Fréttablaðið - 18.03.2008, Blaðsíða 20

Fréttablaðið - 18.03.2008, Blaðsíða 20
[ ]Vatnsdrykkja er holl en vatn hjálpar líkamanum við öll efnaskipti og hreinsar bæði líkamann og húðina. Vatn er hressandi þegar syfja og slen sækir að. Bjargey Ingólfsdóttir, iðjuþjálfi og hönnuður, hefur undanfarin ár hannað heilsupúða sem nýtast vel við ýmsar aðstæður. Bjargey heldur úti heimasíð- unni www.bara123.is. Sem iðjuþjálfi fannst Bjargeyju sárlega vanta eitthvað eins og púða sem veitir fólki stuðning undir framhandleggi og hendur svo það geti slakað betur á í herðum, hand- leggjum og höndum og minnkað þannig vöðvaspennu og verki sem henni fylgja. „Handleggir og hendur eru dýr- mætustu verkfærin okkar og okkur ber að hlúa vel að þeim. Það er jafn nauðsynlegt að eiga góðan stuðn- ingspúða til að hvíla axlir og hand- leggi eins og það er að eiga góða pullu á gólfi til að setja fætur á þegar fætur eru þreyttir,“ útskýrir Bjargey. Bara-vörumerkið stend- ur fyrir: b=bak, a=axlir, r=rétt líkamsstaða, a=af- slöppun. Þrjár gerðir eru til af bara-stuðn- ingspúðum sem er ætlað að bæta set- stöðu fólks. Bara 1 er lang- vinsælasti púðinn. Hann líkist banana í útliti og hefur teygju í innri hring svo auðvelt er að skorða hann utan um sig til að fá réttan stuðning undir framhandleggina. Hann hefur þá eiginleika að nýtast líka sem stuðningur við mjóbak. Þessi púði nýtist fólki við tölvu- vinnu og ýmiss konar handavinnu. Bara 2 er hugsaður sem lestrar- púði. Fólk nýtur sín vel með bók í hönd og hentar vel fyrir þá sem eru með gigtarhendur. Hendurnar hvílast vel á þessum púða enda nokkurs konar borð í fangið. Bara 3 er púði sem er hannaður fyrir hjólastóla og þröng sæti með örmum. Hann fæst í fjörutíu og fimmtíu sentimetr- um á breidd. Þessi púði getur gert mikið fyrir einstaklinga í hjóla- stól sem eru með verki í öxlum og handleggjum. Sjúkraþjálfi á Reykjalundi hvatti Bjargeyju til að hanna stuðnings- púða fyrir fólk sem er með verki í mjöðmum og baki og á af þeim sökum erfitt með að hvílast í hlið- arlegu. Afraksturinn var sérstakur millifótapúði sem fékk nafnið bara sex. Hann er lagður milli hnjánna og nær frá nára og niður fyrir hæl og hjálpar fólki að halda mjöðmun- um í réttri stöðu. Nýjasta heilsuvaran sem Bjarg- ey hefur hannað lítur brátt dagsins ljós og hefur hlotið nafnið FAÐM- URINN. „Ég hef lengi séð þörf fyrir handleggjastoð þegar ég ligg í tannlæknastól því þá hef ég alltaf verið í vandræðum með handlegg- ina sem hefur hindrað mig í að geta slakað almennilega á,“ segir Bjargey. mikael@frettabladid.is Bara fyrir heilsuna Bara 1 veitir handleggjunum góðan stuðning þegar unnið er í tölvunni. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Fæða í heimabyggð KONUR FÆÐA BÖRN SÍN HELST Í HEIMABYGGÐ SAMKVÆMT SVARI HEILBRIGÐISRÁÐHERRA VIÐ FYRIR- SPURN Á ALÞINGI. Í svari ráðherra kom fram að árið 2006 hefðu 3.999 börn fæðst á Íslandi. Af þeim komu 3.038 í heiminn á Landspítala, 308 á sjúkrahúsinu á Akureyri, 238 á sjúkrahúsinu á Akranesi, 150 á Suðurnesjum og 144 á Selfossi. Á öðrum stöðum voru fæðingar mun færri. Af þessum nærri fjögur þúsund fæðingum voru um 3.500 í því sveitarfélagi þar sem konan hafði lögheimili. Í svarinu kom einnig fram að vitað væri að sumar konur velja sér að eigin frumkvæði fæð- ingarstað utan eigin sveitarfélags þótt þar sé öll aðstaða til fæðinga. - öhö Inniheldur 22 valin bætiefni, 12 vítamín og 10 steinefni. www.madurlifandi.is Næstu fyrirlestrar og námskeið 19. mars kl. 20:00 - 22:00 Hvað á ég að gefa litla barninu mínu að borða? Ebba Guðný Guðmundsdóttir kennari 03. apríl 18:00 - 21:00 Heilsukostur - Matreiðslunámskeið 3. apríl Auður I Konráðsdóttir heilsukokkur 10. apríl kl 17:30 - 19:00 Góð heilsa er auðveldari en þú heldur Matti Ósvald heilsuráðgjafi 12. apríl kl 11:00 - 14:00 Hláturjóga með jákvæðu ívafi Ásta Valdimarsdóttir jógakennari Velkomin til okkar www.lesblindulist.is Víðiteig 8 Mosfellsbæ Lesblindulist -lesblinda er náðargáfa
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.