Fréttablaðið - 03.04.2008, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 03.04.2008, Blaðsíða 12
 3. apríl 2008 FIMMTUDAGUR GJALDKERAR HÚSFÉLAGA ÞURFA LÍKA SITT FRÍ! HELSTU KOSTIR HÚSFÉLAGAÞJÓNUSTU SPRON: Frekari upplýsingar er að finna á spron.is og hjá viðskiptastjórum í síma 550 1200 eða þjónustuveri í síma 550 1400. Oft fer dýrmætur frítími gjaldkera húsfélaga í að sinna starfi sínu. Af hverju ekki að nýta sér Húsfélagaþjónustu SPRON og spara þannig vinnu og fyrirhöfn? INNGÖNGU TILBOÐ Þau húsfélög, sem koma í viðskipti við SPRON fyrir 30. maí 2008, fá fría innheimtuþjónustu í sex mánuði. A R G U S / 0 8 -0 1 3 3 Hörkutól Samsung M110 farsíminn er nýjasta verkfærið í verkfærakassann. Honum er pakkað inn í sterk- byggða umgjörð sem er bæði ryk- og rakavarin (IP54) og hann er fullur af notadrjúgum aukabúnaði. Samsung M110 – er sannkallað hörkutól. VGA myndavél Ryk- og rakavarinn (IP54) Bluetooth Innbyggður hátalari Stereó FM-útvarp Vasaljós – með rykgrímu, hjálm og vinnuvettlinga Heildsöludreifing og þjónusta: Skútuvogi 12c auk viðukenndra söluaðila um land allt M110 fæst hjá eftirtöldum aðilum: BRUNAMÁL Orsaka stórbrunans í miðbæ Reykjavíkur í apríl 2007 er að leita í ófullnægjandi eldvörnum. Tíu metra langur eldveggur á milli húsanna við Lækjargötu 2 og Aust- urstræti 22 hafði verið fjarlægður. Skemmdir hefðu orðið óverulegar hefði hann staðið, að mati bruna- málastjóra. Rannsókn lögreglu er lokið án niðurstöðu um eldsupptök. Átak þarf í brunavörnum og eftir- liti gamalla bygginga um allt land. Björn Karlsson brunamálastjóri kynnti skýrslu Brunamálastofnun- ar um stórbrunann við Lækjartorg í gær. Kom fram í máli hans að eldsupptök hefðu að öllum líkind- um verið í millilofti í söluturninum Fröken Reykjavík, sem stóð á lóða- mörkum húsanna. Eins að það verði aldrei sannað þar sem niðurrif á vettvangi varð þess valdandi að lögregla gat ekki komist að skýrri niðurstöðu um eldsupptökin. Björn segir ljóst að niðurrif eld- varnarveggs á milli húsanna sé ástæða þess að svo illa fór sem raun ber vitni. „Það er alveg með ólíkindum að eldvarnarveggur á lóðamörkum hafi verið rifinn. Ábyrgðin liggur hjá eigendum sem hefði mátt vera ljóst að verknaður- inn hafi verið gróft lögbrot og að verknaðurinn hafi aukið mjög hættu á stórbruna.“ Björn segir eldinn hafa komið upp innan þilja og því sé óhætt að útiloka íkveikju. Jón Viðar Matthíasson, slökkvi- liðsstjóri á höfuðborgarsvæðinu, telur opinbera aðila hafa brugðist þegar að horft er til brunavarna og eftirlits í gömlum menningarsögu- lega verðmætum húsum. „Stóru skilaboðin eftir miðbæjarbrunann eru að við erum ekki að hugsa nægilega vel um menningarverð- mætin okkar og taka þarf stór skref til úrbóta.“ Hann segir að í brunanum hafi eitt af elstu húsum í Reykjavík brunnið og eyðilagst. „Þetta er ekki hvaða hús sem er. Á Norðurlöndunum eru til ítarlegar skilgreiningar á því hvernig bruna- vörnum skal fyrirkomið vegna bygginga sem teljast menningar- verðmæti, ólíkt því sem hér er.“ Nikulás Úlfar Másson, forstöðu- maður húsafriðunarnefndar, telur ljóst að brunavörnum gamalla húsa hér á landi sé mjög ábótavant. Sjálfvirk viðvörunar- og slökkvi- kerfi hafa ekki verið sett upp í sögufrægum húsum og eru húsin við Bernhöftstorfuna, Menntaskól- inn í Reykjavík, Iðnó og Höfði nefnd í því sambandi. svavar@frettabladid.is Ófullnægjandi eld- varnir ollu stórtjóni Gríðarlegar skemmdir í miðbæjarbrunanum í apríl 2007 urðu vegna ófullnægj- andi eldvarna. Rannsókn lögreglu er lokið án niðurstöðu um orsök eldsvoðans. Íkveikja er útilokuð. Átak þarf í brunavörnum og eftirliti gamalla bygginga. EYÐILEGGING Húsið að Lækjargötu 2 stórskemmdist en Austurstræti 22 eyðilagðist. Mörg hundruð gömul hús hér á landi eru talin vera í hættu vegna ófullnægjandi brunavarna. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.