Fréttablaðið - 18.03.2008, Blaðsíða 28

Fréttablaðið - 18.03.2008, Blaðsíða 28
● fréttablaðið ● íslensku tónlistarverðlaunin 18. MARS 2008 ÞRIÐJUDAGUR6 Páll Óskar – Allt fyrir ástina Nýjasta plata Páls Óskar sló í gegn svo um munaði enda skartaði hún hverju grípandi laginu á fætur öðru. Takturinn er frísklegur út í gegn og rofnar aldrei þar sem lögin eru faglega tengd saman. Megas og Senuþjófarnir – Frágangur/Hold er mold Á þessum tveim plötum eru alls 28 lög sem sýna að það er engin þurrð hjá Megasi. Í útsetningunum er horft til baka til hans gömlu meist- araverka frá áttunda áratugnum. Spre Fyrst höllin rúmle grípa legar tíðara Niclas Kings/Daniela Vecchia/Örlygur Smári/Páll Óskar – Allt fyrir ástina Þrumandi danstónlist, fín mel- ódía og grípandi viðlag með vel saman settum texta, m.a. með tilvitnunum í Sofðu unga ástin mín og kærleiksboðskap Páls postula. Ólöf Arnalds – Englar & dárar Hér tvinnast saman í texta og tónum fortíð og nútíð í gegn- um einstakan flutning Ólafar, bæði söng og hljóðfæraleik, og útkoman er bæði frumleg og alþýðleg. Högni Egilsson – Goodbye Julie/Margt að ugga Hljómsveitin Hjaltalín vakti verðskuldaða athygli með þessu sérstæða lagi snemma árs 2007. Þetta er ein djarf- legasta og óhefðbundnasta tónsmíð sem hljómað hefur í vinsældaspilun í seinni tíð. Björn Jörundur Friðbjörns- son – Verðbólgin augu Björn Jörundur sannar einu sinni enn að hann er meðal okkar langbestu laga- og textahöfunda og hér fangar hann núið á kaldhæðinn hátt mitt í evru-umræðunni. Snorri Helgason/Bergur Ebbi – Verum í sambandi Með þessu fallega og skemmtilega lagi, sem margan hefur snert djúpt, söng Sprengjuhöllin sig að innstu hjartarótum þjóðarinnar. Högni Egilsson (Hjaltalín) Tónlistin á Sleepdrunk Seasons streymir áfram eins og fljót með einstaka flúðum. Dægurtónlist og klassík fallast í faðma í hugvitssam- legum útsetningum á fjölbreyttum lagasmíðum Högna. Megas Það eru tæplega þrjátíu ný lög eftir Megas á Frágangi og Hold er mold og flest þeirra standa vel fyrir sínu. Þau eru staðfesting á því að Megas er einn af öflugustu lagasmiðum landsins. Snor inni) Spren ustu samb Ísland Helga óþarf Björk Lögin á Volta eru mjög margvísleg og gefa Björk sem aldrei fyrr tæki- færi til að sýna hið mikla vald sem hún hefur á röddinni og breiddina sem hún hefur í túlkun. Eivör Eivör er fædd með einstaka söng- rödd og söngstíllinn er náttúru- legur og agaður í senn, sem kemst allt vel til skila á síðustu plötu hennar, Mannabarni. Urðu Í Urði sálars teknó fáar ís leikið Björk Björk fylgdi plötunni sinni Volta með heimstónleikaferð sem hó með stórtónleikum í Laugardals 9. apríl 2007. Þar flutti hún bæð ný lög og gömul í gjörbreyttum útsetningum, m.eðal annars me fulltingi tíu stúlkna lúðrasveitar. Fjölbreytt tónlist er víð-feðmur flokkur: Popp/dægurtónlist; Rokk/jaðar- tónlist; Ýmis tónlist. Dilkar þessir falla þó allir undir það sem kallast á ensku „popular music“, en sú grein hefur orðið æ fjöl- breyttari með hverjum áratug síðan lagavinsældalistar fóru að birtast. Billboard-útgáfan banda- ríska birti fyrst slíkan lista árið 1936 og var hann þá bara einn; nú eru listarnir á vegum Billboard meira en 100. Þrátt fyrir fjölbreytileikann í þessum flokki er afrakstur hvers árs misjafn, þ.e.a.s. tónlistarlega (læt aðra um að mæla hann í pen- ingum), en mér finnst árið 2007 vera vel yfir meðallagi í þeim efnum … kannski bara mjög gott. Hins vegar á tíminn eftir að leiða í ljós hversu vel og lengi tón- list ársins 2007 lifir og hvern- ig tónlistarmönnunum farnast. Hver veit til dæmis hvað verð- ur um björtustu vonina? Ein slík lagði upp laupana efir sína fyrstu ágætu langplötu (LP) og fór hin tónlistarlega útför fram á Organ 8. mars sl. En kannski mun nafn Jakobínurínu lifa lengur en ella einmitt þess vegna þegar fram í sækir; dægrin eru mislöng í dægurtónlistinni og endurnýj- ast stundum áratugum eftir raun- tímann. Árið 2007 komu út plötur með þungavigtarfólki í íslenskri dægur lagatónlist sem ekki hefur lent á sama útgáfuári í nokk- ur ár: Björk, Megas, Mugison, Magnús Þór, Gusgus, Páll Óskar og Hjálmar gáfu öll út ljómandi plötur (afsakið ef ég gleymi ein- hverjum :-) og það gerir árið auð- vitað sterkt og safaríkt. En ný- liðarnir rifu líka upp árið með krafti, frumleik, list … og fjöl- breytni: Sprengjuhöllin, Hjalta- lín, Ólöf Arnalds, Benny Crespo´s Gang, Bloodgroup … Svo eru það þungu rokkararnir okkar sem við kunnum kannski ekki nógu mörg að meta hér heima: Mínus og Sign hafa fengið góða dóma fyrir sínar plötur í erlendri metal-pressu. Plötuútgáfan er það haldbær- asta sem eftir lifir af hverju tón- listarári en gæti illa staðið ein og sér; án hljómleikahalds væri lítið líf í útgáfunni og það hefur verið ansi frísklegt umrætt nýlið- ið ár, 2007; margir hljómleikar í viku víða í „Hundrað-og-einum“. Það er hins vegar sárt til þess að vita að gráðugir kaupsýslumen skuli vera að kaupa upp miðborg Reykjavíkur með niðurrif þeirra staða í huga sem hafa verið helsta athvarf tónlistargrasrótar- innar í mörg ár og alið upp marg- an listamanninn. Einu sinni stóð til að rífa „skítabúlluna“ Cavern- klúbbinn í Liverpool í Englandi, staðinn sem Bítlarnir gerðu heimsfrægan. Nú er það viður- kennt að Liverpool væri á vonar- völ eins og mörg önnur sjávar- pláss í Bretlandi … og á Íslandi … ef ekki hefði verið gert út á sögu Bítlanna, og hluti af því er að Cavern-klúbburinn var látinn standa. Nú er Liverpool í upp- sveiflu, einkum og sér í lagi í sambandi við listir og menningu, sem varð kleift af því að borgar- yfirvöld viðurkenndu menningar- leg áhrif strákanna sem risu til heimsfrægðar upp úr grasrót- inni í „skítabúllunni“ Cavern. Ég get ekki að því gert, en yfirvof- andi niðurrif á „skítabúllunni“ Sirkus minnir mig á umræðuna um að tortíma Cavern-klúbbnum á sínum tíma. Sirkus er frægt út fyrir landsteinana vegna heims- frægasta Íslendings fram til þessa og ég hef líka heyrt að sá næstheimsfrægasti hafi farið í þetta gamla og sérstaka hús til að versla með ömmu sinni. Sem sagt: Árið 2007 var gott tónlistarár í Fjölbreyttri tón- list, flokkurinn stendur alveg undir nafni, og ég vona að lista- mönnunum verði ekki úthýst með list sína í hjarta borgarinnar … né annars staðar í okkar ágæta landi. Andrea Jónsdóttir 2007 vel yfir meðallagi Andrea Jónsdóttir LAG ÁRSINS SÖNGKONA ÁRSINS POPP-/DÆGURPLATA ÁRSINS LAGAHÖFUNDUR ÁRSINS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.