Fréttablaðið - 18.03.2008, Blaðsíða 46

Fréttablaðið - 18.03.2008, Blaðsíða 46
26 18. mars 2008 ÞRIÐJUDAGUR frásögn hans. Strachan og McQuigan neita sök í málinu en þeir hafa setið í varðhaldi síðan þeir voru hand- teknir. Vefsíða breska blaðsins Telegraph greindi frá því að þeir feðgar yrðu krafðir um vitnisburð en vefsíða Daily Mail hafði eftir talsmanni Karls að slík bón hefði ekki borist skrifstofu hans. Tals- maður Filippusar neitaði hins vegar að tjá sig um málið í samtali við blaðið. Samkvæmt báðum blöðum hefur Elísabet drottning lýst yfir stuðningi við Lynley og lofað að leggja sitt á vogarskálarnar til að létta Lynley lífið. Giovanni Di Stefano, hinn litríki lögfræðingur Ian Strachan, lýsti því yfir við Daily Mail að hann hefði þegar farið fram á að málinu yrði vísað frá. Ef ekki yrði orðið við ósk hans myndi hann beita öllum brögð- um til að fá skjólstæðing sinn sýkn- aðan. „Þeir Filippus og Karl gætu því lent á mínum vitnalista,“ sagði Di Stefano við blaðið. Ákæruvaldið hefur farið fram á að réttarhöldin verði lokuð en talið er að yfir 26 hljóðupptökur og 24 myndbönd verði sýnd meðan á þeim stendur. Ef Strachan og McQuigan verða fundnir sekir um tilraun til kúgunar verður það sögulegt enda eru liðin hundrað ár síðan að einhver reyndi að kúga fé út úr meðlimi konungs- fjölskyldunnar. Sir Paul McCartney var í gær gert að greiða Heather Mills rúmar 24 milljónir punda, eða fjóra milljarða íslenskra króna, vegna skilnaðar þeirra. Þetta er töluvert lægri upphæð en búist var við. „Ég er ákaflega hamingjusöm,“ sagði Mills við blaðamenn eftir að þetta varð ljóst. Hún upplýsti að Bítillinn fyrrverandi hefði boðið henni tæplega sextán milljónir punda en hún hefði farið fram á 125 milljónir punda. Mills og McCartney giftust í maí árið 2002 eftir að hafa kynnst á góðgerðarsamkomu. Breskir fjölmiðlar höfðu horn í síðu Mills og töldu hana vera á höttunum eftir peningum eftirlætissonar síns frá Liverpool. Þegar Mills og McCartney tilkynntu að þau ætluðu að skilja í maí 2006 fóru breskir fjölmiðlar á kreik og grófu upp viðkvæma hluti úr fortíð Mills. News of the World fór þar fremst í flokki og greindi frá því að Mills hefði bæði setið fyrir á klámfengnum myndum og að hún hefði verið vændiskona hjá moldríkum olíufurstum. Mills sakaði Paul um að standa fyrir ófrægingarherferð á hendur sér í breskum fjölmiðlum og greindi frá því að Paul væri ofbeldishneigður drykkjuhrútur. Sagðist hún hafa undir höndum upptökur þar sem fram kom að Paul hefði einnig lagt hendur á fyrri eiginkonu sína, Lindu McCartney. Fyrr á árinu áttust þau síðan við í réttarsalnum en komust ekki að sameigin- legri niðurstöðu og það féll því í skaut dómara að úrskurða hver upphæðin ætti að vera. Var jafnvel talið að sú upphæð sem Sir Paul þyrfti að reiða fram úr vasa sínum yrði sú hæsta í skilnaðarsögu fræga fólksins og margir töldu að hún yrði nálægt sextíu milljónum punda. Sir Paul má því vel við una en Heather fær sextán milljónir í reiðufé en afganginn í eignum. folk@frettabladid.is Svíar hafa álíka mikinn áhuga á Euro- vision og við. Þeir voru síðastir Evrópu- þjóða til að velja lagið sitt, gerðu það á laugardagskvöldið í hinum vinsæla Mel- odifestivalen-þætti. Varla var sála á ferli um gjörvalla Svíþjóð meðan á útsendingu stóð. Í upphafi bárust 3.500 lög í keppnina, 32 komust að í fjórum undanþáttum og tíu lög kepptu í loka- þættinum. Það var söngkonan Charlotte Perrelli sem stóð uppi sem sigurvegari á endanum með hressa diskópopplaginu „Hero“. Þetta er sama ljóskan og kom í veg fyrir íslenskan sigur árið 1999 þegar hún komst upp fyrir Selmu á lokametr- unum og sigraði það árið með laginu „Take Me to Your Heaven“. Þetta var síður en svo auðveldur sigur hjá Charlotte. Söngkonan Sanna Nielsen veitti henni harða samkeppni og sigraði í símakosningu almennings. Svíar hafa þann háttinn á að sérstök dómnefnd ræður til hálfs á við símaatkvæði almúgans. Dómnefndin var á öðru máli en almenningur og þannig sigraði Char- lotte á endanum. Nú eru öll lögin í Eurovisionkeppninni í ár, samtals 43 lög, komin fram. Svíar verða á sama undanúrslitakvöldinu og við, en það er spurning hvort Íslendingar fari að verðlauna söngkonuna sem eyði- lagði vonir okkar fyrir níu árum. Selmuskelmirinn sigraði í Svíþjóð SYNGUR FYRIR SVÍA Charlotte Perrelli vann naumlega. Fær fjóra milljarða SIGUR SIR PAULS Þótt Heather fái fjóra milljarða er úrskurðurinn talinn vera sigur fyrir Sir Paul McCartney. Mills falaðist eftir 125 milljónum punda og lögfróðir menn töldu hana geta fengið sextíu milljónir punda. Halle Berry eignaðist heilbrigða dóttur á sunnudag og er hún fyrsta barn leikkonunnar. Faðirinn er fyrirsætan Gabriel Aubry, sem er 32 ára og níu árum yngri en Berry. Þau hittust við tökur á auglýsingu fyrir Versace í Los Angeles fyrir tveimur árum. Í viðtali við Opruh Winfrey sagði Berry að hlutverk sitt sem móðir í kvikmyndinni Things We Lost in the Fire hefði sannfært hana um að hún gæti orðið góð móðir. Berry vann Óskarinn árið 2001 fyrir frammistöðu sína í Monster´s Ball. Einnig vann hún Emmy- og Golden Globe- verðlaunin árið 1999 fyrir hlutverk sitt í Introducing Dorothy Dandridge. Berry móðir í fyrsta sinn HALLE BERRY Leikkonan Halle Berry hefur eignast sitt fyrsta barn. 67 DAGAR TIL STEFNU > VISSIR ÞÚ? … að Cris Judd, fyrrverandi eigin- maður leik- og söngkonunnar Jennifer Lopez, og fyrrverandi kærasti hennar, Ben Affleck, eiga sama afmælisdag, 15. ágúst? Affleck er aftur á móti þremur árum yngri en Judd, eða á 36. aldursári. Breskir fjölmiðlar greindu frá því um helgina að Karli Bretaprins og Filippusi, eiginmanni Elísabetar drottningar, yrði gert að bera vitni í máli hins hálf- íslenska krúnukúgara Ian Strachan. Lögmaður krúnu- kúgarans heldur því fram að hann muni kalla meðlimi konungsfjölskyldunnar fyrir réttinn. Ian Strachan var handtekinn síð- asta sumar ásamt meintum vitorðs- manni sínum, Sean McQuigan, grunaður um að hafa ætlað að kúga fé út úr meðlimi bresku konungs- fjölskyldunnar. Var Ian sagður hafa undir höndum myndband sem sýndi umræddan aðila nota eiturlyfið kókaín og ræða frjálslega um kyn- hneigðir sínar. Breskir fjölmiðlar mega ekki greina frá því hver umræddur maður er en samkvæmt bandarískum sjónvarpsstöðvum og vefsíðum er um að ræða David Lyn- ley, stjórnarformann uppboðsfyrir- tækisins Christie‘s. Lynley hefur hingað til haldið því fram að hann hafi aldrei hitt Ian og vitorðsmann hans. Strachan hefur á hinn bóginn sagt við skýrslutöku hjá breskum yfirvöldum að þeir hafi átt nokkra fundi og að bæði Karl og Filippus geti staðfest þá Karl Bretaprins kallaður til vitnis KONUNGSFJÖLSKYLDAN KÖLLUÐ TIL Lögmaðurinn Giovanni Di Stefano lýsti því yfir við breska fjölmiðla að hann myndi beita öllum brögðum til að fá skjólstæðing sinn, hinn hálf-íslenska Ian Strachan, lausan. Karl Bretaprins og Filippus, hertoginn af Edin- borg, gætu verið meðal vitna í málinu. Flottari sími á ótrúlegu tilboði Gríptu augnablikið og lifðu núna Sony Ericsson T250 Flottur sími klæddur burstuðu áli. Hann er með myndavél, FM útvarpi, innbyggðum hátalara og WAP vafra. Stereo heyrnartól fylgja með. Tilboðsverð: 10.900 kr. Komdu við í næstu Vodafone verslun og nýttu þér frábært tilboð. F í t o n / S Í A
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.