Fréttablaðið - 19.03.2008, Blaðsíða 61

Fréttablaðið - 19.03.2008, Blaðsíða 61
MIÐVIKUDAGUR 19. mars 2008 41 Hljómsveitin The Raconteurs, með Jack White úr The White Stripes í broddi fylkingar, gefur út sína aðra plötu 25. mars. Tilkynnt var um plötuna á heimasíðu sveitar- innar á mánudag og því er fyrir- varinn í meira lagi skammur. Platan nefnist Consolers of the Lonely og kemur út á sama tíma í búðum og á netinu. „Við vildum prófa að gefa út plötu sem kæmi út alls staðar á sama tíma og reyna eftir það að markaðssetja hana og kynna. Við viljum ekki að þessi plata verði dæmd eftir því hvernig hún selst fyrstu vikuna eða hvern- ig dóma hún fær áður en fólk nær að hlusta á hana,“ sagði á heima- síðu sveitarinnar. „Við viljum líka að fólk geti ráðið því strax hvernig það hlusti á plötuna í stað þess að það þurfi að bíða eftir því að hún komi út í sínu uppáhalds formi.“ The Raconteurs ætlar í tónleika- ferð um Bandaríkin í vor til að fylgja plötunni eftir, auk þess sem hún spilar á tónlistarhátíðum í Bretlandi og í Noregi í sumar. Plata í næstu viku THE RACONTEURS Hljómsveitin The Raconteurs gefur á næstunni út sína aðra plötu. Kvikmyndaleikstjórinn Einar Þór Gunnlaugsson frumsýndi í síðustu viku kvikmyndina Heiðina en ætlar sér að staldra stutt við á Íslandi. Hann er á leiðinni til Mið-Ameríkuríkisins Níkaragva þar sem hann vann í byggingarvinnu þegar Daniel Ortega og svokallaðir Contra-skæruliðar börðust um völdin í landinu í blóðugri styrjöld fyrir tuttugu árum. Einar hefur eiginlega búið í hálfgerðri ferðatösku að undanförnu, lagði lokahönd á myndvinnslu Heiðarinnar í Wales og Danmörku og var þar áður í Níkaragva þegar hann endurnýjaði kynnin við land og þjóð eftir tuttugu ára fjarveru. „Ég fór þangað ásamt félaga mínum og við nýttum ferðina til að keyra um sveitirnar sem við máttum ekki á sínum tíma vegna stríðsá- standsins,“ segir Einar sem ætlar engu síður að fara aftur í apríl. „Mér fannst ég ekki alveg ná að kveða niður gamla drauga,“ segir Einar og hlær, bætir því síðan við að húsið sem þeir byggðu fyrir tveimur áratugum hafi verið komið í eigu vellauðugs Kínverja. Sem segi sitthvað um þróunina þar. „Þegar við vorum þarna voru búðirnar hálftómar, hægt að fá grófan klósettpappír og hrísgrjón í pokum. Í dag er þarna allt til alls og meira að segja hægt að kaupa Snickers í stórmörkuðum,“ segir Einar. Íslendingar hafa undanfarin ár sinnt miklu þróunarstarfi í Níkaragva og Einar útilokar ekki að hann vilji taka þátt í því með einhverjum hætti. „Við fórum þangað á sínum tíma til að bjarga heiminum en ég get ekki betur séð en að okkur hafi mistekist þannig að það má alltaf gera betur,“ segir Einar en hann er nú að klára heimildarmynd um byggð á Vestfjörðum sem ætti að koma fyrir augu almennings á næstu misserum. - fgg Leikstjóri fer til Níkaragva HUGSJÓNIR Einar Þór frumsýndi kvikmynd í síðustu viku en er á leiðinni til Níkaragva til að kveða niður gamla drauga. Fjórar kvikmyndir verða frumsýndar í kvikmyndahúsum borgarinnar yfir páskana. Þar ber hæst spennumyndin In Bruges sem skartar Colin Farrell og Ralph Fiennes í aðalhlutverkum. Myndin segir frá tveimur leigumorðingjum sem er falið smá verkefni í Brussel. Ferðin snýst hins vegar upp í smá frí þegar verkið dregst aðeins á langinn en sá tími sem félagarnir eyða með hvor öðrum verður alltaf eldfimari og eldfimari. Af öðrum kvikmyndum sem verða frumsýndar um helgina má nefna spennutryllinn Shutter með Joshua Jackson úr Dawsons Creek í aðalhlutverki og Spider- wick Chronicles. Þar að auki verður kvikmyndin Hannah Montana sem skartar bandarísku unglingastjörnunni Miley Cyrus í aðalhlutverki. Hátíð í kvik- myndahúsum LEIGUMORÐINGI Colin Farrell leikur leigumorðingja í kvikmyndinni IN Bruges. Fyrsta plata bresku söngkonunn- ar Duffy, Rockferry, kemur út hérlendis 7. apríl. Platan kom út í Bretlandi fyrir stuttu og fór beint á toppinn. Seldist hún sex sinnum meira en platan sem varð í öðru sæti. Hefur fyrsta smáskífulagið Mercy jafnframt setið í fjórar vikur á toppi breska vinsældalist- ans. Duffy var uppgötvuð árið 2004 af Jeannette Lee, sem í dag er umboðsmaður hennar. Jeannette kom fljótlega á sambandi við Bernard Butler, fyrrum gítarleik- ara Suede, og stjórnaði hann upptökum á Rockferry ásamt því að semja fjögur lög á plötunni með Duffy. Fyrsta platan frá Duffy DUFFY Breska söngkonan Duffy gefur á næstunni út sína fyrstu plötu. Komið er út heildarsafn með Þursaflokknum sem inniheldur allar fjórar plötur sveitarinnar ásamt aukaplötu með fimm lögum af plötunni sem aldrei kom „Ókomin forneskjan“. Þá er að finna lög af tónleikum sveitarinnar frá ýmsum tímum. Allar plöturnar hafa verið settar í nýjan búning í tilefni útgáfunnar, bæklingar og kápa innihalda áður óbirtar myndir og sögu Þursaflokksins. Hinn íslenzki Þursaflokkur Þursabit Á hljómleikum Gæti eins verið... Ókomin forneskjan - 1984 af plötunni sem aldrei kom - og fleiri hljóðrit frá horfnum tíma
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.