Fréttablaðið - 18.03.2008, Page 12

Fréttablaðið - 18.03.2008, Page 12
 18. mars 2008 ÞRIÐJUDAGUR or.is ÍS L E N S K A S IA .I S O R K 41 57 9 03 .2 00 8 Þinn styrkur – okkar framlag Við auglýsum eftir umsóknum um styrki á sviði menningarmála, íþrótta- og æskulýðsmála, umhverfis- og útivistar- mála og mannúðarmála. Alls leggjum við fram 50 milljónir króna og skiptast þær þannig að 15 milljónum verður ráðstafað til menning- armála, 15 milljónum króna verður varið til umhverfis- og útivistarmála, til íþrótta- og æskulýðsmála, þ.m.t. styrkir til afreksfólks, verður varið 15 milljónum króna og 5 milljónir króna renna til líknarmála. Sækja skal um styrki fyrir 14. apríl næstkomandi. Eingöngu er hægt að sækja um á vef Orkuveitu Reykjavíkur: www.or.is • Nýir tímar, nýjar hugmyndir KÍNA, AP Héraðsstjóri Tíbet, sem sjálfur er Tíbeti en er fulltrúi stjórnvalda í Peking, fordæmdi í gær þá sem hafa tekið þátt í mót- mælum gegn kínverskum yfirráð- um í tíbetsku höfuðborginni Lhasa undanfarna daga. Hét hann því að lögum yrði komið yfir mótmæl- endurna, en á miðnætti í gærkvöld að staðartíma rann út frestur sem yfirvöld gáfu þeim til að gefa sig fram. Til frekari árekstra mót- mælenda og lögreglu kom í gær, bæði í Tíbet og fleiri héruðum Kína. Héraðsstjórinn, Champa Phuntsok, sagði fjölda þeirra sem látið hefðu lífið í óeirðum síðustu daga vera kominn í sextán manns og tugir hefðu særst. Talsmenn útlagastjórnar Tíbets sem hefur aðsetur á Norður-Indlandi segjast hins vegar hafa áreiðanlegar heimildir fyrir því að minnst átta- tíu manns hafi fallið. Þetta eru mestu andófsaðgerðir gegn kínverskum yfirráðum í Tíbet í nærri tvo áratugi. Þær hafa nú breiðst til fleiri héraða, þar sem Tíbet-ættað fólk hefur efnt til samúðarmótmæla. Þessi atburða- rás kemur stjórnvöldum í Peking mjög illa nú er þau eru að undir- búa Ólympíuleikana sem eiga að fara fram þar í borg í sumar, en með því að halda leikana vildi kommúnistastjórnin bæta ímynd landsins út á við. „Gefi þetta fólk sig fram verður tekið á því af mildi,“ sagði Phuntsok. Að öðrum kosti „munum við taka á því af hörku“. Talsmenn alþjóðlegra samtaka sem berjast fyrir sjálfstæði Tíbets og hafa höfuðstöðvar í Washing- ton D.C. (International Campaign for Tibet), sögðu að íbúar Tíbets óttuðust að eftir að miðnætur- frestur gærdagsins rann út myndi herinn gera allsherjarrassíu í til- raun til að uppræta hreyfingu mótmælenda. Að því er fram kom í breska blaðinu The Times gengu hermenn þegar í gær hús úr húsi og hand- tóku hvern þann sem ekki gat framvísað gildum skilríkjum og heimild til dvalar í Lhasa. Condoleezza Rice, utanríkisráð- herra Bandaríkjanna, skoraði á ný á kínverska ráðamenn í gær að taka á málum í Tíbet af hófstill- ingu og til að finna leið til að stofna til samskipta við útlagastjórn Dalai Lama. Kínversk yfirvöld hafa sakað útlagastjórnina um að standa á bak við uppþotin. audunn@frettabladid.is Mótmælend- um í Tíbet hótað hörðu Héraðsstjóri Tíbets segir færri hafa látið lífið í óeirðunum en útlagastjórnin segist hafa heimildir fyrir. Í gær rann út frestur sem yfirvöld gáfu mót- mælendum til að gefa sig fram eða sæta hörðu ella. SÍMAMYND AF VETTVANGI Mynd sem íbúi í Linxia í Vestur-Kína fékk í gær senda frá ættingja í Lhasa í farsíma sinn og sýnir vettvang í miðjum óeirðunum. FRÉTTABLAÐIÐ/AP ALBANÍA, AP Varnarmálaráðherra Albaníu, Fatmir Mediu, sagði af sér í gær í kjölfar þess að ellefu manns létust og nærri þrjú hundruð særðust í sprengingum í vopnageymslu nærri höfuðborg- inni Tirana. Björgunarmenn fundu í gær lík barns sem fórst í sprengingunum en tólf er enn saknað. Sprenging- arnar hófust á laugardag og stóðu í fjórtán klukkustundir, fram á sunnudagsmorgun. Hafin er rann- sókn á tildrögum slyssins og hefur albanskur undirverktaki verið yfirheyrður en hann sá meðal ann- ars um eyðingu gamalla skotfæra á svæðinu. - ovd Sprengingar í vopnageymslu í Albaníu: Ráðherra segir af sér EYÐILEGGING Loftmynd af verksmiðju í þorpinu Gerdec, en hún var meðal bygginga sem eyðilögðust í skotfæra- geymslusprengingunum um helgina. FRÉTTABLAÐIÐ/AP

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.