Fréttablaðið - 03.04.2008, Side 10
10 3. apríl 2008 FIMMTUDAGUR
A Ð A L F U N D U R C C P H F .
Aðalfundur CCP hf. verður haldinn föstudaginn 4. apríl 2008 á skrifstofu
félagsins að Grandagarði 8, Reykjavík og hefst kl. 17:00.
Dagskrá:
Skýrsla stjórnar félagsins um hag félagsins og rekstur þess á liðnu starfsári.
Ársreikningur félagsins fyrir liðið starfsár, ásamt skýrslu endurskoðanda,
lagður fram til samþykktar.
Ákvörðun um greiðslu arðs og meðferð hagnaðar á reikningsárinu.
Ákvörðun um þóknun stjórnarmanna.
Tillaga stjórnar CCP hf. um að veita stjórn félagsins heimild í samþykktum
félagsins til að hækka hlutafé þess um allt að kr. 400.000 að nafnvirði með
útgáfu nýrra hluta. Heimildin gildi í 5 ár og má einungis nota í tengslum við
efndir kaupréttarsamninga við starfsmenn félagsins, dótturfyrirtækja eða
fyrirtækja innan sömu fyrirtækjasamstæðu. Hluthafar skulu ekki hafa
forgangsrétt til áskriftar að þessum nýju hlutum.
Tillaga stjórnar CCP hf. um að veita stjórn félagsins heimild í samþykktum
félagsins til að hækka hlutafé þess um allt að kr. 1.000.000 að nafnvirði
með útgáfu nýrra hluta. Heimildin gildi í 2 ár og skulu hluthafar ekki hafa
forgangsrétt til áskriftar að þessum nýju hlutum.
Tillaga stjórnar um starfskjarastefnu félagsins.
Kosning stjórnar.
Kosning endurskoðanda.
Önnur mál, sem löglega eru upp borin.
Sérstaklega er bent á að þeir sem hyggjast gefa kost á sér til setu í stjórn
CCP hf. skulu tilkynna það skriflega til stjórnar félagsins eigi síðar en 5
sólarhringum fyrir upphaf aðalfundar, sbr. 63. gr. (a) hlutafélagalaga nr.
2/1995. Þeir einir eru kjörgengir sem þannig hafa gefið kost á sér.
Dagskrá, endanlegar tillögur og ársreikningur félagsins munu liggja frammi
á skrifstofu félagsins hluthöfum til sýnis sjö dögum fyrir aðalfund.
Aðalfundarstörf munu fara fram á ensku.
Reykjavík, 20. mars 2008
Stjórn CCP hf.
I.
II.
III.
IV.
V.
VI.
VII.
VIII.
IX.
X.
A
T
A
R
N
A
Nóatúni 4 · Sími 520 3000
www.sminor.is
BÚKAREST, FRÉTTABLAÐIÐ Óvíst var,
við upphaf leiðtogafundar Atl-
antshafsbandalagsins [Nató] í
Búkarest í gær, hvort Georgíu og
Úkraínu verði boðið að hefja
formlegt ferli til aðildar að banda-
laginu.
Bandaríkjamenn vilja eindreg-
ið að tillaga þess efnis verði sam-
þykkt en nokkur ríki vestur Evr-
ópu – með Þýskaland í fararbroddi
– leggjast gegn því. Opinber skýr-
ing þeirra er sú að þau telja ríkin
tvö ekki í stakk búin til að verða
aðilar að Nató en að baki býr ótti
við að aðild þeirra raski valda-
jafnvægi í Evrópu. Rússar eru
alfarið andvígir því að þessum
tveimur fyrrverandi Sovétríkjum
verði veitt aðild að Nató.
Á kvöldverðarfundum leiðtoga
og utanríkisráðherra bandalags-
ríkja í gærkvöldi var reynt að
miðla málum í deilunni og ættu
niðurstöður að fást í dag.
Jafnframt er búist við sam-
þykkt tillögu um að tveimur ríkj-
um Balkanskaga; Albaníu og
Króatíu verði veitt aðild að Nató
en ríkin hafa undanfarin misseri
fylgt formlegri aðildaráætlun.
Það hafa Makedóníumenn líka
gert en óvissa ríkir um aðild
þeirra þar sem Grikkir eru henni
mótfallnir. Ríkin hafa deilt allar
götur síðan þetta fyrrverandi
hérað í Júgóslavíu varð sjálfstætt
og tók upp nafn sitt en hluti Grikk-
lands nefnist Makedónía. Líta
Grikkir á ákvörðun Makedóníu-
manna sem ögrun.
Íslensk stjórnvöld hafa ekki
tekið formlega afstöðu til aðildar-
ferlis Georgíu og Úkraínu. Ingi-
björg Sólrún Gísladóttir utanrík-
isráðherra sagði í samtali við
Fréttablaðið í gær að rétt væri að
bíða og sjá hvort ekki takist að
sætta ólík sjónarmið. „Við skip-
um okkur ekki í aðra hvora fylk-
inguna heldur bíðum og sjáum
hvort ekki náist samkomulag.“
Á kvöldverðarfundi í gærkvöldi
skýrði utanríkisráðherra Georgíu
sjónarmið sín fyrir Ingibjörgu
Sólrúnu í tvíhliðaviðræðum.
Blaðamaður Fréttablaðsins
ferðast til og frá Búkarest með
íslensku sendinefndinni, í boði
stjórnvalda. bjorn@frettabladid.is
Óvíst um stækk-
un við upphaf
Nató-fundar
Málamiðlanir um fjölgun Nató-ríkja voru reyndar í
Búkarest í gærkvöld. Íslensk stjórnvöld halda sig til
hlés í deilum um stækkun. Langt er síðan jafn mikil
óvissa ríkir við upphaf leiðtogafundar Nató og nú.
Aðgerðir Nató, í umboði Sameinuðu
þjóðanna, í Afganistan verða ræddar
á sérstökum fundi í Búkarest í dag.
Auk fulltrúa Nató-ríkja og samstarfs-
þjóða sitja hann forseti Afganistans
og framkvæmdastjóri Sameinuðu
þjóðanna. Ingibjörg Sólrún Gísla-
dóttir utanríkisráðherra segir brýnt
að sameinast verði um skýra yfir-
lýsingu um að fjölþjóðastofnanirnar
tvær standi þétt að baki afgönskum
stjórnvöldum. „Það þarf að veita
skuldbindingu til framtíðar, sam-
ræma betur aðgerðir undir forystu
Sameinuðu þjóðanna og ná um
þær breiðri sátt.“ Á fundinum verður
tilkynnt um þriggja ára áætlun
Íslands um þátttöku í þróunar-
störfum og uppbyggingu í Afgan-
istan. „Það felur í sér þriggja ára
skuldbindingu af okkar hálfu,“ segir
Ingibjörg Sólrún sem kynnti sér
nýverið ástandið í Afganistan. Segist
hún hafa séð með eigin augum hve
miklu máli aðstoð við uppbyggingu
og þróunarstörf skipti.
SKULDBINDING ÍSLANDS VIÐ AFGANISTAN
VIÐ UPPHAF FUNDAR Traian Basescu, forseti Rúmeníu, heilsar Geir H. Haarde for-
sætisráðherra og eignkonu hans, Ingu Jónu Þórðardóttur, við upphaf leiðtogafundar
Nató sem fram fer í Búkarest í Rúmeníu. NORDICPHOTOS/AFP
LÖGREGLUMÁL Tveir karlmenn,
annar um þrítugt en hinn nokkru
yngri, voru handteknir í miðborg-
inni síðdegis í fyrradag en báðir
voru með ætluð fíkniefni í fórum
sínum. Mennirnir tóku afskiptum
lögreglu mjög illa og höfðu í hót-
unum. Kom til átaka og fór svo að
beita þurfti varnarúða til að hemja
annan þeirra en hann hafði slegið
lögreglumann í höfuðið.
Aðfaranótt þriðjudagsins hafði
lögreglan afskipti af tveimur
öðrum mönnum í miðborginni.
Annar var með ætluð fíkniefni í
fórum sínum en hinn var með
blóðugan hníf meðferðis. Menn-
irnir, annar á fertugsaldri en hinn
um tvítugt, voru báðir færðir á
lögreglustöð. Þrír karlmenn komu
svo við sögu hjá lögreglu í jafn-
mörgum fíkniefnamálum á þriðju-
dagskvöld. Tveir þeirra, sautján
og tuttugu ára, voru með marijú-
ana í fórum sínum. Þriðji maður-
inn, sem er á fimmtugsaldri, er
einnig grunaður um fíkniefnamis-
ferli. Sá var meðal annars nokkur
greiðslukort sem hann gat ekki
gert grein fyrir. - jss
Fíkniefnalögreglan tók sjö manns í miðborginni:
Lögreglumaður
sleginn í höfuðið