Fréttablaðið - 03.04.2008, Page 29

Fréttablaðið - 03.04.2008, Page 29
FIMMTUDAGUR 3. apríl 2008 3 Íslendingar unna stórbrotnu landi sínu og vilja flestir leggja sitt á vogarskálar blíðlegrar umgengni við náttúru sína og sjálfa sig. Þeir sem fylgjast með umhverfis- vernd þekkja vel norræna umhverfismerkið Svaninn, en til að fá Svansmerkið þurfa vörur að vera án ilm- og litarefna og vottað- ar í hæsta gæðaflokki þegar kemur að umhverfisvernd. Þessu hafa danskir framleiðendur vörunnar Änglamark náð, en baðlína og hreinlætisvörur fyrirtækisins hafa notið fádæma vinsælda á Norður- löndunum og eru nú loks fáanlegar í verslunum Samkaupa, Nettó og Kaskó. „Änglamark, eða Englamerkið, er merki um umhyggju og virðingu fyrir náttúrunni. Með Änglamark- vörulínunni hefur tekist að fram- leiða hreinlætisvörur í hæsta gæðaflokki, og sem hafa óveruleg áhrif á umhverfið,“ segir Kristjana Pálsdóttir, deildarstjóri hjá Vöru- húsi Samkaupa, sem flytur inn Englamerkið í íslenskar verslanir. „Við finnum fyrir mikilli vakn- ingu meðal þjóðarinnar að nota vistvænar vörur og Ängla- mark er eina varan sem sam- einar það að vera bæði ofnæmisprófuð og umhverfisvæn. Framleið- andinn byrjaði með húð- og hreinlætisvörur, sem allar eru án ilm-, litar- og rotvarnarefna, og sem gerir þær að eftirsóknar- verðum kosti fyrir fjöl- skylduna um leið og þær eru eins lítið skaðlegar fyrir umhverfið og hugsast getur,“ segir Kristjana, sem sjálf hefur góða reynslu af notkun Änglamark-vörulín- unnar. „Þvottaefnið skilar drif- hvítum þvotti og vann nýlega til verðlauna í Danmörku sem besta þvotta efnið á markaðnum. Þvottaefni Englamerkisins eru án fos- fórs og flest þeirra er óhætt að nota í rotþrær sumar- húsa. Änglamark-barna- hreinlætislínan er án ofnæmisvaldandi efna og efna sem hafa áhrif á hormóna starfsemina og hana má hiklaust nota á minnstu börnin líka. Þá njóta eldhús- og klósettrúllur Englamerkisins mikilla vinsælda þar sem þær eru þriggja laga, þéttar, mjúkar og afar nota drjúgar,“ segir Kristjana, en úrvalið í hrein- lætis- og baðlínu Englamerksins er fjölbreytt og dugandi til allra hugs- anlegra heimilisnota. „Þetta merki hefur slegið í gegn og nú er framleiðandinn að fikra sig yfir í lífræna matvöru sem við munum að sjálfsögðu bjóða Íslend- ingum líka þegar fram líða stundir.“ thordis@frettabladid.is Engla í niðurföll og náttúru Kristjana Pálsdóttir, deildarstjóri hjá Vöruhúsi Samkaupa, með hluta af vörulínu Englamerkisins, sem er ofnæmisprófað og umhverfisvænt, ásamt því að bera nor- ræna umhverfismerkið Svaninn. MYND/VÍKURFRÉTTIR Änglamark-varan sameinar það að vera ofnæmisprófuð og umhverfisvæn. UPPLÝSINGAR O is ing Mjódd Staðsetning í Mjódd www.ovs.is upplýsingar og innritun í síma 588-1414 Vinnuvélanámskeið á pólsku Næsta námskeið hefst 4.apríl n.k. Mex - byggingavörur Sími 567 1300 og 848 3215 www.byggingavorur.com Vönduð vara og hagstætt verð..... STIGAR Ryðfrítt Stál Gler Tré Einnig: Innihurðir, Harmonikkuhurðir Fullningahurðir, Útihurðir, Gerefti Gólflistar og margt fleira Allar mögulegar gerðir og stærðir smíðað eftir óskum hvers og eins Við stöndum upp úr Atvinna í boði... ...alla daga Atvinnublað Fréttablaðsins er með 60% meiri lestur en atvinnublað Morgunblaðsins miðað við 20–40 ára sk v. kö nn un C ap ac en t 1 . n óv . 2 00 7– 31 . j an . 2 00 8 24,5% At vi nn a – M or gu nb la ði ð 39,3% Al lt – At vi nn a

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.