Fréttablaðið - 19.03.2008, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 19.03.2008, Blaðsíða 2
2 19. mars 2008 MIÐVIKUDAGUR Rakel, er þetta ekki Jónatan- bursti? „Hann er líka fínn fyrir Jesper og Kasper.“ Rakel Húnfjörð verslunarstjóri notar Jónatannbursta – tannbursta sem myndar jónir og þarf því ekki á tannkremi að halda. noatun.is LÉTTIR ÞÉR LÍFIÐ Gott á miðvikudegi Þú sparar 500 kr. 998 kr.kg. Laxaflök beinhreinsuð VINNUMARKAÐUR MATVÍS, Mat- væla- og veitingafélag Íslands, hefur tekið tvo Kínverja af fimm, sem störfuðu á The Great Wall við Vesturgötu 6-8 í Reykjavík, undir sinn verndarvæng, útvegað þeim atvinnu og húsnæði en talið er að þeir hafi ekki fengið greitt sam- kvæmt kjarasamningum og verið látnir búa í risi fyrir ofan veit- ingastaðinn í trássi við reglur. Grunur leikur á að mansal hafi tengst staðnum og hótanir verið notaðar til að þagga niður í fólki. Níels S. Olgeirsson, formaður MATVÍS, segir að sótt hafi verið um atvinnuleyfi fyrir fimm kín- verska matreiðslumenn í fyrra. Gögn um menntun hafi verið í samræmi við kröfur en síðan hafi heyrst að ekki hafi verið greitt samkvæmt samningum. „Við fórum með túlki á staðinn og gerðum grein fyrir réttarstöðu fólks og létum þýða fyrir okkur launaseðla á kínversku til að sýna. Tveir af þeim sem þarna voru fóru þá að tala við okkur en annars þorði fólkið ekkert að segja. Við ræddum líka við eigendur og framkvæmdastjóra og gerðum þeim grein fyrir leikreglunum og sögðum að launin ættu að fara inn á banka en þeir þóttust hafa borg- að fólkinu í peningum,“ segir hann. Níels óttast að Kínverjarnir hafi komið til Íslands í gegnum man- sal, þau hafi borgað fyrir að fá að koma til landsins og þurfi að borga tíund af launum sínum því annars sé „haft í hótunum við fólkið. Þau eiga fjölskyldur heima í Kína og þora varla að hreyfa sig af ótta við að eitthvað komi fyrir,“ segir Níels og telur hugsanlegt að fyrirtækið, eða milligöngumaður, fái allt upp í 10 milljónir fyrir kokkana fimm auk fastagjalds af launum þeirra. Yngvi Helgason er nýtekinn við framkvæmdastjórastarfi á The Great Wall en móðir hans, Helga Halldórsdóttir, keypti nýverið hlut í staðnum. Yngvi segir að tveir Kínverjar sem hafi rekið staðinn áður hafi farið af landi brott eftir að móðir hans keypti. Þau viti ekk- ert um fyrri mál staðarins. Níels segir að Matvís hafi samið við fyrri stjórnendur um að greiða 50-100 þúsund krónur á mánuði á hvorn mann og setjast svo yfir málið í apríl. Vinnumálastofnun og heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur hafa fylgst með málinu. Útlend- ingadeild lögreglunnar fékk vitn- eskju um mál Kínverjanna í haust en ekki gögn um meint mansal fyrr en í vikunni enda er grunur um það nýkominn upp. ghs@frettabladid.is Grunur um mansal við Vesturgötuna Matvís hefur tekið tvo Kínverja, sem unnu á The Great Wall á Vesturgötu, undir sinn verndarvæng þar sem þeir hafa ekki fengið greitt samkvæmt samningum. Grunur leikur á að Kínverjarnir hafi komið til landsins í gegnum mansal. SKOÐAR MÁL KÍNVERSKRA KOKKA MATVÍS hefur haft mál tveggja af fimm kínversk- um kokkum á veitingastaðnum The Great Wall til skoðunar en talið er að Kínverjarnir hafi ekki fengið greidd laun samkvæmt kjarasamningum. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI ÞÝSKALAND Svarti svanurinn í Þýskalandi sem komst í heims- fréttirnar fyrir tveimur árum eftir að hafa fellt hug til hjólabáts úr plasti sem er í laginu eins og svanur hefur nú fundið raunveru- lega ást. Svanurinn sem þýskir fjölmiðl- ar nefndu Svörtu-Petru varð fræg ásamt hjólabátnum í dýragarði í Berlín þar sem þau eyddu einum vetri saman. Í gær bárust þær gleðifréttir að Svarta-Petra væri nú orðin ástfangin af hvítum svani af holdi og blóði og væru þau í óða önn að útbúa hreiður saman. Sá galli er þó á gjöf Njarðar að svartir og hvítir svanir geta ekki fjölgað sér en það setur Svarta-Petra ef til vill ekki fyrir sig eftir ástarsamband sitt við hjólabátinn. - kdk Svarta-Petra finnur nýja ást: Álft segir skilið við hjólabát ERU SKILIN AÐ SKIPTUM Svarta-Petra er nú ástfangin af hvítum svani af holdi og blóði. MYND/NORDICPHOTOS,AFP LÖGREGLUMÁL Sex drengir á aldrinum fjórtán til sautján ára hafa kært ökukennara í Reykjavík fyrir kynferðislega misnotkun. Umræddur ökukennari er ekki að störfum lengur, samkvæmt upplýsingum Fréttablaðsins. Kynferðisbrotadeild lögreglunnar á höfuðborgar- svæðinu hefur rannsakað málið undanfarna mánuði og er sú rannsókn á lokasprettinum. Friðrik Smári Björgvinsson aðstoðaryfirlögregluþjónn staðfesti í gær að rannsókn þessa máls væri á lokastigi og færi innan tíðar til embættis ríkissaksóknara. Samkvæmt upplýsingum Fréttablaðsins voru eldri drengirnir að læra á bíl hjá manninum en hinir yngri voru að læra á skellinöðru. Hið meinta athæfi mannsins gagnvart drengjunum stóð yfir um nokkurt skeið. Það var ekki fyrr en að einn drengur- inn steig fram og greindi frá meintri misnotkun að málið varð uppvíst og fleiri komu á eftir. Grunur leikur á að maðurinn hafi brotið gróflega gegn að minnsta kosti sumum drengjanna. Að rannsókn lokinni verður málið sent til embætt- is ríkissaksóknara þar sem tekin verður ákvörðun um hvort maðurinn verður ákærður eður ei. - jss Í UMFERÐINNI Drengirnir sem kærðu voru í ökukennslu hjá manninum sem nú hefur látið af því starfi. Lögregla rannsakar meinta kynferðislega misnotkun á 14 til 17 ára drengjum: Ökukennari grunaður um misnotkun á sex nemendum UMHVERFISMÁL Um 1,8 milljónir tonna eru eftir af losunarheimild- um á koltvísýringi sem úthlutað var síðastliðið haust. Norðurál sótti um 637 þúsund tonna kvóta fyrir álver í Helguvík eða um þriðjung þess sem afgangs er. Í tilkynningu frá Norðuráli vilja forráðamenn fyrirtækisins leiðrétta þann misskilning að álver í Helgu- vík hindri framgang annarra verk- efna vegna losunarheimilda. „Við viljum benda á að við erum bara að taka þriðjung af þessum kvóta þannig að við útilokum engin önnur verkefni,“ segir Ágúst Hafberg, framkvæmdastjóri viðskiptaþróun- ar og samskipta hjá Norðuráli. „Vandamálið er ekki heildarheim- ildirnar fyrir 2008 til 2012. Heldur ef farið verður fram úr meðaltals- heimildinni á síðasta árinu,“ segir Helgi Hjörvar, formaður umhverf- isnefndar Alþingis. Segir hann við- búið að heimildir Íslands minnki eftir 2012 því iðnríkin þurfi að draga úr sinni losun. „Það kann þess vegna að vera að fyrsti áfangi í Helguvík gæti, eftir þeim lögum sem síðasta ríkisstjórn setti, fengið heimildir fyrsta árið. En það er alger óvissa um framhaldið.“ Ágúst segir áætlað að hefja rekst- ur álvers í Helguvík seinni hluta árs 2010. Aðspurður hvað gerist eftir 2012 segir Ágúst: „Við vitum ekki meira en aðrir um það en væntum þess að íslensk stjórnvöld tryggi hagsmuni Íslands í þessu máli.“ - ovd Segja álver í Helguvík nýta um þriðjung þess sem eftir er af losunarheimildum: Alger óvissa um framhaldið HELGUVÍK Forráðamenn Norðuráls áætla að hefja rekstur álvers í Helguvík síðla árs 2010. MYND/ODDGEIR KARLSSON SJÁVARÚTVEGUR Fimm loðnuskip voru að veiðum út af Snæfellsnesi í gær en engin ummerki sáust um vestangöngu líkt og menn gerðu sér vonir um í fyrradag þegar áhöfnin á Sighvati Bjarnasyni VE fékk um 400 tonn af loðnu sem enn átti nokkuð eftir í hrygningu. „Það er ekkert að hafa og ekkert sem bendir til þess að það sé nokkur loðna hérna,“ sagði Guðmundur Sveinbjörnsson, skipstjóri á Krossey SF. „Við höfum ekki einu sinni kastað.“ Þorsteinn Sigurðsson, sviðs- stjóri nytjastofnasviðs Hafrann- sóknastofnunar, segir að þar séu menn tilbúnir að fara í rann- sóknaleiðangur ef eitthvað bóli á nýjum torfum. - jse Loðnuvertíðinni lokið: Engin ný ganga Þau eiga fjölskyldur heima í Kína og þora varla að hreyfa sig af ótta við að eitthvað komi fyrir. NÍELS SIGURÐUR OLGEIRSSON FORMAÐUR MATVÍS KJARAMÁL „Ég treysti stjórnend- um Landspítalans fyllilega til að taka ákvörðun um þetta mál,“ segir Guðlaugur Þór Þórðarson heilbrigðisráð- herra um deilur sem skapast hafa milli geislafræðinga, svæfingar- og skurðhjúkrun- arfræðinga við stjórnendur spítalans vegna breytinga á vaktafyrir- komulagi sem tók gildi um mánaðamót. Stór hluti starfsmanna þessara stétta hefur ákveðið að segja starfi sínu lausu og ætlar að láta af störfum frá og með 1. maí. Erla Björk Birgisdóttir, trúnaðarmað- ur skurðhjúkrunarfræðinga, segir aðeins tvennt í stöðunni, að semja eða setja lög á stéttirnar sem skikka starfsmenn til að vinna þrjá mánuði til viðbótar við uppsagnarfrestinn. - kdk Kjaradeila á Landspítalanum: Ekkert þokast í kjaraviðræðum GUÐLAUGUR ÞÓR ÞÓRÐARSON Ók á hús á Akranesi Ökumaður ók á hús sem hýsir skemmtistaðinn Breiðina á Akranesi í gærmorgun. Var hann fluttur á sjúkra- húsið á Akranesi til aðhlynningar en meiðsl hans voru minni háttar. Er hann grunaður um akstur undir áhrif- um fíkniefna. Málið er í rannsókn. LÖGREGLUFRÉTTIR HEILBRIGÐISMÁL Þrjár af hverjum fjórum konum fæddu á Landspítal- anum árið 2006 og langflestar konur fæddu í heimabyggð. Þetta kom fram í svari Guðlaugs Þórs Þórðarsonar heilbrigðisráðherra við fyrirspurn Birkis Jóns Jónssonar, þingmanns Framsókn- arflokksins. 3.999 börn fæddust á árinu, 3.038 á Landspítalanum, 308 á sjúkrahúsinu á Akureyri, 238 á sjúkrahúsinu Akranesi, 150 á Suðurnesjum og 144 á Selfossi. Annars staðar voru fæðingar mun færri. Einnig kom fram að aðeins 500 konur fæddu utan þess svæðis þar sem þær eiga lögheimili. - jse Heilbrigðisráðherra: Flestar fæða í heimabyggð SPURNING DAGSINS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.