Fréttablaðið - 19.03.2008, Blaðsíða 54
34 19. mars 2008 MIÐVIKUDAGUR
Þjóðleikhúsið frumsýn-
ir leikritið Engisprettur
eftir serbneska leikskáld-
ið Biljana Srbljanovic á
Stóra sviðinu hinn 27. mars
næstkomandi. Leikstjóri
verksins er Þórhildur Þor-
leifsdóttir.
Biljana Srbljanovic er álitin eitt
athyglisverðasta unga leikskáld
Evrópu í dag og hefur hlotið fjölda
verðlauna og viðurkenninga. Hún
sló í gegn með fyrsta leikriti sínu
fyrir ellefu árum og síðan þá hafa
leikrit hennar verið þýdd á fjölda
tungumála og leikin í á annað
hundrað uppsetningum víða um
heim. Í leikritum sínum nær hún á
einstæðan hátt að sameina leiftr-
andi húmor, bráðskemmtilega per-
sónusköpun, næma skoðun á
manneskjunni og skarpa þjóðfé-
lagsrýni. Engisprettur er nýjasta
leikrit Srbljanovic, en verkið var
frumflutt árið 2005 í Belgrad.
Sbrljanovic tekur virkan þátt í
stjórnmálaumræðu í heimalandi
sínu og hafa ummæli hennar í fjöl-
miðlum oft vakið sterk viðbrögð.
Kvikmyndaleikstjórinn og Íslands-
vinurinn Emir Kusturica sótti
hana til saka árið 2001 fyrir
ummæli sem hún lét falla í blaða-
viðtali þar sem hún hélt því fram
að stjórn einræðisherrans Slobod-
ans Milosevic hefði veitt fjár-
magni í framleiðslu myndarinnar
Neðanjarðar. Kusturica vann
málið, en þrátt fyrir það hefur
ekkert dregið úr yfirlýsingargleði
leikskáldsins. Sbrljanovic heldur
nú úti bloggi þar sem hún lætur
oft hörð orð falla um fólk og mál-
efni sem henni hugnast ekki.
En aftur að leikritinu. Engi-
sprettur er ljúfsárt verk sem fjall-
ar á manneskjulegan og heillandi
hátt um samskipti fólks, baráttu
ólíkra kynslóða og samskipti í fjöl-
skyldum, togstreituna milli for-
eldra og barna, systkina og hjóna.
Við kynnumst hópi persóna og
fylgjumst með því hvernig örlög
þeirra eru samofin á sérstæðan
hátt. Kolsvartur húmor Srbljan-
ovic, angurværð og mannleg hlýja
renna saman á einstakan máta í
þessu margslungna verki.
Leikarar í sýningunni eru þau
Anna Kristín Arngrímsdóttir,
Arnar Jónsson, Eggert Þorleifs-
son, Friðrik Friðriksson, Guðrún
Snæfríður Gísladóttir, Gunnar
Eyjólfsson, Hjalti Rögnvaldsson,
Pálmi Gestsson, Sólveig Arnars-
dóttir, Þóra Karítas Árnadóttir og
Þórunn Lárusdóttir.
Um leikmynd sýningarinnar sér
Vytautas Narbutas en búninga
hannar Filippía I. Elísdóttir. Ljósa-
hönnuður er Lárus Bjönsson en
litháíska tónskáldið Giedrus Pusk-
unigis skapar hljóðheim sýningar-
innar. Þýðandi verksins er Davíð
Þór Jónsson.
vigdis@frettabladid.is
Kolsvartur húmor og sam-
ofin örlög ólíkra kynslóða
TOGSTREITA Frá æfingu Þjóðleikhússins á Engisprettunum.
Rithöfundurinn Kate Christensen
hlaut á dögunum hin mikilsvirtu
bandarísku PEN/Faulkner bók-
menntaverðlaun fyrir skáldsögu
sína The Great Man.
Verðlaunin hafa verið veitt árlega
undanfarin 28 ár, en Christensen
er þó aðeins fimmta konan sem
hlýtur þau.
William Faulkner stofnaði til
verðlaunanna á sínum með verð-
launafénu sem fylgdi Bókmennta-
verðlaunum Nóbels. Á meðal fyrri
vinningshafa PEN/Faulkner verð-
launanna eru Philip Roth og John
Updike.
Christensen er frá New York og
er The Great Man fjórða útgefna
skáldsagan hennar.
Bókin segir frá þremur konum
sem takast á við dauða frægs
myndlistarmanns sem hafði á ein-
hvern hátt snert líf þeirra allra.
Christensen var að vonum
ánægð með heiðurinn, en hún var
að þvo þvott í íbúð sinni í Brook-
lyn þegar hún fékk fréttirnar. Við-
brögð hennar einkenndust þó af
nokkurri vantrú: „Vinna konur í
alvöru þessi verðlaun?“
- vþ
Christensen hlýtur PEN/
Faulkner-verðlaunin
KATE CHRISTENSEN Hlaut nýverið PEN/
Faulkner-bókmenntaverðlaunin.
Minjasafnið á Akureyri hefur
opnað örsýninguna Skíði, skautar,
sleðar í bókaversluninni Pennan-
um-Eymundssyni í Hafnarstræti á
Akureyri. Sýningin er sett upp í
tilefni af páskunum, enda er það
alkunna að yfir hátíðirnar eru
vetraríþróttir iðkaðar af miklu
kappi á Akureyri, bæði af heima-
fólki og gestum.
Akureyringar á vissum aldri
muna án efa eftir því þegar Skáta-
gilið fylltist um miðbik tuttugustu
aldar af ungu fólki sem skemmti
sér við að renna sér á skíðum og
var þá gjarnan skautað á Pollinum
líka. Andi stemningarinnar sem
þá ríkti er rifjaður upp á sýningu
Minjasafnsins, en henni hefur
verið komið fyrir í glugga Penn-
ans-Eymundsonar til þess að sem
flestir geti notið hennar.
Á sýningunni má sjá ljósmyndir
í bland við fatnað, tæki og tól,
gömul og ný, sem minna á vetur-
inn og þær íþróttir sem iðkaðar
eru meðan á honum stendur. Þar
má meðal annars sjá sparksleða
og innkaupanet sem oft voru full
af matvöru á handfangi sleðanna,
kvenskíði sem Adam Magnússon
smíðaði á Akureyri og karlmanns-
skíði smíðuð í Reykjavík ásamt
skíðapressu sem nýtt var við smíði
skíða.
Annars er það að frétta af Minja-
safninu á Akureyri að það er opið
á skírdag, laugardaginn 22. mars
og annan í páskum. Í húsnæði
safnsins stendur nú yfir ljós-
myndasýningin Þekkir þú...fjöl-
breytileika mannlífsins? ásamt
grunnsýningum.
- vþ
Örsýning um skíði
FJÖR Á SKÍÐUM Norðlendingar hafa löngum skemmt sér við skíðaiðkun.
Öll hús Listasafns Reykjavíkur
verða opin yfir páskana og er
aðgangur að vanda ókeypis.
Ásmundarsafn er opið daglega
frá kl. 13-16. Fastur opnunartími
Kjarvalsstaða og Hafnarhúss er
frá kl. 10-17 en í því síðarnefnda
er opið til kl. 22 á skírdag í tilefni
heimildarmyndasýningar.
Þá verður haldið áfram sam-
starfsverkefni Listasafns Reykja-
víkur og Kviksögu sem hefur leitt
af sér áhugaverðar heimildar-
myndasýningar í fjölnotasal
Hafnarhússins nú í vetur. Að
þessu sinni verða sýndar tvær
athyglisverðar heimildarmyndir
úr rannsóknarverkefninu Ísland
og ímyndir norðursins. Myndin
Iceland: Wonders of the World frá
árinu 1970 er eftir bandaríska
kvikmyndagerðarmanninn Hal
Linker. Í myndinni er lögð áhersla
á vöxt, uppbyggingu og nútíma-
væðingu Íslands. Hin mynd
kvöldsins nefnist Hard Rock and
Water og er eftir kanadíska kvik-
myndagerðarmanninn Barbara
Doran. Í myndinni, sem er frá
árinu 2005, er gerður samanburð-
ur á Íslandi og Nýfundnalandi þar
sem hinu fyrrnefnda er stillt upp
sem fyrirmynd í efnahagslegu og
pólitísku tilliti. - vþ
List fyrir alla, líka um páska
HÚS Í FÆREYJUM Á Kjarvalsstöðum
stendur nú yfir sýning á verkum fær-
eyska myndlistarmannsins Mikines.
Sími 575 7700 • www.gerduberg.is • gerduberg@reykjavik.is
GERÐUBERG
Gleðilega páska!
Sýningar hússins verða opnar á Skírdag frá kl. 13-16.
Menningarmiðstöðin Gerðubergs verður lokuð
frá 21. - 24. mars og opnar aftur þriðjudaginn 25. mars.
Starfsfólk Gerðubergs