur nú hörðum hönd- um að því að búa sig undir tvö stór mót. „Evrópumótið er í byrjun maí og Norður- landamótið í lok maí og ég þarf því að haga málum þannig að ég sé í toppstandi þá. Ég er líka að prófa nýjar æfingar sem ég þarf að vinna í til þess að ná þeim pottþétt á mótunum. Ég er að æfa af krafti sex sinnum í viku en það getur stundum verið erfitt þar sem ég er vitanlega líka í fullri vinnu. Draumurinn væri náttúrlega að geta æft við toppaðstæður erlendis og lifað bara á fimleikunum og ég stefni á það í framtíðinni,“ sagði Viktor. FIMLEIKAMAÐURINN VIKTOR KRISTMANNSSON: ÍSLANDSMEISTARI Í SJÖÞRAUT Í SJÖTTA ÁRIÐ Í RÖÐ Draumur að lifa á fimleikunum erlendis KÖRFUBOLTI Lokaumferð Iceland Express-deildar karla fer fram í kvöld og það verður mikil spenna í mörgum leikja kvöldsins. Mesta dramatíkin verður örugglega í Ásgarði í Garðabæ þar sem Stjarn- an og Tindastóll lifa bæði í voninni um að komast í úrslitakeppnina en einnig er mikið í húfi í Njarðvík, í DHL-höllinni í Vesturbænum og á Akureyri. Leikur Stjörnunnar og Tinda- stóls í Garðabæ er beintengdur því sem gerist á Akureyri. Þórsar- ar taka á móti Snæfelli og þurfa að vinna til þess að komast í úrslita- keppnina. Tapi Þór tryggir sigur- vegari leiksins í Garðabæ sér átt- unda sætið og þar með síðasta sætið inn í átta liða úrslit úrslita- keppninnar. Þór á allt annað en létt verkefni fyrir höndum því Snæfell er búið að vinna níu leiki í röð deild og bikar og vann fyrri deildarleik liðanna með 30 stigum í Hólminum í upphafi ársins. Stjörnumenn geta orðið elleftu nýliðarnir í sögunni til þess að komast í úrslitakeppnina vinni þeir Tindastól á sama tíma og Þór tapar fyrir norðan. Stjarnan hefur unnið tvo síðustu leiki sína á úti- velli en tapaði síðasta heimaleik á grátlegan hátt þegar Íslandsmeist- arar KR tryggðu sér sigurinn með því að skora sigurkörfuna á loka- sekúndunum. Tindastóll vann fyrri leik liðanna með sex stigum í lok síðasta árs en síðan þá hafa liðin breyst, sérstaklega lið Stjörn- unnar sem er með tvo nýja útlend- inga. Mansour Mbye og Calvin Roland skoruðu aðeins 20 stig saman í fyrri leik liðanna en nýju mennirnir Jarrett Stephens og Jovan Zdravevski hafa skorað saman 47 stig að meðaltali í undan- förnum þremur leikjum. Grindavík á enn möguleika á að ná öðru sætinu af KR en til þess að það gerist þá þurfa Grindvíkingar að vinna í Ljónagryfjunni í Njarð- vík á sama tíma og KR-ingar þurfa að tapa á heimavelli á móti Skalla- grími. Það er líka mikið undir hjá heimamönnum í Njarðvík því Snæfellingar sækja að þeim í bar- áttunni um fjórða sætið og þar með heimavallarrétt í fyrstu umferð úrslitakeppninnar. Það er þegar orðið ljóst að Njarðvík og Snæfell mætast í átta liða úrslit- unum. KR-ingar misstu af deildar- meistaratitlinum með því að tapa í framlengingu á Króknum og með tapi í kvöld gæti liðið dottið niður í þriðja sætið. KR tekur á móti Skallagrími í DHL-höllinni en Borgnesingar hafa lent í miklum meiðslahremmingum og hafa nú tapað fimm síðustu leikjum sínum. ÍR-ingar taka á móti falliði Hamars manna, þeir eru öryggir í úrslitakeppnina en geta enn fallið niður í áttunda sætið. ÍR getur ekki komist upp fyrir Skallagrím þar sem Borgnesingar eru með betri stöðu úr innbyrðisviðureign- um liðanna en ÍR-ingar eru aftur á móti með betri innbyrðisstöðu gegn Þór, Stjörnunni og Tindastól og af þeim sökum geta þeir aldrei endað neðar en í áttunda sæti. Vinni Þórsarar Snæfell á sama tíma og ÍR tapar á heimavelli gegn Hamar þá gætu ÍR-ingar hins vegar dottið niður í áttunda sæti. Hápunktur leiks Keflavíkur og Fjölnis er afhending deildarmeist- arabikarsins í leikslok en Keflavík hefur þegar tryggt sér heima- vallarrétt út úrslitakeppnina og Fjölnisliðið er fallið í 1. deild og það er því ekkert í boði í leiknum sjálfum. Fréttablaðið fékk þrjá þjálfara til þess að spá í þróun mála og þeir eru allir sammála um að KR nái 2. sætinu, Njarðvík verði með heima- vallarrétt gegn Snæfelli og að nýliðar Stjörnunnar verði áttunda og síðasta liðið inn í úrslitakeppn- ina. ooj@frettabladid.is Spennandi lokaumferð í kvöld Þór, Stjarnan og Tindastóll berjast um sæti í úrslitakeppninni í lokaumferð Iceland Express-deildar karla í kvöld. Grindavík sækir að KR í öðru sætinu og Snæfellingar reyna að ná fjórða sætinu af Njarðvík. MIKILVÆGT KVÖLD Stjarnan og Snæfell verða í eldlínunni í kvöld og hafa bæði til mikils að vinna. Hér hefur Stjörnumaðurinn Dimitar Karadzovski komist framhjá Hlyni Bæringssyni, fyrirliða Snæfells, í leik liðanna í vetur. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON HVERNIG FER Í KVÖLD? Ágúst Björgvinsson þjálfari Hamars Bárður Eyþórsson þjálfari Fjölnis Einar Árni Jóhannss. þjálfari Breiðabl. Hver verður í 2. sæti? (KR eða Grindavík) Ágúst: KR Bárður: KR Einar Árni: KR Hver verður í 4. sæti? (Njarðvík eða Snæfell) Ágúst: Njarðvík Bárður: Njarðvík Einar Árni: Njarðvík Hvaða lið kemst í úrslitakeppnina? (Þór, Stjarnan eða Tindastóll) Ágúst: Stjarnan Bárður: Stjarnan Einar Árni: Stjarnan Hópurinn sem mætir Slóvakíu: Kjartan Sturluson (Valur) Stefán Logi Magnússon (KR) Hermann Hreiðarsson (Portsmouth) Kristján Örn Sigurðsson (Brann) Grétar Rafn Steinsson (Bolton) Ragnar Sigurðsson (IFK Göteborg) Atli Sveinn Þórarinsson (Valur) Bjarni Ólafur Eiríksson (Valur) Stefán Gíslason (Bröndby) Emil Hallfreðsson (Reggina) Ólafur Ingi Skúlason (Helsingborg) Theodór Elmar Bjarnason (Lyn) Jónas Guðni Sævarsson (KR) Aron Einar Gunnarsson (AZ Alkmaar) Eggert Gunnþór Jónsson (Hearts) Bjarni Þór Viðarsson (Twente) Helgi Sigurðsson (Valur) Eiður Smári Guðjohnsen (Barcelona) Gunnar H. Þorvaldsson (Vålerenga) Veigar Páll Gunnarsson (Stabæk) FÓTBOLTI Landsliðsþjálfarinn Ólafur Jóhannesson tilkynnti í gær tuttugu manna leikmannahóp fyrir vináttulandsleik gegn Slóvakíu 26. mars í Slóvakíu. Þar sem um alþjóðlegan leikdag er að ræða geta Íslend- ingar sem leika sem atvinnumenn erlendis spilað leikinn en Ólafur valdi engu að síður sex leikmenn í hópinn sem spila með liðum hér á landi. „Ég er mjög ánægður með þá leikmenn sem ég valdi sem spila hérlendis og reyndar fleiri til, en ég valdi sex þeirra í þetta skipti. Það er nú einu sinni þannig að það er engin ávísun á landsliðssæti að leika erlendis,“ sagði Ólafur í samtali við Fréttablaðið í gær. - óþ Landsliðshópur Íslands: Sex leikmenn spila hér á landi ÁNÆGÐUR Ólafur Jóhannesson er sáttur með þá leikmenn sem hann valdi og spila hér á landi. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM > Eiður Smári ekki alvarlega meiddur Eiður Smári Guðjohnsen, landsliðsfyrirliði og leikmaður Barcelona, þurfti að yfir- gefa völlinn í uppbótartíma vegna meiðsla þegar Barcelona gerði 2-2 jafntefli gegn Almeria á útivelli í spænsku La Liga-deildinni í fyrra- kvöld. Eiður Smári fékk þá þungt högg en samkvæmt opinberri heimasíðu Barcelona æfði hann með liðinu í gær og gæti þess vegna verið í leikmannahópi liðsins í Konungsbikarnum gegn Valencia á Mestalla á fimmtudag. Eiður Smári mun því að öllu óbreyttu einnig geta leikið í sínum fyrsta leik undir stjórn Ólafs Jóhannessonar með íslenska landsliðinu gegn Slóvakíu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.