Fréttablaðið - 19.03.2008, Blaðsíða 34

Fréttablaðið - 19.03.2008, Blaðsíða 34
 19. MARS 2008 MIÐVIKUDAGUR8 ● lh hestar2 Hestamennska er einstök íþrótt á margan hátt. Hana stunda ungir og aldnir, karlar og konur, lærðir og leiknir. Allir eru á sama báti. En nú hriktir í undirstöðunum: Stórslys í skipulagsmálum hesthúsa- hverfa eru fyrirsjáanleg. Sum bæjarfélög líta á hestamennsku sem tekjulind og skattleggja hana óhóflega; langt umfram þjónustu. Ég spyr: Eru aðrar íþróttagreinar með jafn öflugt barna- og unglingastarf og hestamennskan skattlagðar með sama hætti? Öryggismál eru í brennidepli. Öryggisnefnd LH hefur unnið gott starf. Þar kemur aftur að skattlagningu á hestafólk. Jafn sjálfsagt ör- yggistæki og reiðhjálmur ber ofurskatt og kostar 20 - 25.000 krónur, sem er talsverður biti fyrir stóra fjölskyldu. Notkun reiðhjálms er nán- ast algild í útreiðum og er skylda í keppnum og sýningum. Hestamennska á Íslandi hefur verið samofin menningu þjóðarinnar frá landnámi. Æskilegt er að allir sem vilja geti stundað hana, óháð fé- lagslegri stöðu og efnahag. Það verðum við að varðveita. Við verðum að gera ungu fólki kleift að byrja, til dæmis í hesthúsum í eigu hesta- mannafélaganna. Veita alla þá þjónustu og þær upplýsingar sem fyrir hendi eru. Þetta ætti að vera sjálfsagt hlutverk hestamannafélaganna. Áhugi fyrir hestamennsku í landinu eykst stöðugt. Við Íslendingar erum í raun hestaþjóð. Við erum stolt af hestinum okkar. Hjá hestafólki snýst allt um hesta. Þegar hestamenn hittast á förnum vegi er ekki rætt um veðrið. Það er rætt um hestaættir, mótin framundan, ferðalög- in, folaldið sem kemur í vor og folann sem verið er að temja. Þetta er það sem LH stendur fyrir. Það er skylda okkar að aðstoða alla sem vilja byrja í hestamennsku. Að standa vörð um hagsmuni hestamanna um allt land. Að sjá til þess að hestamenn sitji við sama borð og aðrir íþróttamenn. Að okkur séu tryggð örugg svæði til æfinga og útreiða. Að hestahald verði viðráðanlegt öllum almenningi. SKATTAR OG SKYLDUR Gunnar Sturluson, formað- ur öryggisnefndar LH, segir öryggismál hestamanna vera í brennidepli. Í viðtali við LH Hesta ræðir Gunnar mikilvægi reiðnámskeiða, notkun hjálma og helgunarsvæði hest- húsahverfa, með hliðsjón af fyrirhuguðum skotæfinga- og akstursíþróttasvæðum í Gler- árdal á Akureyri, sem hefur sætt mikilli gagnrýni. „Öryggisatriði í hestamennsku snúast einkum um tvennt: Kunn- áttu og öryggisbúnað annars vegar, og hins vegar það umhverfi sem hestamenn á hverjum stað búa við.“ Þetta segir Gunnar Sturluson, formaður öryggisnefndar LH. Mikil vakning er í öryggismálum hestamanna um þessar mundir. En hver er ástæða þeirra slysa sem helst hafa orðið og eru mörg hver alvarleg? Fara hestamenn óvar- lega? Eru þau tilviljun? Eða valda þeim kannski nokkrar samverk- andi orsakir? EINS OG AÐ LÆRA Á REIÐHJÓL „Ég tel að fyrir þessu séu nokkr- ar ástæður,“ segir Gunnar, sem telur hestamennsku ekki hættu- legri en aðrar íþróttagreinar. „Í fyrsta lagi þá hefur þátttakend- um í hestamennsku fjölgað mjög ört síðastliðin ár. Æ fleiri byrja á miðjum aldri. Þá hafa menn ekki það jafnvægi sem þeir hafa sem stundað hafa hestamennsku frá blautu barnsbeini. Þetta er eins og að læra á reiðhjól. Þú gleymir því aldrei, þótt það taki kannski smá stund að ná jafnvægi þegar þráð- urinn er tekinn upp á fullorðins- árum.“ REIÐNÁMSKEIÐ ERU NAUÐSYNLEG „Of margir eru feimnir við að fara á reiðnámskeið. Þau gera öllum gott, ekki síst þeim sem byrja seint. Fyrir þá eru þau nauðsyn- leg. Besta forvörnin felst í kunn- áttunni; að læra rétta ásetu, stjórn- un og um sálarlíf hestsins og við- brögð. Eins og fram kemur hér í blaðinu þá er farið að kenna fólki að detta af baki. Líklega ættum við að gefa því meiri gaum og bæta slíku við kennslu í grundvallar- atriðum reiðmennsku. Næstum allir sem stunda hestamennsku detta einhvern tíma af baki. Ætli ég hafi ekki dottið þrisvar til fjór- um sinnum af baki síðastliðið ár, jafnvel þótt ég sé búinn að vera á hestbaki frá því ég var smástrák- ur. Þá getur verið gott að hafa lært að detta.“ HJÁLMURINN ER ÖRYGGISTÆKI „Enginn vafi eru á því að reið- hjálmurinn er eitt mikilvægasta öryggistækið, þrátt fyrir nýlegar efasemdir um það,“ segir Gunn- ar og vísar þar til þess að tilgátur hafa verið uppi um að reiðhjálm- ar séu hugsanleg orsök mænu- skaða, sem því miður hafa átt sér stað. „Athuganir lækna hafa ekki leitt í ljós að hjálmar séu orsök mænuskaða og hálsmeiðsla. Þvert á móti mæla þeir eindregið með því að hestafólk noti hjálm. En það er ekki sama hver hjálmurinn er og hann verður að vera af réttri stærð og gerð og rétt stilltur.“ REIÐTYGI Í LAGI  HESTUR VIÐ HÆFI „Mikilvægt er að öll reiðtygi séu yf- irfarin reglulega. Fara verður reglu- lega yfir gjarðir og móttök, tauma, taumlása, beislismél, ístöð og ístað- sólar. Bresti eitthvað af þessu getur það auðveldlega valdið slysi. Í raun- inni ættu að vera til öryggisstaðlar fyrir öll reiðtygi. Mikið er framleitt af ódýrum reiðtygjum sem ekki eru nægjanlega sterk. Ekki síðra forvarnaratriði er að fólk velji sér hest við hæfi. Of margir freistast til að kaupa sér hest sem er þeim ofviða; of viljug- ur, ekki nægilega taminn, og svo framvegis. Það er betra að byrja rólega.“ HELGUNARSVÆÐI HESTHÚSAHVERFA „Eitt mikilvægt öryggisatriði ráðum við hestamenn hins vegar minna við. Og það er það umhverfi sem við ríðum út í. Þá á ég eink- um við hesthúsahverfi og reiðleið- ir í þéttbýli. Gott dæmi um þetta er fyrirhugað skipulag í Glerár- dal í Akureyri þar sem fyrirhug- að er að setja skotæfingasvæði og akstursíþróttasvæði í næsta nágrenni við hesthúsabyggðina. Okkur hestamönnum finnst þess- ar hugmyndir auðvitað fjarstæðu- kenndar. Hvaða bæjarfélag myndi setja spyrnubraut og skotæfinga- svæði við hliðina á golfvelli eða sundlaug? Sennilega er full ástæða til að setja í reglugerðir staðla um helg- unarsvæði umhverfis hesthúsa- byggðir í þéttbýli. Auðvitað verð- um við hestamenn að gera okkur ljóst að hestamennsku í borgum og bæjum fylgir ákveðinn skar- kali. En skipulagsyfirvöld verða líka að vanda sig betur og horfa til framtíðar. Hestamennska er vinsælt sport, og á eftir að verða enn vinsælla, og allur aðbúnaður að henni þarf að vera í lagi,“ segir Gunnar Sturluson. Góð kunnátta besta forvörnin Gunnar Sturluson, formaður öryggisnefndar LH, spyr meðal annars hvaða bæjarfélag myndi setja spyrnubraut og skotæfinga- svæði við hliðina á golfvelli eða sundlaug. MYND/JENS EINARSSON Málgagn Landssambands hestamannafélaga Útgefandi: Landssamband hestamannafélaga Heimilisfang: Íþróttamiðstöðin, Engjavegi 6, 104 Reykjavík Netfang: lh@isisport.is Sími: 514-4030 Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Jens Einarsson Netfang: jenseinars@simnet.is Sími: 862-7898 Auglýsingar: Fréttablaðið/Bjarni Þór Sigurðsson sími: 512-5435 gsm. 822-5062 HELSTU SAMSTARFSAÐILAR LH ERU: lh hestar ÍÞRÓTT • MENNING • LÍFSSTÍLL Sigurður Ævarson, stjórnarmaður í LH. Gunnar Sturluson telur engan vafa á því að reiðhjálmur er eitt mikilvægasta öryggis- tækið. MYND/JENS EINARSSON Ísland hlaut æskulýðsbikar FEIF fyrir framúrskarandi æskulýðsstarf á síðasta ári. Bikarinn var afhentur á ráðstefnu FEIF sem haldin var hér á landi um miðjan febrúar. Þetta er í annað sinn sem viðurkenningin er veitt. Bretar hlutu bikarinn árið 2006. Helga B. Helgadóttir, formaður æskulýðsnefndar LH, segir að þetta sé mikil viðurkenning fyrir æskulýðsnefnd LH. „Við vorum mjög dug- leg á síðasta ári, lögðum okkur öll fram. Það er frábært að fá svona gott klapp á bakið fyrir það.“ Æskulýðsbikar FEIF fer til Íslands Sigríður Birgisdóttir, Helga B. Helgadóttir, Anne Svantesson, formaður æskulýðs- nefndar FEIF, sem afhenti bikarinn og Þorvarður Helgason. MYND/HULDA G. GEIRSDÓTTIR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.