Fréttablaðið - 28.03.2008, Síða 36

Fréttablaðið - 28.03.2008, Síða 36
MORGUNMATURINN: Það býr einn ágætis maður í Ár- ósum sem heitir Helgi, hann býr til frábæran morgun- mat, alveg fullkomlega samkeppnishæfan. SKYNDIBITINN: Ég man ekki hvað staðurinn heit- ir, en hann er í krúttlegu húsi í krúttlegri götu og selur mjög góðan shawarma. Húsið er gult held ég. UPPÁHALDSVERSLUN: Man ekki hvað nein- ar búðir heita en það er mikið af flottum „gen- brugs“-búðum þarna. Síðan er ótrúlega næs að setjast inn á Riz Raz í einn kaldan og hvíla lúin bein og verslunarvarninginn. LÍKAMSRÆKTIN: Ég ímynda mér að ef maður byggi í svona krúttlegri borg myndi maður kaupa sér eitt krúttlegt hjól og hjóla og hjóla. RÓMÓ ÚT AÐ BORÐA: Ég mæli með pylsu og kókómjólk í Seven Eleven. Það getur ör- ugglega verið mjög rómó með réttu hugarfari. BEST VIÐ BORGINA: Helgi besti vinur minn, hann er klárlega það besta við Árósa. Allar borgir væru góðar borgir ef þær ættu eitt stykki Helga Steinar. borgin mín ÁRÓSAR SIGRÍÐUR THORLACIUS söngkona hljómsveitarinnar Hjaltalín Frískandi kokkteill nú þegar vorið svífur yfir vötnum og verður án efa drykkur sumarins. Drykkur vikunnar VANILLA CITRUS KICK Á 101 Í slendingar þekkja næring- arþerapistann Þorbjörgu Hafsteinsdóttur en hún hefur hjálpað mörgum Ís- lendingum að komast í kjör- þyngd og öðlast betra líf með því að breyta um mataræði. Nú er hún búin að gefa út bókina „10 år yngre på 10 uger“ í Danmörku en Þor- björg hefur verið búsett þar síðustu 20 árin. Bókin kom út 12. mars síðastlið- inn og hefur gert allt vit- laust í Danmörku, seldist upp á fyrstu dögunum en nú var þriðja upplag að koma úr prentun. „Bókin er samantekt á reynslu minni og vitneskju. Mér finnst ég þekkja konur mjög vel eftir að hafa unnið með þeim í tæp 20 ár enda eru konurnar sem ég hef hjálpað mörg þúsund. Í bókinni fer ég yfir hvernig maður getur snúið vörn í sókn, breytt um lífsstíl og yngt sig upp. Það má líka segja að það sé rauður þráður í gegnum það sem konur vilja. Flestar vilja meiri orku, meiri lífskraft, vera já- kvæðari og halda sér í kjörþyngd,“ segir Þorbjörg og bætir því við að það þurfi oft að ýta við konum svo þær breyti um lífsstíl. „Það er nauðsynlegt að stunda líkamsrækt, vera jákvæður í viðmóti og bjartsýnn og trúa á eitthvað annað en sykur.“ Bókarkápan hefur vakið mikla athygli en þar situr Þorbjörg sjálf fyrir á nærklæð- unum. Hún segir að það skipti miklu máli að vera góð fyrirmynd. „Ég er 48 ára og hef unnið að því að halda mér í formi og það hefur auðvitað ekki verið átakalaust en þetta er þó miklu minna mál en marga grunar. Auðvitað verð ég að sýna fram á að það sem ég er að predika virki,“ segir Þorbjörg sem getur ekki verið annað en stolt af lík- ama sínum. Þegar hún er spurð að því hvort myndirn- ar í bókinni hafi verið fótós- joppaðar þvertekur hún fyrir það. Í hittifyrra voru þætt- ir Þorbjargar, 10 grunnreglur, sýndir á Skjá einum. Í þáttun- um kenndi hún Íslendingum að sneiða hjá sykri, mjólkurvörum og einföldum kolvetnum. Hún hefur haldið námskeið og fyrirlestra í Danmörku og þann 14. apríl næstkom- andi mun önnur bók úr viskubrunni Þorbjargar líta dagsins ljós. „Það er uppskriftabók sem ég vann með vinkonu minni. Þetta er algerlega rétti tíminn núna fyrir svona bækur,“ segir Þorbjörg sem er rétt að byrja. martamaria@365.is Þorbjörg Hafsteinsdóttir, næringarþerapisti og hjúkrunarfræðingur, gerir allt vitlaust í Danmörku 48 ára og flott 4 • FÖSTUDAGUR 28. MARS 2008
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.