Fréttablaðið - 18.03.2008, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 18.03.2008, Blaðsíða 16
16 18. mars 2008 ÞRIÐJUDAGUR greinar@frettabladid.is FRÁ DEGI TIL DAGS ÚTGÁFUFÉLAG: 365 RITSTJÓRAR: Jón Kaldal og Þorsteinn Pálsson AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Steinunn Stefánsdóttir FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir, Kristján Hjálmarsson, Trausti Hafliðason og Höskuldur Daði Magnússon (dægurmál). FULLTRÚI RITSTJÓRA: Páll Baldvin Baldvinsson. Fréttablaðið kemur út í 103.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu, Akureyri og þéttbýlissvæðum á suðvesturhorninu. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. issn 1670-3871 Í laugardagsblaði 24 stunda er stutt frétt í dálki um fólk með fyrirsögninni: Minnie Driver með barni. Þetta er svo fátítt orðaval nú um stundir að maður spyr sig ósjálfrátt: Hvaða blaðamaður skyldi hafa þýtt þessa frétt? Hjá flestum hefði fyrirsögnin verið – Minnie Driver ólétt! Í jafnréttismálum er eitt sem aldrei getur fallið körlum í skaut, sama hvað þeir sæktu það fast – það, að finna nýtt líf kvikna innra með sér og verða smám saman að manneskju. Hlutverk karla er að kveikja þetta líf, síðan er það konunnar einnar þar til það fæðist. Að eignast barn er alltaf í ætt við kraftaverk, og að koma því til manns er það mikilvægasta sem lífið trúir manni fyrir. Það er því undarlegt að konur skuli sætta sig við að meðgöngu sé lýst með orðum sem byrja á ó. Ó-orðin lýsa að jafnaði ekki því sem er eftirsóknarvert. Þetta eru orð eins og óánægja, óskemmti- legt, ógeðfellt, óþolandi og ólund. Samt þykir sjálfsagt og eðlilegt að tala um að konur séu óléttar eða ófrískar þegar þær eiga von á barni. Einnig er talað um að þær séu þungaðar eða vanfærar. Vanfærar um hvað? Ekkert af þessum orðum vísar til barnsins sem í vændum er, eða gleðinnar yfir því. Öll gefa til kynna óþægindi, vanlíðan og ó- spennandi útlit konunnar sjálfrar. Af hverju þykir nútímakonum ekkert athugavert við þetta, meðan þær rita og ræða hástöfum um mikilvægi þess að finna nýtt orð um kvenráðherra og vilja frekar stýra en stjórna? Hjónaskilnaður fyrr og nú Vestræn þjóðfélög hafa breyst umtalsvert eftir að konur fóru að taka þátt í atvinnulífinu til jafns við karla, ekki síst fjölskyldulíf fólks. Þetta hefur gerst á ótrúlega stuttum tíma. Foreldrar konu sem ég þekki skildu árið 1956. Hún var þá að hefja skólagöngu. Hún fór í gegnum barnaskóla, gagnfræðiskóla og framhaldsnám án þess að kynnast nokkrum öðrum sem var barn fráskilinna foreldra. Viðbrögð umhverfisins við sérstöðu hennar voru með þeim hætti að við bar að hún segði að faðir hennar væri látinn. Henni þótti mun erfiðara að vera skilnaðarbarn í samfélagi þar sem slíkt þekktist naumast en skilnaðurinn sjálfur. Í dag er þetta eins og þjóðsaga. Hjónaskilnaðir eru svo algengir að þeir teljast ekki til tíðinda nema hjá nánustu fjölskyldu og margir ræða af léttúð um slíkar fréttir. Upplausn fjölskyldu er þó alltaf sár fyrir þá sem í hlut eiga. Það breytist ekkert þó að skilnuðum fjölgi og margt bendi til að það geti orðið regla fremur en undantekning að alast upp í stjúpfjölskyldu. En nýir tímar og nýtt gildismat kallar á endurskoðun tungumáls- ins. Miklu skiptir að neikvæð orð um skilnað og allt sem honum fylgir verði hugsað í ljósi breyttra aðstæðna íslenskra fjölskyldna og gildishlaðin orð sem fela í sér fordóma og vandlætingu, kannski án þess að fólk veiti því athygli, séu skoðuð upp á nýtt. Sjálfstætt foreldri Fyrir nokkrum árum skrifaði Arna Schram grein í Morgunblað- inu um þá málvenju að tala um einstæða foreldra. Betur færi á að tala um sjálfstæða foreldra. Þetta er hárrétt hjá henni og viðblasandi kostur. Ég tek því undir með Örnu og öðrum sem hafa tjáð sig um þetta mál. Barátta kvenna fyrir jafnrétti hér á landi hefur skilað árangri. Fleiri konur en karlar ljúka háskólanámi og þær láta að sér kveða á öllum sviðum samfélags- ins, víða með glæsibrag. Á síðustu árum hefur samstaða kvenna aukist, en á það skorti lengi vel. Þó mætti miða betur þegar um valdastöður er að ræða. Þær hafa verið að rýna í tungu- málið og er það vel. Hins vegar þarf maður ekki endilega að vera sammála öllu sem þar er sett á oddinn. Í stað þess að stöðuheiti sé það sama hver sem gegnir stöðunni, vilja áhrifakonur undirstrika hvort kynið er á bak við stöðuna. Semsé ná jafnrétti með aðgrein- ingu. Konur og karlar eru bæði menn. Karlmaður og kvenmaður. Þegar konur leggja áherslu á að vera blaðakonur og þingkonur, en ekki blaðamenn og þingmenn, eru þær að afsala sér mennsk- unni. Ég vona að leitin að öðru orði en ráðherra fyrir konur í þeirri stöðu lukkist ekki. Herra merkir vald og yfirráð. Ekki bara herrann sem er með frúnni. Að vilja frekar vera stýra en stjóri er kannski bara smekksatriði. Það hefur lengi verið notað og er ágætis orð. Allir kannast við orð eins og skólastýra, klappstýra og hótelstýra. Það býr þó ekki yfir sömu hughrifum og bæjarstjóri, forstjóri og skólastjóri. Áður en nútímatækni var tekin í notkun í skipum var stýrimaður- inn kannski mikilvægasti maðurinn um borð meðan hann stóð við stýrið – en hann var ekki skipstjóri! Óléttar stýrur og ófrískar Í DAG | Kynjaumræða JÓNÍNA MICHAELSDÓTTIR UMRÆÐAN Álver í Helguvík Algeng rök gegn byggingu álvers í Helguvík eru á þá leið að ekki sé ýkja mikið atvinnuleysi á Suðurnesjum, þar séu fremur konur en karlar án atvinnu og þær sæki síður en karlar í vinnustaði á borð við álver. Þá sé ekki búið að tryggja orku fyrir væntanlega stækkun álversins síðar meir. En er það hlutverk stjórnmála- manna að stýra annars sjálfsprottinni uppbyggingu atvinnulífs út frá sjónar- miðum á borð við þessi? Nú er það raunar svo að á annað hundrað kvenna starfar hjá Alcoa Fjarðaáli á Reyðarfirði. Aðal- atriðið er hins vegar það að fjárfestingar eins og þessi eiga ekki sífellt að vera settar í einhvers konar varnarstöðu af hálfu fólks úti í bæ sem telur sig hafa þarna betri yfirsýn yfir alla hluti. Nýlega bárust þannig fréttir af því að erlend leikfanga- keðja hyggist síðar á þessu ári opna nýjar verslan- ir í Grafarholti og á Akureyri. Hvað ef tölur sýna nú að atvinnuleysi meðal íbúa í Grafarholti og á Akureyri sé mest í hópi eldra fólks? Henta þessi störf kannski betur fyrir ungt fólk? Ætti þá ef til vill að stöðva þessi áform? Og hvað með ef útgerðir kaupa ný skip, án þess að hafa fyrirfram tryggt þeim nægan kvóta næstu árin? Þarf ekki að koma upp stjórntækjum til að stöðva slíkt ábyrgðar- leysi? Auðvitað er þetta fráleit umræða. Bygging álvers í Helguvík á einfaldlega að lúta þeim almennu leikreglum sem öll fyrirtæki lúta með sínar framkvæmdir og fjárfestingar. Umhverfismat, fram- kvæmda leyfi, skipulagsmál og hvað það nú allt heitir sem unnið hefur verið að í fjögur ár, í samstarfi við sveitarstjórnir og fleiri aðila. En það er ekki hlutverk stjórnmálamanna eða svonefndra kjaftastétta að fella dóma um þessi áform út frá eigin sjónarmið- um um það hverjum slík störf henti, hversu mikil eftirspurn verði eftir þeim, eða hvort forsvars- menn umrædds fyrirtækis séu örugglega búnir að reikna dæmið til enda. Ekki frekar en gildir um fjárfestingaráform fyrirtækja í öðrum atvinnu- greinum. Höfundur er aðstoðarframkvæmdastjóri Samorku, samtaka orku- og veitufyrirtækja. Framkvæmdir og leikreglur GÚSTAF ADOLF SKÚLASON Fjárskortur Ekki eru þær traustvekjandi nýjustu fregnir af Lögreglunni í Reykjavík. Áður var móttakan við Hverfisgötu opin allan sólarhringinn. Nú er henni lokað á nóttunni og búið að hengja upp miða þar sem gestum er bent á að nota dyrasíma vestan- megin. Hringingunni er svarað ef einhver á stöðinni heyrir og hefur tíma. Það er sjálfsagt til vitnis um sáran fjár- skort lögreglunnar að hún hefur ekki einu sinni efni á að eyða prentarableki í tilkynninguna, heldur er hún handskrifuð. Annþór til dyra Ekki er þó víst að allir treysti sér til að nota dýrasímann við Hverfis- götu. Miðað við nýlegar fréttir er allt eins von á Annþóri Karlssyni handrukkara til dyra – en eins og kunnugt er slapp hann úr gæsluvarðhaldi á dögunum eftir að lögreglunni láðist að læsa klefa hans yfir nóttina. Púkalausir páskar Páskar eru fram undan með tilheyrandi súkkulaðimauli. Löng hefð er fyrir gulum hænuungum á toppi páska- eggja en í seinni tíð hafa aðrar verur prílað upp á súkkulaði- tindana, svo sem strumpar og púkar. Þeir síðarnefndu sættu reyndar gagnrýni af hálfu kirkj- unnar manna, sem létu sumir í ljós að verið væri að að ginna saklausar súkkulaðiætur til að dufla við myrkraöflin á sjálfum páskunum. Ósagt skal látið hvort það tengist þeirri gagnrýni en nú hafa súkkulaðiframleiðendur látið púkana hverfa. Í þeirra stað eru komnar ekki ósvipaðar verur, en kallast einfaldlega fígúrur. bergsteinn@frettabladid.isA llt er breytingum undirorpið. Sá ráðherra í núverandi ríkisstjórn sem ber ábyrgð á varnarsamningnum við Bandaríkin, frumvarpi að fyrstu löggjöf um hernaðar- lega starfsemi á vegum íslenskra stjórnvalda og íslenskri friðargæslu á vegum Atlantshafsbandalags- ins er gamall herstöðvaandstæðingur. Þetta er til marks um ábyrg og ánægjuleg hugmyndafræðileg umskipti. En svo sýnist það líka hafa gerst að sumir þeirra sem áður gengu fremst í baráttu fyrir vörðu landi og aðild að Atlants- hafsbandalaginu hafi valið sér nýjan sjónarhól í tilverunni þaðan sem utanríkisráðherrann sést enn eins og í sjónglerjum Þjóðvilj- ans á sinni tíð í hlutverki leikbrúðu Bandaríkjanna. Umræður um aukna hlutdeild Íslands í friðargæslu í Afganistan og ferð utanríkisráðherra til landsins hafa dregið þessi pólitísku hamskipti fram í dagsljósið. Ærin ástæða er til að ræða hlutverk Íslands á þessu sviði. Það getur að vísu aldrei orðið stærra eða umfangsmeira en efni segja til um. Stærð þjóðarinnar setur okkur eðli máls samkvæmt veruleg takmörk en leysir okkur ekki undan skyldum og ábyrgð. Að sönnu er það rétt að Ísland ræður ekki yfir eigin herafla. En endurteknar yfirlýsingar um Ísland sem herlaust land eru um sumt misvísandi. Með gagnkvæmum samningi við Bandaríkin var hér varnarlið í áratugi. Það er nú farið en samningsbundin varnarskuldbinding Bandaríkjanna stendur enn. Reyni á þessar skuldbindingar bera Íslendingar ábyrgð á ákvörðunum þar að lút- andi. Aukheldur hefur núverandi ríkisstjórn ákveðið að taka yfir loft- varnir Íslands. Það er í fyrsta skipti sem Ísland sér á eigin ábyrgð um hernaðarlega starfsemi. Sú upplýsingaöflun getur einn góðan veðurdag orðið forsenda ákvarðana um beitingu hervalds. Við öxlum með öðrum orðum ríkari skyldur á þessu sviði en áður. Allar þær ráðstafanir sem gerðar hafa verið til að tryggja öryggi landsins eru innan ramma aðildar Íslands að Atlantshafs- bandalaginu. Í hartnær sex áratugi hefur sú aðild verið hornsteinn öryggisstefnunnar. Af þeirri aðild hefur verið augljós ávinningur sem sumir sáu ekki áður en sjá nú. Sem aðildarríki að Atlantshafsbandalaginu ber Ísland ábyrgð á ákvörðunum um hlutverk þess í Afganistan í umboði Sameinuðu þjóðanna. Þátttaka í friðargæslu í þessu stríðshrjáða landi er því bæði rétt og eðlileg. Undir dönskum áhrifum lýsti Ísland yfir ævarandi hlutleysi við fullveldisstofnunina. Það reyndist gagnslaust þegar á reyndi. Ekkert hefur breyst að því leyti. Fyrir þá sök er Ísland virkur þátttakandi í varnarbandalagi. Í samræmi við efnahag og þekk- ingu hvílir þar af leiðandi á okkur sú skylda að axla ábyrgð með bandalagsþjóðunum. Þau verkefni sem Ísland hefur tekið að sér í friðargæslu hafa svo sem vænta má fyrst og fremst verið borgaraleg. Engin starf- semi af þessu tagi er á hinn bóginn áhættulaus. Það er staðreynd sem horfast verður í augu við. Satt best að segja bæri það vott um skinhelgi ef við ætluðum að losa okkur undan ábyrgð á friðargæsluverkefnum með því að láta duga að sinna almennu hjálparstarfi og þróunaraðstoð. Við komumst einfaldlega ekki hjá að gera sitt lítið af hvoru tveggja. Báðum þeim hlutverkum eigum við að sinna með stolti. Friðargæsla og hervarnir: Hlutverk Íslands ÞORSTEINN PÁLSSON SKRIFAR Hringdu í síma ef blaðið berst ekki
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.