Fréttablaðið


Fréttablaðið - 18.03.2008, Qupperneq 44

Fréttablaðið - 18.03.2008, Qupperneq 44
24 18. mars 2008 ÞRIÐJUDAGUR menning@frettabladid.is Þjóðminjasafnið heldur áfram að bjóða gestum sínum upp á fróðleik í hádeginu annan hvern þriðjudag með fyrirlestraröðinni skemmtilegu Ausið úr visku- brunnum. Sérfræðingar bæði innan safns og utan taka þá fyrir afmarkaða hluta grunnsýningar og sérsýninga og veita safngest- um nýja innsýn í sögu lands og þjóðar. Í hádeginu í dag, eða kl. 12.05 nánar tiltekið, mun íslensku- fræðingurinn Ármann Jakobsson fjalla um málverk af Guðbrandi Þorlákssyni biskupi með hlið- sjón af mannsskilningi endurreisnartímans. Þekktir einstaklingar úr sögu landsins á borð við Ingólf Arnarson, Gunnar á Hlíðarenda, Guð- rúnu Ósvífursdóttur, Ara fróða, Snorra Sturluson, Ólöfu ríku og Jón Arason eiga það sameiginlegt að ekki eru til neinar samtíma- myndir af þeim og því engin leið að vita með vissu hvernig þau litu út. En í upphafi 17. aldar bætist við Íslandssög- una einstaklingur sem margar andlitsmyndir eru til af. Guð- brandur Þorláksson, biskup og biblíuþýðandi, lét mála af sér margar myndir í ellinni, næstum á hverju ári. Gaman er að velta fyrir sér hverju það sætir og hvort það tengist nýjum mannsskilningi endurreisnartímans. Frásögn Ármanns hlýtur að höfða til allra þeirra sem nokkurn áhuga hafa á sögu landsins, en gæti jafnframt vakið áhuga þeirra sem velta fyrir sér ímyndariðnaði nútím- ans, enda skipta myndir af einstaklingum miklu máli í því samhengi. - vþ Fyrsti einstaklingurinn? GUÐBRANDUR ÞORLÁKSSON Lét mála af sér margar myndir. Hjörleifur Stefánsson arkitekt flytur fyrirlestur í Aðalstræti 16 í dag kl. 17 þar sem hann fjallar um hugmyndirnar að baki Land- námssýningunni Reykjavík 871±2, en Hjörleifur var verkefn- isstjóri við sköpun og uppsetn- ingu hennar. Þungamiðja sýning- arinnar er vel varðveitt rúst af skála frá 10. öld sem fannst við fornleifauppgröft í Aðalstræti 16 árið 2001. Ákveðið var að for- verja rústina, varðveita hana innan dyra og gera umhverfis hana sýningu um lífið á land- námsöld. Við sýningargerðina var stuðst við niðurstöður fræði- manna í fornleifafræði, sagn- fræði og líffræði en til þess að miðla fróðleiknum er notuð nýj- asta margmiðlunartækni sem vekur fortíðina til lífsins. Sýning- in hefur hlotið einróma lof gesta, íslensku safnaverðlaunin 2006 og NODEM verðlaunin sama ár, sem veitt eru fyrir bestu stafrænu miðlun í söfnum. Í fyrirlestri sínum mun Hjör- leifur meðal annars ræða um þá hugmyndafræði og þær aðferðir sem beitt var við sýningargerð- ina til að skapa kitlandi frásögn um fortíðina úr jarðfundnum fornleifum. - vþ Hugmyndafræði sýningar HUGMYND UM SKÁLA Hér má sjá tilgátu um hvernig skálinn í Aðalstræti kann að hafa litið út. Kl. 20 Þær Dagný Þórunn Jónsdóttir sópran, Rósalind Gísladóttir messó- sópran og Krisztina Kalló Szklená orgelleikari flytja Stabat Mater eftir Giovanni Battista Pergolesi í Árbæjarkirkju í kvöld kl. 20. Þetta gullfallega verk var það síðasta sem Pergolesi samdi áður en hann lést aðeins 26 ára gamall. Fyrir tónleik- ana mun sr. Sigrún Óskarsdóttir fjalla um innihald verksins. > Ekki missa af ... Sýningu á ljós- og stuttmynd- um nemenda í undirbúnings- deild Myndlistar- og hönn- unarsviðs Myndlistarskólans í Reykjavík og þrívíðum verk- um nemenda úr mótunardeild skólans. Sýningin er haldin í Galleríi Tukt, Pósthússtræti 3-5, og stendur til 29. mars. Galleríið er opið virka daga á milli kl. 9 og 18. Reykjavíkurakademían og vef- síðan Kistan.is standa í dag fyrir málþingi um netmiðla undir yfirskriftinni Fjölmiðlar og fámiðlar. Sjónvarp og útvarp hafa tekið að renna saman í netmiðlaða gagnagrunna sem ná til áheyr- enda, áhorfenda og lesenda með fjölbreyttari og einstaklings- bundnari hætti en gömlu fjöl- miðlarnir hafa hingað til gert. Á málþinginu verður leitast við að svara spurningum sem lúta að þeim breytingum sem hafa átt sér stað í lands- lagi fjölmiðlunar síðan stafrænir miðlar kom- ust í almenna notkun. Hvernig er „vistkerfi miðlanna“ að breytast á Íslandi og hvar eru nýjungarnar á íslenskum fjölmiðlamarkaði? Hvaða starfsemi er áhættu- söm og hvar liggja tæki- færin fyrir rótgrónar stofnanir eins og RÚV, Morg- unblaðið og bókaútgáf- urnar, jafnt sem nýrri miðla? Fram- söguerindi heldur menningarfræðingurinn Gauti Sigþórsson, en hann hefur sérstaklega kannað nýjustu þróun í heimi fjölmiðla í tengsl- um við störf sín á Bretlandi. Elín Hirst, fréttastjóri RÚV - sjónvarps og Pétur Gunnars- son, ritstjóri Eyjunnar.is, taka þátt í pallborðsumræðum að loknu erindi Gauta, en Þröstur Helgason, ritstjóri Lesbókar Morgunblaðsins, stýrir umræð- um. Málþingið fer fram í húsnæði Reykjavíkur- akademíunnar á Hringbraut 121 og hefst kl. 16.30. Aðgangur er ókeypis og öllum opinn. - vþ Malað um miðla ELÍN HIRST Tekur þátt í pallborðs- umræðum á málþingi um fjölmiðla í dag. Tvær áhugaverðar sýningar voru opnaðar í menningar- miðstöðinni Gerðubergi í byrjun mánaðarins og er vel þess virði að vekja at- hygli á þeim. Annars vegar er um að ræða sýningu á hljóðfærum úr eigu nokk- urra hljóðfærasafnara og hins vegar er á ferðinni sýning á vatnslitamyndum alþýðulistakonunnar Maríu Loftsdóttur. Hljóðfærasýningin býður tónlistar- áhugafólki upp á að berja augum margvísleg tæki og tól sem ýmist eru notuð til að framkalla tónlist eða tengjast þeirri listgrein á einn eða annan hátt. Fjölbreyttir og áhugaverðir sýningargripir og tóndæmi færa gesti inn í marg- slunginn og ævintýralegan heim tónlistarinnar. Hljóðfærin á sýn- ingunni endurspegla bæði ástríðu nokkurra hljóðfærasafnara og einnig þá þróun sem orðið hefur í hljóðfæragerð í gegnum aldirnar. Þannig má sjá í Gerðubergi allt frá frumstæðum ásláttarhljóðfærum til elektrónískra stílófóna. Sýningar stjórnina annast mynd- listarmennirnir Anik Todd og Una Stígsdóttir, sem leitast við að skapa sérstaka og óvenjulega upplifun með fjölbreyttum hljóðfærum, listrænni umgjörð og tóndæmum. Þeir safnarar sem eiga hljóðfæri á sýningunni eru Sigurlaug Gísla- dóttir, Sönke Holtz og hljómsveitin Hey Calypsó!, Magnús Birkir Skarphéðinsson, Viðar H. Gísla- son, Gunnar Örn Tynes, Pétur H. Jónsson, Joel Thurman, Eymundur Matthíasson, Úlfur Eldjárn og Sig- hvatur Ómar Kristinsson. Sýning- in stendur til 7. september. Nokkur annar tónn er sleginn á sýningu á verkum Maríu Lofts- dóttur alþýðulistakonu. María hefur málað vatnslitamyndir á ferðalögum sínum um heiminn, en í verkunum á sýningunni fangar hún stemningu og andrúmsloft á ólíkum stöðum. Myndirnar sem sjá má í Gerðubergi voru málaðar á ferðum Maríu um Argentínu, Bólivíu, Brasilíu, Ísland, Japan, Perú og Skotland. María starfar sem sjúkraliði en hefur lengi haft mikinn áhuga á bæði myndlist og ferðalögum. Hún ferðast jafnt innanlands sem utan og veigrar sér ekki við að ferðast heimshorna á milli upp á eigin spýtur. Hún hefur jafnan liti og pensla með í farangri sínum og kýs að fanga anda hvers viðkomu- staðar í óhlutbundnum myndum fremur en að fanga umhverfið í hefðbundnum landslagsmyndum. Sýning Maríu stendur til 20. apríl. Það eru því spennandi stemning- ar framandi landa og liðinna tíma sem bíða þeirra sem vilja sækja Gerðuberg heim. vigdis@frettabladid.is Hjörtu safnarans og ferðalangsins slá saman FERÐALAG UM HEIMINN Ein af myndum Maríu Loftsdóttur. passio A R V O PÄ R T l ist vinafelag. is H A L L G R Í M S K I R K J U S K Í R D A G 2 0 . M A R S 2 0 0 8 K L . 1 7 Schola cantorum C A P U T J E S Ú S : Tómas Tómasson BASSI P Í L AT U S : Þorbjörn Rúnarsson TENÓR Margrét Sigurðardóttir SÓPRAN Guðrún Edda Gunnarsdóttir ALT Bragi Bergþórsson TENÓR Benedikt Ingólfsson BASSI a ð g a n g s e y r i r 3 . 0 0 0 k r ó n u r G U Ð S PJ A L L A M A Ð U R : H Ö R Ð U R Á S K E L S S O N s t j ó r n a n d i Björn Steinar Sólbergsson ORGEL F O R S A LA M IÐ A Í H A LL G R ÍM S K IR K JU O G 1 2 T Ó N U M T Ó N L I S TA R S J Ó Ð U R M E N N TAMÁ L A R Á Ð U N E Y T I S I N S

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.