Fréttablaðið - 19.03.2008, Blaðsíða 38
19. MARS 2008 MIÐVIKUDAGUR12 ● lh hestar
Á annað hundrað konur keppti
á ísmótinu „Svellkaldar konur“
sem haldið var í Skautahöll-
inni. Þetta er hundrað prósent
aukning frá í fyrra.
HUNDRAÐ PRÓSENT AUKNING
Landsliðsnefnd LH var á báðum
áttum hvort halda ætti mótið.
Nefndin hefur staðið fyrir því
ásamt ísmótinu „Þeir allra sterk-
ustu“ undanfarin ár til fjáröfl-
unar landsliðinu. Aðeins tvær
vikur eru á milli mótanna og ótt-
uðust menn að það myndi draga
úr aðsókn. Hestakonur voru ekki
sama sinnis.
„Okkur fannst ekki gott að
hætta við. Mótið gekk vel í fyrra.
Engan óraði hins vegar fyrir að
þátttakan yrði svona gríðarleg,“
segir Hulda G. Geirsdóttir, kynn-
ingarfulltrúi Svellkaldra.
SÉRSTÖK STEMNING
Hulda og Sigrún Sigurðardóttir
reiðkennari eru driffjaðrir í und-
irbúningi keppninnar. Við spyrj-
um: Hvers vegna vilja konur frek-
ar keppa einar og sér?
„Margar af þessum konum eru
í fremstu röð knapa í hestaíþrótt-
inni og engir eftirbátar karlanna.
Stemningin á Svellköldum er aftur
á móti sérstök og á sinn þátt í að
örva konur til þátttöku. Það er líka
spennandi að ríða á hesti í skauta-
höll. Ég dreg ekki fjöður yfir það að
lítið vanar konur sem langar til að
keppa mæta frekar til leiks ef þær
vita að þær þurfa ekki að keppa við
landsliðið í hestaíþróttum. Skipt-
ing keppninnar í styrkleikaflokka
hefur líka örvandi áhrif. Það var
virkilega gaman að sjá allan þenn-
an fjölda og hve margar konur voru
vel ríðandi. Mótið varð hins vegar
full viðamikið. Hver keppandi mátti
skrá tvo eða fleiri hesta. Flokkur-
inn 14 til 18 ára var mjög vinsæll og
ég tel vel athugandi hvort ekki ætti
að halda sérstakt æskulýðsmót á ís.
Tekjurnar af því myndu þá renna í
þann málaflokk,“ segir Hulda.
FRÉTTAMIÐLAR:
www.eidfaxi.is
www.hestafrettir.is
www.847.is
www.horse.is
STOFNANIR:
www.feif.org
www.lhhestar.is
www.holar.is
www.worldfengur.is
www.tamningamenn.is
www.fhb.is
HROSSABÚ:
Fjölmörg hrossabú og aðrir
þjónustuaðilar í hestamennsku
eru með heimasíður á netinu.
Ekki er að finna tæmandi skrá
yfir alla þá aðila á einum stað.
Hægt er að finna flesta þessa
aðila með því að rekja sig áfram
á leitarvélum.
Sigurvegari í opnum flokki, sem er sterkasti flokkurinn: Hulda Gústafsdóttir á Völs-
ungi frá Reykjavík, lengst til hægri.
Svellkaldar konur á ísnum
Hekla Katarína Kristinsdóttir var valin efnilegasti knapi mótsins af dómurum. Hún keppti á hryssunni Nútíð frá Skarði. MYND/JENS EINARSSON
Hestamenn á netinu
Sigurður Sigmundsson, eða Siggi í
Syðra eins og hann er jafnan kall-
aður, er einn kunnasti og vinsæl-
asti hestamaður landsins. Þeir
skiptu hundruðum gestirnir sem
sóttu hann heim er hann hélt upp á
sjötugs afmæli sitt í Félagsheimil-
inu á Flúðum. Siggi var um árabil
ritstjórnarfulltrúi, ljósmyndari
og auglýsingasali á hestatímarit-
inu Eiðfaxa. Sem sagt: Allt í öllu.
Margar af ljósmyndum hans eru
í besta flokki og hafa glatt augu
hestaunnenda í áratugi. Hann
hefur vakið athygli á ýmsu með
penna sínum, bæði góðu og miður
góðu. Og vandfundið er annað eins
fréttanef. En það er bara ein hliðin
á Sigga. Margar fréttir hefur hann
látið ósagðar vegna góðmennsku
sinnar og samúðar með samferða-
fólki um lífsins veg. „Aðgát skal
höfð í nærveru sálar“ er hending
sem Siggi hefur alltaf á bak við
eyrað.
Siggi í Syðra
sjötugur
Siggi með kúrekahatt sem hann eign-
aðist er hann var „cowboy“ í Ameríku.
MYND/SIGMUNDUR SIGURGEIRSSON
Ekkert framkallar eins góðar til-
finningar hjá hestamanni og frá-
bær mynd af góðum hesti. Í góðri
hestamynd geta líka falist önnur
verðmæti, því hún getur haft veru-
leg áhrif á vinsældir stóðhesta og
notkun. Á sama hátt getur léleg
auglýsingamynd haft neikvæð
áhrif á notkun hests. Það má því
segja að góð mynd sé gulli betri.
Meðfylgjandi mynd er dæmi um
frábært „skot“ af íslenskum gæð-
ingi, hryssu, við skemmtilegar að-
stæður. Hana tók Kristbjörg Ey-
vindsdóttir á Svínavatni í Húna-
þingi af Örk frá Auðsholtshjáleigu.
Knapi er Gunnar Arnarson, eigin-
maður Kristbjargar, en eigandi er
Þórunn Eyvindsdóttir, systir henn-
ar. Örk er undan Sveini-Hervari
frá Þúfu og Ör frá Auðsholtshjá-
leigu, Hrafnsdóttur frá Holtsmúla.
Eins og sjá má þá er Örk veru-
lega smart hryssa, enda hafa marg-
ir falað hana án árangurs. Hryssan
er ekki til sölu.
Góð mynd er gulli betri
Örk frá Auðsholtshjáleigu, knapi
Gunnar Arnarson. Myndin er
tekin á Svínavatni í Húnaþingi.
MYND/KRISTBJÖRG EYVINDSDÓTTIR
6