Fréttablaðið - 18.03.2008, Blaðsíða 44

Fréttablaðið - 18.03.2008, Blaðsíða 44
24 18. mars 2008 ÞRIÐJUDAGUR menning@frettabladid.is Þjóðminjasafnið heldur áfram að bjóða gestum sínum upp á fróðleik í hádeginu annan hvern þriðjudag með fyrirlestraröðinni skemmtilegu Ausið úr visku- brunnum. Sérfræðingar bæði innan safns og utan taka þá fyrir afmarkaða hluta grunnsýningar og sérsýninga og veita safngest- um nýja innsýn í sögu lands og þjóðar. Í hádeginu í dag, eða kl. 12.05 nánar tiltekið, mun íslensku- fræðingurinn Ármann Jakobsson fjalla um málverk af Guðbrandi Þorlákssyni biskupi með hlið- sjón af mannsskilningi endurreisnartímans. Þekktir einstaklingar úr sögu landsins á borð við Ingólf Arnarson, Gunnar á Hlíðarenda, Guð- rúnu Ósvífursdóttur, Ara fróða, Snorra Sturluson, Ólöfu ríku og Jón Arason eiga það sameiginlegt að ekki eru til neinar samtíma- myndir af þeim og því engin leið að vita með vissu hvernig þau litu út. En í upphafi 17. aldar bætist við Íslandssög- una einstaklingur sem margar andlitsmyndir eru til af. Guð- brandur Þorláksson, biskup og biblíuþýðandi, lét mála af sér margar myndir í ellinni, næstum á hverju ári. Gaman er að velta fyrir sér hverju það sætir og hvort það tengist nýjum mannsskilningi endurreisnartímans. Frásögn Ármanns hlýtur að höfða til allra þeirra sem nokkurn áhuga hafa á sögu landsins, en gæti jafnframt vakið áhuga þeirra sem velta fyrir sér ímyndariðnaði nútím- ans, enda skipta myndir af einstaklingum miklu máli í því samhengi. - vþ Fyrsti einstaklingurinn? GUÐBRANDUR ÞORLÁKSSON Lét mála af sér margar myndir. Hjörleifur Stefánsson arkitekt flytur fyrirlestur í Aðalstræti 16 í dag kl. 17 þar sem hann fjallar um hugmyndirnar að baki Land- námssýningunni Reykjavík 871±2, en Hjörleifur var verkefn- isstjóri við sköpun og uppsetn- ingu hennar. Þungamiðja sýning- arinnar er vel varðveitt rúst af skála frá 10. öld sem fannst við fornleifauppgröft í Aðalstræti 16 árið 2001. Ákveðið var að for- verja rústina, varðveita hana innan dyra og gera umhverfis hana sýningu um lífið á land- námsöld. Við sýningargerðina var stuðst við niðurstöður fræði- manna í fornleifafræði, sagn- fræði og líffræði en til þess að miðla fróðleiknum er notuð nýj- asta margmiðlunartækni sem vekur fortíðina til lífsins. Sýning- in hefur hlotið einróma lof gesta, íslensku safnaverðlaunin 2006 og NODEM verðlaunin sama ár, sem veitt eru fyrir bestu stafrænu miðlun í söfnum. Í fyrirlestri sínum mun Hjör- leifur meðal annars ræða um þá hugmyndafræði og þær aðferðir sem beitt var við sýningargerð- ina til að skapa kitlandi frásögn um fortíðina úr jarðfundnum fornleifum. - vþ Hugmyndafræði sýningar HUGMYND UM SKÁLA Hér má sjá tilgátu um hvernig skálinn í Aðalstræti kann að hafa litið út. Kl. 20 Þær Dagný Þórunn Jónsdóttir sópran, Rósalind Gísladóttir messó- sópran og Krisztina Kalló Szklená orgelleikari flytja Stabat Mater eftir Giovanni Battista Pergolesi í Árbæjarkirkju í kvöld kl. 20. Þetta gullfallega verk var það síðasta sem Pergolesi samdi áður en hann lést aðeins 26 ára gamall. Fyrir tónleik- ana mun sr. Sigrún Óskarsdóttir fjalla um innihald verksins. > Ekki missa af ... Sýningu á ljós- og stuttmynd- um nemenda í undirbúnings- deild Myndlistar- og hönn- unarsviðs Myndlistarskólans í Reykjavík og þrívíðum verk- um nemenda úr mótunardeild skólans. Sýningin er haldin í Galleríi Tukt, Pósthússtræti 3-5, og stendur til 29. mars. Galleríið er opið virka daga á milli kl. 9 og 18. Reykjavíkurakademían og vef- síðan Kistan.is standa í dag fyrir málþingi um netmiðla undir yfirskriftinni Fjölmiðlar og fámiðlar. Sjónvarp og útvarp hafa tekið að renna saman í netmiðlaða gagnagrunna sem ná til áheyr- enda, áhorfenda og lesenda með fjölbreyttari og einstaklings- bundnari hætti en gömlu fjöl- miðlarnir hafa hingað til gert. Á málþinginu verður leitast við að svara spurningum sem lúta að þeim breytingum sem hafa átt sér stað í lands- lagi fjölmiðlunar síðan stafrænir miðlar kom- ust í almenna notkun. Hvernig er „vistkerfi miðlanna“ að breytast á Íslandi og hvar eru nýjungarnar á íslenskum fjölmiðlamarkaði? Hvaða starfsemi er áhættu- söm og hvar liggja tæki- færin fyrir rótgrónar stofnanir eins og RÚV, Morg- unblaðið og bókaútgáf- urnar, jafnt sem nýrri miðla? Fram- söguerindi heldur menningarfræðingurinn Gauti Sigþórsson, en hann hefur sérstaklega kannað nýjustu þróun í heimi fjölmiðla í tengsl- um við störf sín á Bretlandi. Elín Hirst, fréttastjóri RÚV - sjónvarps og Pétur Gunnars- son, ritstjóri Eyjunnar.is, taka þátt í pallborðsumræðum að loknu erindi Gauta, en Þröstur Helgason, ritstjóri Lesbókar Morgunblaðsins, stýrir umræð- um. Málþingið fer fram í húsnæði Reykjavíkur- akademíunnar á Hringbraut 121 og hefst kl. 16.30. Aðgangur er ókeypis og öllum opinn. - vþ Malað um miðla ELÍN HIRST Tekur þátt í pallborðs- umræðum á málþingi um fjölmiðla í dag. Tvær áhugaverðar sýningar voru opnaðar í menningar- miðstöðinni Gerðubergi í byrjun mánaðarins og er vel þess virði að vekja at- hygli á þeim. Annars vegar er um að ræða sýningu á hljóðfærum úr eigu nokk- urra hljóðfærasafnara og hins vegar er á ferðinni sýning á vatnslitamyndum alþýðulistakonunnar Maríu Loftsdóttur. Hljóðfærasýningin býður tónlistar- áhugafólki upp á að berja augum margvísleg tæki og tól sem ýmist eru notuð til að framkalla tónlist eða tengjast þeirri listgrein á einn eða annan hátt. Fjölbreyttir og áhugaverðir sýningargripir og tóndæmi færa gesti inn í marg- slunginn og ævintýralegan heim tónlistarinnar. Hljóðfærin á sýn- ingunni endurspegla bæði ástríðu nokkurra hljóðfærasafnara og einnig þá þróun sem orðið hefur í hljóðfæragerð í gegnum aldirnar. Þannig má sjá í Gerðubergi allt frá frumstæðum ásláttarhljóðfærum til elektrónískra stílófóna. Sýningar stjórnina annast mynd- listarmennirnir Anik Todd og Una Stígsdóttir, sem leitast við að skapa sérstaka og óvenjulega upplifun með fjölbreyttum hljóðfærum, listrænni umgjörð og tóndæmum. Þeir safnarar sem eiga hljóðfæri á sýningunni eru Sigurlaug Gísla- dóttir, Sönke Holtz og hljómsveitin Hey Calypsó!, Magnús Birkir Skarphéðinsson, Viðar H. Gísla- son, Gunnar Örn Tynes, Pétur H. Jónsson, Joel Thurman, Eymundur Matthíasson, Úlfur Eldjárn og Sig- hvatur Ómar Kristinsson. Sýning- in stendur til 7. september. Nokkur annar tónn er sleginn á sýningu á verkum Maríu Lofts- dóttur alþýðulistakonu. María hefur málað vatnslitamyndir á ferðalögum sínum um heiminn, en í verkunum á sýningunni fangar hún stemningu og andrúmsloft á ólíkum stöðum. Myndirnar sem sjá má í Gerðubergi voru málaðar á ferðum Maríu um Argentínu, Bólivíu, Brasilíu, Ísland, Japan, Perú og Skotland. María starfar sem sjúkraliði en hefur lengi haft mikinn áhuga á bæði myndlist og ferðalögum. Hún ferðast jafnt innanlands sem utan og veigrar sér ekki við að ferðast heimshorna á milli upp á eigin spýtur. Hún hefur jafnan liti og pensla með í farangri sínum og kýs að fanga anda hvers viðkomu- staðar í óhlutbundnum myndum fremur en að fanga umhverfið í hefðbundnum landslagsmyndum. Sýning Maríu stendur til 20. apríl. Það eru því spennandi stemning- ar framandi landa og liðinna tíma sem bíða þeirra sem vilja sækja Gerðuberg heim. vigdis@frettabladid.is Hjörtu safnarans og ferðalangsins slá saman FERÐALAG UM HEIMINN Ein af myndum Maríu Loftsdóttur. passio A R V O PÄ R T l ist vinafelag. is H A L L G R Í M S K I R K J U S K Í R D A G 2 0 . M A R S 2 0 0 8 K L . 1 7 Schola cantorum C A P U T J E S Ú S : Tómas Tómasson BASSI P Í L AT U S : Þorbjörn Rúnarsson TENÓR Margrét Sigurðardóttir SÓPRAN Guðrún Edda Gunnarsdóttir ALT Bragi Bergþórsson TENÓR Benedikt Ingólfsson BASSI a ð g a n g s e y r i r 3 . 0 0 0 k r ó n u r G U Ð S PJ A L L A M A Ð U R : H Ö R Ð U R Á S K E L S S O N s t j ó r n a n d i Björn Steinar Sólbergsson ORGEL F O R S A LA M IÐ A Í H A LL G R ÍM S K IR K JU O G 1 2 T Ó N U M T Ó N L I S TA R S J Ó Ð U R M E N N TAMÁ L A R Á Ð U N E Y T I S I N S
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.