Fréttablaðið


Fréttablaðið - 28.03.2008, Qupperneq 8

Fréttablaðið - 28.03.2008, Qupperneq 8
8 28. mars 2008 FÖSTUDAGUR 1 Hvað boðaði byggingar- nefndin sem hafði eftirlit með framkvæmdum við Laugardals- völl til margra funda meðan á framkvæmdum stóð? 2 Fyrir hvað hefur kaþólskur maður kært prest Þjóðkirkj- unnar til lögreglunnar? 3 Hvaða ljósmyndari opnar sýningu í húsi Orkuveitunnar á laugardag? SVÖR ERU Á SÍÐU 54 SAMFÉLAGSMÁL Mun meiri ásókn er í umönnunarstörf nú en oft áður og segja viðmælendur Frétta- blaðsins að ástandið í efnahagslíf- inu hafi mikil áhrif þar á. Síðast- liðið haust vantaði í tæp tvö hundruð stöðugildi á leikskólum Reykjavíkurborgar en nú vantar einungis í sextíu stöðugildi. „Þetta hefur verið að gerast á síðustu vikum en í janúar vantaði okkur enn í um 130 stöðugildi,“ segir Ingunn Gísladóttir, starfsmanna- stjóri leikskólasviðs Reykjavíkur- borgar. „Við höfum orðið vör við aukinn áhuga upp á síðkastið þannig að ég tel að við eigum eftir að fá mikið af fólki til okkar á næstunni.“ Lucía Lund, starfsmannastjóri á Hrafnistu, segir að nú vanti í fjór- tán stöðugildi á heimilum Hrafn- istu en það sé aðeins helmingur af því sem á skorti í byrjun ársins. „Við erum núna að fá fleiri umsóknir frá sjúkraliðum og öðru fólki sem virkilega hefur áhuga á að starfa við þetta og við getum því farið að vanda okkur betur við mannavalið,“ segir hún. Sigríður Kristj- ánsdóttir, fram- kvæmdastjóri Svæðisskrifstofu málefna fatlaðra á Reykjanesi, segir að mun fleiri Íslendingar sækist nú eftir störfum þar en áður. Helga J. Karls- dóttir, starfs- mannastjóri á Elliheimilinu Grund, segir það áberandi að nú þurfi að vísa mun fleiri umsóknum frá útlendingum frá. „Áður voru venjulega laus fyrir þá störf þar sem íslenskukunnáttu er ekki krafist eins og við ræstingar en þegar þeir voru komnir með nægi- lega kunnáttu gátu þeir hafið störf við umönnun,“ segir hún. „Nú er svo komið að það er ekkert pláss fyrir þá sem ekki hafa nægilega íslenskukunnáttu til að sinna umönnunarstörfum.“ Hún segir einnig að starfsmannavelta meðal útlendinga sé mun minni en áður. „Það er eins og þessi markaður sé orðinn mettur,“ bætir hún við. jse@frettabladid.is Betur gengur að ráða í leik- skólastörf Aðeins vantar í 60 stöðugildi hjá leikskólum Reykja- víkur miðað við tæp tvö hundruð á haust mánuðum. Erfiðara reynist fyrir útlendinga að fá vinnu og segir starfsmannastjóri þann markað vera mettan. BÖRN AÐ LEIK Efnahagsþrengingar sem látið hafa á sér kræla í atvinnulífinu virðast hafa þau áhrif að fólk sæki í auknum mæli í öryggið og aðra kosti sem umönnunar- störfin bjóða upp á. SIGRÍÐUR KRISTJ- ÁNSDÓTTIR INGUNN GÍSLADÓTTIR Við höfum orðið vör við aukinn áhuga upp á síðkastið þannig að ég tel að við eigum eftir að fá mikið af fólki til okkar á næstunni. INGUNN GÍSLADÓTTIR STARFSMANNASTJÓRI LEIKSKÓLASVIÐS REYKJAVÍKURBORGAR KÍNA, AP Hópur tíbetskra búddamunka hrópaði ýmis baráttuorð að erlendum fréttamönnum, sem kínversk yfirvöld fóru með í þaulskipu- lagða ferð til Lhasa í gær. Þessi truflun á fyrir fram ákveðinni dagskrá heimsóknarinnar var neyðarleg fyrir Kínastjórn, sem með henni var að reyna að sýna og sanna að allt væri með kyrrum kjörum í tíbetsku höfuðborginni eftir átökin þar að undanförnu. „Tíbet er ekki frjálst, Tíbet er ekki frjálst!“ hrópaði ungur munkur sem var í um þrjátíu munka hópi sem varð á vegi fréttamannanna er farið var með þá í sýningarferð um Jokhang- hofið í Lhasa, en það er eitt helgasta hof Tíbeta. Munkarnir kölluðu einnig að andlegur leiðtogi þeirra, Dalai Lama, hefði ekki haft neitt með and-kínversku óeirðirnar að gera sem brutust út í Lhasa fyrr í mánuðinum. Talsmenn Kínastjórnar hafa ítrekað sagt „Dalai-klíkuna“ eins og þeir tíðka að kalla útlagastjórn Dalai Lama, bera ábyrgð á upptökum uppþotanna. Munkarnir, sem fyrst töluðu á tíbetsku en skiptu svo yfir í mandarín-kínversku til þess að fréttamennirnir skildu þá, sögðust vita að þeir yrðu handteknir fyrir vikið en væru tilbúnir að una því. Kínverska utanríkisráðuneytið varaði í gær ráðherra Evrópusambandsins við því að senda einhver „óráðleg skilaboð“ til Dalai Lama, en utanríkisráðherrar ESB-ríkjanna tuttugu og sjö koma saman í dag til tveggja daga fundar í Slóveníu. - aa BRAST Í GRÁT Tíbetskur munkur sem brast í grát er honum gafst færi á að ávarpa erlenda fréttamenn í búddahofi í Lhasa í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/AP Valinn hópur erlendra fréttamanna fékk að fara í skipulagða heimsókn til Lhasa í Tíbet í gær: Munkar hrópuðu „Tíbet er ekki frjálst“ EFNAHAGSMÁL Samdráttur í efna- hagslífinu gerir atvinnurekendum kleift að gera meiri kröfur til þess fólks sem það ræður til starfa. „Hin hliðin á peningnum er þó sú að hér hafa starfsmenn sem eru að leggja fyrir í heimalandi sínu verið að lækka í launum um tuttugu til þrjátíu prósent vegna gengislækk- unar krónunnar og verðhækkanir eru svo hér á landi í ofanálag,“ segir Einar Skúlason, fram- kvæmdastjóri Alþjóðahússins. Hann bendir á að atvinnuástand í Póllandi hafi farið batnandi og þar sé nú mikill uppgangur. „Fyrir- tæki eru að reyna að velja meira úr og taka ekki næsta mann. Það er í raun eðlilegra ástand en verið hefur en það er spurning hvað íslensk fyrirtæki gera ef þau missa góða starfsmenn úr landi,“ segir hann. - kdk Gengislækkun og verðhækkun: Gætum misst gott fólk úr landi EINAR SKÚLA- SON Segir að spurning sé hvað íslensk fyrirtæki geri ef góðir starfsmenn fari úr landi. FÉLAGSMÁL Breyta á 22 hjúkrunar- rýmum á Seljahlíð í þjónustuíbúð- ir. Eftir breytingarnar verða þar 64 þjónustuíbúðir með rýmum fyrir 72 íbúa. Þeir sem þurfa munu fá nauðsynlega hjúkrun í íbúðunum en ekki á sérstakri deild. Velferðarráð samþykkti á fundi á dögunum að fara í formlegar viðræður við ráðuneyti heil- brigðis- og félagsmála um þátttöku ríkisins í greiðslu kostnaðar við breytingarnar. - bþs Breytingar gerðar á Seljahlíð: Sjúkrarýmum breytt í íbúðir SELJAHLÍÐ Eftir breytingar verða 64 þjónustuíbúðir í Seljahlíð. VEISTU SVARIÐ?
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.