Fréttablaðið - 18.03.2008, Blaðsíða 41
ÞRIÐJUDAGUR 18. mars 2008 21
„Ég heiti í höfuðið á móðursystur
minni sem var skírð í höfuðið á
ömmu sinni. Þaðan kemur Ingveldar-
nafnið en pabbi minn valdi Ýrar-
nafnið og það var út í loftið,“ segir
Ingveldur Ýr Jónsdóttir söngkona.
Þegar Ingveldur var yngri var hún ekk-
ert allt of ánægð með nafnið sitt
enda þótti það svolítið skrítið. „Mér
var strítt mikið á nafninu þegar ég
var krakki. Ég bjó einn vetur á Húsa-
vík og þar var ég uppnefnd Ingveldur
Ýr gráfeldur kýr. Ingveldur var sjald-
gæft nafn þá og margir héldu að
þetta væri strákanafn, svona svipað
og Ingólfur,“ útskýrir Ingveldur, sem
hefur alla tíð verið kölluð Inga. Hún
segir að gælunafnið komi sér sérstak-
lega vel erlendis þar sem Ingveldur
sé hálfgerður tungubrjótur. „Það geta
allir sagt Inga en Ingveldur gengur
misvel,“ segir hún.
Með árunum hefur Ingveldur lært
að meta nafnið sitt og í dag er hún
hæstánægð með það. „Þetta er sterkt
nafn enda skilst mér að Ingveldur
þýði göfug valkyrja og Ýr merkir spjót.
Ég er sem sagt göfug valkyrja með
spjót. Það er orðið algengara að fólk
heiti alls kyns óvenjulegum nöfnum
og nú til dags þykir fæstum nafnið
mitt skrítið,“ segir Ingveldur en sam-
kvæmt þjóðskrá heita 215 konur Ing-
veldur og 985 bera nafnið Ýr.
NAFNIÐ MITT: INGVELDUR ÝR JÓNSDÓTTIR SÖNGKONA
Margir héldu að Ingveldur
væri strákanafn
Ingveldur er ánægð með nafnið sitt í dag. FRÉTTABLAÐIÐ/HEIÐA
KOMUHÚSINU Á AKUREYRI
í leikhús
MERKISATBURÐIR
1760 Landlæknisembætti stofnað á
Íslandi og varð Bjarni Pálsson
fyrsti landlæknir.
1871 Kvennaskóli var stofnaður og
tók til starfa 1874 eftir ávarp frá
bæði körlum og kvenna til Ís-
lendinga.
1967 Risaolíuskipið Torrey Canion
strandaði fyrir utan Wales. Um
120 þúsund tonn af olíu fóru í
hafið og ollu gífurlegum skaða.
1971 Hæstiréttur Danmerkur kvað
upp úrskurð sem ruddi úr vegi
síðustu hindruninni fyrir því að
Íslendingar gætu fengið hand-
ritin, sem höfðu verið geymd í
Árnasafni í Kaupmannahöfn, af-
hent.
2004 Lið Menntaskólans í Reykja-
vík tapaði í Gettu betur, spurn-
ingakeppni framhaldsskólanna, í
fyrsta skipti síðan 1992.
Sími
Netið
SjónvarpÞað er800 7000 • siminn.is
E
N
N
E
M
M
/
S
ÍA
/
N
M
3
2
5
5
2
NOKIA 5610 – skemmtilegur 3G sími með háhraða
Internettengingu, góðri myndavél og mp3 spilara.
Í honum er mögulegt að fara á Facebook, Myspace
eða MSN.
Frábært fermingartilboð
MSN
Faceboo
k
Myspace
NOKIA 5610 – 3G
Léttkaupsútborgun aðeins:
4.900 kr.
2.500 kr. á mánuði í 12
mánuði. Verð 34.900 kr.
Tónlist, myndsímtal og háhraða-
nettenging.
við erlend leikhús svo eitthvað sé
nefnt.“
María segist einnig ganga með
þann draum í maganum að gera
norðlenskum skáldkonum fyrr og
síðar hærra undir höfði. „Ég gæti
hugsað mér dagskrá byggða á
verkum kvenna en mikið er til af
leikritum, sögum og ljóðum eftir
kjarnorkukonur héðan,“ nefnir
María.
Þá verður boðið upp á bæði ís-
lensk og erlend verk en viðræður
eru í gangi um skrif á að minnsta
kosti tveimur íslenskum verkum
fyrir leikfélagið.
María segir það leggjast af-
skaplega vel í sig að taka við leik-
húsi í jafn miklum blóma.
„Leikhúsið er orðinn ofsalega
mikill hluti af bæjarlífinu og eiga
unglingarnir til dæmis margir ár-
skort, sem ég held að sé frekar sér-
stakt. Ég hlýt því að skoða það sér-
staklega vel hvað sé hægt að gera
fyrir unga fólkið enda um framtíð-
aráhorfendur leikhússins að ræða,“
segir María. vera@frettabladid.is
AFMÆLISBÖRN
Einar Bárðarson
athafnamaður er
36 ára í dag.
Kolbrún Björgólfs-
dóttir (Kogga)
listakona er 56 ára
í dag.
Heimir Karlsson
dagskrárgerðar-
maður er 47 ára í
dag.