Fréttablaðið - 28.03.2008, Side 44

Fréttablaðið - 28.03.2008, Side 44
 28. MARS 2008 FÖSTUDAGUR Fermingarmyndin er í hug- um margra stíf og hátíðleg í hvítum kyrtli en nú er af sem áður var. Fermingarmyndirnar í dag eru oftar en ekki líflegar og skemmti- legar og hvíti kyrtillinn í aukahlut- verki. „Krakkar á þessum aldri eru oft svolítið stíf svona spariklædd og líka stressuð fyrir myndatök- una. Yfirleitt næ ég betur til þeirra þegar þau eru komin í sín eigin föt,“ segir Harpa Hrund Njálsdóttir ljós- myndari sem rekur ljósmyndaver Hörpu Hrundar í Fákafeni 11. Harpa reynir að ná fram per- sónuleika krakkanna í myndunum og hvetur þá til að koma með sitt eigið dót í tökuna. „Stundum koma þau með náttfötin sín og bangsann. Oft líka eitthvað tengt áhugamál- inu. Stundum koma þau með gælu- dýrin sín og hingað hefur komið öll flóran af dýrum. Páfa- gaukar, kett- ir og hundar og einu sinni kom hæna með í mynda- töku.“ Það er því aldrei nein lognmolla í vinnunni hjá Hörpu og enginn dagur eins. „Krakkarnir hafa verið dugleg- ir að koma með fótboltann og jafn- vel hefur verið spilað á gítar fyrir mig í myndatöku svo það eru oft- ast læti hérna hjá mér. Ég hef líka farið í hesthús og myndað krakk- ana með hestinum sínum eða út á mótorkrossbrautir. Ég hef ekki myndað á fermingardaginn því það er nógu stressandi fyrir krakkana að mæta í myndatöku og óþarfi að bæta því við á fermingardaginn sjálfan þegar þau hafa áhyggjur af því að gleyma trúarjátningunni,“ segir Harpa. Fermingarmyndatakan er líka tækifæri til að smella mynd af allri fjölskyldunni og segir Harpa al- gengt að fólk geri það. „þetta er svo dýrmætur tími og alltaf gaman að skoða þessar myndir þegar maður eldist.“ - rat Hvíti kyrtillinn látinn fjúka Krakkarnir koma oft með hluti tengda áhugamálinu í fermingarmyndatökuna. Harpa segir oftast afslappaðra andrúmsloft þegar krakkarnir eru í sínum eigin fötum. Harpa Hrund Njálsdóttir ljósmyndari vill ná persónuleika krakkanna fram í ferming- armyndinni. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON Laugavegi 87 · Símar 551 8740 & 511 2004 Hlýjar og mjúkar gjafir Spilavinir Spil og púsluspil fyrir alla fjölskylduna Langholtsvegur 126 · 104 Reykjavík · Sími 553 3450 · www.spilavinir.is Falleg spil og skákvörur eru góðar gjafi r Skák-klukkur, tafl menn, tafl borð, backgammon, Go, púslutöskur, Scrabble, Risk ofl . Himneskir herskarar – Fermingarstyttur Auðbrekka 4, gengið inn bakatil. Upplýsingar í síma 862 2783 eða 552 1783.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.