Fréttablaðið - 03.04.2008, Page 12

Fréttablaðið - 03.04.2008, Page 12
 3. apríl 2008 FIMMTUDAGUR GJALDKERAR HÚSFÉLAGA ÞURFA LÍKA SITT FRÍ! HELSTU KOSTIR HÚSFÉLAGAÞJÓNUSTU SPRON: Frekari upplýsingar er að finna á spron.is og hjá viðskiptastjórum í síma 550 1200 eða þjónustuveri í síma 550 1400. Oft fer dýrmætur frítími gjaldkera húsfélaga í að sinna starfi sínu. Af hverju ekki að nýta sér Húsfélagaþjónustu SPRON og spara þannig vinnu og fyrirhöfn? INNGÖNGU TILBOÐ Þau húsfélög, sem koma í viðskipti við SPRON fyrir 30. maí 2008, fá fría innheimtuþjónustu í sex mánuði. A R G U S / 0 8 -0 1 3 3 Hörkutól Samsung M110 farsíminn er nýjasta verkfærið í verkfærakassann. Honum er pakkað inn í sterk- byggða umgjörð sem er bæði ryk- og rakavarin (IP54) og hann er fullur af notadrjúgum aukabúnaði. Samsung M110 – er sannkallað hörkutól. VGA myndavél Ryk- og rakavarinn (IP54) Bluetooth Innbyggður hátalari Stereó FM-útvarp Vasaljós – með rykgrímu, hjálm og vinnuvettlinga Heildsöludreifing og þjónusta: Skútuvogi 12c auk viðukenndra söluaðila um land allt M110 fæst hjá eftirtöldum aðilum: BRUNAMÁL Orsaka stórbrunans í miðbæ Reykjavíkur í apríl 2007 er að leita í ófullnægjandi eldvörnum. Tíu metra langur eldveggur á milli húsanna við Lækjargötu 2 og Aust- urstræti 22 hafði verið fjarlægður. Skemmdir hefðu orðið óverulegar hefði hann staðið, að mati bruna- málastjóra. Rannsókn lögreglu er lokið án niðurstöðu um eldsupptök. Átak þarf í brunavörnum og eftir- liti gamalla bygginga um allt land. Björn Karlsson brunamálastjóri kynnti skýrslu Brunamálastofnun- ar um stórbrunann við Lækjartorg í gær. Kom fram í máli hans að eldsupptök hefðu að öllum líkind- um verið í millilofti í söluturninum Fröken Reykjavík, sem stóð á lóða- mörkum húsanna. Eins að það verði aldrei sannað þar sem niðurrif á vettvangi varð þess valdandi að lögregla gat ekki komist að skýrri niðurstöðu um eldsupptökin. Björn segir ljóst að niðurrif eld- varnarveggs á milli húsanna sé ástæða þess að svo illa fór sem raun ber vitni. „Það er alveg með ólíkindum að eldvarnarveggur á lóðamörkum hafi verið rifinn. Ábyrgðin liggur hjá eigendum sem hefði mátt vera ljóst að verknaður- inn hafi verið gróft lögbrot og að verknaðurinn hafi aukið mjög hættu á stórbruna.“ Björn segir eldinn hafa komið upp innan þilja og því sé óhætt að útiloka íkveikju. Jón Viðar Matthíasson, slökkvi- liðsstjóri á höfuðborgarsvæðinu, telur opinbera aðila hafa brugðist þegar að horft er til brunavarna og eftirlits í gömlum menningarsögu- lega verðmætum húsum. „Stóru skilaboðin eftir miðbæjarbrunann eru að við erum ekki að hugsa nægilega vel um menningarverð- mætin okkar og taka þarf stór skref til úrbóta.“ Hann segir að í brunanum hafi eitt af elstu húsum í Reykjavík brunnið og eyðilagst. „Þetta er ekki hvaða hús sem er. Á Norðurlöndunum eru til ítarlegar skilgreiningar á því hvernig bruna- vörnum skal fyrirkomið vegna bygginga sem teljast menningar- verðmæti, ólíkt því sem hér er.“ Nikulás Úlfar Másson, forstöðu- maður húsafriðunarnefndar, telur ljóst að brunavörnum gamalla húsa hér á landi sé mjög ábótavant. Sjálfvirk viðvörunar- og slökkvi- kerfi hafa ekki verið sett upp í sögufrægum húsum og eru húsin við Bernhöftstorfuna, Menntaskól- inn í Reykjavík, Iðnó og Höfði nefnd í því sambandi. svavar@frettabladid.is Ófullnægjandi eld- varnir ollu stórtjóni Gríðarlegar skemmdir í miðbæjarbrunanum í apríl 2007 urðu vegna ófullnægj- andi eldvarna. Rannsókn lögreglu er lokið án niðurstöðu um orsök eldsvoðans. Íkveikja er útilokuð. Átak þarf í brunavörnum og eftirliti gamalla bygginga. EYÐILEGGING Húsið að Lækjargötu 2 stórskemmdist en Austurstræti 22 eyðilagðist. Mörg hundruð gömul hús hér á landi eru talin vera í hættu vegna ófullnægjandi brunavarna. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.