Fréttablaðið - 03.04.2008, Page 4

Fréttablaðið - 03.04.2008, Page 4
4 3. apríl 2008 FIMMTUDAGUR LÖGGÆSLA „Ég tel rétt að fjárlaganefnd fái fulltrúa dómsmálaráðuneytisins, svo og Stefán Eiríksson lögreglustjóra á sinn fund til að fara yfir málin sem hlýtur þá að tengjast vinnu okkar við framkvæmd fjárlaga fyrir 2008 og undirbúning fjárlagagerðar fyrir 2009.“ Þetta segir Gunnar Svavarsson, formaður fjárlaga- nefndar Alþingis, í kjölfar ummæla lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu í Fréttablaðinu í gær. Þar sagði Stefán Eiríksson að þeim árangri væri stefnt í hættu sem náðst hefðí í öryggis- og löggæslu í landinu komi ekki frekari fjárveitingar til málaflokksins. „Það hlýtur að kalla fram spurningar þegar jafn ábyrgðafullur maður og lögreglustjórinn á höfuðborg- arsvæðinu er með afdráttarlausar ábendingar eins og þessar,“ segir formaður fjárlaganefndar enn fremur. „Í ljósi þeirra tel ég ástæðu til þess að fjárlaganefndin fái lögreglustjórann og fulltrúa ráðuneytisins á sinn fund til að fara yfir þessi mál og sjá hvar ber á milli.“ Formaður allsherjarnefndar Alþingis, Birgir Ár mannsson, segir það hafa verið stefnu bæði núverandi ríkisstjórnar og þeirrar síðustu að bregðast við breyttum aðstæðum, meðal annars með lagabreyt- ingum á sviði löggæslumála. „Ég er sammála lögreglustjóranum í Reykjavík um það að það er líka þörf á að skoða fjárhagsramma embætta hans, svo og lögreglustjórans á Suðurnesjum út frá breyttum aðstæðum og breyttum verkefnum. Mér finnst mikilvægt að það verði gert í undirbúningi fjárlagatillagna fyrir næsta ár.“ Birgir segir þá skyldu vitaskuld hvíla á forstöðu- mönnum embætta að haga útgjöldum þeirra í samræmi við fjárlög á hverjum tíma. „En þar sem breyttar aðstæður kalla á auknar fjárveitingar verður auðvitað að bæta úr slíkum þörfum,“ segir formaður allsherjarnefndar. Hann telur ekki rétt að byggja fárveitingar til löggæslumála á samanburði við aðra fjárlagaliði, svo sem mennta- og heilbrigðismál. „Það sem máli skiptir er að fjárveitingar séu ákveðnar með tilliti til þeirra þarfa sem fyrir hendi eru á hverju sviði. Ég tel mikilvægt að þess sé getið að hvaða leyti auknar kröfur til lögreglunnar kalla á aukin fjárframlög.“ jss@frettabladid.is LÖGREGLAN Formaður allsherjarnefndar segir mikilvægt að þess sé getið að hvaða leyti auknar kröfur til lögreglunnar kalli á aukin fjárframlög. FRÉTTABLAÐIÐ/HARI Vill lögreglustjóra á fund fjárlaganefndar Formaður fjárlaganefndar Alþingis telur nauðsynlegt að fá lögreglustjóra höfuðborgarsvæðisins og fulltrúa dómsmálaráðuneytis á fund nefndarinnar. Ástæðan er ummæli lögreglustjórans um brýna þörf á auknum fjárveitingum. NEYTENDUR Eldsneytisverð lækkaði í gær eftir að N1 reið á vaðið og gaf 25 krónu afslátt af eldsneytis- lítranum frá sjö í gærmorgun til sjö síðdegis. Eldsneytisverð lækkaði einnig hjá Ego. Önnur fyr- irtæki fylgdu öll eftir og lækkuðu eldsneytisverð nema Skeljungur. Mikil örtröð var á bensínstöðv- um og langar biðraðir mynduðust. „Við höfum verið með þrefaldar vaktir á bensínstöðvum og dælum fyrir alla til að sýna þjónustulund í verki,“ segir Ingunn Sveinsdóttir, sviðstjóri hjá N1. Hún segir N1 munu selja eldsneyti með afslætti í dag á öllum þjónustustöðvum til að sýna samstöðu með neytendum og atvinnubílstjórum. - ghs N1 lækkar bensínverð: Biðraðir á bens- ínstöðvum DÆLT Á BÍLINN Langar biðraðir mynduð- ust við bensínstöðvar N1 í gær. VEÐURSPÁ Kaupmannahöfn Billund Ósló Stokkhólmur Gautaborg London París Frankfurt Friedrichshafen Berlín Alicante Mallorca Basel Eindhoven Las Palmas New York Orlando San Francisco HEIMURINN Vindhraði er í m/s. Hitastig eru í °C. Gildistími korta er um hádegi. 9° 10° 8° 7° 9° 17° 15° 11° 7° 10° 22° 20° 12° 12° 25° 13° 29° 17° 2Á MORGUN 10-15 m/s allra austast annars 3-8. 8 LAUGARDAGUR Stíf norðanlæátt allra austast annars hægari. 2 2 1 1 2 4 3 4 4 2 1 13 12 10 8 10 3 10 6 10 6 -3 -3 -3 3 3 -4 -4 -4 2 FLOTTAR HELGAR- HORFUR Um helgina lítur afar vel út með veður síst þó reyndar allra austast á landinu. Má búast við að annars staðar en þar verði hæg breytileg átt og bjartviðri. Frostlaust verður að deginum sunnan til annars frost. Austast verður á hinn bóg- inn hvöss norðan átt með stöku éljum. Sigurður Þ. Ragnarsson Veður- fræðingur SKIPULAGSMÁL Borgarfulltrúar telja ekki ástæðu til að breyta áformum um að leggja Sundabraut í jarð- göngum, þrátt fyrir viðvörunarorð Ísleifs Jónssonar, fyrrverandi for- stöðumanns Jarðborana ríkisins. „Við skoðum allar athugasemd- ir, það er gott að borgararnir tjái sig um þetta, en okkar sérfræðing- ar hafa aðra skoðun,“ segir Gísli Marteinn Baldursson, formaður umhverfis- og samgönguráðs Reykjavíkurborgar. Ísleifur segir mikinn vafa leika á því að hægt sé að leggja göng á þessu svæði, bergið geti verið of lekt, og jarðskjálftar geti rofið göngin. „Áhyggjur af því tagi sem Ísleifur setur fram voru ástæða þess að farið var í umfangsmiklar jarðfræðirannsóknir á berglög- um, og gerðar tilraunaboranir,“ segir Dagur B. Eggertsson, odd- viti Samfylkingarinnar í borgar- stjórn. Hann bendir á að Árni Hjartar- son, jarðfræðingur hjá Íslenskum orkurannsóknum, hafi svarað full- yrðingum Ísleifs ágætlega. „Ég mun keyra rólegur í gegnum Sundagöng.“ Ísleifur gagnrýnir að aðeins ein tilraunahola hafi verið boruð í Ell- iðavogi en auk hennar voru tvær skáholur boraðar frá landi. Dagur segir sjálfsagt að koma ábending- um á borð við þessa á framfæri við sérfræðinga. Ef þeir taki undir þurfi einfaldlega að bora fleiri tilraunaholur. - bj Borgarfulltrúar segja að ekki þurfi að breyta áformum um legu Sundabrautar: Keyra rólegir um Sundagöng GÍSLI MARTEINN BALDURSSON DAGUR B. EGGERTSSON RÚSSLAND, AP Þrír meðlimir dómsdagssöfnuðar, sem lokuðu sig inni í neðanjarðarhelli langt frá byggð í miðju Rússlandi í fyrrahaust, komu út úr honum í gær, að sögn talsmanns héraðs- yfirvalda í Penza-héraði. Samningamenn yfirvalda eru enn að reyna að telja þá ellefu sem enn eru inni í hellinum á að hætta að minnsta kosti í bili biðinni eftir heimsendi og koma aftur undir bert loft. Í fyrradag kom fjórtán manna hópur út úr hellinum eftir að vorleysingar ollu því að hluti hellisins hrundi. Forsprakkar söfnuðarins hafa hótað að sprengja hann í loft upp ef reynt verði að sækja fólkið með valdi. - aa Dómsdagssöfnuður: Hluti hópsins út úr hellinum UTANRÍKISMÁL Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri grænna, harmar að utanríkisráð- herra hafi ekki séð sér fært að mæta á fund utanríkismálanefnd- ar í gær til að ræða afstöðuna til þeirra álitaefna sem upp munu koma á fundi aðildarríkja Atlantshafsbandalagsins (NATO). „Það eru vonbrigði að haldið skuli óbreyttum hætti: að utanríkismálanefnd fái fyrst fréttir af því eftir á og yfirleitt erlendis frá hvaða afstöðu fulltrúar Íslands hafa til umdeildra og stórpólitískra deilumála á vettvangi NATO,“ segir í bókun Steingríms í nefndinni. - bj VG harma ráðherraleysi: Fá fréttir eftir á og að utan GENGIÐ 2.4.2008 GJALDMIÐLAR KAUP SALA HEIMILD: Seðlabanki Íslands 151,16 GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR 74,98 75,34 148,66 149,38 117,23 117,89 15,717 15,809 14,514 14,6 12,506 12,58 0,7336 0,7378 122,34 123,06 Bandaríkjadalur Sterlingspund Evra Dönsk króna Norsk króna Sænsk króna Japanskt jen SDR DÓMSMÁL Svokallaður sprautu- nálaræningi hefur verið úrskurð- aður í Hæstarétti til vistunar á viðeigandi stofnun til 18. apríl, í stað þess að sæta gæsluvarðhaldi. Maðurinn ræmdi peningaklassa á þremur stöðum og ógnaði fólki með sprautunál léti það ekki fjármuni af hendi. Hann er fíkniefnaneytandi og á langa sögu um geðrofssjúkdóm, samkvæmt rannsókn geðlæknis. Brotaferill mannsins, er hann beitti sprautunálinni, var samfelldur, og var það mat lögregluyfirvalda að hann myndi halda brotunum áfram gengi hann laus. - jss Sprautunálaræninginn: Er nú vistaður á stofnun ANDLÁT Maður á níræðisaldri varð bráðkvaddur í gufubaði Breið- holtslaugar rétt eftir klukkan átta í gærmorgun. Ekki er vitað hver dánarorsökin var en starfsfólk hóf lífgunartilraunir um leið og maðurinn fannst. Sjúkraflutninga- menn komu á staðinn innan fimm mínútna frá útkalli en endurlífg- unartilraunir þeirra báru ekki árangur. Ljóst er að viðbragðsá- ætlun sundlaugarinnar gekk vel en því miður varð ekkert að gert. Starfsfólk sem gestir voru eðlilega slegin yfir atburðinum. - kp Andlát í Breiðholtslaug: Fannst látinn í eimbaðinu Ranglega var sagt frá því á síðum Markaðarins í gær að utanþingsvið- skipti hafi verið með bréf í Existu upp á 21,6 milljarð króna í Kauphöll Íslands á þriðjudag. Hið rétt er að viðskiptin voru með bréf Skipta, móðurfélags Símans. LEIÐRÉTTING

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.