Fréttablaðið - 19.03.2008, Blaðsíða 56

Fréttablaðið - 19.03.2008, Blaðsíða 56
36 19. mars 2008 MIÐVIKUDAGUR Nú þegar öll lögin 43 eru komin fram í Eurovision og búið er að draga um röð þeirra í keppninni er tímabært að líta yfir stöðuna. Mikill meirihluti laga er að vanda sunginn á ensku, 25 samtals. Fimm í viðbót eru svo bæði sungin á ensku og einhverju öðru tungumáli. Ellefu karlkyns sólósöngvarar verða í keppninni en að vanda er fjölmennasta tegund fulltrúa kvenkyns sólósöngvarar, 21 talsins. Blandaðir sönghóp- ar eru sex með Eurobandinu og restin er hljómsveitir. Óvenjuhátt hlutfall „flipp“-atriða verður í boði í ár. Átta atriði verða að teljast óvenjuleg og flippuð í ljósi sögunnar. Írar senda sem kunnugt er rammfalskan en eiturhressan kalkúna (eða öllu heldur leikara með kalkúnagrímu) og Bosnía og Hersegóvína sendir hálfgerðan óperu- rokkara sem treður upp með lifandi hænu. Eystrasaltslöndin eru í flippinu, Eistar senda grínhópinn Kreisiraadio sem syngur fíflalegt lag á serbnesku, ensku og þýsku og Lettar senda eiturpoppaða sjóræn- ingja. Búlgarar senda nokkuð töff lag með Deep Zone og Balthazar, þar er „skratsað“ vilt og gallið á plötuspilara, og hinn spænski Rodolfo Chikilicuatre er einskonar Eiríkur Fjalar með sniðugt lag. Finnar veðja enn á þungarokkið og senda hina ógnvekjandi Teräsbetoni og í flipp- deildina má líka setja belgísku þjóðlagasöngkonuna Ishtar sem syngur á bullmáli. folk@frettabladid.is ALLS EKKERT FLIPP Eurobandið getur sungið og er ekki með neitt flipp. Óvenjuhátt flipp-hlutfall Magnús Scheving er ný- kominn heim úr frægðarför frá Mexíkó. Latibær er nýjasta æðið hjá mexíkósku þjóðinni og forseti landsins er meðal dyggustu aðdá- enda íslenska sjónvarps- þáttarins. „Þetta var gríðarlega stór stund fyrir okkur og Latabæjar-verkefn- ið,“ segir Magnús Scheving sem skrifaði nýverið undir samning við mexíkóska útibú WalMart-verslun- arkeðjunnar um sölu á vörum tengdum íslenska sjónvarpsþætt- inum. WalMart í Mexíkó er stærsta fyrirtæki landsins með yfir eina og hálfa milljón starfsmanna. Forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, og Þorgerður Katrín Gunnarsdótt- ir menntamálaráðherra voru við- stödd undirritunina auk fulltrúa Útflutningsráðs Íslands. Samning- urinn er ógnarstór og mun að öllum líkindum opna fyrir Latabæ dyr hjá bandaríska móðurfyrirtækinu sem er eitt stærsta fyrirtæki heims. Magnús staðfestir að samn- ingaviðræður séu þegar í gangi við Bandaríkjamennina og að þeir samningar muni hugsanlega ganga í gegn áður en langt um líður. Enda hafi samningurinn við Mexíkó verið hluti af enn stærra ferli í samstarfinu við WalMart Inter- national. Samningurinn við WalMart í Mexíkó tryggir að vöru- merki Latabæjar verður áberandi í verslunum þess og munu meðal annars ávextir og aðrar heilsusam- legar vörur verða tengdar Latabæ með einum eða öðrum hætti. Þjóðhetja í landinu Sannkallað Latabæjaræði ríkir í Mexíkó. Svo mikill var hamagang- urinn að Magnús skyggði á sjálfan forsetann, Felipe Valderón, þegar hann snæddi með honum morgun- mat ásamt forseta Íslands og fríðu föruneyti. Valderón vildi reyndar sjálfur fá eiginhandaráritun hjá Magnúsi enda börnin hans þrjú miklir aðdáendur sjónvarpsþátt- anna. Jafnframt seldist hraðar upp á frumsýningu leiksýningarinnar LazyTown Live í höfuðborginni Mexiko City en á tónleika rokk- hljómsveitarinnar U2. Guðjón Svansson hjá Útflutningsráði Íslands varð vitni að þessu og sagði engu líkara en að Magnús væri þjóðhetja í Mexíkó. „Þessu er eig- inlega ekki hægt að lýsa með orðum, slíkar eru vinsældirnar. Allir þekktu Magnús og Latabæ, vildu komast nálægt honum og tala við hann,“ segir Guðjón. Í Mexíkó voru þar að auki lögð drög að samningi við stærsta mjólkurfyrirtæki Mexíkó. Hann gerir það að verkum að andlit Magnúsar í hlutverki Sportacusar mun prýða yfir hundruð milljón mjólkurferna þar í landi á næstu árum. Ferðalagið í Mexíkó gat einnig af sér aðra samninga, svo sem við stærsta sjónvarpsfyrir- tæki landsins, TeleVisa. Hljóp fyrir 25 milljónir punda Samningurinn við TeleVisa trygg- ir að sjónvarpsþættirnir verða í opinni dagskrá en ekki á læstum rásum eins og hefur verið. For- svarsmenn TeleVisa hrifust svo af Magnúsi og fyrirtækinu að þeir vildu ólmir tryggja sér víð- tækara samstarf; svo sem ferðir í alla skóla landsins og heimsóknir á spítala sem fyrirtækið styrkir í gegnum góðgerðastofnun sína. Magnús tók síðan þátt í mílu- hlaupi á vegum BBC til styrktar góðu málefni á sunnudaginn, og söfnuðust í kringum 25 milljónir punda, sjö milljónum meira en í fyrra. Forsvarsmenn BBC voru svo ánægðir með árangurinn að þeir hafa þegar boðið Magnúsi að leiða hlaupið aftur árið 2012 þegar það verður heimsviðburð- ur og í tengslum við Ólympíuleik- ana í London. Magnús tekur þó skýrt fram að toppnum sé enn ekki náð, fyrirtækið eigi enn eftir að hasla sér völl á stórum mörk- uðum á borð við Asíu, Frakkland og Ítalíu. Það sé markmið fyrir- tækisins að ná hæstu hæðum árið 2012. „Menn hafa verið að hvetja mig til að fara hraðar en mér finnst Latibær vera á sínum hraða.“ - fgg Magnúsar Scheving-æði í Mexíkó FÓR Á KOSTUM Magnús í hlutverki Sportacusar á spítala fyrir fjölfötluð börn í Mexíkó. Þótt hreyfigetan hafi hamlað þeim að leika kúnstir Magnúsar eftir þá duldist engum að krafturinn og viljinn var fyrir hendi. „Já, ég er núna staddur á Englandi. Nánar tiltekið í London en er á leið til Manchester,“ segir Geir Ólafs söngv- ari. Geir kom við sögu í einu helsta fréttamáli síðustu viku, væringum milli Bubba Morthens og Bigga í Maus, og leggur á það áherslu að hann haldi ekki með Bigga fremur en Bubba. Þótt hann hafi verið settur í ímyndaða hljóm- sveit, Bandið hans Bigga. Það eina sem hann vill er að menn elski friðinn og séu ekki að rífast eins og krakkar. Geir er á Englandi í boði auðkýf- ingsins Peter Harway sem býður Geir sérstaklega til að koma með sér á leik Manchester United og Bolton sem er í dag. „Ég er mikill áhugamaður um fótbolta. Og er Manchester United- maður,“ segir Geir og hlakkaði mjög til að sjá leikinn þegar Fréttablaðið ræddi við hann í gær. Vinátta tókst með þeim Geir og Peter þegar þeir hittust á Tenerife fyrir tveimur árum. Þá söng Geir fyrir hann og konu Peters „I left my heart in San Francisco“ og hefur æ síðan átt stað í hjarta þeirra hjóna. „Hann treystir engum til að syngja þetta öðrum en mér. Ég verð hérna í nokkra daga. Kem á fimmtudag heim aftur. Enda er nóg að gera hjá karlin- um. Ný plata í bígerð og mikil stemn- ing.“ -jbg Geiri Ólafs í vellystingum á Englandi GEIR ÓLAFSSON Vinur hans, bresk- ur auðkýfingur, bauð honum á leik Manchester United og Bolton – enda Geir ManU-maður. Rapparinn og tískumógúllinn Sean „Diddy“ Combs hefur vísað til föðurhúsanna frétt á heima- síðu dagblaðsins The Los Angeles Times um að félagar hans hafi staðið fyrir skotárás á rapparann Tupac Shakur árið 1994 og að Combs hafi vitað af árásinni fyrirfram. „Þessi frétt er lygi,“ sagði Combs, sem áður kallaði sig Puff Daddy. „Hún er fáránleg og algjörlega röng. Hvorki Notori- ous B.I.G. né ég vissum um árásina fyrirfram, meðan á henni stóð eða eftir að hún átti sér stað. Ég er mjög undrandi yfir því að The Los Angeles Times sé svo ábyrgðarlaust að birta slíkan rógburð.“ Árásin, sem átti sér stað fyrir utan hljóðver í New York, leiddi til deilna á milli bandarískra austur- og vesturstrandarappara sem urðu til þess að bæði Shakur og B.I.G. voru myrtir. Combs neit- ar aðild SEAN „DIDDY“ COMBS Rapparinn og tískumógúllinn segist ekki hafa staðið fyrir árás á Tupac Shakur. > SKOTIN Í COWELL American Idol-dómarinn Paula Abdul segir það erfitt fyrir sig að vinna með Simon Cowell vegna þess að hún sé pínulít- ið skotin í honum. „Kannski er ég skotin í honum í und- irmeðvitundinni,“ segir Paula létt á því. 66 DAGAR TIL STEFNU
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.