Fréttablaðið - 19.03.2008, Blaðsíða 70

Fréttablaðið - 19.03.2008, Blaðsíða 70
50 19. mars 2008 MIÐVIKUDAGUR 1 6 7 8 10 13 119 12 15 16 18 21 20 17 14 19 2 3 4 5 PÁSKAHELGIN LÁRÉTT 2. elds 6. rykkorn 8. hryggur 9. ferningur 11. ung 12. bragsmiður 14. hégómi 16. ólæti 17. þrí 18. niður 20. stefna 21. nabbi. LÓÐRÉTT 1. slitrótt tal 3. í röð 4. jarðbrú 5. móða 7. starfræksla 10. þjófnaður 13. hlé 15. naga 16. flana 19. tveir eins. LAUSN LÁRÉTT: 2. báls, 6. ar, 8. bak, 9. fer, 11. ný, 12. skáld, 14. snobb, 16. at, 17. trí, 18. suð, 20. út, 21. arða. LÓÐRÉTT: 1. tafs, 3. áb, 4. landbrú, 5. ský, 7. rekstur, 10. rán, 13. lot, 15. bíta, 16. asa, 19. ðð. Félag tónskálda og textahöfunda bíður nú félags- mönnum sínum og öðrum upp á spennandi ferð til Liverpool. Farið verður á slóðir Bítlanna og á tónleika Pauls McCartney á Anfield. Fyrir marga verður hápunktur ferðarinnar þó eflaust að sjá „íslensku Bítlana“ í Hljómum taka lagið í hinum fræga Cavern klúbbi, eða vandlega endurreistri útgáfu hans. Þar spiluðu Hljómar síðast árið 1964. „Á sínum tíma fórum við þangað í pílagrímsferð og það var mikið ævintýri,“ segir Eggert Kristins- son, frumtrommari Hljóma. Hann snýr nú aftur og spilar með Gunnari, Rúnari og Erlingi í Liverpool. „Við mættum nú bara óundirbúið í klúbbinn og töluðum við framkvæmdastjórann. Hann leyfði okkur að spila í hálftíma. Strákarnir voru í glænýj- um bítlajökkum sem þeir voru nýbúnir að kaupa sér. Ég hafði ekki keypt mér bítlajakka því ég var búinn að ákveða að hætta í hljómsveitinni og fara í viðskiptanám í London. Þetta voru síðustu tónleik- arnir mínir með Hljómum.“ Eggert segist aldrei hafa séð eftir því að hætta í Hljómum. „Nei nei, ég er alls ekki einhver Pete Best Íslands,“ segir hann og hlær. „Ég valdi mér bara aðra stefnu í lífinu. Ég var búinn að spila síðan ég var 14 ára, í einhver sex til átta ár þegar hér var komið við sögu, og var bara orðinn mettur. Ég fylgdist náttúrlega með strákunum en var alltaf mjög sáttur með ákvörðun mína þrátt fyrir uppgang sveitarinnar.“ Eggert skiptir mun meira máli í sögu Hljóma en að hafa bara verið fyrsti trommarinn. Hann fann upp á nafninu og kom strákunum á bragðið með Bítlana. „Ég hafði verið í enskunámi í Bournemouth á Englandi árið 1963 og þangað komu Bítlarnir og spiluðu í litlum klúbbi. Þetta var nú bara venjuleg hljómsveit þá, en manni fannst þetta samt vera kraftmiklir strákar. Síðar sá ég fyrstu Bítlaplötuna heima hjá Rúnari og stakk upp á því við strákana að við æfðum lögin þeirra. Þegar bítlaæðið skall á vorum við með forskot á aðra og urðum ósjálfrátt aðal bandið. Seinna sá ég Bítlana aftur í London, fyrir jólin 1964. Þá voru þeir orðnir heimsfrægir. Yardbirds hituðu upp og það var mikið öskrað, en þegar Bítlarnir komu á svið hækkaði verulega í píunum og maður heyrði eiginlega ekki neitt.“ Viðskiptanámið nýttist Eggerti og hann starfaði við fagið þar til fyrir þrem árum þegar hann svissaði yfir í handverkið og fór að vinna við smíðar. „Ég hélt alltaf áfram að tromma. Er til dæmis núna í Tíglunum sem spila tvisvar á ári hjá dansklúbbnum Laufið. Það er hjónaklúbbur sem skemmtir sér án áfengis. Þar áður var ég í Nátthröfnum.“ Og Eggert er ekki í neinum vafa um að það verður stór stund að snúa aftur í kjallaraholuna í Liverpool. Hina sögulega mikilvægu kjallaraholu. „Það verður eflaust gaman. Ég spurði Gunna Þórðar hvort við ættum ekki að taka nokkrar æfingar og hann svaraði að fyrst ég hefði spilað þetta einu sinni þá hlyti ég kunna þetta ennþá.“ gunnarh@frettabladid.is EGGERT KRISTINSSON: FYRSTI TROMMARI HLJÓMA SNÝR AFTUR Ég er ekki Pete Best Íslands HLJÓMAR Í CAVERN-KLÚBBNUM 1964 Allir í Bítlajökkum nema Eggert sem er kominn í viðskiptanámið í huganum. Þótt flestir fái málshætti þegar súkkulaðipáskaeggin verða opnuð á sunnu- dagsmorgun á eflaust einhverjum eftir að bregða í brún. Nokkrir tugir Íslendinga hafa að sögn páskaeggjaframleiðenda komið ýmsu fyrir í eggjunum; trúlofunar- hringjum, sérvöldum málsháttum og jafnvel farsímum. „Hjá okkur er alltaf eitthvað um svoleiðis og það eru aðallega skartgripir og símar sem rata í eggin,“ segir Hannes Helgason hjá Góu í Hafnar- firði. Hann bætir því við að starfsfólk Góu taki alltaf vel í slíkar bónir og rukki ekkert aukalega fyrir slíka þjónustu. Kristján Geir Gunnarsson, markaðsstjóri hjá Nóa-Síríusi, segir að það sé alltaf um einhverjar tækifærisgjafir að ræða hjá fólki. Kristján hafði tölurnar ekki alveg á reiðum höndum en taldi þetta vera á milli tíu og tuttugu bónir á ári hverju. Líkt og hjá Góu væru það farsímar og hringar sem nytu hvað mestra vinsælda og svo heima- gerðir málshættir. Ævar Guðmundsson hjá Freyju sagði að algengast væri að fólk sæi um þetta sjálft. En þó kæmu alltaf einn og einn og bæðu starfsfólkið um að lauma óvæntum gjöfum inn í eggin. „Fyrirtæki hafa líka verið dugleg að koma með málshætti og setja þau inn í eggin handa starfsfólki sínu,“ segir Ævar og bætti því við að páskaeggjasalan væri með mesta móti þetta árið. - fgg Farsímar og hringar í páskaeggjunum „Ég er sjálfur alltaf með stillt á útvarpsstöðina í bílnum og mér er það því sársaukalaust að leggja mitt af mörkum,“ segir Bubbi Morthens, en hann mun spila ásamt fleiri valinkunnum einstakl- ingum á styrktartónleikum útvarpstöðvarinnar XA Radíó. Útvarpsstöðin er einstök að því leyti að þar er engin tónlist spiluð og engar auglýsingar lesnar. Dag- skráin samanstendur af samtölum við erlenda félaga margvíslegra AA-samtaka. Íslenska dagskráin er hins vegar að öllu leyti byggð upp á lestri úr AA-bókinni. Mark- mið tónleikanna er að safna fyrir nýjum sendi fyrir Suður- land en hingað til hefur verið hægt að ná dagskrá stöðvarinnar á öllu Faxaflóasvæðinu á tíðninni Fm 88,5 og í Eyjafirði og Akureyri á FM 87,9. Bubbi segir að útvarpsstöðin hafi verið í loftinu í dágóðan tíma og að útsendingar hennar eigi svo sannarlega rétt á sér. „AA-bókin hefur bjargað lífi þúsunda manna og mér finnst það algjörlega þess virði að leggja þessu málefni lið,“ segir Bubbi en meðal annarra sem koma fram eru Páll Óskar Hjálm- týsson, KK, Ellen Kristjánsdóttir, Einar Ágúst og Ragnheiður Grön- dal. Tónleikarnir verða í Háskólabíói á föstudaginn langa og hefjast strax að lokinni afmælisstund sam- takanna í Laugardalshöll eða klukk- an 22. - fgg Bubbi styður AA-útvarpið ÞARFUR SENDIR Bubbi Morthens syngur á styrktartónleikum útvarpsstöðvarinnar XA Radíó. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA EINAR ÁGÚST Tekur lagið í Háskólabíói. Hin mjög svo skelegga Þórunn Sigurðardóttir lætur af störfum eftir nokkra mánuði sem stjórnandi Listahá- tíðar. Víst er að enginn skortur er á verkefnum þegar Þórunn er annars vegar og nýlega var hún mynstruð um borð í Fálkaorðunefndina – umdeilda nefnd en víst er að Þórunn kveink- ar sér ekki undan því að standa í ólgusjó en listamenn horfa til þess bjartari augum en áður að fá eins og eina orðu fyrir fórnfúst starf. Heldur hefur sljákkað í hráslagaleg- um húmoristum á Net- inu sem fyrir nokkru slógu sér á brjóst og vitnuðu í orð sín fyrir ári eða tveimur þess efnis að krónan og markaðurinn væru að fara til fjandans. Þeir sjá fram á að ástandið kunni að bíta í rassinn á þeim sjálfum og svo mjög að enginn er til að benda á þá neyð- arlegu staðreynd að nýverið fóru Geir H. Haarde forsætisráðherra og Ingibjörg Sólrún Gísladóttir utanríkisráðherra um heimsins koppagrundir, ræddu við erlenda sérfræðinga og bentu á að íslenskt efnahagslíf stæði traustum fótum. Þau tvö vona líklega að skamm- tímaminni viðmælenda sinna sé með versta móti. Unnur Ösp Stefánsdóttir og Björn Thors tóku við hlutverkum Gísla Arnar Garðarssonar og Nínu Daggar Filippusdóttur í Hamskiptunum í London fyrir jól. Þau hafa fengið frábærar viðtök- ur bæði hjá gagnrýnendum og áhorfendum og hefur samningur þeirra við Lyric Hammersmith verið framlengdur. - jbg FRÉTTIR AF FÓLKI ÓVÆNTUR GLAÐNINGUR Ævar Guðmundsson hjá Freyju sagði að páskaeggjasalan væri með besta móti þetta árið. Alltaf er nokkuð um að fólk laumi óvæntum gjöfum í eggin. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI SÁ ALDREI EFTIR AÐ HÆTTA Eggert Kristinsson, frumtrommari Hljóma. Hann spilar með sveitinni í Cavern-klúbbnum í vor, 44 árum eftir að sveitin lék þar fyrst. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI „Ég ætla að fara vestur á Ísafjörð og syngja með karla- kórnum Erni á hátíðinni Aldrei fór ég suður. Ég efast um að ég komi mikið meiru í verk um páskana, enda er þetta fullt verk.“ Óttarr Proppé tónlistarmaður. Frábær Fermingargjöf Þessi sér um að vekja þarft að fara framúr til að slökkva á henni! MAGNAÐASTA VEKJARAKLUKKA ALLRA TÍMA iRobot ehf. Hólshraun 7, 220 Hfj. S. 555 2585 Irobot.is Fæst Hjá Max Og hjá Byggt og Búið í Smáralind og Kringlu. Auglýsingasími – Mest lesið
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.