Fréttablaðið - 19.03.2008, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 19.03.2008, Blaðsíða 4
4 19. mars 2008 MIÐVIKUDAGUR GENGIÐ 18.3.2008 GJALDMIÐLAR KAUP SALA HEIMILD: Seðlabanki Íslands 157,6591 GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR 77,42 77,78 155,91 156,67 122,37 123,05 16,401 16,497 15,145 15,235 12,927 13,003 0,7942 0,7988 127,74 128,5 Bandaríkjadalur Sterlingspund Evra Dönsk króna Norsk króna Sænsk króna Japanskt jen SDR EFNAHAGSMÁL Greiðslubyrði vegna bílalána og íbúðalána sem tekin voru í erlendri mynt í haust hefur aukist mikið undanfarna mánuði. Eftir gengisfallið á mánudaginn hefur höfuðstóll bílaláns í japönsku jeni og svissneskum franka sem tekið var í haust hækkað um helm- ing. Miðað við tveggja milljóna króna bílalán til sjö ára var geiðslu- byrðin í haust um 31 þúsund krón- ur á mánuði. Núna, eftir gengisfall- ið, er höfuðstóll þessa láns rúmar þrjár milljónir og greiðslubyrðin rúmar 48 þúsund á mánuði. Greiðslubyrðin hefur aukist um helming. Höfuðstóll og greiðslubyrði húsnæðislána í erlendri mynt hafa einnig vaxið. Húsnæð- islán upp á 20 milljónir króna sem tekið var til 40 ára í haust stendur í 30,3 milljónum króna eftir gengisfallið á mánudaginn. Greiðslubyrðin nú er 176 þúsund krónur og hefur hækkað um 60 þúsund frá því í haust. Hans Hjartarson, sérfræðingur hjá Frjálsa fjárfestingabankanum, segir að fólk verði að gera sér grein fyrir því að gengið sveiflist alltaf upp og niður og hafa fjárhagslegt bolmagn til að mæta því. Til lengri tíma litið komi erlendu lánin betur út en innlend lán því fólk borgi minna til baka í erlenda láninu þar sem vextirnir séu lægri. Ásta S. Helgadóttir, forstöðu- maður Ráðgjafarstofu um fjármál heimilanna, segir að greiðslubyrð- in hafi hækkað gífurlega en von- andi snúist þróunin við. „Hættan eru þessar skyndilegu gengis- sveiflur. Það er spurning hvort fólk hafi almennt búið sig undir þær. Það skýrist kannski um næstu mánaðamót þegar greiðsluseðlarn- ir koma,“ segir hún. Ásta bendir á að gengisbreyting- arnar hafi mikil áhrif á heimilin í landinu. Með almennum verð- hækkunum hækki neysluvísitalan og þá hækki verðbólgan líka. Þannig verði keðjuverkun. „Fyrsta ráðið og kannski auð- veldast er að skera niður útgjöld þannig að fólk lendi ekki í vanskil- um. Fólk þarf að draga saman segl- in og spara í öðrum útgjaldaliðum til að borga af lánunum. Þau eiga að njóta forgangs,“ segir hún. Ásta ráðleggur fólki að skoða skuldasamsetninguna, sérstaklega þeim sem ráða ekki lengur við mánaðarlega greiðslubyrði. „Það versta sem maður gerir er að kom- ast í vanskil og safna dráttarvöxt- um. Fólk þarf að endurskipuleggja fjármálin ef það er komið í erfið- leika,“ segir hún og bendir á að þótt blikur séu á lofti núna þá geti geng- ið ekki endalaust fallið. ghs@frettabladid.is Greiðslubyrði íbúðalána eykst um tugi þúsunda Mánaðarleg greiðslubyrði af lánum í erlendri mynt hefur hækkað um helming á örstuttum tíma. Sérfræð- ingur í fjármálum heimilanna ráðleggur fólki að draga saman seglin og láta afborganir lána ganga fyrir. HÚSNÆÐISLÁN Tekið í japönsku jeni og svissneskum franka í haust til 40 ára Höfuðstóll í haust Höfuðstóll á mánudag Greiðslubyrði á mánuði í haust Greiðslubyrði á mánuði á mánudag 20 milljónir 30.303.335 116.216 krónur 176.422 BÍLALÁN Tekið í japönsku jeni og svissneskum franka í haust til sjö ára Höfuðstóll í haust Höfuðstóll á mánudag Greiðslubyrði á mánuði í haust Greiðslubyrði á mánuði á mánudag 2 milljónir 3.030.833 31.002 48.207 VEÐURSPÁ Kaupmannahöfn Billund Ósló Stokkhólmur Gautaborg London París Frankfurt Friedrichshafen Berlín Alicante Mallorca Basel Eindhoven Las Palmas New York Orlando San Francisco HEIMURINN Vindhraði er í m/s. Hitastig eru í °C. Gildistími korta er um hádegi. 5° 4° 5° 0° 2° 9° 8° 8° 1° 3° 18° 15° 7° 8° 20° 10° 30° 14° 1 6 Á MORGUN Víðast hvassviðri eða stormur. Lægir síðdegis. 10 10 -2 FÖSTUDAGUR Hæg vestlæg eða breytileg átt. 6 6 6 5 5 8 8 3 8 10 10 6 6 6 10 5 13 1 1 1 -2 1 2 -3 -3 ÞAÐ ER VORHRET Á GLUGGA... Það er þetta með morgundaginn. Vindur snýst í nótt til hvassrar norðan áttar með tölu- verðri ofankomu á norð-an og austan- verðu landinu. Má búast við stórhríð á heiðum nyrðra og eystra. Það lægir seint á morgun og þá skánar ferða- veðrið. Já bakslag í vorkomunni. 7 7 Sigurður Þ. Ragnarsson veður- fræðingur GENGISMÁL Námsmenn erlendis hafa áhyggjur af þróun gengisins síðustu daga. Samið er um náms- lán fyrirfram til eins árs en lánin sjálf eru greidd út eftir á. Náms- lán sem samið var um í haust miðað við gengið þá verða greidd út í júní. Ef svo fer fram sem horfir geta íslenskir stúdentar erlendis orðið fyrir mikilli kjaraskerðingu því þeir framfleyta sér nú á bankalán- um sem þeir tóku í haust. Banka- lánin greiða þeir upp þegar náms- lánin verða greidd út í júní. Garðar Stefánsson, fram- kvæmdastjóri SÍNE, segir að gengisþróunin sé heitasta málið hjá félagsmönnum SÍNE. „Þetta bitnar virkilega á kjörum þeirra og margir óttast bókstaflega að fara á hausinn. Útlit er fyrir að gengi krónunnar lækki áfram gagnvart öðrum gjaldmiðlum. Námslánin rýrast verulega mikið,“ segir hann. Kristján E. Karlsson jarðfræði- nemi býr ásamt kærustunni sinni, Þóru Rún Úlfarsdóttur lækna- nema, í Árósum. Hann segir að þeim lítist ekki vel á þróunina. Þrjátíu prósentum dýrara sé nú að lifa í Danmörku, húsaleiga og matur hafi hækkað mikið en náms- menn verði bara að sníða sér stakk eftir vexti. „Við verðum bara að lifa ódýrara, versla hagstæðar í matinn og kaupa minna. Maður lifir bara einfaldara lífi. Það er þannig sem þetta gengur fyrir sig. Þetta er enginn heimsendir.“ - ghs FRAMKVÆMDASTJÓRI SÍNE Garðar Stef- ánsson segir gengisþróunina slæma fyrir námsmenn erlendis. FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR Íslenskir námsmenn erlendis hafa áhyggjur af áframhaldandi þróun gengisins: Verða fyrir kjaraskerðingu FÍLADELFÍA, AP Barack Obama reyndi í gær að gera sem minnst úr ummælum sem prestur hans hafði um samband kynþátta í Bandaríkjunum. Obama, sem á hvíta móður og svartan föður, er ekki vanur að fjalla eins mikið um kynþáttamál og hann gerði í ræðu sinni í gær. Ræddi hann mál eins og þrælahald og uppbyggingu eftir hvirfilbylinn Katrínu. Obama sagði samband hvítra og svartra aldrei geta orðið fullkomið en með hverri kynslóð megi bæta sambandið. - ovd Hörð barátta í Bandaríkjunum: Obama ræðir kynþáttamál BARACK OBAMA Fyrrum prestur hans er talinn hafa skemmt fyrir framboðinu með ummælum um ósætti kynþátta. FJÖLMIÐLAR Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hafnaði í gær kröfu Ríkisútvarpsins um að gildistöku úrskurðar nefndarinn- ar frá 11. mars yrði frestað. Í úrskurðinum kom fram að RÚV ætti að veita Vísi aðgang að ráðningarsamningum Þórhalls Gunnarssonar og Sigrúnar Stefánsdóttur dagskrárstjóra á grundvelli upplýsingalaga en þeirri beiðni hafði RÚV hafnað. Rökstuðningur RÚV um að fresta málinu var að yrði úrskurð- inum framfylgt gæti það skaðað samkeppnis- og réttarstöðu en á þau rök féllst úrskurðarnefndin ekki. - kdk Úrskurðarnefnd: Hafnar kröfu Ríkisútvarpsins ÁSTA S. HELGADÓTTIR GRAFARHOLT Greiðslubyrði húsnæðislána í erlendri mynt hefur hækkað gífurlega. Ásta S. Helgadóttir forstöðumaður Ráðgjafar- miðstöðvar heimilanna, hvetur fólk til að skera fremur niður útgjöld en lenda í vanskilum með lán sín. EFNAHAGSMÁL Hlutabréf á mörkuðum í Bandaríkjunum hækkuðu í gær eftir að Seðla- banki Bandaríkjanna lækkaði stýrivexti úr 3 prósentum í 2,25. Einnig hafði jákvæð áhrif að fjárfestingarbankarnir Lehman Brothers og Goldman Sachs birtu ársfjórðungsuppgjör sín. Dow Jones hækkaði um 3,51 prósent. Fór vísitalan upp um 400 stig sem er mesta hækkun á einum degi í fimm ár. Dow Jones hafði hækkað um 420,41 stig í lok dags og stóð í 12.392,66 stigum þegar markaðir lokuðu. Þá hækkaði Nasdaq um 91,25 stig og stóð í 2.268,26 stigum við lokun markaða. - ovd Lækkuðu stýrivexti: Hlutabréfin hækkuðu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.