Fréttablaðið - 19.03.2008, Blaðsíða 26

Fréttablaðið - 19.03.2008, Blaðsíða 26
UMRÆÐAN Nýsköpun Nýsköpun er hornsteinn vaxtar og samkeppnishæfni og þar af leiðandi lykill að aukinni velferð í samfélaginu. Til að ýta undir aukna nýsköpunarmenningu innan Evrópu hefur ESB ákveðið að stofna svokallaða Nýsköpunar- og tæknistofnun Evrópu (European Institute of Innovation and Technology). Til að standa vörð um nýsköpun á Íslandi voru, árið 2007, sett sérstök lög á Alþingi um stofnun og starfsemi Nýsköpunarmið- stöðvar Íslands. Markmið Nýsköpunarmið- stöðvar er að stuðla að nýsköpun með því að veita öfluga stuðningsþjónustu fyrir frumkvöðla og nýsköpunar- fyrirtæki og vera leiðandi í tækni- rannsóknum á Íslandi. Miðstöðin leggur áherslu á sterk tengsl við bæði atvinnulífið og háskólasam- félagið til að ná sem mestum árangri í rannsóknum og þróun, íslensku samfélagi til framdrátt- ar. Ennfremur leggur Nýsköpun- armiðstöð Íslands áherslu á öflugt samstarfsnet við fyrirtæki og stofnanir erlendis og veitir þjónustu á sviði tækniyfirfærslu og þróunarsamvinnu milli íslenskra og erlendra fyrirtækja og stofnana. Impra – nýsköpunarmiðstöð hefur hlúð sérstaklega að nýsköpun á Íslandi frá stofnun árið 1999, þá sem deild innan gömlu Iðntæknistofnun- ar, en myndar nú eitt af kjarnasviðum Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands. Nú hefur framkvæmdastjórn ESB tekið fyrsta skrefið að skipun stjórnar fyrir hina nýju Nýsköpunar- og tæknistofnun Evrópu. Markmiðið er að stofnunin hefji starfsemi sína síðar á þessu ári og að hún verði flaggskip fyrir nýsköpun og tækni í Evrópu. Nýsköpunar- og tæknistofnuninni er ætlað að sameina besta vísinda-, viðskipta- og menntunarmátt Evrópu til að efla nýsköpunarmátt álfunnar. Þetta er liður í að vinna að því að minnka það bil sem er á milli Evrópu og stærstu keppi- nautanna í nýsköpun, Bandaríkjanna og Japan. Fyrstu fimm árin, frá 2008-2013, hefur stofnunin rúmlega 300 milljónir evra til umráða fyrir starfsemina. Undir stjórn Nýsköpunar- og tæknistofn- unar Evrópu verður unnið í svokölluðum „þekkingar- og nýsköpunarsamfélögum“ að rannsóknum, menntun og nýsköpun. Í fyrstu atrennu verður um að ræða tvö til þrjú slík samfélög. Þátttaka atvinnulífsins að starfi þeirra verður lykilatriði til að vel til takist. Við val á aðilum inn í þessi þekkingar- og nýsköpunarsamfélög mun stjórn Nýsköpunar- og tæknistofnunarinnar taka tillit til helstu áskorana í vexti og nýsköpun sem ESB stendur frammi fyrir. Því er líklegt að við val inn í fyrstu samfélögin verði höfð til hliðsjónar aðkallandi rannsóknarefni á sviði loftlags- breytinga, endurnýjanlegrar orku og næstu kynslóðar upplýsinga- og samskiptatækni. Höfundur er verkefnisstjóri á Evrópumið- stöð Impru, Nýsköpunarmiðstöð Íslands. UMRÆÐAN Heilbrigðismál Sjálfstæðisflokkurinn hefur aldrei farið dult með þá stefnu sína að einkavæða eigi heilbrigðiskerfið, enda eru sjúkdómar og heilbrigði fólks örugg tekjulind fyrir þá sem vilja græða á samfélaginu. Geir Haarde fagnaði sérstaklega stjórnarsamstarfi við Samfylkinguna því nú væri hægt að ganga lengra í einkavæðingu heilbrigðismála en með Framsókn. Þótti mörgum framsókn- armaddaman þó býsna undirgefin og eftirlát íhaldinu. Boðaður er víðtækur samruni heilbrigðisstofnana vítt og breitt um landið undir yfirskini hagræðingar. Markmiðið er þó niðurskurður á starfsemi. Aðdrag- andi þessa er búinn að vera nokkur. Fyrst var lögum breytt og stjórnir sjúkrahúsa og heilbrigðisstofnana lagðar niður. Valdið var fært til framkvæmdastjóra sem heyra beint undir ráðherra. Stjórnendur eru því í algjörri úlfakreppu og eiga oft fárra kosta völ. Hinsvegar er vel hægt að auka samstarf án þess að svipta stofnanir sjálfstæði sínu. Enginn veit hvað átt hefur fyrr en misst hefur Nú er gjörbylt skipulagi sjúkrahúsmála á lands- byggðinni, fyrirvaralaust og án nokkurs samráðs við starfsfólk eða heimamenn. Frammi fyrir þessu standa m.a. Húnvetningar, Skagfirðingar, Vestlend- ingar og fleiri læknishéruð. Sérstök ástæða er til að hvetja samtök sveitarfélaga á svæðunum og einstak- ar sveitarstjórnir til að vera mjög á verði. Það á að krefjast raunverulegs samráðs áður en boðaðar breytingar ganga í gegn. Góð heilbrigðisþjónusta hefur verið aðdráttarafl til búsetu ekki síst á landsbyggðinni. Litlar líkur eru á að boðaðar breytingar efli nærþjónustuna. Hitt er mun líklegra að niðurskurður og skert þjónusta fylgi í kjölfarið. Heilbrigðisráðherra Sjálfstæðisflokksins hefur hafið herför gegn Landspítalanum. Með skertum fjárveitingum til spítalans átti að búa í haginn fyrir stórfellda einkavæðingu. Verkþættir og heilar deildir hafa verið boðnar út og hópuppsagnir fylgja í kjölfarið. Þótt ráðherrar Samfylkingarinnar styðji þessar aðgerðir trúi ég ekki að hinn almenni kjósandi flokksins geri það. Nú þarf að taka höndum saman og slá skjaldborg um félagslegt heilbrigðiskerfi landsmanna. Kerfið dýrmætara en hrokafullur ráðherra Vinstri- grænir standa nú sem fyrr vaktina til varnar. Í ljósi atburða síðustu daga og hve hart er gengið fram í að gjörbylta heilbrigðiskerfinu hefur flokkurinn sent frá sér harðorða ályktun þar sem segir: „Mikilvægustu heilbrigðistofnunum landsmanna er haldið í fjárhagslegri spennitreyju, vinnuálag fer vaxandi á þegar undirmönnuðum deildum, vöktum er breytt í óþökk starfsfólks og nú er hafin handahófs- kennd einkavæðing einstakra þátta heilbrigðisstarf- seminnar eða heilla deilda. Afleiðingar alls þessa birtast nú í hópuppsögnum sem að óbreyttu munu lama ómissandi kjarnastarfsemi í heilbrigðisþjónust- unni. Að lokum gefast stjórnendur upp fullsaddir af skeytingarleysi heilbrigðisráðherra og hrokafullri framkomu. Alvarlegra er þegar þeir eru beinlínis hraktir úr starfi eins og nú hefur gerst með æðstu stjórnendur Landspítalans. ... Vinstrihreyfingin - grænt framboð mun ekki láta ríkisstjórn Sjálfstæðis- flokks og Samfylkingar komast þegjandi og hljóða- laust upp með að vinna óbætanleg skemmdarverk á heilbrigðiskerfinu og flæma þaðan burtu í stórum stíl mestu verðmæti þess, starfsfólkið. Heilbrigðiskerfið og mannauður þess er margfalt mikilvægara en einn hrokafullur ráðherra, það er dýrmætara en heil ríkisstjórn.“ Höfundur er þingmaður Vinstri grænna. UMRÆÐAN Borgarmál Á þeim tæpu tveimur mánuðum sem liðn- ir eru frá því að nýr borgarstjórnarmeiri- hluti tók við völdum, hafa þau orð oft verið látin falla, að of snemmt sé að fella dóma yfir störfum nýs meirihluta heldur muni verkin tala í fyllingu tímans. Skilja má orðin með þeim hætti að þegar verkin hafi talað þá muni stuðningur almennings við meiri- hlutann fara vaxandi. Þótt ekki sé langur tími liðinn frá myndun þessa meirihluta, þá hefur ýmis- legt verið aðhafst sem við í minni- hlutanum höfum gagnrýnt og því ágætlega við hæfi að fara yfir verkefnalistann og láta verkin tala sínu máli. Skipulag í uppnámi Fyrsta verkefni meirihlutans voru kaupin á húsunum við Laugaveg 4 og 6 og Skólavörðu- stíg 1A fyrir 580 milljónir króna. Áætlaður viðgerðarkostnaður er a.m.k. 400 milljónir og því frum- kostnaðaráætlun verksins í heild um 1 milljarður króna. Með þessu uppátæki fór skriða friðunarhug- mynda af stað og Húsafriðunar- nefnd setti fleiri hús við Lauga- veg á friðunarlista. Borgarstjóri hefur gefið í skyn að endurskoða eigi niðurrifsheimildir fyrir fleiri hús við Laugaveg. Þar með er deiliskipulag Laugavegar og Þró- unaráætlun miðborgar, sem kost- að hafa borgina 142 milljónir, fallin um sjálft sig og 55 þúsund fermetra byggingarmagn við Laugaveg sem átti að styrkja Laugaveginn sem helstu verslun- argötu landsins er komið í óvissu. Verðmat gamalla húsa er komið upp úr öllu valdi og allir sem hagsmuna eiga að gæta á svæð- inu halda að sér höndum eftir þessi uppkaup og bíða hvort borg- arstjórn sé tilbúin að kaupa fleiri gömul hús fyrir 750 þúsund krón- ur á fermetra, eins og gert var við Laugaveg 4 og 6. Framkvæmdastopp á flugvellin- um Líklegasta skýringin á 10% fylgi F-listans í síðustu borgarstjórn- arkosningum var einörð afstaða þeirra til þess að Reykjavíkur- flugvöllur yrði áfram í Vatns- mýri. Þegar á reyndi dugði stuðn- ingur F-listans við Vatnsmýrarflugvöllinn ekki nema í tvö ár, eða þar til borgar- stjórastóll bauðst í staðinn fyrir heilindin og staðfestuna. Að flug- völlurinn verði áfram í Vatns- mýrinni út kjörtímabilið er senni- lega mesta „ekki frétt“ í stjórnarsáttmála sem sögur fara af. Það er vitað mál að ekki stóð til að hrófla við flugvellinum á árunum 2008 – 2010 og hrein móðgun að setja málið upp með þessum hætti. Ein vísbending af mörgum um að hugur fylgi ekki máli er synjun borgaryfirvalda á umsókn Ice- land Express um aðstöðu á Reykjavíkurflugvelli. Þar er fyr- irtæki synjað um aðstöðu í viðleitni sinni til að auka samkeppni í innanlandsflugi. Synj- unin kemur frá meiri- hluta sem situr í skjóli borgarstjóra sem kos- inn var út á eindregna afstöðu sína um að flug- völlurinn verði áfram í Vatnsmýri. Ástandið afhjúpað Eitt af fyrstu verkum meirihlutans var að leggja fram þriggja ára fjárhags- áætlun Reykjavíkurborgar. Þar kemur fram að skera á niður um 1 milljarð króna til uppbyggingar íþróttamannvirkja í Reykjavík. Borgarstjóri hefur þrætt fyrir þennan niðurskurð þrátt fyrir að allar staðreyndir málsins liggi fyrir. Engu að síður hefur það verið staðfest að niðurskurður til uppbyggingar íþróttamannvirkja í Reykjavík er staðreynd og nemur svipaðri upphæð og húsin á Laugavegi og viðgerð á þeim kostar. Í þriggja ára áætluninni hefur meirihlutinn lagt til að borga fólki fyrir að vera heima með börn sín á meðan beðið er eftir leikskólaplássi. Ofrausn meiri- hlutans í þeim efnum er sem nemur 9 þúsund krónum á mán- uði fyrir hvert barn. Nýi meirihlutinn gerir sér enga grein fyrir því tólf sílendra tryl- litæki sem Framkvæmda- og eignasvið Reykjavíkurborgar er, þegar kemur að því að afla tekna fyrir borgarsjóð. Niðurskurður til stofnframkvæmda í hverfum 3 og 4 í Úlfársárdal sanna að meirihlutinn gerir ekki greinar- mun á kostnaði til dagslegs rekstrar annarsvegar og kostn- aði við tekjustofna framtíðarinn- ar hinsvegar. Á þessum liðum eru borgaryfirvöld að spara sér til tjóns og verður borgin af hundr- uð milljóna tekjum vegna skiln- ingsleysis meirihlutans á eigna- rekstri og verklegum framkvæmdum. Það er óhætt að segja að verkin tali þegar fyrstu verk meirihlut- ans eru skoðuð. Verkin tala á Laugaveginum, verkin tala á flugvellinum, verkin tala í 1 millj- arðs niðurskurði til íþróttamann- virkja, verkin tala í 9 þúsund króna heimgreiðslum og verkin tala í glötuðum tækifærum Fram- kvæmda- og eignasviðs til tekju- öflunar fyrir borgina. Verkin tala og af verkunum skuluð þið þekkja þau. Höfundur er borgarfulltrúi Framsóknarflokksins. 26 19. mars 2008 MIÐVIKUDAGUR Niðurskurður til stofnfram- kvæmda sanna að borgarstjór- inn og meirihluti hans gera ekki greinarmun á kostnaði til dagslegs rekstrar annars vegar og kostnaði við tekjustofna framtíðarinnar hins vegar. Verkin tala JÓN BJARNASON Í faðmlögum einkavæðingar Flaggskipi nýsköpunar í Evrópu ýtt úr vör ÓSKAR BERGSSON ARNHEIÐUR ELÍSA INGJALDSDÓTTIR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.