Fréttablaðið


Fréttablaðið - 28.03.2008, Qupperneq 71

Fréttablaðið - 28.03.2008, Qupperneq 71
FÖSTUDAGUR 28. mars 2008 39 Iceland Airwaves er sjötta besta tónlistarhátíð heims samkvæmt nýlegri úttekt breska dagblaðsins Daily Mirror. Í efsta sæti er belgíska hátíðin Pukkelpop og á meðal fleiri hátíða sem komust á listann eru Fuji Rocks í Japan, Benicassim á Spáni og The Big Day Out í Ástralíu, þar sem Björk spilaði í janúar. Fjöldi tónlistarhátíða er haldinn víða um heim á ári hverju og hlýtur þetta því að teljast mikil viðurkenning fyrir aðstand- endur Iceland Airwaves. Næsta hátíð fer fram í október 15. til 19. október og verður tilkynnt um fyrstu listamenn hátíðarinnar á næstu vikum samhliða því að miðasala hefst á alþjóðavett- vangi. Airwaves í sjötta sæti JULIETTE & THE LICKS Hljómsveitin Juliette & The Licks, sem skartar leikkon- unni Juliette Lewis, spilaði á Airwaves fyrir þremur árum. FRÉTTABLAÐIÐ/HEIÐA Lag bresku söngkonunnar Leonu Lewis, Bleeding Love, fór á topp bandaríska Billboard-vinsælda- listans á dögunum. Þar með varð Lewis fyrsta breska söngkonan sem kemst á topppinn í Banda- ríkjunum í rúm tuttugu ár. Síðust til að ná toppsætinu var Kim Wilde með lagið You Keep Me Hangin´ On árið 1987. „Ég hlakka mikið til að ferðast um Bandaríkin og syngja tónlistina mína fyrir almenning,“ sagði Lewis, sem sló í gegn í X-Factor í Bretlandi. „Þetta hefur verið draumur síðan ég var lítil stelpa og ég get ekki beðið.“ Sú fyrsta í tuttugu ár LEONA LEWIS Leona Lewis er fyrsta breska konan til að ná toppnum í Bandaríkjunum í tuttugu ár. Breski óskarsverðlaunaleikstjór- inn Anthony Minghella var með til- boð frá Snorra Þórissyni og kvik- myndafyrirtækinu Pegasus um að leikstýra Sjálfstæðu fólki eftir bók Halldórs Laxness. Þetta staðfesti Snorri í samtali við Fréttablaðið. Að sögn Snorra var Minghella mjög áhugasamur um að leik- stýra myndinni en skyndi- legt fráfall breska leikstjór- ans kom mörgum í opna skjöldu. „Ég hafði í það minnsta ekki hugmynd um að hann væri svona veikur,“ segir Snorri, sem hyggst þó ekki leggja í árar í bát og ætlar að halda áfram leit sinni að hentugum leikstjóra fyrir verkið. „Ég þarf að stokka spilin upp á nýtt og það þarf að endur- skoða málið, maður getur ekki verið að tala við marga í einu,“ segir Snorri en hann hefur enn í hyggju að leita út fyrir land- steinana að réttum manni. „Draumurinn er auðvitað að þetta verði alþjóðleg mynd,“ bætir Snorri við. Minghella lést skömmu fyrir páska eftir að hafa háð harða baráttu við krabbamein í hálsi. Hann vakti fyrst athygli fyrir kvikmyndina The Eng- lish Patient sem hann fékk Óskarinn fyrir og The Talented Mr. Rip- ley en hún fékk fimm Óskars- tilnefningar. Þá var kvikmynd hans Cold Mountain einnig hlaðin tilnefn- ingum en síðasta mynd hans var Breaking and Enter ing með Jude Law og Juliette Binoche. Minghella vildi leikstýra Laxness MINGHELLA Lést langt fyrir aldur fram eftir erfiða baráttu við krabbamein. SNORRI Vildi fá Ming- hella til að leikstýra Sjálfstæðu fólki. NÝDÖNSK LAUGARD 29. MARS STÓRTÓNLEIKAR HÚSIÐ OPNAR KL. 23 MIÐAVERÐ KR. 1900 ALDURSTAKMARK 20 ÁRA 30. mars - uppselt 3. april 4. april 10. april 11. april 17. april 18. april 23. april 24. april
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.