Fréttablaðið - 18.03.2008, Blaðsíða 54

Fréttablaðið - 18.03.2008, Blaðsíða 54
34 18. mars 2008 ÞRIÐJUDAGUR 1 6 7 8 10 13 119 12 15 16 18 21 20 17 14 19 2 3 4 5 BESTI BITINN Í BÆNUM LÁRÉTT 2. bjálfi 6. í röð 8. rá 9. að 11. saman- burðart. 12. yfirstéttar 14. afkima 16. berist til 17. niður 18. pípa 20. í röð 21. nýlega. LÓÐRÉTT 1. þraut 3. klaki 4. fjölmörgum 5. gæfa 7. stoppistöð 10. draup 13. umrót 15. dugnaður 16. hrökk við 19. guð. LAUSN LÁRÉTT: 2. fífl, 6. áb, 8. slá, 9. til, 11. en, 12. aðals, 14. skoti, 16. bt, 17. suð, 18. rör, 20. mn, 21. áðan. LÓÐRÉTT: 1. gáta, 3. ís, 4. flestum, 5. lán, 7. biðstöð, 10. lak, 13. los, 15. iðni, 16. brá, 19. ra. „Besti bitinn er án nokkurs vafa plokkfiskurinn hans Úlfars á Þrem frökkum. Þetta er ein- hvern veginn máltíð sem á alltaf við, hvort sem það er í hádeginu á þriðjudögum eða fínt út að borða á föstudögum. Hálfgerð- ur hátíðarmatur alla daga vikunnar.“ Þorsteinn J. Vilhjálmsson, dagskrárgerðar- maður og leikstjóri. „Kreppuvæl? Nei, leit ekkert út fyrir það. Ekkert til sparað enda á ekkert að spara þegar starfsfólkið er annars vegar. Leyfa því að njóta sín. Það þarf að sinna starfsfólkinu svo það hangi. Já, þetta var rosa- lega flott,“ segir Sverrir Þór Sverris son, betur þekktur sem Sveppi. Hann var, ásamt vini sínum Auð- uni Blöndal, veislustjóri á stór- glæsilegri árshátíð Kaupþings sem haldin var á laugardagskvöldið í Laugardalshöll. Þema árshátíðar- innar var söngleikir. Listrænn stjórnandi var Selma Björnsdóttir. En það sem mesta athygli vakti voru fimlegir taktar forstjóranna Hreiðars Más Sigurðssonar og Ing- ólfs Helgasonar. Þeir fóru á sviðið og tóku nokkur Michael Jackson- dansspor við gríðarmikinn fögnuð viðstaddra. „Passar,“ segir Sveppi en þetta gera þeir jafnan þegar þeir eru veislustjórar: Enda á að Auddi dansar Michael Jackson. „Þá verður yfirleitt allt vitlaust í húsinu. Hann er rosalegur, fær blóðið til að renna í konum og körl- um. Við fáum þá einhverja for- stjóra til að dansa með honum. Og það vekur alltaf mikla lukku, gaman fyrir starfsfólkið að sjá yfirmenn sína gera sig að fífli. Ákveðið skemmtanagildi. Fengum Hreiðar og Ingólf, sem er forstjór- inn á Íslandi … Heiðar er glóbal- gæinn og þeir tóku þetta alveg um leið, vippuðu sér upp á hlið og döns- uðu eins og þeir hafi aldrei gert annað,“ segir Sveppi um frammi- stöðu forstjóranna. Líklega má heita orðum aukið hjá Sveppa að Hreiðar Már hafi dansað sér til lífs en samkvæmt áreiðan- legum heimildum blaðsins bar frammistaða hans það með sér að þetta væri í fyrsta skipti sem hann kæmi fram opinberlega sem dans- ari. Og var mál manna að Ingólfur hefði verið snöggtum liprari. Meðal skemmtiatriða voru atriði úr söngleikjum. Þannig komu Jónsi og Selma akandi inn í höllina á bleikum kádilják og sungu lög úr Grease meðan sápukúlur flögruðu um loftið. Hilmir Snær Guðnason söng tvö lög úr Hárinu ásamt Mar- gréti Eiri og Hönsu. „Og svo tenór- arnir þrír, eins og við kölluðum þá, Jónsi, Magni og Páll Rósinkranz. Þeir sungu Queen-lög,“ segir Sveppi og er á því að dagskráin hafi verið alveg hreint ljómandi. En það var svo diskótekið Gullfoss og Geysir sem hélt starfsfólkinu sveittu á dansgólfinu fram eftir nóttu. jakob@frettabladid.is SVEPPI: EKKERT KREPPUKJAFTÆÐI Á ÁRSHÁTÍÐ KAUPÞINGS Í HÖLLINNI Hreiðar Már stígur dans að hætti Michaels Jackson HREIÐAR MÁR Steig dansinn ásamt Ingólfi Helgasyni forstjóra við mikinn fögnuð viðstaddra. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Tunglið heitir nýi skemmtistaðurinn sem mun taka við af Gauki á Stöng við Tryggvagötu. Staðurinn verður opnaður 5. apríl með pomp og prakt þar sem áhersla verður lögð á klúbbastemningu eins og hún gerist hvað best. Kiddi Bigfoot, eigandi Gauksins og hins nýja Tungls, rak samnefndan stað í tvö ár við Lækjargötu fyrir rúmum áratug. „Tunglið var skemmtilegur tími í mínu lífi, þar sem ég átti staðinn með góðum mönnum,“ segir Kiddi. „Það var mikil gleði á staðnum og stíll hans var danstónlist. Þetta var DJ- og djammstaður og hentar vel við þá stefnu sem við erum að fara í núna.“ Í raun má segja að Tunglið rísi nú upp úr ösku- stónni því staðurinn brann nokkrum árum eftir að Kiddi hætti þar störfum. Hann óttast þó ekki að bölvun fylgi nafninu. „Alls ekki. Ég tel ekki að nöfn hafi bölvun nema að það sé bara jákvæð bölvun. Ég tel ekki að það fylgi eitthvað slæmt þessu nafni.“ Til að kveðja Gauk á Stöng verður haldin fjögurra daga tónlistarveisla dagana 19. til 23. mars. Á meðal þeirra sem stíga á svið verða Brain Police, Sign, Jan Mayen, Musik Zoo, Deep Jimi & the Zep Creams, Sverrir Bergmann og Hraun. „Þarna verður fullt af hljómsveitum með ólíka tónlistarstefnu. Það ættu allir að finna eitthvað við sitt hæfi,“ segir Kiddi. - fb Gaukurinn verður Tunglið KIDDI BIGFOOT Klúbbastemningin verður í fyrirrúmi á Tunglinu sem verður opnað með pomp og prakt 5. apríl. FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR Björgunarsveitin í Sandgerði kom þeim Nínu Dögg Filippusdóttur og Ólafi Darra Ólafssyni til bjarg- ar á laugardaginn. Leikarinn og leikkonan voru stödd við æfingar fyrir kvikmyndina Brim á Suður- nesjunum þegar þau uppgötvuðu að tíminn hafði liðið aðeins hraðar en þau höfðu búist við því þau áttu að fara að stíga á svið Borgarleik- hússins í leikritinu Kommúnan. Aðstandendur kvikmyndarinnar brugðu því á það ráð að hringja í björgunarsveit Sandgerðis sem kom á mótorbát og ferjaði þau í land. „Þeir mættu með bros á vör og við getum verið þakklát fyrir að eiga svona góðar björgunar- sveitir,“ segir Ólafur Darri en ferðin upp á land tók tuttugu mín- útur. „Þetta var bara gaman og við komumst í tæka tíð,“ bætir hann við. Ólafur segist ekki hafa þjáðst af neinni sjóriðu uppi á sviðinu eftir allt volkið, merkilegt nokk. Tökur á myndinni hófust í morg- un. Eins og komið hefur fram í Fréttablaðinu fékk tökuliðið dragnótabátinn Jón á Hofi að láni fyrir myndina. Árni Ólafur Ásgeirsson, leikstjóri Brims, bjóst við því að hópurinn yrði á sjó í tíu til fimmtán klukkustundir sam- fleytt í dag en gert er út frá Njarð- vík. „Við förum síðan aftur út á morgun og svo tekur við smá páskafrí,“ útskýrir Árni en ein- hverjar tökur fara einnig fram í Reykjavíkurhöfn. - fgg Björgunarsveit ræst út fyrir íslenska leikara Á SJÓ Ólafur Darri og Nína Dögg voru ferjuð í land af björgunarsveit Sandgerð- is. FRÉTTABLAÐIÐ/HÖRÐUR Líklega hefur Flugunnar, sam- kvæmis síðu Moggans, ekki verið beðið með eins mikilli eftirvænt- ingu og í gær. Þar birtust fyrir viku óafsakanleg ummæli, eins og fram kom í afsökunarbeiðni Styrmis Gunnarssonar ritstjóra, um Gunnar I. Birgisson bæjarstjóra í Kópavogi. Flaug fyrir að Flugan yrði slegin af vegna þessa en Flugan var á sínum stað í gær en með breyttu sniði þó. Engir sénsar voru teknir hvað varðar óvandaða partípenna, skáldlegan texta um samkvæmis- lífið vantaði en einungis myndir látnar tala sínu máli ásamt knöppum myndatexta. Fréttablaðið greindi frá því á laugardag að til stæði tónleikahald í Egilshöll 26. maí þar sem sjálfur Bob Dylan mun troða upp. „Stór stund fyrir mig þegar samningarnir lágu loks fyrir,“ sagði Ísleifur Þór- hallsson tónleikahaldari af þessu tilefni. DV hafði giskað á að þetta stæði til fyrir um tveimur mánuð- um og vill að sjálfsögðu eigna sér skúbbið. Svo brátt er DV-mönnum í brók með það að halda mætti að þeir séu að tala um tónleika Dylans á Íslandi árið 1990. En í gær stóð í blaðinu: „Líkt og DV hafði greint frá langfyrst allra fjölmiðla fyrir nokkrum miss- erum...“ - jbg FRÉTTIR AF FÓLKI NÍNA DÖGG Varð ekki meint af sjóferð- inni. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON Auglýsingasími – Mest lesið
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.