Fréttablaðið - 03.04.2008, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 03.04.2008, Blaðsíða 6
6 3. apríl 2008 FIMMTUDAGUR Lau kl. 10.00-17 .00 Sun kl. 12.00-16 .00 Við frumsýnum 2008 árgerðina af stórglæsilegum Rockwood fellihýsum helgina 5.-6. apríl í verslun okkar að Fosshálsi 5-7. Rockwood fellihýsin 2008 Komdu núna í Bílaland B&L og kynntu þér kostina Glæsilegt úrval lúxusbílaLÚXUS Opið virka daga frá kl. 10 til 18 og á laugardögum frá kl. 12 til 16 Bílaland B&L, Grjóthálsi 1 - 110 Reykjavík 575 1230 - luxusbilar@bilaland.is. 575 1230 ALLIR INNFLUTTIR OG ÞJÓNUSTAÐIR AF UMBOÐI BMW X5 diesel Nýskr: 09/2004, 2900cc 5 dyra, Sjálfskiptur, Dökkblár, Ekinn 70.000 Verð: 5.300.000 HEFST Á FÖSTUDAG KL. 21.00 Á SKJÁEINUM FERÐAMÁL „Við getum ekki lengur setið hjá,“ segir Jón Karl Ólafs- son, formaður Samtaka ferða- þjónustunnar, sem halda aðalfund sinn á Radison SAS Hótel Sögu í dag. Segir hann Samtök ferðaþjón- ustunnar ekki hafa tekið beina afstöðu í umræðum um krónuna. „Mér finnst þetta snúast um hvort krónan er gjaldmiðill sem virkar og hvort hún muni vera hér til framtíðar.“ Þá hafi sveiflur á krónunni kost- að ferðaþjónustufyrirtæki gríðar- legar fjárhæðir. Vörur og þjón- usta sé verðlögð í erlendri mynt sem geti auðveldlega breyst mikið á þeim tíma sem líður frá tilboði þar til greiðsla berst. „Krónan er augljóslega byrði á ferðaþjónust- unni og við munum leggja upp með að á næsta ári muni ferða- þjónustufyrirtæki þurfa að móta sér stefnu í krónuumræðunni.“ Á fundinum á meðal annars að ræða ímynd Íslands og hvert stefnir í þeim efnum. „Við getum ekki setið hjá þegar talað er um banka- og fjármálakreppu. Við erum að tala um ímynd þjóðarinn- ar og ferðaþjónustufyrirtæki eru að selja ímynd. Ef ímyndin er orðin viðkvæm þá þurfum við að hafa áhyggjur af því.“ Fundir faghópa hefjast klukkan níu árdegis en aðalfundurinn er settur klukkan 13. - ovd Gengissveiflur krónunnar kosta ferðaþjónustufyrirtækin gríðarlegar fjárhæðir: Ímynd Íslands og staða krónu VESTMANNAEYJAR ÚR FLUGVÉL Stenst íslensk ferðaþjónusta gæðakröfur ferða- manna, er meðal spurninga sem ræddar verða. FRÉTTABLAÐIÐ/HARI HEILBRIGÐISMÁL Landspítalinn samdi við hjúkrunar- heimilið Grund í gær um að taka að sér rekstur hjúkrunardeildar á Landakoti en þeirra tilboð í útboði til rekstursins var lægst. Deildin er með átján hjúkrunarrými og verður hún opnuð um miðjan næsta mánuð. Magnús Pétursson, fyrrverandi forstjóri Landspítalans, nefndi í viðtali við Fréttablaðið í gær að heilbrigðisráðuneytið hefði í upphafi ætlað 18.260 krónur til reksturs hvers sjúkrarýmis á dag þegar ákveðið var að bjóða þjónustuna út til einkaaðila. Fyrsta tilboð Grundar hefði hljóðað upp á 21.000 krónur og annað sem barst frá ónefndum aðila verið 25.00 krónur. Munurinn á þeim upphæð- um sem ráðuneytið áætlaði til verksins og þess sem einkaaðilar töldu sig þurfa hefði vakið upp spurningar. Ekki væri hægt að draga úr kostnaði á deild sem þessari með öðru móti en að draga úr mönnun eða ódýrari starfskröftum. Gunnar Páll Pálsson, staðgengill forstjóra Grundar, segir að tekist hafi að ná kostnaðinum niður í um 19.700 krónur. Það hafi verið mögulegt með því að semja við Landakot um að hjúkrunar- fræðingur þaðan tæki að sér þrjár gæsluvaktir á viku. „Báðir aðilar hagnast á þessu og hjúkrunar- fræðingurinn væri hvort sem er á vakt á þessum tíma á Landakoti,“ segir Gunnar. Björn Zoëga, forstjóri og lækningaforstjóri Landspítalans, segir tíðindin góð. Deild sem þessi hefði verið rekinn af Landspítalanum í fyrra fyrir 22.000 krónur á dag. Með samningi við Grund lækki upphæðin og um leið náist að manna deild sem hefur verið lokuð um skeið. - kdk Grund tekur við rekstri lokaðrar hjúkrunardeildar á Landakoti: Grund tekur við deild á Landakoti KJÖRKASSINN Hljópst þú 1. apríl? Já 11,6% Nei 88,4% SPURNING DAGSINS Á MORGUN: Er ástæða til að ráðamenn Ís- lands ferðist með einkaþotum? Segðu þína skoðun á visir.is FRAMKVÆMDIR Byggingafyrirtæk- ið BM Vallá hefur lagt inn umsókn fyrir um 60 þúsund fermetra lóð á Akranesi með það fyrir augum að hefja þar frekari einingaframleiðslu. „Þegar við keyptum Smellinn á Akranesi sögðum við að því myndi fylgja frekari uppbygging þar,“ segir Þorsteinn Víglundsson, forstjóri BM Vallár. Gísli S. Einarsson, bæjarstjóri á Akranesi, segist hafa miklar væntingar til uppbyggingarinnar. „Það gætu fylgt þessu um þrjátíu til fjörutíu ný störf svo við tökum þessu að sjálfsögðu fagnandi,“ segir hann. - jse Uppgangur á Akranesi: Um fjörutíu ný störf verða til HEILBRIGÐISMÁL „Þetta hefur verið vandamál í mörg ár en við höfum ákveðnar hugmyndir um hvernig við ætlum að leysa það,“ segir Björn Zoëga, forstjóri Landspítal- ans og lækningaforstjóri, en vegna aukinnar aðkomu einkaaðila að heilbrigðiskerfinu hafa margar aðgerðir flust af Landspítalanum. Þar með flyst þekking af spítalan- um sem þá ekki getur nýst lækna- nemum háskólasjúkrahússins. Magnús Pétursson, fyrrverandi forstjóri Landspítalans, greindi frá því í viðtali við Fréttablaðið í gær að þótt aðkoma einkaaðila í heilbrigðiskerfinu geti verið af hinu góða þurfi að gæta þess að mola ekki þá þætti sem myndi háskólasjúkrahús og tapa þekk- ingu af spítalanum sem þar með nýtist ekki læknanemum. Stefna spítalans væri óskýr einkum í því hve langt eigi að ganga í einka- rekstri og hvers vegna ætti að fara slíka leið. Nú sé til að mynda svo komið að öll þekking á krossbands- aðgerðum sé komin af spítalanum og því geti læknanemar ekki til- einkað sér námið fyllilega. Um það bil fimm þúsund bækl- unaraðgerðir eru gerðar hjá einka- aðilum á ári auk fjölda æðahnúta- og annarra minni háttar aðgerða. Björn segir að ástandið hafi verið þannig lengi og ekki séu uppi hug- myndir um að breyting verði þar á en samkomulag um miðlun þekk- ingar milli Landspítalans og sjálf- stætt starfandi bæklunarlækna hafi verið gott. „Verði tekin ákvörðun um að fleiri aðgerðir verði fluttar til einkaaðila, gætum við til dæmis leyst það með sam- starfssamningum við fagaðila,“ segir Björn en þegar hafa aðeins óformlegar viðræður átt sér stað um þau mál. Stefán B. Sigurðsson, forseti læknadeildar, segir að á þessu þurfi að finna lausn. Vilji sé meðal forsvarsmanna deildarinnar að geta beint læknanemum á stofur utan spítalans svo þeir geti kynnt sér aðgerðir en þeir sem reki stof- urnar vilji fá greitt fyrir að taka á móti þeim. Hins vegar séu ekki fjárveitingar til þess. Guðlaugur Þór Þórðarson heil- brigðisráðherra segir að engin stór skref hafi verið stigin í átt að frekari einkarekstri heilbrigðis- kerfisins í tíð núverandi ríkis- stjórnar. „Það er mjög mikilvægt að menn gleymi því ekki að Land- spítalinn og háskólasjúkrahúsið er ein öflugasta rannsóknar- og vís- indastofnun landsins og við erum ekki að fara að gefa neitt eftir í uppbyggingu hennar. Ég skil ekki hvernig fólk fær þá hugmynd. Dæmin sýna að öflug háskólastarf- semi og einkarekstur geta farið mjög vel saman,“ segir Guðlaugur. karen@frettabladid.is Þekking flyst af Land- spítala til einkaaðila Flutningur aðgerða af Landspítala og til einkaaðila hefur orðið til þess að þekk- ing á ýmsum aðgerðum er þar ekki fyrir hendi fyrir læknanema. Forseti lækna- deildar segir nauðsynlegt að finna á þessu lausn sem og forstjóri spítalans. VERÐA AF ÞEKKINGU Forstjóri Landspítalans segir að flutningur aðgerða af háskóla- sjúkrahúsinu og til einkaaðila hafi lengi verið vandamál. Verði tekin ákvörðun um að fleiri aðgerðir verði fluttar til einkaaðila þurfi að gera samkomulag milli einkaaðila og sjúkrahúss svo að læknanemar geti öðlast reynslu og þekkingu. STEFÁN B. SIGURÐSSON MAGNÚS PÉTURSSON BJÖRN ZOËGA GUÐLAUGUR ÞÓR ÞÓRÐARSON
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.