Fréttablaðið - 28.03.2008, Page 10
10 28. mars 2008 FÖSTUDAGUR
DAGUR HERSINS Than Shwe, æðsti
maður hershöfðingjastjórnarinnar í
Búrma, heilsar hermönnum og öðrum
viðstöddum á hátíð í tilefni af „Degi
hersins“ í borginni Naypyitaw.
FRÉTTABLAÐIÐ/AP
BRETLAND, AP Nicolas Sarkozy
Frakklandsforseti lauk tveggja
daga opinberri heimsókn sinni til
Bretlands í gær með því að heita
því að hann myndi ráðfæra sig
við aðra evrópska ráðamenn áður
en hann tæki ákvörðun um það
hvort hann sniðgengi opnunar-
hátíð Ólympíuleikanna í Peking í
sumar til að mótmæla því hvern-
ig kínversk stjórnvöld hafa tekið
á uppþotum í Tíbet.
Sarkozy sagði að þar sem
Frakkar myndu gegna for-
mennskunni í Evrópusambandinu
á þessum tíma, í ágúst næstkom-
andi, myndi hann ráðfæra sig við
leiðtoga hinna ESB-ríkjanna.
Breski forsætisráðherrann
Gordon Brown sagði að Bretar
myndu ekki sniðganga leikana í
Peking. Sarkozy sagði, standandi
við hlið Browns á fundarstað
þeirra á knattspyrnuleikvangi í
Lundúnum, að þar sem Bretar
myndu halda Ólympíuleikana árið
2012 væri eðlilegt að þeir tækju
fullan þátt í öllum athöfnum í
kringum leikana í Peking. Hann
áskildi sér aftur á móti rétt til að
ákveða hvort hann sniðgengi opn-
unarhátíðina eður ei. „Það hefur
fengið mjög á okkur að sjá hvað
er að gerast í Tíbet,“ sagði hann.
Í fylgd með Sarkozy voru
nokkrir ráðherrar úr frönsku
stjórninni og skrifað var undir
nokkra samninga um fransk-
breskt samstarf. Einn þeirra snýr
að hernaðarsamstarfi, annar að
breytingum á öryggisráði Sam-
einuðu þjóðanna og sá þriðji að
stuðningi við menntun í Afríku-
löndum. Þá hyggjast ríkin tvö
taka höndum saman um að styðja
við útbreiðslu kjarnorkutækni til
raforkuframleiðslu í heiminum
en jafnframt beita sér gegn
útbreiðslu tækni sem nýta má til
kjarnorkuvígvæðingar. Er þetta
gert í nafni aðgerða gegn lofts-
lagsbreytingum.
Franski forsetinn vísaði á bug
aðdróttunum sem fram hafa
komið í fjölmiðlum um að í heim-
sókn hans hafi meira borið á
smjaðri en handföstu innihaldi.
„Við trúum því að með öflugra
samstarfi geti Frakkland og Bret-
land verið enn áhrifameira afl til
góðs,“ sagði Brown á blaðamanna-
fundi. audunn@frettabladid.is
Fransk-breskt
samstarf eflt
Leiðtogar Frakklands og Bretlands sömdu um eflt
samstarf landanna á ýmsum sviðum á fundi í Lund-
únum. Frakklandsforseti segist áskilja sér rétt til að
sniðganga opnunarhátíð Ólympíuleikanna í Peking.
SAMSTAÐA Nicolas Sarkozy Frakklandsforseti og Gordon Brown, forsætisráðherra
Bretlands, fyrir utan Downing-stræti 10 í London. FRÉTTABLAÐIÐ/AP
HJÁ VILDARFYRIRTÆKJUM
VISA OG ICELANDAIR
Handhafar Vildarkorts VISA og Icelandair safna
Vildarpunktum hraðar með því að beina viðskiptum
sínum til Vildarfyrirtækja Vildarklúbbsins.
Frá 17. mars til 1. apríl fá þeir tvöfaldan afslátt í formi
Vildarpunkta þegar þeir greiða með kortinu sínu.
Meðal Vildarfyrirtækjanna eru:
FOSSHÓTEL LIND, um allt land
HÓTEL FRÓN, Laugavegi 22b
HÓTEL HÉRAÐ, Egilsstöðum
TVÖFALDIR
VILDAR-
PUNKTAR
TIL 1. APRÍL
Vildarklúbbur
WWW.VILDARKLUBBUR
.IS
ÍS
L
E
N
S
K
A
S
IA
.IS
IC
E
41526
03
/08
RV Unique örtrefjaræstikerfið
- hagkvæmt, vistvænt og mannvænt
Nánari upplýsingar
veita sölumenn og ráðgjafar RV
Bodil Fur,
sölumaður hjá
RV Unique í Danmörku
UniFlex II H Fiber ræstivagn
RV
U
N
IQ
U
E
02
08
02
Rekstrarvörur
- vinna með þér
Réttarhálsi 2 • 110 Reykjavík
Sími: 520 6666 • Fax: 520 6665
sala@rv.is • www.rv.is
VIÐSKIPTI Stjórn SPRON var ekki
tilbúin að tjá sig um álit Fjármála-
eftirlitsins (FME) á því hvort
stjórnarmönnum hefði verið heim-
ilt að segja frá því að þeir hefðu
selt stofnfjárbréf fyrir rúmlega
196 milljónir að nafnvirði. Jóna
Ann Pétursdóttir, almennatengsla-
fulltrúi SPRON, sagði í tölvubréfi
til Fréttablaðsins í gær að stjórnin
myndi vonandi fljótlega geta tjáð
sig um álit FME.
Eins og greint var frá í Frétta-
blaðinu í gær telur FME að stjórnar-
mönnunum Ásgeiri Baldurs, Gunn-
ari Þór Gíslasyni og Hildi Petersen
hafi verið heimilt að upplýsa um
sölu á stofnfjárbréfum, skömmu
áður en SPRON var skráð á mark-
að. Það er andstætt fullyrðingu
stjórnar SPRON í fréttatilkynningu
7. febrúar en þar sagði hún FME
ekki hafa heimilað að segja frá söl-
unni. Virði stofnfjárbréfanna að
raunvirði þegar þau voru seld var
tveir til þrír milljarðar.
Gunnar Þór seldi megnið af bréf-
unum, fyrir rúmlega 187 milljónir
að nafnvirði. Í viðtali við Frétta-
blaðið hefur hann greint frá því að
salan á bréfunum hafi farið fram
eftir að regluvörður SPRON gaf til
þess heimild þar sem salan var ekki
talin vera brot á lögum um inn-
herjaviðskipti. Hildur og Gunnar
Þór eru hætt í stjórninni. Hildur
var stjórnarformaður en Erlendur
Hjaltason gegnir nú þeirri stöðu.
Rannveig Rist og Margrét Guð-
mundsdóttir tóku sæti Hildar og
Gunnars Þórs í stjórninni. - mh
Sala stjórnarmanna SPRON á bréfum áður en félagið var skráð á markað:
Stjórn SPRON ekki tjáð sig
AÐALFUNDUR Guðmundur Hauksson,
forstjóri SPRON, Hildur Petersen, fyrr-
verandi stjórnarformaður, og Erlendur
Hjaltason, núverandi stjórnarformaður.
FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON
ATVINNUMÁL „Það er eins og
margir sem til okkar leita haldi
að það sé vonlaust að finna vinnu
um þessar mundir en sú er alls
ekki raunin,“ segir María
Jónasdóttir, framkvæmdastjóri
Ráðningarþjónustunnar. Hún
segir að í sínum huga sé ástandið
að komast í eðlilegt horf.
„Staðan hefur einfaldlega verið
sú að atvinnurekendur hafa þurft
að ráða allt það starfsfólk sem til
þess leitar nær samdægurs.
Fyrirtæki þarfnast enn fólks í
fjölmörg störf. Það getur tekið
um það bil tvær vikur að finna
starf og starfsfólk við hæfi en
það hlýtur að teljast eðlilegt.“ - kdk
Atvinnuástand eðlilegt:
Fólk megi ekki
fyllast vonleysi