Fréttablaðið - 19.03.2008, Blaðsíða 55

Fréttablaðið - 19.03.2008, Blaðsíða 55
MIÐVIKUDAGUR 19. mars 2008 35 Hið víðfræga ASA-tríó kemur fram á tónleikum djassklúbbsins Múlans í kvöld, en tríóið skipa þeir Andrés Þór Gunnlaugsson sem leikur á gítar, Scott McLem- ore á trommur og Agnar Már Magnússon sem leikur á B3 hammond orgel. Efnisskrá kvöldsins er fjölbreytt að vanda og má á henni meðal annars finna lög úr smiðju John Coltrane, Jimi Hendrix og Red Hot Chili Peppers. Það er því útlit fyrir mikið fjör og spilagleði. Tónleikar Múlans fara fram á Domo-bar, Þingholtsstræti 5, og hefjast kl. 21. Miðaverð er 1.000 kr., en 500 kr. fyrir námsmenn. - vþ ASA-tríóið á Múlanum ASA-TRÍÓIÐ Leikur á tónleikum djass- klúbbsins Múlans í kvöld. Sýningin „Þjóðsögur – íslenskar munnmælasögur“ hefur verið sett upp í Amtsbókasafninu á Akureyri, en var áður til sýnis í Reykjavík og á Hornafirði. Um er að ræða verk tólf íslenskra teiknara, sem tóku að sér að myndskreyta þjóðsögur úr munnlegri geymd. Sýningin var unnin af Listasafni Reykjavíkur og eru sögurnar valdar úr hljóðritum í þjóðfræðasafni Árnastofnunar. Teiknararnir eru þekktir fyrir myndskreytingar í íslenskum barnabókum, en á meðal þeirra eru Sigrún Eldjárn, Halla Sólveig Þorgeirsdóttir, Ragnheiður Gestsdóttir, Margrét E. Laxness, Anna Cynthia Leplar og Brian Pilkington. Sýningin stendur frá 14. mars til 30. apríl 2008. - vþ Þjóðsögur í myndum BRIAN PILKINGTON Einn þeirra teiknara sem eiga verk á sýningunni í Amtsbóka- safninu á Akureyri. Tilkynnt var á blaðamannafundi á mánudag að Bjarni Jónsson hefði verið tilnefndur til Norrænu leik- skáldaverðlaunanna 2008 fyrir leikrit sitt Óhapp! Leikritið var frumflutt síðasta haust á Smíðaverkstæðinu, Þjóð- leikhúsinu, í leikstjórn Stefáns Jónssonar og hlaut afar góð við- brögð áhorfenda jafnt sem gagn- rýnenda, sem lofuðu verkið og sýninguna. Norrænu leikskáldaverðlaunin eru veitt á Norrænum leiklistar- dögum sem haldnir eru annað hvert ár. Að þessu sinni fer hátíðin fram í Tampere í Finnlandi í ágúst næstkomandi. Norrænu leikskáldaverðlaunin hafa verið veitt frá árinu 1992 og var Hrafnhildur Hagalín fyrst til að hljóta þau. Fékk Hrafnhildur verðlaunin fyrir leikrit sitt Ég er meistarinn, sem frumflutt hafði verið hjá Leikfélagi Reykjavíkur í Borgarleikhúsinu og verið sýnt þar við fádæma vinsældir. Leiklistarsamband Íslands, regnhlífarsamtök sviðslistanna á Íslandi, er aðili að Norræna leik- listarsambandinu sem heldur leik- listardagana og veitir Norrænu leikskáldaverðlaunin. Leiklistar- sambandið skipaði sérstaka nefnd til að gera tillögu að því leikriti sem tilnefnt yrði að þessu sinni af Íslands hálfu. Valið stóð á milli þeirra íslensku sviðsverka sem frumflutt voru á síðustu tveimur árum, samkvæmt reglum Nor- ræna leiklistarsambandsins. - vþ Bjarni tilnefndur til norrænu leikskáldaverðlaunanna LEIKHÚSFÓLK Steinunn Knútsdóttir, Viðar Eggertsson, Bjarni Jónsson og Tinna Gunnlaugsdóttir á mánudag þegar tilkynnt var um tilnefningu Bjarna til Norrænu leikskáldaverðlaunanna. Sannkallaðir páskatón- leikar verða haldnir í Ísa- fjarðarkirkju á föstudag- inn langa kl. 17 undir yfirskriftinni „Heimsins ljós.“ Á tónleikunum verða fluttir valdir þætt- ir úr Jóhannesarpassí- unni eftir Johann Sebasti- an Bach, sem Janusz Frach hefur útsett fyrir litla kammersveit, söng- hópa og upplesara. Í Jóhannesarpassíunni er rakin píslarsaga Jesú Krists eins og hún kemur fyrir í Jóhannesar- guðspjalli Nýja testamentisins. Tón- skáldið fléttar inn í frásögn guð- spjallsins textum sem eru hugleiðingar og útlegging á söguþræðin- um og þannig eiga áheyr- endur þess kost að upp- lifa píslarsöguna á áhrifamikinn og leik- rænan hátt. Orðið passía er latneska heitið á þján- ingarsögu Jesú Krists og fyrr á öldum átti sam- kvæmt helgisiðareglum að lesa alla píslarsöguna við guðsþjónustu á föstu- daginn langa. Tónleikarnir eru haldnir á vegum Tónlistarskóla Ísafjarðar og er aðgangur ókeypis. Jóhannesarpassía Bachs á Ísafirði JOHANN SEBASTIAN BACH Tónlist hans ómar í Ísafjarðarkirkju á föstu- daginn langa. umboðsskr i fstofa Sími 898 1010 r igg@s imnet. is Tónleikarnir eru samvinnuverkefni umboðsskrifstofunnar Rigg, Icelandair og N1 Miðasala er hafin á www.salurinn.is – frá 25. mars verður einnig hægt að kaupa miða í miðasölu Salarins Hamraborg 6 Kópavogi sem er opin virka daga frá kl. 10.00 - 16.00 – Sími 5 700 400 Miðaverð kr. 4.900- Þann 28.mars n.k. verða liðin 30 ár frá því að Vilhjálmur Vilhjálmsson einn ástsælasti söngvari þjóðarinnar lést. Til þess að heiðra minningu hans verða haldnir tvennir tónleikar í Salnum Kópavogi 28. og 29. mars kl. 20.00 Missið ekki af söngperlum Vilhjálms í flutningi nokkurra af bestu söngvurum þjóðarinnar. Fram koma söngvaranir Stefán Hilmarsson, Pálmi Gunnarsson, Friðrik Ómar og Guðrún Gunnarsdóttir. í minningu Vilhjálms Vilhjálmssonar Söknuður Salnum Kópavogi 28. og 29. mars Tónleikar Hljómsveitarstjóri er Kjartan Valdimarsson og strengjakvartett er undir stjórn Roland Hartwell.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.