Fréttablaðið - 19.03.2008, Blaðsíða 38

Fréttablaðið - 19.03.2008, Blaðsíða 38
 19. MARS 2008 MIÐVIKUDAGUR12 ● lh hestar Á annað hundrað konur keppti á ísmótinu „Svellkaldar konur“ sem haldið var í Skautahöll- inni. Þetta er hundrað prósent aukning frá í fyrra. HUNDRAÐ PRÓSENT AUKNING Landsliðsnefnd LH var á báðum áttum hvort halda ætti mótið. Nefndin hefur staðið fyrir því ásamt ísmótinu „Þeir allra sterk- ustu“ undanfarin ár til fjáröfl- unar landsliðinu. Aðeins tvær vikur eru á milli mótanna og ótt- uðust menn að það myndi draga úr aðsókn. Hestakonur voru ekki sama sinnis. „Okkur fannst ekki gott að hætta við. Mótið gekk vel í fyrra. Engan óraði hins vegar fyrir að þátttakan yrði svona gríðarleg,“ segir Hulda G. Geirsdóttir, kynn- ingarfulltrúi Svellkaldra. SÉRSTÖK STEMNING Hulda og Sigrún Sigurðardóttir reiðkennari eru driffjaðrir í und- irbúningi keppninnar. Við spyrj- um: Hvers vegna vilja konur frek- ar keppa einar og sér? „Margar af þessum konum eru í fremstu röð knapa í hestaíþrótt- inni og engir eftirbátar karlanna. Stemningin á Svellköldum er aftur á móti sérstök og á sinn þátt í að örva konur til þátttöku. Það er líka spennandi að ríða á hesti í skauta- höll. Ég dreg ekki fjöður yfir það að lítið vanar konur sem langar til að keppa mæta frekar til leiks ef þær vita að þær þurfa ekki að keppa við landsliðið í hestaíþróttum. Skipt- ing keppninnar í styrkleikaflokka hefur líka örvandi áhrif. Það var virkilega gaman að sjá allan þenn- an fjölda og hve margar konur voru vel ríðandi. Mótið varð hins vegar full viðamikið. Hver keppandi mátti skrá tvo eða fleiri hesta. Flokkur- inn 14 til 18 ára var mjög vinsæll og ég tel vel athugandi hvort ekki ætti að halda sérstakt æskulýðsmót á ís. Tekjurnar af því myndu þá renna í þann málaflokk,“ segir Hulda. FRÉTTAMIÐLAR: www.eidfaxi.is www.hestafrettir.is www.847.is www.horse.is STOFNANIR: www.feif.org www.lhhestar.is www.holar.is www.worldfengur.is www.tamningamenn.is www.fhb.is HROSSABÚ: Fjölmörg hrossabú og aðrir þjónustuaðilar í hestamennsku eru með heimasíður á netinu. Ekki er að finna tæmandi skrá yfir alla þá aðila á einum stað. Hægt er að finna flesta þessa aðila með því að rekja sig áfram á leitarvélum. Sigurvegari í opnum flokki, sem er sterkasti flokkurinn: Hulda Gústafsdóttir á Völs- ungi frá Reykjavík, lengst til hægri. Svellkaldar konur á ísnum Hekla Katarína Kristinsdóttir var valin efnilegasti knapi mótsins af dómurum. Hún keppti á hryssunni Nútíð frá Skarði. MYND/JENS EINARSSON Hestamenn á netinu Sigurður Sigmundsson, eða Siggi í Syðra eins og hann er jafnan kall- aður, er einn kunnasti og vinsæl- asti hestamaður landsins. Þeir skiptu hundruðum gestirnir sem sóttu hann heim er hann hélt upp á sjötugs afmæli sitt í Félagsheimil- inu á Flúðum. Siggi var um árabil ritstjórnarfulltrúi, ljósmyndari og auglýsingasali á hestatímarit- inu Eiðfaxa. Sem sagt: Allt í öllu. Margar af ljósmyndum hans eru í besta flokki og hafa glatt augu hestaunnenda í áratugi. Hann hefur vakið athygli á ýmsu með penna sínum, bæði góðu og miður góðu. Og vandfundið er annað eins fréttanef. En það er bara ein hliðin á Sigga. Margar fréttir hefur hann látið ósagðar vegna góðmennsku sinnar og samúðar með samferða- fólki um lífsins veg. „Aðgát skal höfð í nærveru sálar“ er hending sem Siggi hefur alltaf á bak við eyrað. Siggi í Syðra sjötugur Siggi með kúrekahatt sem hann eign- aðist er hann var „cowboy“ í Ameríku. MYND/SIGMUNDUR SIGURGEIRSSON Ekkert framkallar eins góðar til- finningar hjá hestamanni og frá- bær mynd af góðum hesti. Í góðri hestamynd geta líka falist önnur verðmæti, því hún getur haft veru- leg áhrif á vinsældir stóðhesta og notkun. Á sama hátt getur léleg auglýsingamynd haft neikvæð áhrif á notkun hests. Það má því segja að góð mynd sé gulli betri. Meðfylgjandi mynd er dæmi um frábært „skot“ af íslenskum gæð- ingi, hryssu, við skemmtilegar að- stæður. Hana tók Kristbjörg Ey- vindsdóttir á Svínavatni í Húna- þingi af Örk frá Auðsholtshjáleigu. Knapi er Gunnar Arnarson, eigin- maður Kristbjargar, en eigandi er Þórunn Eyvindsdóttir, systir henn- ar. Örk er undan Sveini-Hervari frá Þúfu og Ör frá Auðsholtshjá- leigu, Hrafnsdóttur frá Holtsmúla. Eins og sjá má þá er Örk veru- lega smart hryssa, enda hafa marg- ir falað hana án árangurs. Hryssan er ekki til sölu. Góð mynd er gulli betri Örk frá Auðsholtshjáleigu, knapi Gunnar Arnarson. Myndin er tekin á Svínavatni í Húnaþingi. MYND/KRISTBJÖRG EYVINDSDÓTTIR 6
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.