Fréttablaðið - 19.03.2008, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 19.03.2008, Blaðsíða 12
12 19. mars 2008 MIÐVIKUDAGUR FRAM FRAM FYLKING Benedikt XVI páfi heldur á krossstaf í broddi fylking- ar trúaðra sem gekk um götur Rómar fyrir pálmasunnudagsmessu páfa á Péturstorginu. FRÉTTABLAÐIÐ/AP FERÐALAG ER ÞROSKANDI FERMINGARGJÖF GJAFABRÉFIÐ GILDIR SEM GREIÐSLA UPP Í FLUGFAR MEÐ ICELANDAIR ÞÚ VELUR UPPHÆÐINA + Pantaðu fermingargjöfina á icelandair.is/gjafabref Gjafabréf gildir í tvö ár frá útgáfudegi. W W W. I C E L A N DA I R . I S HUGURINN BER ÞIG AÐEINS HÁLFA LEIÐ ÍS L E N S K A S IA .I S I C E 4 15 30 03 /0 8 MÓTMÆLI „Ég ætla að kíkja hérna við á hverjum degi með eitt kerti eða bréf til að láta þá vita að ég veit hvað er í gangi,“ segir Birgitta Jóns- dóttir rithöfundur um mótmæli sín fyrir utan kínverska sendiráðið í Reykjavík. Birgitta segir engin skipuleg mótmæli vera fyrir utan sendiráð- ið. „Ég ætla að koma hingað þar til kínversk stjórnvöld hleypa alþjóð- legum fjölmiðlum inn í Tíbet og þangað til þeir leyfa alþjóðlega rannsókn á því hvað varð um þessa mótmælendur sem hafa verið hand- teknir.“ Birgitta furðar sig á afskiptum lögreglunnar af mótmælendum. „Við vorum búin að vera hérna í fimm mínútur þegar lögreglan kom. Hún kemur hérna á um hálftíma til klukkutíma fresti en þessir komu sérstaklega til að hitta okkur.“ Segir hún lögreglumenn hafa viljað fá kennitölur mótmælenda og að sjá skírteinin þeirra. „Maður hlýtur að eiga rétt á að mótmæla án þess að þurfa að ganga með skilríki.“ „Ég þekki ekki þetta einstaka til- vik en lögregla spyr fólk oft um deili á því,“ segir Árni Þór Sig- mundsson aðstoðaryfirlögreglu- þjónn. Árni Þór segir fólki ekki skylt að bera skilríki. En fólki beri skylda til að gera lögreglu grein fyrir sér ef spurt er að nafni og beðið um per- sónulegar upplýsingar. - ovd Mótmæli við sendiráð Kína vegna Tíbet: Furðar sig á afskipt- um lögreglunnar MOSKVA, AP Rússneski utanríkis- ráðherrann Sergei Lavrov sagði í gær að ríkisstjórnir Rússlands og Bandaríkjanna greindi enn á um eldflaugavarnir í Evrópu, en bandaríski varnarmálaráðherr- ann Robert Gates sagði á sama blaðamannafundi í Moskvu að eldflaugavarnakerfið myndi „ekki vera nein ógn“ við Rúss- land. Gates og kollegi hans úr Banda- ríkjastjórn, Condoleezza Rice utanríkisráðherra, áttu í gær við- ræður við ráðamenn í Moskvu um þetta deiluefni sem rússneskir ráðamenn, þar á meðal Vladimír Pútín forseti, hafa notað stór orð um á síðustu misserum. Lavrov sagði á blaðamanna- fundinum að Rússar litu enn svo á að í áformum Bandaríkjamanna um að setja upp búnað fyrir hnatt- rænt eldflaugavarnakerfi sitt í Mið-Evrópu fælist „áhætta“ fyrir Rússland. En bæði Lavrov og Rice lýstu trú á að ráðamenn í Moskvu og Washington myndu halda áfram að ræða þetta og önnur mál á uppbyggilegum nótum. „Þegar okkur greinir á getum við rætt málin í andrúmslofti gagnkvæmrar virðingar,“ sagði Rice. Gates sagði Bandaríkjastjórn hafa „teygt sig ansi langt“ til að fullvissa Rússa um að þeim staf- aði engin ógn af kerfinu. „Ég myndi segja að þeir hafi hlustað grannt,“ sagði Gates um viðbrögð viðmælenda bandarísku sendinefndarinnar í Kreml við því sem hún hafði fram að færa í málinu. Fyrir fundinn með ráðamönn- um í Moskvu átti Rice morgun- verðarfund með völdum fulltrú- um stjórnmálaafla í Rússlandi sem ekki eiga aðild að ríkisstjórn- inni. Garrí Kasparov, fyrrverandi heimsmeistari í skák sem er aðal- talsmaður bandalags stjórnar- andstöðuflokka í Rússlandi, greindi frá því í gær að sér hefði ekki verið boðið til þessa fundar með bandaríska utanríkisráð- herranum. Að minnsta kosti tveir fulltrúar stjórnarandstöðuflokka voru á honum, en enginn af þekkt- ustu gagnrýnendum Pútíns og stjórnarhátta hans. Kasparov hefur hvatt Bandaríkjastjórn til að vera gagnrýnni í umgengni sinni við ríkisstjórn Pútíns. audunn@frettabladid.is Enn ósætti um eldflaugavarnir Ráðherrar Bandaríkjanna og Rússlands reyndu að jafna ágreining um eldflaugavarnir í Evrópu á fundi í Moskvu í gær. Viðræðurnar þykja framfaramerki. RÆÐA ÁGREINING Robert Gates, Condoleezza Rice og Sergei Lavrov á blaðamanna- fundi í Moskvu í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/AP BRUSSEL, AP Talsmenn stjórnmála- flokka bæði úr flæmsku- og frönskumælandi hlutum Belgíu tilkynntu í gær að þeir hefðu náð samkomulagi um að mynda nýja ríkisstjórn. Þar með bundu þeir enda á pólitíska pattstöðu sem varað hafði í níu mánuði, eða allt frá því þingkosningar fóru fram í júní í fyrra. Þessi pattstaða, sem orsakaðist fyrst og fremst af ólíkum hug- myndum Flæmingja og Vallóna um það hversu langt skyldi ganga í að færa völd frá sambandsríkis- stjórninni til landshlutastjórnanna, vakti vangaveltur um að belgíska konungsríkið kynni að leysast upp. Yves Leterme, leiðtogi flæmskra kristilegra demókrata, tilkynnti um samkomulagið í gærmorgun, eftir lokalotu viðræðna sem alls fimm flokkar komu að og stóð fram á morgun. Búist er við að Leterme taki við af Guy Leterme, sem farið hefur fyrir bráðabirgða- ríkisstjórnini, strax á skírdag, er samsteypuflokkarnir fimm og meirihluti þingsins hafa samþykkt stjórnarsáttmálann. - aa Endir bundinn á níu mánaða pólitíska pattstöðu í Belgíu: Ný stjórn tekur við á skírdag NÝ STJÓRN Yves Leterme, verðandi forsætisráðherra, er hér annar f.v. ásamt fleiri flokksforkólfum sem tóku þátt í stjórnarmyndunarviðræðunum. NORDICPHOTOS/AFP LÖGREGLUMÁL Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu fékk tilkynningar um tíu líkamsárás- ir um síðustu helgi. Voru þær nær allar minni háttar en nokkrir þurftu samt að leita á slysadeild vegna smá- skurða og minni háttar meiðsla. Meðal þeirra sem leita þurftu á slysadeild var karlmaður sem fór í sjómann á öldurhúsi í miðbæ Reykjavíkur. Sá sem tapaði tók því illa og svaraði fyrir sig með því að slá hann. Af þessum tíu líkamsárásum áttu þrjár sér stað utan miðborgar- innar, þar af ein í heimahúsi. - ovd Tíu líkamsárásir um helgina: Sleginn eftir sig- ur í sjómanni ÍSRAEL, AP Angela Merkel, kanslari Þýskalands, braut blað í sögu Ísra- elsþings er hún ávarpaði það í gær, fyrst erlendra ríkisstjórnar- leiðtoga sem ekki er jafnframt þjóðhöfðingi. Merkel hóf mál sitt á setningu á hebresku, þar sem hún þakkaði þingheimi fyrir að leyfa sér að tala á móðurmáli sínu. „Þýskaland og Ísrael eru og munu ætíð verða tengd með sérstökum hætti í gegn- um minninguna um helförina,“ sagði hún síðan. Kanslarinn árétt- aði að Þýskaland yrði ávallt skuld- bundið til að taka þátt í að tryggja öryggi gyðingaríkisins, sem minn- ist þess nú að 60 ár eru frá stofnun þess. - aa Tímamót á Ísraelsþingi: Merkel í Knesset MERKEL Í PONTU Fáeinir þingmenn sniðgengu ræðuna í mótmælaskyni. FRÉTTABLAÐIÐ/AP Doktor Anna formaður Doktor Anna Agnarsdóttir prófessor hefur verið skipuð formaður úthlutun- arnefndar fræðimannsíbúðar Jóns Sigurðssonar í Kaupmannahöfn. Með henni í nefndinni eru doktorarnir og rektorarnir Ágúst Einarsson á Bifröst og Kristinn Ólafsson í Skálholti. ALÞINGI Ók of hratt á Eyrarbakkavegi Lögreglan á Selfossi tók ökumann um klukkan hálf tólf í gærmorgun á Eyrarbakkavegi. Mældist bíll manns- ins á 137 kílómetra hraða þar sem hámarkshraði er 90. Má hann búast við um 90 þúsund króna sekt. Árekstur á Reykjanesbraut Tveir bílar rákust saman á gatnamót- um Reykjanesbrautar og Grænásvegs við Njarðvík í hádeginu í gær. Var öku- maður annarrar bifreiðarinnar fluttur með minni háttar meiðsl í sjúkrabíl á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja. Hinn ökumaðurinn slapp án meiðsla. LÖGREGLUFRÉTTIR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.