Fréttablaðið - 19.03.2008, Blaðsíða 58

Fréttablaðið - 19.03.2008, Blaðsíða 58
38 19. mars 2008 MIÐVIKUDAGUR Eins og kunnugt er fagnaði Sálin hans Jóns míns tuttugu ára starfsafmæli hinn 10. mars síðastliðinn. Af því tilefni voru haldnir stórtónleikar í Laugar- dalshöllinni og heildarverk sveitarinn- ar fram að þessu kom út í tveimur köss- um sem hér eru til umfjöllunar. Kassi 1 hefur að geyma sex plötur: Syngjandi sveittir sem kom upphaflega út árið 1988, Hvar er draumurinn (1989), Sálin hans Jóns míns (1991), Garg (1992), Þessi þungu högg (1992) og Sól um nótt (1995). Í kassa 2 eru sjö plötur: 12. ágúst 1999 fá því ári, Annar máni (2000), Log- andi ljós (2001), Vatnið (2003), Undir þínum áhrifum (2005) og Lifandi í Laug- ardalshöll (2006). Og ein ný plata, Arg, en á hana hefur verið safnað þeim Sál- arlögum af safnplötum sem ekki voru á Garg-inu. Sálin var stofnuð til að spila soul-tón- list að undirlagi þeirra Jóns Ólafssonar píanóleikara og Rafns Jónssonar trommuleikara úr Bítlavinafélaginu. Þeir fengu til liðs við sig þá Guðmund Jónsson gítarleikara, Harald Þorsteins- son bassaleikara og Stefán Hilmarsson söngvara. Sveitin hóf ferilinn með því að flytja þekkta soul-slagara í bland við frumsamin soul-skotin popplög, en eftir að þeir Jón og Rafn höfðu sagt skilið við hana þróaðist Sálin yfir í poppsveit sem gerði út á dansleikja- og sveitaballa- markaðinn og spilaði frumsamda tón- list, aðallega eftir Guðmund. Á svipuð- um tíma komu fram fleiri metnaðarfull dansleikjabönd sem lögðu mesta áherslu á frumsamið efni, þeirra fremst SSSól og Nýdönsk. Þróun og metnaður Sálin varð fljótlega ein vinsælasta hljómsveit landsins og sendi frá sér hvern smellinn á fætur öðrum. Hún hefur starfað með hléum og nokkrum mannabreytingum í þessi tuttugu ár sem eru liðin frá því að hún steig á svið í fyrsta sinn og á þeim tíma hefur henni tekist að halda sér á meðal vinsælustu hljómsveita landsins. Tónlistin hefur þróast mikið eins og maður heyrir þegar maður hlustar á plöturnar í kössunum tveimur í tímaröð. Sálin í kassa 1 er ofur hresst stuðband á meðan Sálin í kassa 2 er orðin yfir- vegaðri, fágaðri og fullorðinslegri. Þessi þróun og sá metnaður sem hefur einkennt þau verkefni sem Sálin hefur tekið sér fyrir hendur skýrir óslitnar vinsældir hljóm- sveitarinnar ásamt þeirri stað- reynd að Guðmundur Jónsson er einn af bestu lagahöfundum íslenskrar poppsögu og Stefán Hilmarsson hefur vaxið stöðugt bæði sem söngvari og textasmiður. Það er erfitt að gera upp á milli kass- anna tveggja. Í báðum þeirra eru frá- bærar plötur þó að meðalgæðin séu sennilega hærri í seinni kassanum. Fyrsta platan Syngjandi sveittir er ekki upp á marga fiska í heildina. Útgáfurn- ar af gömlu soul-slögurunum sem eru á henni eru til dæmis afleitar, en frum- sömdu lögin, sérstaklega Á tjá og tundri eru fyrirboði um það sem koma skal. Strax á annarri plötunni Hvar er draum- urinn er sveitin orðin mjög góð og þriðja platan sem heitir einfaldlega Sálin hans Jóns míns er afbragð. Á næstu plötu, hinni rokkuðu Þessi þungu högg samdi hljómsveitin öll lögin í sam- einingu. Mér finnst hún nú aldrei hafa 20 ára farsæll ferill í tveimur kössum TÓNLIST Vatnaskil 1988- 2008 Sálin hans Jóns míns ★★★★ Vatnaskil 1988 – 2008 er vel heppnað heild- arsafn af útgefnu efni Sálarinnar hans Jóns míns. Vel unnið og glæsilegt. TVÍTUG STÓRSVEIT Stefán Hilmarsson og Jens Hansson í Laugardalshöll um liðna helgi. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL virkað almennilega þrátt fyrir ágæta spretti. Safnplatan Garg er svo hrein snilld, enda eru Sódóma, Ábyggilega, Neistinn og Krókurinn öll á henni. Sól um nótt er svo alveg þokkaleg. Í seinni kassanum eru þrjár stúdíó- plötur, Annar máni, Logandi ljós og Undir þínum áhrifum sem allar standa vel fyrir sínu og svo þrjá tónleikaplötur. 12. ágúst 1999 er órafmögnuð, Vatnið eru tónleikar með Sinfóníuhljómsveitinni og Lifandi í Laugardalshöll hefur að geyma mjög vel heppnaða tónleika Sálarinnar með Gospelkór Reykjavíkur. Hvar er óútgefna efnið? Það er greinilegt að hinn afar vel heppn- aði plötukassi Þursanna hefur verið hafður til hliðsjónar þegar Sálarsafnið var sett saman. Eins og hjá Þursum eru kassarnir sjálfir mjög veglegir og hönnun og frágangur er til fyrir- myndar. Stefán Hilmarsson rekur sögu sveitarinnar í textum sem prentaðir eru innan í umslag hverr- ar plötu fyrir sig og gerir vel. Fínn texti og skemmtilegur. Hljóðvinnsla hefur líka heppnast ágætlega. Það er samt eitt sem ég sakna. Þó að það sé ein áður óútgefin plata í kassa 2 þá eru á henni eintóm áður útgefin lög. Það hefði verið sterkur leik- ur að hafa eitthvað óútgefið efni með og bæta til dæmis aftan við hverja plötu fyrir sig. Þetta hefðu getað verið útvarps- eða sjónvarpsupptökur, ónotuð lög, dem- óupptökur eða tónleikaupptökur. Það eru þrír tónleikar í kassa 2, en þeir eru allir sérstök verkefni. Hvað með ekta Sálar- tónleika? Það hefði mátt finna til ein- hverjar vel heppnaðar upptökur frá þessum dæmigerðu Sálarböllum og skella tveimr eða þremur lögum aftan við einhverjar af stúdíóplötunum. Áður óútgefið efni hefði gefið kössunum meira gildi fyrir þá aðdáendur sem eiga allar plöturnar fyrir. Því verður samt ekki neitað að Vatna- skil 1988 – 2008 er mjög vel heppnað heildarsafn af útgefnu efni Sálarinnar. Glæsilegt og vel unnið. Trausti Júlíusson Flex Music heldur upp á þriggja ára afmæli sitt í kvöld með tónleikum breska plötusnúðarins D. Ramirez. Hann er á mála hjá útgáfufyrirtækinu Ministry of Sound og var valinn besti danstónlistarmaður Bretlands árið 2007 af tímaritinu DJ Magazine. „Það verður mikið lagt í kvöldið og við verðum með aukakerfi og aukaljós,“ segir Kiddi hjá Flex Music, sem hvetur alla þá sem hafa gaman af danstónlist til að mæta og skemmta sér. Flex Music ætlar einnig að flytja inn plötusnúðinn Eric Pritz á næstunni. Hann er goðsögn innan danstónlistargeirans, enda er hann sá eini í heiminum sem hefur fengið að endurhljóðblanda lög Pink Floyd. D. Ramirez í afmæli D. RAMIREZ D. Ramirez þeytir skífum á þriggja ára afmæli Flex Music.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.