Fréttablaðið


Fréttablaðið - 18.03.2008, Qupperneq 28

Fréttablaðið - 18.03.2008, Qupperneq 28
● fréttablaðið ● íslensku tónlistarverðlaunin 18. MARS 2008 ÞRIÐJUDAGUR6 Páll Óskar – Allt fyrir ástina Nýjasta plata Páls Óskar sló í gegn svo um munaði enda skartaði hún hverju grípandi laginu á fætur öðru. Takturinn er frísklegur út í gegn og rofnar aldrei þar sem lögin eru faglega tengd saman. Megas og Senuþjófarnir – Frágangur/Hold er mold Á þessum tveim plötum eru alls 28 lög sem sýna að það er engin þurrð hjá Megasi. Í útsetningunum er horft til baka til hans gömlu meist- araverka frá áttunda áratugnum. Spre Fyrst höllin rúmle grípa legar tíðara Niclas Kings/Daniela Vecchia/Örlygur Smári/Páll Óskar – Allt fyrir ástina Þrumandi danstónlist, fín mel- ódía og grípandi viðlag með vel saman settum texta, m.a. með tilvitnunum í Sofðu unga ástin mín og kærleiksboðskap Páls postula. Ólöf Arnalds – Englar & dárar Hér tvinnast saman í texta og tónum fortíð og nútíð í gegn- um einstakan flutning Ólafar, bæði söng og hljóðfæraleik, og útkoman er bæði frumleg og alþýðleg. Högni Egilsson – Goodbye Julie/Margt að ugga Hljómsveitin Hjaltalín vakti verðskuldaða athygli með þessu sérstæða lagi snemma árs 2007. Þetta er ein djarf- legasta og óhefðbundnasta tónsmíð sem hljómað hefur í vinsældaspilun í seinni tíð. Björn Jörundur Friðbjörns- son – Verðbólgin augu Björn Jörundur sannar einu sinni enn að hann er meðal okkar langbestu laga- og textahöfunda og hér fangar hann núið á kaldhæðinn hátt mitt í evru-umræðunni. Snorri Helgason/Bergur Ebbi – Verum í sambandi Með þessu fallega og skemmtilega lagi, sem margan hefur snert djúpt, söng Sprengjuhöllin sig að innstu hjartarótum þjóðarinnar. Högni Egilsson (Hjaltalín) Tónlistin á Sleepdrunk Seasons streymir áfram eins og fljót með einstaka flúðum. Dægurtónlist og klassík fallast í faðma í hugvitssam- legum útsetningum á fjölbreyttum lagasmíðum Högna. Megas Það eru tæplega þrjátíu ný lög eftir Megas á Frágangi og Hold er mold og flest þeirra standa vel fyrir sínu. Þau eru staðfesting á því að Megas er einn af öflugustu lagasmiðum landsins. Snor inni) Spren ustu samb Ísland Helga óþarf Björk Lögin á Volta eru mjög margvísleg og gefa Björk sem aldrei fyrr tæki- færi til að sýna hið mikla vald sem hún hefur á röddinni og breiddina sem hún hefur í túlkun. Eivör Eivör er fædd með einstaka söng- rödd og söngstíllinn er náttúru- legur og agaður í senn, sem kemst allt vel til skila á síðustu plötu hennar, Mannabarni. Urðu Í Urði sálars teknó fáar ís leikið Björk Björk fylgdi plötunni sinni Volta með heimstónleikaferð sem hó með stórtónleikum í Laugardals 9. apríl 2007. Þar flutti hún bæð ný lög og gömul í gjörbreyttum útsetningum, m.eðal annars me fulltingi tíu stúlkna lúðrasveitar. Fjölbreytt tónlist er víð-feðmur flokkur: Popp/dægurtónlist; Rokk/jaðar- tónlist; Ýmis tónlist. Dilkar þessir falla þó allir undir það sem kallast á ensku „popular music“, en sú grein hefur orðið æ fjöl- breyttari með hverjum áratug síðan lagavinsældalistar fóru að birtast. Billboard-útgáfan banda- ríska birti fyrst slíkan lista árið 1936 og var hann þá bara einn; nú eru listarnir á vegum Billboard meira en 100. Þrátt fyrir fjölbreytileikann í þessum flokki er afrakstur hvers árs misjafn, þ.e.a.s. tónlistarlega (læt aðra um að mæla hann í pen- ingum), en mér finnst árið 2007 vera vel yfir meðallagi í þeim efnum … kannski bara mjög gott. Hins vegar á tíminn eftir að leiða í ljós hversu vel og lengi tón- list ársins 2007 lifir og hvern- ig tónlistarmönnunum farnast. Hver veit til dæmis hvað verð- ur um björtustu vonina? Ein slík lagði upp laupana efir sína fyrstu ágætu langplötu (LP) og fór hin tónlistarlega útför fram á Organ 8. mars sl. En kannski mun nafn Jakobínurínu lifa lengur en ella einmitt þess vegna þegar fram í sækir; dægrin eru mislöng í dægurtónlistinni og endurnýj- ast stundum áratugum eftir raun- tímann. Árið 2007 komu út plötur með þungavigtarfólki í íslenskri dægur lagatónlist sem ekki hefur lent á sama útgáfuári í nokk- ur ár: Björk, Megas, Mugison, Magnús Þór, Gusgus, Páll Óskar og Hjálmar gáfu öll út ljómandi plötur (afsakið ef ég gleymi ein- hverjum :-) og það gerir árið auð- vitað sterkt og safaríkt. En ný- liðarnir rifu líka upp árið með krafti, frumleik, list … og fjöl- breytni: Sprengjuhöllin, Hjalta- lín, Ólöf Arnalds, Benny Crespo´s Gang, Bloodgroup … Svo eru það þungu rokkararnir okkar sem við kunnum kannski ekki nógu mörg að meta hér heima: Mínus og Sign hafa fengið góða dóma fyrir sínar plötur í erlendri metal-pressu. Plötuútgáfan er það haldbær- asta sem eftir lifir af hverju tón- listarári en gæti illa staðið ein og sér; án hljómleikahalds væri lítið líf í útgáfunni og það hefur verið ansi frísklegt umrætt nýlið- ið ár, 2007; margir hljómleikar í viku víða í „Hundrað-og-einum“. Það er hins vegar sárt til þess að vita að gráðugir kaupsýslumen skuli vera að kaupa upp miðborg Reykjavíkur með niðurrif þeirra staða í huga sem hafa verið helsta athvarf tónlistargrasrótar- innar í mörg ár og alið upp marg- an listamanninn. Einu sinni stóð til að rífa „skítabúlluna“ Cavern- klúbbinn í Liverpool í Englandi, staðinn sem Bítlarnir gerðu heimsfrægan. Nú er það viður- kennt að Liverpool væri á vonar- völ eins og mörg önnur sjávar- pláss í Bretlandi … og á Íslandi … ef ekki hefði verið gert út á sögu Bítlanna, og hluti af því er að Cavern-klúbburinn var látinn standa. Nú er Liverpool í upp- sveiflu, einkum og sér í lagi í sambandi við listir og menningu, sem varð kleift af því að borgar- yfirvöld viðurkenndu menningar- leg áhrif strákanna sem risu til heimsfrægðar upp úr grasrót- inni í „skítabúllunni“ Cavern. Ég get ekki að því gert, en yfirvof- andi niðurrif á „skítabúllunni“ Sirkus minnir mig á umræðuna um að tortíma Cavern-klúbbnum á sínum tíma. Sirkus er frægt út fyrir landsteinana vegna heims- frægasta Íslendings fram til þessa og ég hef líka heyrt að sá næstheimsfrægasti hafi farið í þetta gamla og sérstaka hús til að versla með ömmu sinni. Sem sagt: Árið 2007 var gott tónlistarár í Fjölbreyttri tón- list, flokkurinn stendur alveg undir nafni, og ég vona að lista- mönnunum verði ekki úthýst með list sína í hjarta borgarinnar … né annars staðar í okkar ágæta landi. Andrea Jónsdóttir 2007 vel yfir meðallagi Andrea Jónsdóttir LAG ÁRSINS SÖNGKONA ÁRSINS POPP-/DÆGURPLATA ÁRSINS LAGAHÖFUNDUR ÁRSINS

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.