Fréttablaðið - 19.03.2008, Blaðsíða 64

Fréttablaðið - 19.03.2008, Blaðsíða 64
44 19. mars 2008 MIÐVIKUDAGUR KÖRFUBOLTI Deildarmeistarar Keflavíkur og nýliðar KR eru bæði aðeins einum sigri frá því að tryggja sér sæti í lokaúrslitum Iceland Express-deildar kvenna en þriðji leikurinn í undanúrslitaeinvígjunum fer fram í kvöld. Keflavík tekur þá á móti Haukum á sama tíma og Grindavík heimsækir KR. Keflavík getur komist í lokaúrslitin sjötta árið í röð en KR-konur geta orðið fyrstu nýliðarnir í þrettán ár til þess að leika um Íslandsmeistaratitilinn, eða síðan að Breiðablik fór alla leið og varð meistari á sínu fyrsta ári vorið 1995. Bæði lið Hauka og Grindavíkur þurfa að gera það sem hefur ekki gerst áður í vetur, Haukar þurfa að verða fyrsta liðið sem vinnur Keflavík á þeirra heimavelli í vetur (15 heimasigrar í röð) og Grindavík þarf að vinna sinn fyrsta sigur í DHL-Höllinni þar sem liðið hefur tapað öllum þremur leikjum sínum í vetur með átta stigum eða meira. Ef litið er á söguna þá er útlitið ekki bjart fyrir lið Hauka og Grindavíkur því aðeins einu sinni í sextán ára sögu úrslitakeppni kvenna hefur lið unnið einvígi eftir að hafa lent 0-2 undir. Það var lið KR í úrslitaeinvíginu vorið 2002. KR tapaði þá fyrstu tveimur leikjunum í framleng- ingu en vann síðan þrjá leiki í röð. Í þessu liði KR var ein- mitt Hildur Sigurðardóttir sem er í ólíkri stöðu nú 2-0 yfir á móti bikarmeisturum Grinda- víkur. Þetta er í 13. og 14. sinn sem lið komast í þessa slæmu stöðu og níu af 12 liðum hafa tapað þriðja leiknum í röð og dottið úr keppni. Tvö lið hafa unnið þriðja leikinn en tapað síðan þeim fjórða og umrætt KR-lið er síðan eina liðið sem hefur komið til baka og unnið þrjá leiki í röð. Kesha Watson hefur verið frábær í fyrstu tveimur leikjum Keflavíkur og Hauka en hún hefur skorað 32 stig og gefið 8,5 stoð- sendingar að meðaltali auk þess að setja niður tíu af 16 þriggja stiga skotum sínum. Keflavík er búið að skora 60 fleiri stig úr þriggja stiga skotum en Haukar, þar af setti liðið niður 51,9 pró- sent af 27 þriggja stiga skotum sínum í síðasta leik. Hildur Sigurðar- dóttir, fyrirliði KR, hefur verið frá- bær í fyrstu tveimur leikjum KR og Grindavíkur en hún hefur skorað 23,0 stig, tekið 13,0 fráköst og gefið 8,5 stoðsendingar að meðaltali í þeim. Það er mikill munur á leikstjórn- endum liðanna því á sama tíma hefur Joanna Skiba aðeins skorað 9,5 stig að meðaltali og bara hitt úr sjö af 30 skotum sínum. Grindavíkurliðið er með betri skotnýtingu en KR í þessum leikjum en hefur engu síður átt litla möguleika í báðum leikjum þar sem KR er búið að taka 32 fleiri fráköst en Grindavík, þar af 24 fleiri í sókn. ooj@frettabladid.is HÆSTA FRAMLAGIÐ: Leikir Hauka og Keflavíkur: TaKesha Watson, Keflavík 37,0 Telma Björk Fjalarsdóttir, Haukar 27,5 Susanne Biemer, Keflavík 24,0 Victoria Crawford, Haukar 23,5 Birna Valgarðsdóttir, Keflavík 19,0 Unnur Tara Jónsdóttir, Haukar 16,0 Kristrún Sigurjónsdóttir, Haukar 15,5 Hanna Hálfdanardóttir, Haukar 11,0 Margrét Kara Sturludóttir, Keflavík 9,0 Ragna Margrét Brynjarsd., Haukar 9,0 Leikir KR og Grindavíkur: Tiffany Roberson, Grindavík 28,0 Hildur Sigurðardóttir, KR 24,0 Candace Futrell, KR 22,0 Sigrún Ámundadóttir, KR 14,5 Guðrún Gróa Þorsteinsdóttir, KR 14,0 Petrúnella Skúladóttir, Grindavík 12,0 Guðrún Ósk Ámundadóttir, KR 10,0 Helga Einarsdóttir, KR 10,0 Íris Sverrisdóttir, Grindavík 9,0 Jovana Lilja Stefánsd., Grindavík 9,0 Joanna Skiba, Grindavík 9,0 Aðeins eitt lið hefur komið til baka Haukar og Grindavík eru 13. og 14. liðið sem lendir 0-2 undir í úrslitakeppni í körfubolta og aðeins eitt af tólf liðum í þessari stöðu hefur komið til baka í sögunni. Þriðji leikur beggja einvíga fer fram í kvöld. Í STUÐI Kesha Watson hefur verið í miklu stuði með Keflavík gegn Haukum. FRÉTTABLAÐIÐ/ ANTON FRÁBÆR Hildur Sigurðardótt- ir hefur leikið frábærlega með KR gegn Grindavík. FRÉTTABLAÐIÐ/ARN- ÞÓR KÖRFUBOLTI Úrslitakeppni 1. deildar karla hefst í kvöld en liðin í 2. til 5. sæti deildarkeppninnar keppa þar um að fylgja Breiða- blik upp í Iceland Express- deildina. FSu og Haukar mætast í öðru einvíginu en Valur og Ármann/Þróttur í hinu. FSu er sigurstranglegra gegn Haukum en FSu hefur unnið fjóra síðustu leiki sína með 27 stigum að meðaltali eða eftir að liðið fékk til sín Sævar Sigurmundsson. Það er meiri spenna í hinu einvíginu þar sem miklar breytingar hafa orðið á liði Ármanns/Þróttar á síðustu vikum. Liðið hefur fengið Pétur Ingvars- son inn sem þjálfara og þá verður George Byrd með því í úrslita- keppninni sem er mikill liðstyrk- ur. Pétur hefur stjórnað liðinu í tveimur leikjum og byrjunin lofar góðu en liðið hefur unnið þá með samtals 66 stigum og skorað í þeim 109 stig að meðaltali í leik. Valsmenn eru í úrslitakeppn- inni fimmta árið í röð og því ljóst að menn á Hlíðarenda eru orðnir þreyttir á að bíða eftir því að liðið komist aftur upp í úrvalsdeild. Valur vann báða leiki liðanna með einu stigi og það stefnir því í æsispennandi einvígi milli þessara liða. - óój Úrslitakeppni 1. deildar karla: Fjögur lið berj- ast um eitt sæti UPP Í FYRRA Stjörnumenn fögnuðu eftir úrslitakeppnina 2007. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.