Fréttablaðið - 19.03.2008, Síða 12

Fréttablaðið - 19.03.2008, Síða 12
12 19. mars 2008 MIÐVIKUDAGUR FRAM FRAM FYLKING Benedikt XVI páfi heldur á krossstaf í broddi fylking- ar trúaðra sem gekk um götur Rómar fyrir pálmasunnudagsmessu páfa á Péturstorginu. FRÉTTABLAÐIÐ/AP FERÐALAG ER ÞROSKANDI FERMINGARGJÖF GJAFABRÉFIÐ GILDIR SEM GREIÐSLA UPP Í FLUGFAR MEÐ ICELANDAIR ÞÚ VELUR UPPHÆÐINA + Pantaðu fermingargjöfina á icelandair.is/gjafabref Gjafabréf gildir í tvö ár frá útgáfudegi. W W W. I C E L A N DA I R . I S HUGURINN BER ÞIG AÐEINS HÁLFA LEIÐ ÍS L E N S K A S IA .I S I C E 4 15 30 03 /0 8 MÓTMÆLI „Ég ætla að kíkja hérna við á hverjum degi með eitt kerti eða bréf til að láta þá vita að ég veit hvað er í gangi,“ segir Birgitta Jóns- dóttir rithöfundur um mótmæli sín fyrir utan kínverska sendiráðið í Reykjavík. Birgitta segir engin skipuleg mótmæli vera fyrir utan sendiráð- ið. „Ég ætla að koma hingað þar til kínversk stjórnvöld hleypa alþjóð- legum fjölmiðlum inn í Tíbet og þangað til þeir leyfa alþjóðlega rannsókn á því hvað varð um þessa mótmælendur sem hafa verið hand- teknir.“ Birgitta furðar sig á afskiptum lögreglunnar af mótmælendum. „Við vorum búin að vera hérna í fimm mínútur þegar lögreglan kom. Hún kemur hérna á um hálftíma til klukkutíma fresti en þessir komu sérstaklega til að hitta okkur.“ Segir hún lögreglumenn hafa viljað fá kennitölur mótmælenda og að sjá skírteinin þeirra. „Maður hlýtur að eiga rétt á að mótmæla án þess að þurfa að ganga með skilríki.“ „Ég þekki ekki þetta einstaka til- vik en lögregla spyr fólk oft um deili á því,“ segir Árni Þór Sig- mundsson aðstoðaryfirlögreglu- þjónn. Árni Þór segir fólki ekki skylt að bera skilríki. En fólki beri skylda til að gera lögreglu grein fyrir sér ef spurt er að nafni og beðið um per- sónulegar upplýsingar. - ovd Mótmæli við sendiráð Kína vegna Tíbet: Furðar sig á afskipt- um lögreglunnar MOSKVA, AP Rússneski utanríkis- ráðherrann Sergei Lavrov sagði í gær að ríkisstjórnir Rússlands og Bandaríkjanna greindi enn á um eldflaugavarnir í Evrópu, en bandaríski varnarmálaráðherr- ann Robert Gates sagði á sama blaðamannafundi í Moskvu að eldflaugavarnakerfið myndi „ekki vera nein ógn“ við Rúss- land. Gates og kollegi hans úr Banda- ríkjastjórn, Condoleezza Rice utanríkisráðherra, áttu í gær við- ræður við ráðamenn í Moskvu um þetta deiluefni sem rússneskir ráðamenn, þar á meðal Vladimír Pútín forseti, hafa notað stór orð um á síðustu misserum. Lavrov sagði á blaðamanna- fundinum að Rússar litu enn svo á að í áformum Bandaríkjamanna um að setja upp búnað fyrir hnatt- rænt eldflaugavarnakerfi sitt í Mið-Evrópu fælist „áhætta“ fyrir Rússland. En bæði Lavrov og Rice lýstu trú á að ráðamenn í Moskvu og Washington myndu halda áfram að ræða þetta og önnur mál á uppbyggilegum nótum. „Þegar okkur greinir á getum við rætt málin í andrúmslofti gagnkvæmrar virðingar,“ sagði Rice. Gates sagði Bandaríkjastjórn hafa „teygt sig ansi langt“ til að fullvissa Rússa um að þeim staf- aði engin ógn af kerfinu. „Ég myndi segja að þeir hafi hlustað grannt,“ sagði Gates um viðbrögð viðmælenda bandarísku sendinefndarinnar í Kreml við því sem hún hafði fram að færa í málinu. Fyrir fundinn með ráðamönn- um í Moskvu átti Rice morgun- verðarfund með völdum fulltrú- um stjórnmálaafla í Rússlandi sem ekki eiga aðild að ríkisstjórn- inni. Garrí Kasparov, fyrrverandi heimsmeistari í skák sem er aðal- talsmaður bandalags stjórnar- andstöðuflokka í Rússlandi, greindi frá því í gær að sér hefði ekki verið boðið til þessa fundar með bandaríska utanríkisráð- herranum. Að minnsta kosti tveir fulltrúar stjórnarandstöðuflokka voru á honum, en enginn af þekkt- ustu gagnrýnendum Pútíns og stjórnarhátta hans. Kasparov hefur hvatt Bandaríkjastjórn til að vera gagnrýnni í umgengni sinni við ríkisstjórn Pútíns. audunn@frettabladid.is Enn ósætti um eldflaugavarnir Ráðherrar Bandaríkjanna og Rússlands reyndu að jafna ágreining um eldflaugavarnir í Evrópu á fundi í Moskvu í gær. Viðræðurnar þykja framfaramerki. RÆÐA ÁGREINING Robert Gates, Condoleezza Rice og Sergei Lavrov á blaðamanna- fundi í Moskvu í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/AP BRUSSEL, AP Talsmenn stjórnmála- flokka bæði úr flæmsku- og frönskumælandi hlutum Belgíu tilkynntu í gær að þeir hefðu náð samkomulagi um að mynda nýja ríkisstjórn. Þar með bundu þeir enda á pólitíska pattstöðu sem varað hafði í níu mánuði, eða allt frá því þingkosningar fóru fram í júní í fyrra. Þessi pattstaða, sem orsakaðist fyrst og fremst af ólíkum hug- myndum Flæmingja og Vallóna um það hversu langt skyldi ganga í að færa völd frá sambandsríkis- stjórninni til landshlutastjórnanna, vakti vangaveltur um að belgíska konungsríkið kynni að leysast upp. Yves Leterme, leiðtogi flæmskra kristilegra demókrata, tilkynnti um samkomulagið í gærmorgun, eftir lokalotu viðræðna sem alls fimm flokkar komu að og stóð fram á morgun. Búist er við að Leterme taki við af Guy Leterme, sem farið hefur fyrir bráðabirgða- ríkisstjórnini, strax á skírdag, er samsteypuflokkarnir fimm og meirihluti þingsins hafa samþykkt stjórnarsáttmálann. - aa Endir bundinn á níu mánaða pólitíska pattstöðu í Belgíu: Ný stjórn tekur við á skírdag NÝ STJÓRN Yves Leterme, verðandi forsætisráðherra, er hér annar f.v. ásamt fleiri flokksforkólfum sem tóku þátt í stjórnarmyndunarviðræðunum. NORDICPHOTOS/AFP LÖGREGLUMÁL Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu fékk tilkynningar um tíu líkamsárás- ir um síðustu helgi. Voru þær nær allar minni háttar en nokkrir þurftu samt að leita á slysadeild vegna smá- skurða og minni háttar meiðsla. Meðal þeirra sem leita þurftu á slysadeild var karlmaður sem fór í sjómann á öldurhúsi í miðbæ Reykjavíkur. Sá sem tapaði tók því illa og svaraði fyrir sig með því að slá hann. Af þessum tíu líkamsárásum áttu þrjár sér stað utan miðborgar- innar, þar af ein í heimahúsi. - ovd Tíu líkamsárásir um helgina: Sleginn eftir sig- ur í sjómanni ÍSRAEL, AP Angela Merkel, kanslari Þýskalands, braut blað í sögu Ísra- elsþings er hún ávarpaði það í gær, fyrst erlendra ríkisstjórnar- leiðtoga sem ekki er jafnframt þjóðhöfðingi. Merkel hóf mál sitt á setningu á hebresku, þar sem hún þakkaði þingheimi fyrir að leyfa sér að tala á móðurmáli sínu. „Þýskaland og Ísrael eru og munu ætíð verða tengd með sérstökum hætti í gegn- um minninguna um helförina,“ sagði hún síðan. Kanslarinn árétt- aði að Þýskaland yrði ávallt skuld- bundið til að taka þátt í að tryggja öryggi gyðingaríkisins, sem minn- ist þess nú að 60 ár eru frá stofnun þess. - aa Tímamót á Ísraelsþingi: Merkel í Knesset MERKEL Í PONTU Fáeinir þingmenn sniðgengu ræðuna í mótmælaskyni. FRÉTTABLAÐIÐ/AP Doktor Anna formaður Doktor Anna Agnarsdóttir prófessor hefur verið skipuð formaður úthlutun- arnefndar fræðimannsíbúðar Jóns Sigurðssonar í Kaupmannahöfn. Með henni í nefndinni eru doktorarnir og rektorarnir Ágúst Einarsson á Bifröst og Kristinn Ólafsson í Skálholti. ALÞINGI Ók of hratt á Eyrarbakkavegi Lögreglan á Selfossi tók ökumann um klukkan hálf tólf í gærmorgun á Eyrarbakkavegi. Mældist bíll manns- ins á 137 kílómetra hraða þar sem hámarkshraði er 90. Má hann búast við um 90 þúsund króna sekt. Árekstur á Reykjanesbraut Tveir bílar rákust saman á gatnamót- um Reykjanesbrautar og Grænásvegs við Njarðvík í hádeginu í gær. Var öku- maður annarrar bifreiðarinnar fluttur með minni háttar meiðsl í sjúkrabíl á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja. Hinn ökumaðurinn slapp án meiðsla. LÖGREGLUFRÉTTIR

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.