Fréttablaðið - 28.03.2008, Síða 28
28 28. mars 2008 FÖSTUDAGUR
UMRÆÐAN
Landspítalinn
Jón Kaldal skrifar leiðara 17. mars sl. í Fréttablaðið undir
yfirskriftinni: Versti vinnu-
staður landsins. Ég vinn sem
sagt á versta vinnustað lands-
ins, það var og.
Máli sínu til stuðnings telur
Jón til fréttir af málefnum
Landspítalans. Þær eru nei-
kvæðar. Fréttir eru í eðli sínu
neikvæðar. Jón tiltekur tvö dæmi um
aðgerðir stjórnenda spítalans til að spara.
Það er aldrei vinsælt og veldur ólgu. Síðan
lætur Jón í það skína að þess vegna hafi
Magnúsi Péturssyni verið sparkað, vegna
ólgu í starfsmönnum vegna sparnaðar og
stjórnsemi. Að lokum hvetur Jón nýja
stjórnendur spítalans til dáða, dýrt sé
kerfið og nú þurfi að nýta fjármunina enn
betur.
Ekki auðvelt að spara
Gömlu stjórnendurnir reyndu að stjórna og
spara. Fyrir vikið sköpuðu þeir sér óvin-
sældir bæði hjá hluta starfsmanna og yfir-
manna. Þrátt fyrir það má almennt segja að
engin sérstök óánægja hafi ríkt með gömlu
stjórnendurna. Að fullyrða að sífelldar
skærur hafi átt sér stað er orðum aukið.
Nýir stjórnendur eiga að gera enn betur.
Sjálfsagt geta þeir lent í sömu
klemmu og forverar þeirra.
Það er ekki auðvelt að spara.
Ég tel að vandamálið sé flókn-
ara en að einhverjir kommún-
istar séu að spreða peningunum
okkar innan báknsins.
Íslendingurinn er að nota
kerfið og það ekki lítið. Fólki
finnst það eiga rétt á því. Fólk
kemur stundum með vandamál-
in á ranga staði á röngum tíma.
Slysadeildin hefur stundum
þurft að kljást við vandamál
sem eiga heima í heilsugæslunni. Fólk
hefur ótakmarkaðan aðgang að sérfræð-
ingum. Flestar nágrannaþjóðir okkar hafa
tilvísunarkerfi í einhverri mynd. Síðustu
sex mánuðirnir í lífi hvers einstaklings
eru oft þeir kostnaðarmestu. Við getum
stöðugt gert meira en er það til góðs? Að
minnsta kosti er það mjög dýrt.
Tilgangur heilbrigðiskerfisins
Ég tel mjög mikilvægt að við ræðum til
hvers við ætlumst af heilbrigðiskerfinu af
fullri alvöru. Eru öll þessi sjúkrahús nauð-
synleg? Eiga konur að geta fætt í hverju
húsi? Hversu langt eigum við að ganga við
að halda lífi í okkur? Hver er ábyrgð ein-
staklingsins fyrir eigin heilsu? Hvað
skortir til þess? Hvernig er forgangs-
röðunin? Er ekki þörf á tiltekt í hugum
nýríkra Íslendinga?
Er hugsanlegt að versti vinnustaður
landsins endurspegli það þjóðfélag sem
hann er staddur í? Mótast hann ekki af
íslenskri þjóðarsál? Er sparnaður og ráð-
deildarsemi aðalsmerki Íslendingsins?
Landspítalinn er eins og húsmóðir sem á
alltaf að vera til taks en á ekki að kosta
neitt. Þess vegna er Landspítalinn svo
fjarri því að eiga sér einhverja virðingu og
mönnum leyfist að kalla hann versta vinnu-
stað landsins. Saga Landspítalans er sam-
hnýtt sögu íslenskra kvenna. Það voru þær
sem börðust fyrir honum, söfnuðu pening-
um og nánast neyddu íslenska ráðamenn til
að byggja hann. Síðan byggðu íslenskir
karlmenn hann í atvinnubótavinnu þegar
atvinnuleysi var mikið hjá karlmönnum í
kreppunni. Stundum hefur maður á tilfinn-
ingunni að Landspítalinn og konur hafi
sömu stöðu í þjóðfélaginu.
Flatur sparnaður virkar ekki
Það er kannski lausn spítalans að einka-
væða hann allan. Þá sendir hann reikninga
og ef þeir eru ekki greiddir fær kaupand-
inn ekki frekari þjónustu. Þá fara menn
kannski að bera einhverja virðingu fyrir
honum. Við þá breytingu myndu menn gera
sér betur grein fyrir því að umræða um
heilbrigðismál sem alltaf snýst um kostnað
og eyðslu er niðurdrepandi og engum til
gagns. Ef til vill munu menn þá kannast við
að heilbrigðiskerfið framleiðir mikla og
góða vöru. Að minnsta kosti myndu þeir
kunna að meta vöruna ef þeir þyrftu að
greiða hana fullu verði.
Ég vinn á Landspítalanum og þar finnst
mér gott að vinna. Tel mig alls ekki vinna á
versta vinnustað landsins. Landspítalinn
er að sjálfsögðu hvorki gallalaus né hafinn
yfir gagnrýni. Ég tel að virkja verði þá
þekkingu og færni sem er til staðar hjá
almennum starfsmönnum. Við vitum nokk-
urn veginn hvernig á að spara, bara ef við
erum spurð og fáum einhverja gulrót.
Flatur sparnaður að ofan hefur aldrei
virkað, hvorki hér né annars staðar. Ég tel
það mjög mikilvægt að auka sjálfstjórn
hinna minnstu eininga innan spítalans og
láta þær kljást við sparnað í návígi.
Með sameiginlegu átaki allra mun okkur
Íslendingum takast að skapa hér besta heil-
brigðiskerfi í heimi á viðráðanlegu verði.
Neikvæð umræða mun einungis tefja för.
Höfundur er læknir.
Versti vinnustaður landsins?
GUNNAR S.
ÁRMANNSSON
Það er kannski lausn spítalans að
einkavæða hann allan. Þá sendir hann
reikninga og ef þeir eru ekki greiddir þá
fær kaupandinn ekki frekari þjónustu.
Þá fara menn kannski að bera ein-
hverja virðingu fyrir honum.
Samningurinn um Evrópska efnahagssvæðið, EES-samn-
ingurinn svokallaði, hefur verið
Íslendingum afar mikilvægur.
Segja má að með samningnum
hafi mörgum þeim framfaramál-
um, sem verulegur pólitískur
ágreiningur hafði verið um svo
árum skipti, verið komið í höfn.
Sem dæmi má nefna grundvall-
arbreytingar á umhverfi íslensks
viðskiptalífs í átt til frjálsræðis,
m.a. með löggjöf um verðbréfa-
viðskipti og kauphallarstarf-
semi, alls konar áherslur á sviði
neytendaverndar og fleiri atriði
má telja.
Við Íslendingar vorum sannar-
lega á leið í átt að frjálsari við-
skiptaháttum, en vafalaust hefur
gerð samningsins hraðað öllu
regluverki verulega. Ekki má
gleyma því að grunnurinn að til-
urð Evrópska efnahagssvæðis-
ins var EFTA-samningurinn sem
hafði á sínum tíma mikla þýð-
ingu fyrir þjóðina. Kannski er
það rétt, sem sumir hafa haldið
fram, að Ísland hefði átt að fylgja
Danmörku inn í ESB í upphafi 8.
áratugarins. Sennilega munu
Danir ávallt njóta þess í völdum
innan ESB að hafa verið snemma
á ferðinni.
Skarpt fram gengið
Meirihluti þeirra þjóða
sem átti aðild að EES-
samningnum í upp-
hafi, gekk fljótlega í
ESB og sennilega
hafa samningavið-
ræðurnar við ESB
um samninginn
valdið því hve flest-
um gekk greiðlega
að fá aðild að ESB
samþykkta í
heimalöndun-
um, þótt Noreg-
ur sé undan-
tekning þar
frá.
Í mínum huga
er alveg nauð-
synlegt að huga
vel að fortíðinni
og þeim aðstæðum
og umræðum sem
uppi voru í þjóðfé-
laginu þegar EES-
samningurinn var lögfestur,
þegar við núna ræðum hugsan-
lega aðild Íslands að ESB. Við
skulum flýta okkur hægt, vinna
heimavinnuna þannig að ef við
teljum rétt að ganga í ESB sé
undirbúningurinn klár.
Í þessu efni eru nokkur grund-
vallaratriði fyrir hendi sem ekki
verður horft framhjá.
Við gerð EES-samningsins átti
að ganga frá ákvæðum stjórnar-
skrárinnar, t.d. hefði verið rétt
að semja ákvæði um þjóðar-
atkvæðagreiðslur við vissar
aðstæður, m.a. þegar kemur að
valdaframsali í þá veru sem
EES-samningurinn hefur í för
með sér. Í mínum huga var
gengið skarpt fram við gerð
EES-samningsins og vel má vera
að það hafi verið nauðsynlegt á
þeim tíma. Hins vegar er stað-
reyndin sú, að áhrif samningsins
inn í íslenska löggjöf hafa verið
meiri en þorri manna gerði sér
grein fyrir.
Stjórnarskrárbreytingar
Íslendingar eiga ekki að sækja
um aðild að ESB fyrr en fram
hafa farið nauðsynlegar breyt-
ingar á stjórnarskránni. Mikið
hefur verið sagt og skrifað um
ESB og í raun engin ástæða til að
setja af stað enn eina nefndina
um atriði sem þegar liggja fyrir,
eins og t.d. kosti og galla sam-
bandsaðildar. Á endanum er um
að ræða ákvörðun sem íslenska
þjóðin á að taka út frá hagsmun-
um landsins til lengri tíma. Hins
vegar hefur skort á frekari
umræðu um þau undirbúnings-
skref sem þarf að taka ÁÐUR en
hægt er að taka afstöðu til kosta
og galla ESB-aðildar.
Það kann vel að vera að
innleiðing löggjafar Evrópu-
sambandsins yrði með
vandaðri hætti með aðild
en ekki, þótt það sé alls
ekki útilokað að nýta
samninginn um EES betur,
sérstaklega hvað eftir-
fylgni Alþingis varðar.
Þegar horft er til hags-
muna Íslands skal á það
minnt að Ísland hefur alla tíð
notið þess að vera lítið land. Við
höfum náð góðum samningum
við stórveldi beggja vegna Atl-
antsála og þeir fríverslunar-
samningar sem við höfum náð,
við þjóðir hvaðanæva hafa
reynst heilladrjúgir. Við verðum
að horfa til þess hvort hægt sé
að halda sjálfstæði okkar að
þessu leyti frekar en að rogast
með öllum þeim þjóðum sem eru
í ESB.
Íslenska krónan er lítill gjald-
miðill og veikleikar lítillar
myntar koma hvað skýrast í ljós
þegar þrengir að á alþjóðavísu.
Hættan er alltaf sú að hægt sé að
spila á smáan gjaldmiðil og fyrir
fyrirtæki í alþjóðarekstri getur
hún reynst fyrirstaða. En það er
afar óskynsamlegt að kasta krón-
unni þegar harðnar á dalnum og
leita að fljótlegustu lausninni
sem í huga margra er upptaka
evru. Það getur vel verið að við
munum sjá hag í því að taka upp
evru en það verður að vera um
leið og horft er á inngöngu í Evr-
ópusambandið með öllu sem því
fylgir. Slíka ákvörðun verða
menn að taka þegar jafnvægi er
komið á þjóðarbúskapinn.
Tímaspursmál
Aðild að ESB tekur langan tíma.
Það er ágætt að nota komandi
misseri til að fara í gegnum þá
þætti sem þarf þannig að ef
ástæða þykir til að skoða aðild
að ESB strandi það ekki á skorti
á undirbúningi heima fyrir. Það
dettur engum í hug að útiloka
aðild að sambandinu til langs
tíma og satt að segja held ég að
það sé frekar tímaspursmál en
hitt hvenær við stöndum frammi
fyrir þessari ákvörðun.
En ef umræðan um Ísland og
Evrópusambandið á að vera á
skynsamlegum nótum, verður að
byrja á réttum enda og þar
skiptir undirbúningur hér heima
fyrir, og þá ekki síst ákvæði
stjórnarskrárinnar, miklu máli.
Höfundur er þingmaður
Sjálfstæðisflokksins.
Byrjum á réttum enda
EVRÓPUSAMBANDIÐ - Hvað er til ráða?
1. Hverjir eru helstu kostir við Evrópusambandsaðild?
2. Hverjir eru helstu gallar við Evrópusambandsaðild?
3. Hvað er til ráða?
3.1. Á að hafna aðild umsvifalaust?
3.2. Á að bíða og sjá til?
3.3. Á að sækja um aðild umsvifalaust?
3.4. Á að gera efnahagslegar og stjórnskipulegar
ráðstafanir með það að markmiði að taka ákvörðun af
eða á um aðildarumsókn eftir tiltekinn tíma t.d. innan
þriggja ára.
Eftir Ólöfu Nordal